Morgunblaðið - 17.06.2000, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.06.2000, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 1 5 Knnglan kaupir Tónabæ Hlíðar EIGNARHALDSFÉLAG Kringlunnar, sem keypt hefur Tónabæ af Reykjavíkurborg fyrir 67 m.kr, stefnir að gagn- gerum endurbótum á húsum Tónabæjar og Nýherja við Skaftahlíð með það í huga að koma þar upp öflugum versl- unarrekstri. Borgarráð samþykkti á þriðjudag að ganga til til samninga við Eignarhaldsfé- lag Kringlunnar um sölu á Tónabæ fyrir 67 milljónir króna. I Tónabæ, sem er í Skafta- hlíð 24, hefur borgin áratug- um saman rekið félagsmið- stöð fyiir unglinga. Samningur borgarinnar og eignarhaldsfélagsins miðar að því að borgin afhendi eignina þann 1. október nk. og verði helmingur kaupverðs greidd- ur við undirritun kaupsamn- ings en afgangur við afhend- ingu. Eignarhaldsfélag Kringl- unnar er um þessar mundir að sameinast eignarhaldsfélag- inu Þyrpingu, og renna þá tvö öflugustu eignarhaldsfélög landsins á sviði atvinnuhús- næðis í eitt. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Eignar- haldsfélags Kringlunnar, sagði að þegar væri farið að huga að því að taka Tónabæj- arhúsið til gagngerrar endur- skoðunar, en það er alls 2000 fermetrar að flatarmáli. Áður var eignarhaldsfélagið búið að kaupa af Kaupási verslunar- húsnæði á jarðhæðinni. Glerbygging í grennd við 40.000 bfla umferð „Við erum að velta fyrir okkur að taka húsið í gegn frá grunni og vita hvort við fáum samþykkt hjá bygginganefnd hús sem mundi verða að mestu lagi glerbygging," sagði Ragnar Atli. „Við eigum fyrir húsið, sem kennt er við Nýherja. Þetta mundi henta mjög vel fyrir þjónustuaðila, t.d. sem húsgagnaverslun eða eitthvað þess háttar. Húsið yrði áberandi frá Miklubraut þar sem fara um 40.000 bílar á dag.“ Ragnar Atli sagði að hönn- unarvinna væri hafin í sam- vinnu við höfundarréttarhafa að húsinu. M.a. yrði skoðað að hafa glerbyggingu á milli hús- anna tveggja og kannaðir möguleikar á að fjölga bíla- stæðum. „Ef öll áform ganga eftir eigum að geta hafið framkvæmdir um áramótin,“ sagði Ragnar Atli. Morgunblaðið/Kristinn Gatnaframkvæmdir sem staðið hafa yfir við Miklubraut að undanförnu þykja nokkuð vel merktar en ökumenn hafa kvartað undan því við Morgunblaðið að þeir verði þeirra ekki varir fyrr en komið er í ógöngur og orðið of seint að velja aðra akstursleið. Sigurður Geirdal um viðhorf íbúa við Vatnsenda til skipulagsvinnu Yfirleitt samhljóða okkar sjónarmiðum Vatnsendi „SJÓNARMIÐ íbúanna eru í flestöllum tilfellum sam- hljóða okkar sjónarmiðum," sagði Sigurður Geirdal, spurður álits á athugasemd- um íbúa í Vatnsendahverfi við grundvallarforsendur við endurskoðun aðalskipulags. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur lóðarleigjendum verið sagt upp samningum með eins árs fyrirvara. „Þetta er ekki deiliskipulag sem um er að ræða. Það er skylda að end- urskoða aðalskipulag með nokkurra ára fresti og aðal- skipulag gerir ráð fyrir meg- inmarkmiðum með notkun lands en ákveður lítið um þéttingu byggðarinnar.“ Gífurlega mikið land Sigurður sagði að upphaf- lega þegar aðalskipulag var gert yfir Vatnsendasvæðið, árið 1985, hefði verið gert ráð fyrir 15 þúsund manna byggð á svæðinu. „Nú er þetta komið niður í 5-6000 og það tel ég að sé vel hægt að koma fyrir þama en þetta er ekki deilisldpulag og við erum þess vegna ekki farnir að raða niður húsum. Það sem þau leggja áherslu á, að haldið verði eins og kostur er í dreifða byggð, er yfirlýst stefna hér og menn reyna það eins og þeir mögulega geta. Þau biðja um að svæðið verði skipulagt þannig að fólk geti notið útivistar svo sem útreiða, fiskveiða, gönguferða og fleira í sem óspilltustu umhvei'fi. Þetta er það sem unnið hefur verið að frá upphafi," sagði Sig- urður. „Ég er ekki alveg viss um að menn átti sig á því að þetta er gífurlega mikið land,“ sagði hann. „Vatns- endajörðin er yfir 700 hekt- arar en það sem við erum að tala um að skipuleggja þarna er 80 hektarar. Þegar er búið að taka frá í samráði við ábúendur 100-200 hektara fyrir skógrækt. Þannig að það er gífurleg áhersla lögð á þessar útivistarhugmyndir og útivistarmöguleika og það eru allir sammála um að nýta þá eins vel og hægt er.