Morgunblaðið - 17.06.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.06.2000, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Skýrsla um atvinnulíf á landsbyggðinni Fj ármagnsskortur ekki vandamálið Seðlabanki Islands hækkar vexti um 0,5 prósentustig Afram að- haldssöm pen ingastefna NY skýrsla, sem Haraldur L. Har- aldsson hagfræðingur vann á vegum Nýsis hf. fyrir Byggðastofnun, gefur til kynna að þau vandamál sem við er að glíma í atvinnulífi á landsbyggð- inni stafi ekki af fjármagnsskorti. Samkvæmt skýrslunni virðist vand- inn frekar liggja í því að það fjár- magn sem fyrir hendi er sé ekki nýtt með nægilega hagkvæmum hætti. Kemur þetta meðal annars fram í samanburði á ýmsum kennitölum úr ársreikningum rúmlega fjörutíu fyr- irtækja sem fengu lán frá Byggða- stofnun. Borin eru saman árin 1995 og 1998 í þeim tilgangi að sjá stöðu fyrirtækjanna fyrir og eftir lánveit- ingu. Seinna árið, þ.e.a.s. eftir að fyr- irtækin höfðu fengið lán, sýndu kennitölur fyrirtækjanna verri stöðu þeirra en fyrra árið. Fjármagnið hafði með öðrum orðum ekki nýst til að bæta rekstrarafkomuna. í ljósi þessa veltir skýrsluhöfundur því upp hvort Byggðastofnun eigi ekki samhliða lánveitingum að veita þeim fyrirtækjum á landsbyggðinni rekstrarráðgjöf, sem vegna smæðar sinnar geti ekki borið hana uppi af eigin rammleik. Sparisjóðir jafna útlánadreifingu Við athugun á dreifingu fjármagns um landið í lok árs 1998 kemur í ljós að viðskiptabankar lána tiltölulega meira út á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Samningar eigna- leigufyrirtækja dreifast hins vegar mun jafnar um landið. Skýrsluhöf- undur veltir þvi fyrir sér hvort ástæðan kunni að vera sú, að veð í eignum á höfuðborgarsvæðinu séu talin betri en veð á landsbyggðinni. VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra veitti átta ís- lenskum frumkvöðlum viðurkenn- ingu í gær í tilefni af útnefningu fyrirtækja þeirra til 500 framsækn- ustu fyrirtækja í Evrópu fyrr á árinu. Sex fyrirtæki hlutu viðurkenningu: Atlanta, TölvuMyndir, OZ.COM, Tæknival, Landsteinar Intemational og Hugvit. Samtökunum Europe’s 500 var komið á fót að frumkvæði Evrópu- sambandsins með það að markmiði að efla starf frumkvöðla í Evrópu. Fyrr á þessu ári tilkynntu samtökin val á 500 framsæknustu fyrirtækjum Evrópu úr hópi milfjóna fyrirtækja víðs vegar um Evrópu. Tilgangurinn er sá að draga fram reynslu þeirra sem bestum árangri hafa náð og nýta þessa reynslu til að búa betur í hag- inn fyrir frumkvöðla framtíðarinnar, að því er segir í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, sem stutt hafa þetta starf sl. fjögur ár. Miðað er við að velja þau fyrirtæki sem vaxa hrað- ast yfir fimm ára tímabil. Það tímabil sem miðað var við í síðustu útnefn- ingu er 1993-1998. Þóra Guðmundsdóttir hlýtur verðlaun í fjórða skipti Þeir íslensku einstaklingar sem eru á listanum yfir 500 framsæknustu fyrirtæki í Evrópu i ár veittu viður- kenningunum móttöku í gær: Am- grímur Jóhannsson og Þóra Guð- mundsdóttir frá Atlanta ehf., Friðrik Sigurðsson frá TölvuMyndum hf., Guðbjartur Páll Guðbjartsson frá Landsteinum Intemational