Morgunblaðið - 17.06.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.06.2000, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ KEA og VISA semja um útgáfu greiðslukorts FORSVARSMENN Kaupfélags Eyfirð- inga og VISA ís- land hafa skrifað undir samning um útgáfu á nýju greiðslukorti sem mun bera nafnið Kostakort. Um er að ræða alþjóðlegt VISA-kreditkort sem að auki veitir starfsmönnum, fé- lagsmönnum og við- skiptamönnum KEA og dótturfélaga þess ýmsan ávinning. Hið nýja kort get- ur verið hvaða gerð VISA-kreditkorts sem er og getur fólk með einföldum hætti skipt út nú- verandi VISA-korti fyrir Kostakort, notið áfram allra sömu réttinda og gamla kortið gaf en að auki notið ýmissa fríðinda með því að eiga viðskipti við KEA og dótturfé- lög. Stefnt er á að fleiri fyrirtæki geti gerst aðilar að kostakortinu þegar fram í sækir. Aformað er að taka kortið í notkun nú í haust. Meginmarkmið þessa framtaks af hálfu KEA er að koma til móts við félagsmenn og gefa þeim kost á að njóta ávinnings af því að eiga viðskipti við félagið og dótturfélög, svo sem Nettó-, Úrval- og Strax- verslanirnar. Korthöfum mun standa til boða betri kjör á ýmsum vörum og þjónustu. Að auki verður félagsmönnum sem nota kortið umbunað sérstaklega. Stefnt er á að reikningsviðskipti viðskipta- Við undirritun samningsins um Kostakort. Ein- ar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA Island og Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA, handsala samninginn. manna KEA fari sem mest í gegn- um Kostakortið í framtíðinni. Kortin verða auðkennd sérstak- lega á bakhlið en líta að öðru leyti út eins og hefðbundin VISA- kreditkort. Miklar breytingar hafa orðið á eðli og starfsemi KEA á síðustu misserum og hafa forsvarsmenn þess leitað leiða til að auka og teysta tengsl félagsmanna við fé- lagið að því er fram kemur í frétt frá KEA. Útgáfa kortsins er liður í því að ná þessu markmiði, en fé- lagsmenn munu hafa fjárhagslegan ávinning af því að nota kortið. Afbrigði- leg egg FLEST í náttúrunni er mjög öruggt og hefðbundið en þó koma af og til ýmis afbrigði sem líkjast í engu því hefðbundna og reglulega. Fiskar, fuglar og egg og fleiri koma með frábrugðin eintök eins og hvítingjar hjá mörgum tegund- um fugla og dýra. Hér er um egg að ræða sem eru mjög afbrigðileg. Mjög stórt svart- fuglsegg úr Suðurey, 185 gr. en venjulegt er um 110 gr. Þetta stóra egg nálgast mjög þá stærð sem geirfuglseggin voru. Svo er afskap- lega lítið svartfuglsegg úr Hellisey eins og lítil keila. Upplýsingamiðstöð ferðamála á Akureyri Nýr tölvubunaður UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ ferða- mála á Akureyin hefur tekið í notkun nýjan tölvubúnað og tengingar við gagnagrunn Ferðamálaráðs Islands og einnig er þar að finna hugbúnað bókunarkerfis frá Bókunarmiðstöð íslands. Pétur Rafnsson, formaður Ferða- málasamtaka Islands, sagði að ætl- unin væri að útvega átta landshluta- upplýsingamiðstöðvum slíkan búnað og hefur hann þegar verið settur upp á nokkrum þeirra. Hann sagði þetta kleift eftir að Alþingi samþykkti að auka framlag til rekstrar og upp- byggingar upplýsingamiðlunar en það nam nú 10 milljónum króna. I framtíðinni er ætlunin að halda þess- ari uppbyggingu áfram og stefnt að Knútur Karlsson, forstöðumað- ur Upplýsingamiðstöðvar ferða- mála á Akureyri og Pétur Rafnsson. því að samtengja upplýsingamið- stöðvar á fleiri stöðum, en um er að ræða þriggja ára verkefni. Sólstöðutónleikar KVENNAKÓRINN Lissý úr Suður- Þingeyjarsýslu og Akureyri verður með Sólstöðutónleika á Breiðumýri í Reykjadal á morgun, sunnudaginn 18. júní, kl. 15. Boðið verður upp á kaffiveitingar að tónleikunum lokn- um. Efnisskrá kórsins verður fjöl- breytt og vorleg. Stjómandi kórsins er Roar Kvam, píanóleikari er Aladár Rácz, einsöngvarai' eru þær Hildur Tryggvadóttir, Kristín Alfreðsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. 