“ Þá fara íbúarnir fram á að skipulagt verði með tilliti til þeirra heimila, sumarbú- staða og lóða sem fyrir eru á svæðinu. „Það er einfaldlega alltaf gert,“ sagði bæjar- stjórinn. „Það tekst oft furðu vel að fella svona hús inn í en það tekst yfirleitt ekki að þau haldi öllu því landi sem þau hafa. Þá væri kominn sumarbústaður inn í miðja byggð með land sem nægði 10-20 húsum. Það er mjög algengt að þurfa að ganga á það og við erum búnir að fara í gegnum þetta hérna í Dalnum, í Digraneshlíðun- umogvíðar." Um það hvort íbúar sem lagt hefðu mikla vinnu í ræktun lóða sinna þyrftu þá að sjá á baki þeim sagði Sig- urður að ef lóðir húsanna yrðu skertar yrði allur kostnaður sem lagt hefði verið í á lóðunum bættur. „Okkur tókst í Digraneshlíð- unum, þar sem búið var að rækta lundi á köflum, að sneiða hjá þeim og láta þá halda sér,“ sagði hann. En má búast við því að einhver þeirra húsa sem nú er búið í árið um kring verði keypt og rifin? „Maður getur ekki sagt um það fyrr en far- ið er að vinna deiliskipulags- vinnuna. Nú er allt undir,“ sagði Sigurður. „Það er auð- vitað reynt að laga skipulag- ið að þeirri byggð sem fyrir er. Við erum búnir að fara í gegnum þetta einu sinni á Vatnsenda, þegar Hvarfa- hverfið var byggt. Það kom ekki til þess þá að rífa þyrfti hús heldur var hægt að fella þá byggð sem fyrir var inn í og gekk furðu áreynslulaust upp. En það er engin leið að segja til um það á þessu stigi hvort deiliskipulag lendi eða lendi ekki á einhveiju til- teknu mannvirki." Ganga til samninga að nýju í samtali Morgunblaðsins í gær við Rut Rristinsdóttur, íbúa við Vatnsenda, kom fram að eftir að húseigendur hafa fengið uppsagnir á lóða- leigusamningum með árs fyrirvara finnist þeim þeir vera í lausu lofti. „Það er vegna þess að þarna eru í gangi óskaplega margir og mismunandi samningar," sagði hann og kvaðst telja eðlilegt að hugmyndimar yllu óróa. Bærinn hefur und- anfarið verið að taka til sín Vatnsendalandið og Sigurð- ur sagði að nýr eigandi vildi eðlilega taka upp fyrri samn- inga og fella þá í fyrri form. Eina leiðin til þess væri að segja upp gildandi samningi. „Það er ekki verið að segja: Við erum að segja upp samn- ingnum og þú verður að fara. Við erum að segja: Það er verið að segja upp samn- ingnum og við þurfum að ganga til samninga að nýju og gera nýjan.“ Hann sagði að samningamir væm marg- víslegir og mismunandi hjá hverjum og einum og því væri eðlilegt að taka fyrir hvern samning fyrir sig en ekki semja við húseigend- uma sem hóp. Töluvert langt í nýja byggð Um það hvort bærinn væri tilbúinn til að innleysa nú þegar eignir fólksins sagði Sigurður málið ekki komið svo langt. „Þeir stjórna þessu, eigendurnir, ef einhver kemur og segir: Við viljum losna við þetta, þá er það rætt.“ Én hvenær má búast við að framkvæmdir hefjist í nýju hverfi í Vatnsenda? Sigurður sagði að það væri töluvert langt í það. Vinna við svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins kallaði á að áhersla væri nú lögð á aðal- skipulag, sem beri að ljúka á þessu ári, og síðan bíði menn eftir niðurstöðum svæðis- skipulags höfuðborgarsvæð- isins. Þegar það liggi fyrir verði hægt að fara að deili- skipuleggja fyrir alvöm. Sú vinna taki venjulega U/2-2 ár. Um það hvort tveir grunn- skólar yrðu reistir í hverfinu sagði hann að það færi eftir íbúafjöldanum. Almenna forsendan væri að einn grunnskóla þyrfti fyrir hverja 3.000 íbúa. Morgunblaðið/Þorkell Við Heiðargerði er verið að vinna í götunni og þessar