Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 70

Morgunblaðið - 15.06.2000, Síða 70
70 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ * Dýraglens Hundalíf Ljóska Ferdinand Já, kennari.. mig svíöur í augun.. Ég er með kenningu.. Ég held að allir D mínusarnir mengi adrúmsloftið. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Bréf til MS-sjúklinga Frá Eiríki Vemharðssyni: ÉG VIL skrifa bréf til ykkar sem málið varðar og hvetja fólk til að láta skoðun sína í ljós varðandi félagið okkar og störf þess. Manni hreinlega ofbýður yfn'gangurinn og sá þanka- gangur sem skín í gegnum störf starfandi stjórnar. Þetta byrjaði allt á síðasta aðal- fundi sem haldinn var á síðasta ári og kosin var stjóm en þótti ekki nógu góð fyrir formann stjórnar sem virt- ist vera í minnihluta. Það var þó sam- þykkt af fundarmönnum að umboð yrðu ekki tekin með sem hefði engu breytt varðandi úrslit á fundinum. Þá var bara leitað ráða hjá lögfræð- ingi og formaðurinn, sem hafði að- gang að öllu sem skipti máli, ákvað að boða til félagsfundar og láta hann kjósa nýja stjórnarmeðlimi sem voru formanninum þóknanlegri en hinir. En lögmaðurinn, sem ráðlagði gjörð- ina, vissi ekki meira um lög félagsins en það að í þeim stendur að stjórn skuli kosin á aðalfundi. Svo var ákveðið, af starfandi stjórn, að stofna sjálfseignarfélag, sem mun sjá um rekstur dagvistarinnar, sem lögfræðingurinn sjálfur er formaður í en það segir einnig í lögunum að það sé eitt af markmiðum félagsins að reka dagvist. Ekkert virðist vera hægt að gera því að dómsmálaráðherra, sem hefur eflaust verið talin trú um allt hið besta í málinu, er búinn að leggja blessun sína yfir verknaðinn þó ekk- ert samráð hafi verið haft við félags- menn og þeim lofað að lýsa sinni skoðun á málinu. Síðan eru menn vel launaðir fyrir réttar ráðleggingar. Og hvað með pólitíkina? Leikur hún kannski eitthvert hlutverk í þessu leikriti? Það verður hver og einn að skoða og meta. En af þessum gjörð- um má enn og aftur sjá að vitið er ekki meira en Guð gaf en hver ætti svo sem að vita meira um lög en ein- mitt lögfræðingur? Stofnun sjálfseignarfélags er bara til þess að losna við áhrif frá MS- félaginu sem engin voru fyrir því að dagvistin var rekin af framkvæmda- stjóra og stjómin kom þar ekkert nálægt. Stofnun sjálfseignarfélags er til þess fallin að það verður ekki íyrir neinum utanaðkomandi áhrif- um á dagvistina, sem einhver hefur haft áhyggjur af, og þeir sem stjórna geta ráðið sér sjálfir og eru ráðnir ævilangt sé því að skipta. Þeir sem þar eru við stjórnvölinn gætu allt eins stofnað hlutafélag og setið einir að hlutafénu, gefið eða selt án þess að nokkur skipti sér af. I lögum fé- lagsins segir að aðalfundur sé æðsta vald félagsins en aðgerðir starfandi stjóma hafa á engan hátt verið bom- ar þar upp sem væri réttast og ræða málið. Síðan myndi meirihluti at- kvæða þar ráða gjörðum sem slíkum og yrðu allir að sætta sig við það. Takið eftir því að ég tala um starf- andi stjóm því að hún er ekki rétt að mati formanns. Ég minni á stuðning og mikilvægi félagsmanna en það má ekki gleyma því að MS-félagið er lýðræðislegt og gott félag. Við sem emm félagar ber- um mikla ábyrgð á félaginu okkar sem við sýnum með mætingu og kosningu á aðalfundi. Við emm fær um að sjá um okkar mál sjálf að mestu leyti, og þurfum við aðstoð þá að sjálfsögðu leitum við hennar. Til þeirra sem kunna eitthvað með við- komandi mál að fara og hafa lögin sín megin. Ef með þarf. Við MS-sjúkl- ingar emm með ólæknandi hrörnun- arsjúkdóm og þurfum á allri okkar orku að halda fyrir okkur sjálf og getum einfaldlega minna eytt kröft- um okkar í endalaust þras og skrif sem er auðvitað öllum holt. Við verð- um samt alltaf að vera að skoða stöðu okkar og meta þarfir okkar upp á nýtt því að allt er endalaust að breytast. En við verðum að vera vak- andi þannig að ekki verði hreinlega valtað yfir okkur sem mér sýnist hafa verið gert í tilviki starfandi stjómar MS-félagsins. Lifið heil. EIRÍKUR VERNHARÐSSON, MS-sjúklingur. I fremstu röð Frá Einari Vilhjálmssyni: „í FREMSTU röð“ var fyrirsögn á leiðara Morgunblaðsins hinn 10. júní sl. Þar er fjallað um útrás íslenzkra óperasöngvara og frama þeirra við frægustu óperuhús heims. Leiðarahöfundm' veltir því fyrir sér hvað valdi því, að íslenzkir söngv- arar ná svo langt á þessum vett- vangi. Margt þarf til þess; hæfileika- ríka, einbeitta nemendur og framúrskrandi kennara. Margir þessara söngvara eiga frama sinn að þakka kennara sínum, Sigurði Demetz, ópemsöngvara, sem miðlað hefur þeim af kunnáttu sinni og reynslu frá ámm sínum á Scala. Það er ekki nóg að hafa góðan efnivið, það er ekki sama hvernig með hann er farið. EINAR VILH JÁLMSSON, Smái'aflöt 10, Garðabæ. Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.