117 brautskráðir á háskóla- hátíð Háskólans á Akureyri Fyrstu nýbyggingar háskólans og nýr stúdentagarður í notkun í ágúst Morgunblaðið/Margrét Þóra Háskólahátíð Háskólans á Akureyri var haldin í Glerárkirkju en þar voru brautskráðir 117 nemendur. ALLS voru 117 kandídatar braut- skráðir frá Háskólanum á Akureyri á háskólahátíð sem haldin var í Glerárkirkju síðasta laugardag, 28 hjúkrunarfræðingar, 11 með B.Ed- próf í kennarafræði, 38 með B.Ed- próf í leikskólafræði, 16 með próf í kennslufræði til kennsluréttinda, 14 voru brautskráðir með B.S.-próf í rekstrarfræði og 9 með B.S.-próf í sjávarútvegsfræði. Fram kom í máli Þorsteins Gunn- arssonar, rektors Háskólans á Ak- ureyri, að nú voru í fyrsta sinn brautskráðir leikskólakennarar, 23 talsins, sem lögðu stund á sérskipu- lagt leikskólakennaranám, en um var að ræða leikskólakennara sem lokið höfðu prófi frá Fósturskóla Is- lands og vildu öðlast fullgilda háskó- lagráðu. Nám fyrir leikskólakenn- ara hófst fyrst hér á landi á háskólastigi við Háskólann á Akur- eyri haustið 1996. „Mikill skortur er á leikskólakennurum víða um land og er því ljóst að mikil þörf er á þessu námi. Góðir leikskólar með vel menntuðum leikskólakennurum eru mikilvæg undirstaða fyrir bætt búseturskilyrði í landinu,“ sagði Þorsteinn. Einnig voru í fyrsta sinn braut- skráðir rekstrarfræðingar með ferðaþjónustu sem sérgrein og voru þeir tveir að þessu sinni, en námið hófst við háskólann haustið 1998. Benti rektor á í ræðu sinni að skort- ur væri á háskólamenntuðu fólki í ferðaþjónustu víða um land og því ljóst að mikil þörf væri fyrir þetta nám. Þá voru einnig brautskráðir tveir kandídatar, rekstrarfræðingar sem eingöngu höfðu stundað fjar- nám við háskólann, en það stunduðu þeir um fjarfundabúnað og með tölvusamskiptum frá Egilsstöðum. Þá voru einnig brautskráðir í fyrsta sinn þrír sjávarútvegsfræð- ingar með matvælaframleiðslu sem sérgrein, en það nám hófst við há- skólann haustið 1996. „Það er víst að sjávarútvegsfræðingar með þessa menntun verða eftirsóttir í mat- vælavinnslu sem er stóriðja okkar Islendinga," sagði rektor. Næsta haust hefst við háskólann framhaldsnám við kennaradeild, þ.e. 30 eininga diplóm-nám í stjórn- un en síðar meir er áformað að hægt verði að ljúka meistaragráðu. „Þetta eru stór tímamót í sögu há- skólans vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem háskólinn býður sjálfstætt upp á framhaldsnám," sagði Þorsteinn, en áður hefur há- skólinn boðið upp á meistaranám í hjúkrunarfræði í samstarfi við Há- skólann í Manchester. Fram kom í máli rektors að fyrstu nýbyggingar háskólans verða tekn- ar í notkun á háskólasvæðinu í ágúst næstkomandi. Um er að ræða ný- byggingar fyrir almennar kennslu- stofur og fyrirlestrarsal sem þjóna munu vel þörfum metnaðarfulls há- skólastarfs. Kennsluhúsnæðið er tvær álmur með átta almennum kennslustofum, auk hópherbergja þær tengjast svo gangi sem tengir saman húsnæði háskólans. A gang- inum eru setustofur og opin rými til viðveru og sýningarhalds. Næsta haust mun meira