Morgunblaðið - 17.06.2000, Side 4

Morgunblaðið - 17.06.2000, Side 4
4 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 20 vísindamenn við rannsóknir í vorleiðangri Jöklarannsóknafélagsins í Grímsvötn Morgunblaðið/RAX Þegar vísindamennirnir fóru á gúmmibát út á vatnið vildi ekki betur til en báturinn sprakk. Engin dhöpp urðu á fólki og mennirnir voru fljótir að laga bátinn. Mikill hitamunur er í vatninu og ísinn getur verið beittur. Til vinstri má sjá reyk sem stígur úr hlíðum Grímstjalls. Stórt lón hefur myndast í Grímsvötnum MYNDAST hefur allstórt ión í Grímsvötn- um á þeim stað sem gaus árið 1998. Magn- ús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að jarðhitavirkni hafi aukist mikið í Grímsvötnum en það hafi aftur leitt til þess að Grímsvatnahlaup, sem falla niður á Skeiðarársand, séu aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Hlaupin séu minni og tíðari. Magnús Tumi er nú í hópi 20 vísinda- manna sem eru við mælingar og rannsóknir í Grfmsvötnum. Leiðangurinn er farinn á vegum Jöklarannsóknafélagsins. Magnús Tumi sagði að markmið leiðangursins væri að mæla breytingar í Grímsvötnum og við Gjálp og einnig að mæla ísmyndun í jöklin- um. Magnús Tumi sagði að vegna jarðhita hefði myndast lón rétt vestan við þann stað sem gaus 1998. Það væri rúmlega 500 metrar á lengd og 300-440 metrar á breidd. „Það er mjög fróðlegt að sjá þetta og sýnir okkur hvernig eldgos, sem verða öðru hverju, verða til þess að efla jarð- hitann, en jarðhitinn í Grímsvötnum er ein- hver sá öflugasti sem við þekkjum. Jarð- hitinn hefur aukist það mikið að ísstíflan, sem lokar Grímsvötnum, nær ekki nema upp í 1.380-1.390 metra vatnshæð áður en fer að hlaupa. Það er frekar lítið vatn í Grímsvötnum núna vegna þess að það koma reglulega smáhlaup, sem hafa verið 1-2 á ári. Stóra gosið í Gjálp 1996 breytti aðstæð- um þarna töluvert mikið en nú verður jarð- hitinn í Grímsvötnum til þess að ísstífian veikist ennfrekar. Grfmsvatnahlaup núna eru því ekki nema svipur hjá sjón en samt er jarðhitavirknin f Grfmsvötnum miklu meiri en hún hefur verið í nokkra áratugi." Magnús Tumi segir að hitinn í lóninu væri breytilegur en meðaltalið væri í kringum 4-5 gráður. Mestur er hiti vatns- ins um 60 gráður og ís sem reglulega fellur niður í lónið bráðnar á aðeins nokkrum klukkutímum. Þetta fshrun kemur fram á jarðskjálftamælum sem væru við Gríms- vötn. Vatnið enn þess vegna enn að stækka og sagði Magnús Tumi að ekki sæi fyrir endann á þessari atburðarás. Hann sagði að vatnið væri rúmlega 80 metra djúpt þar sem það væri dýpst. Vatnið væri hins vegar uppi við Grímsfjall og þess vegna væri botn þess um 200 metrum hærri en botn Gríms- vatna þar sem þau eru dýpst, en þar eru vötnin þakin fshellu. íshellan við Gjálp 20-30 ár að „gróa“ Magnús Tumi sagði að fshellan við Gjálp væri smámsaman að „gróa“. ís væri að skri'ða inn í sprungurnar sem mynduðust í gosinu 1996. Hann sagðist hins vegar spá að það tæki 20-30 ár fyrir jökulinn að afmá ummerki gossins á yfirborði hans. Hann sagði að það mætti vel sjá öskudreif á jökl- inum. Þessi dökku svæði færu ekki öll í kaf í vetrarsnjóum og þau sæjust vel þetta snemma vors. Það væri jarðhiti þarna und- ir en hann sagðist ekki vera kominn með upplýsingar um hvað hann væri mikill. Magnús Tumi sagði að mælingar bentu til að fsmyndun á Vatnajökli við Grfmsvötn hefði verið með minna móti í vetur. Ástæð- an væri sú að snjókoma hefði verið undir meðallagi. Magnús Tumi sagði að fara þyrfti með varúð upp að Grímsvötnum. Miklar breyt- ingar hefðu orðið á jöklinum og væru sum- ar hefðbundnar leiðir upp jökulinn ófærar. Menn ættu því ekki að leggja á jökulinn nema að leita sér upplýsinga um aðstæður. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur stendur við vatnið sem myndast hefur frá því að gaus í Grímsvötnum fyrir tveimur árum. MikiII hiti er í vatninu og skelltu nokkrir sér út í, en menn þurftu að vara sig á því að sumstaðar var hætta á að menn brenndu sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.