Morgunblaðið - 15.06.2000, Page 65

Morgunblaðið - 15.06.2000, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 65 FRÉTTIR Leikskólar Reykjavíkur efna til heilsuátaks NÚ er farið af stað hjá Leik- skólum Reykjavíkur tilrauna- verkefnið Heilsuefling á vinnu- stað í samstarfi við Vinnueftirlit ríkisins. Verkefnið nær til 16 leikskóla víðs vegar um borgina. Markmið verkefnisins er að bæta vinnuumhverfi og líðan starfsfólks í leikskólum. Kjörorð verkefnisins er „Hraustir starfs- menn í heilsusamlegu um- hverfi“. Gert verður stöðumat á vinnuumhverfi starfsfólks, en heilsuefling í öllum leikskólum mun byggjast á því mati ásamt reynslu og árangri af verkefn- inu. Ágústa Guðmarsdóttir, sjúkraþjálfari, hefur verið ráðin verkefnisstjóri. Verkefnið byggist m.a. á spurningalista um heilsufar, líð- an og vinnuumhverfi starfsfólks og úttekt á vinnuumhverfi hvers leikskóla. Að loknu stöðumati verða gerðar lagfæringar á vinnuumhverfi, veitt fræðsla um líkamsbeitingu og áhættuþætti í starfi. Að ákveðnum tíma liðn- um lýkur verkefninu með árang- ursmati. Þessi tilraun er liður í að móta stefnu í vinnuverndarmál- um, segir í fréttatilkynningu. Að loknu árangursmati er gert ráð fyrir að heilsuefling á vinnustað verði hluti af starfsmannastefnu Leikskóla Reykjavíkur. Vinnuverndarnefnd stýrir verkefninu, en í henni eiga sæti fulltrúar allra stétta innan leikskólanna, fulltrúar Vinnu- eftirlitsins, fræðslustjóri Leik- skóla Reykjavíkur og verkefnis- stjóri. Þú finnur hvergi jafn mikió í svona stórum bíl. KJF Þó Clio hafi alla kosti p smábíls býóur hann um fÍ leið þægindi og öryggi stærri í bíla. Hann er ekki aóeins f rúmmeiri en aðrir bílar í sama stærðarflokki heldur er hann einnig mun öruggari á alla vegu (t.d. ABS hemlakerfi og allt að 4 loftpúðar). Hljóóeinangrunin í Clio er meiri og aksturseiginleikar hans eru betri. Er ekki kominn tími til að fá sér stóran bíl? COMPAq Tæknival býður ávallt upp a það nýjasta í tölvutækni frá Compaq, sem er þekkt fýrir gæði og áreiðanleika. Compaq er leiðandi í framleiðslu á tölvum í heiminum í dag. Compaq tölvur hafa sannað yfirburði sina og eru óstöóvandi, á verði sem kemur þér á óvart. Þú getur reitt þig á Compaql Skeifunni 17 • Reykjavík • Sími 550 4000 I Furuvöllum 5 • Akureyri • Sími 461 5000 I Tæknival

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.