en helmingur nemenda háskólans stunda nám á háskólasvæðinu í byggingum sem hafa verið sérhannaðar fyrir kröfur nútíma háskólastarfs og sagði rekt- or um mikla. framför að ræða hvað varar aðstöðu háskólafólks til náms, kennslu og rannsókna. Átak í byggingu stúdentagarða Samhliða uppbyggingu kennslu- húsnæðis er einnig verið að gera átak í uppbyggingu stúdentaíbúða. Við Drekagil 21 er verið að byggja stúdentagarð, sjö hæða byggingu um 2.200 fermetra. Þar verða 29 íbúðir, 14 3ja herbergja, jafnmargar 2ja herbergja og ein einstaklings- íbúð. Félagsstofnun stúdenta kaup- ir 10 íbúðir strax og leigir hinar 19 af verktaka og hefur forkaupsrétt á þeim. Lokið verður við bygginguna í ágúst næstkomandi þannig að íbúar geta flutt inn við upphaf næsta skólaárs. I byggingunni verður ör- bylgjusamband fyrir tölvusamskipti þannig að íbúar geta tengst tölvu- kerfi háskólans með hraðvirkum hætti. Fjölbreytt dagskrá á þjóðhátíð- ardaginn DAGSKRÁ þjóðhátíðardags- ins á Akureyri hefst á Hamar- kotsklöppum i dag kl. 13.30 með leik Lúðrasveitar Akur- eyrar. Kór Akureyrarkirkju syngur og sr. Svavar A. Jóns- son flytur helgistund. Sigurð- ur J. Sigurðsson forseti bæjar- stjórnar flytur hátíðarávarp. Þá verður farið í skrúðgöngu þaðan og að Ráðhústorgi þar sem fjölskylduskemmtun hefst kl. 15. Orn Árnason stjórnar skemmtuninni og kemur fram í mörgum gervum. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri flyt- ur ávarp, Eygló Svala Arnar- dóttir nýstúdent frá Mennta- skólanum á Akureyi'i flytur ávarp og Guðný María Jó- hannsdóttir nústúdent frá Verkmenntaskólanum á Akur- eyri flytur ávarp fjallkonunn- ar. Þá verður boðið upp á skemmtiatriði af ýmsu tagi, Vernharð Þorleifsson júdók- appi glímir við bæjarstjórann, Gunni og Felix skemmta og fjöllistamaðurinn Mighty Gar- eth sýnir ótrúleg atriði. Hljóm- sveitin Land og synir leikur svo í lok skemmtunarinnar. Kvöldskemmtun hefst kl. 20 á Ráðhústorgi, þar sem hljóm- sveitin Land og synir leikur, einnig Vampíras og fjöllista- maðurinn kemur fram. Hljóm- sveitin Tvöföld áhrif leikur fyrir dansi og nýstúdentar mæta á svæðið um kl. 23. Flug- eldasýning verður kl. 23.30 á planinu við Strandgötu. Utisamvera við Kvenna- borgir JAFNRÉTTISNEFND Akur- eyrar stendur fyrir útisamveru við Kvennaborgir ofan Akur- eyrar 19. júní nk. kl. 17-19 í til- efni 85 ára afmælis kosninga- réttar kvenna á Islandi. Það verða m.a. gróðursettar 85 plöntur, ein fyiir hvert ár sem liðið er frá þessum tímamótum. 19. júní hefur lengi verið stór dagur í lífi kvenna á ís- landi, en þann dag fyrir 85 ár- um fengu íslenskar konur kosningarétt og kjörgengi sem þó var háð þeim skilyrðum að þær þurftu að vera 40 ára til að geta kosið, segir í fréttatil- kynningu. Jafnréttisnefnd vonast til að konur mæti vel og taki með sér teppi og nesti. Ungt fólk og fjölskyldur þeirra er sérstak- lega boðið velkomið ásamt auð- vitað öllum hinum. Forstöðumaður í Hlíðarfjalli Níu sóttu um starfíð NÍ U umsóknir bárust um stöðu forstöðumanns á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli en frestur rann út nú í vikunni. Þeir sem sóttu um eru Ásgeir Bragason, Akureyri, Björn Víkingsson, Akureyri, Guð- mundur Karl Jónsson, Denver, Colorado í Bandaríkjunum, Ingimar Eydal, Akureyri, Jónas Orn Steingrímsson, Ak- ureyri, Kári Ellertsson, Akur- eyri, Kjartan Kolbeinsson, Ákureyri, Olafur Gísli Hilmars- son, Ákureyri og Valur Þór Hilmarsson, Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.