merkingar blasa við ökumönnum á leið inn í blindbeygju. Talsvert kvartað yfír merkingum við vegavinnu Reykjavík ÁBENDINGAR almennings um að merkingum við hinar ýmsu framkvæmdir sem nú standa yfir á höfuðborgar- svæðinu sé ábótavant eiga alloft við rök að styðjast, að sögn Þorgríms Guðmunds- sonar, aðalvarðstjóra um- ferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Gjarnan er kvart- að yfir að ökumanninum verði ekki ljósar vegafram- kvæmdir fyrr en að þeim er komið og er hann þá gjarnan kominn í ógöngur. Merkingar eru alfarið á ábyrgð verktakanna, segir Þorgrímur. Að framkvæmda- leyfi fengnu eru brýndar fyr- ir þeim þær reglur sem ber að fara eftir við merkingar, segir Þorgrímur. Verktökum eru afhentar ýtarlegar leið- beiningar um hvernig skuli haga merkingum við mis- munandi aðstæður. Eftirlit með merkingum verktakanna er i verkahring lögreglunnar. Lögreglan get- ur haft afskipti af merking- um, jafnvel lagfært þær á kostnað verktakans. Einnig getur komið til þess að fram- kvæmdirnar séu stöðvaðar, að sögn Þorgríms. Verði slys sem rekja má til bágborinna merkinga við framkvæmdir er hægt að kalla verktakann til ábyrgð- ar. Þorgrímur segir marga verktakanna samviskusama og sinna skyldunum vel þó svo sé ekki í öllum tilvikum. Lögreglunni berast gjarn- an kvartanir yfir illa merkt- um svæðum þar sem fram- kvæmdir standa yfir. Að sögn Þorgríms eru þó einnig dæmi um að frágangi að framkvæmdum loknum sé ábótavant. Steypa í stað malbiks? Reykjavík BORGARSTJÓRN sam- þykkti einróma á fimmtudag tillögu frá Kjartani Magnús- syni og öðrum borgarfulltrú- um Sjálfstæðisflokks sem fel- ur gatnamálastjóra að kanna gaumgæfilega hvort hag- kvæmt sé að nýta kosti steypulagnar á götum Reykjavíkur. Lagt var til að steyptur verði götukafli innan borgar- innar á árinu í því skyni að fá raunhæfan samanburð á mal- bikuðum og steinsteyptum götum. Tillagan var samþykkt með þeirn breytingu gatna- málastjóri kynni borgarráði hagkvæmni steypulagnar áð- ur en gengið verður frá fram- kvæmdaáætlun gatnamála fyrir næsta ár. Ástand gatnakerfisins hef- ur farið versnandi á undan- fömum árum og fjárveitingar hafa ekki dugað til að halda uppi viðunandi ástandi gatna í Reykjavík, segir í greinar- gerð með tillögunni. Hvert sumar fer töluverður tími í að bæta götur borgarinnar eftir veturinn. Áætlað er að verja um 300 milljónum ki’óna í ár til malbiksyfirlagna á götum borgarinnar. 8.000 tonn af malbiki slitna vegna nagla Malbik er nú ráðandi efni við götulagnir og endurnýjun slitlags á gatnakerfi borgar- innar. Helsti galli malbiks er að það slitnar fljótt við mikið álag og marga malbikskafla þarf að lagfæra og endurnýja árlega eða annað hvert ár. Áætlað er að um átta þús- und tonn af malbiki slitni vegna nagladekkja á hverju ári segir í greinargerðinni. Endar verulegur hluti þess slits sem svifryk í andrúms- lofti. Talið er að minnstu agn- ir af þessu ryki séu hættuleg- ar heilsu fólks. Einnig veldur holótt malbik töluverðum skemmdum á bifreiðum og skapar slysahættu í umferð- inni. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokks, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri aðeins um peningasjón- armið að ræða. Hún bendir á að ef málið er skoðað út frá umhverfis- og öryggissjónar- miðum sé þetta mun hag- kvæmari kostur. Gæði steypu hafi aukist á síðustu árum og norrænai' mælingar bendi til þess að slit vegar úr steinsteypu sé helm- ingi minna en slit malbiksveg- ar að því er kemur fram í skýrslunni „Vistvænni sam- göngustefnu fyrir Reykjavík og nágrenni". Bent hefur verið á að stofn- kostnaður steypulagnar sé hærri en malbiks. Inga Jóna segir að skoða verði málið með fleira en stofnkostnað í huga. Steypan endist lengur og ástæða sé til að kanna hvort hún sé ekki ódýrari þeg- ar til lengri tíma er litið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.