ehf., Guð- jón Már Guðjónsson og Skúli Mogen- sen frá OZ.COM, Ólafur Daðason frá Þetta skipti hins vegar ekki máli þeg- ar eignarleiga sé annars vegar, því þá sé tækið í eigu lánveitandans, það sé tryggingin og litlu skipti hvort það er staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða ekki. Dreifing útlána sparisjóðanna er með öðram hætti en dreifingin hjá viðskiptabönkunum. Sparisjóðirnir lána tiltölulega minna til höfuðborg- arsvæðisins en landsbyggðarinnar og lánveitingar þeirra verka því, ásamt lánveitingum opinberra lánasjóða, til að jafna dreifingu útlána um landið. Heildardreif ing jöf n milli kjördæma Þegar öll útlán og fjárhæð eignar- leigusamninga era lögð saman fæst út að dreifingin á milli kjördæma er í ágætu samræmi við íbúafjölda. Höf- uðborgarsvæðið fær nánast ná- kvæmlega þá upphæð að láni sem búast mætti við þegar miðað er við íbúafjölda og yfirleitt gildir hið sama um landsbyggðina. Þó má sem dæmi nefna að til Vestfjarða, þar sem 3,1% landsmanna bjó í árslok 1998, var veitt 4,3% af heildarlánsfé landsins. Til Vestfjarða rann því meira fé að meðaltali á íbúa en í öðram kjördæm- um. Telur skýrsluhöfundur þessar tölur sýna að vandi hinna dreifðu byggða sé ekld fjármagnsskortur. Mest verið lánað til sjávarútvegs Eins og að framan segir telur skýrsluhöfundur að til álita komi að Byggðastofnun breyti um stefnu að því leyti að hún fari meira út í rekstr- arráðgjöf samhliða lánveitingunum, en slíka ráðgjöf stundi stofnunin ekki í dag. Hugviti hf. og Rúnar Sigurðsson frá Tæknivali hf. Ámi Sigfússon tók á móti viðm-kenningu Rúnars og Jó- hann P. Malmquist fyrir hönd Ólafs Daðasonar. Arngrímur, Þóra, Frið- rik, Rúnar og fyrirtæki þeirra hafa áður hlotið útnefningu á fyrrnefndan lista. Þóra var einnig valin frumkvöð- ull ársins úr hópi kvenna á síðasta ári, af sömu samtökum, og hefur því alls hlotið verðlaun fjóram sinnum. Fyrirtæki þurfa að uppfylla ýmis skilyrði um vöxt og eignarhald fram- kvöðuls til að komast á listann. M.a. era sett skilyrði um að frumkvöðlarn- ir þurfi að vera eigendur 15% eigin fjár fyrirtækis, krafist var a.m.k. 50% Skýrsluhöfundur telur einnig að til ársloka 1996 hafi „útlán stofnunar- innar verið nokkuð einhæf og að stærstum hluta farið til sjávarút- vegs,“ eins og segir í skýrslunni. Fram á síðustu ár hafi aðrar atvinnu- greinar, til dæmis iðnaður og ferða- þjónusta, hins vegar ekki fengið stór- an hluta lánanna. Segir að á óvart komi að Byggðastofnun hafi lagt svo ríka áherslu á sjávarútveg þar sem telja verði að í flestum tilfellum hefði hann getað fengið lán á almennum markaði. Því er velt upp hvort ekki hefði verið ástæða til að leggja meiri áherslu á lánveitingar til annarra at- vinnugreina en sjávarútvegs og stuðla þannig að fjölbreyttara at- vinnulífi á landsbyggðinni. Kanna sameiningu opinberra sjóða Skýrsluhöfundur telur einnig at- hyglisvert hversu lágar þær upphæð- ir era sem stofnunin er að lána. Með- altalið á árinu 1996 hafi verið 5,5 milljónir króna, en þegar nokkrar stærri lánveitingar séu teknar út megi sjá að fiestir lántakendur hafi fengið innan við þrjár milljónir króna að meðaltali að láni. „Þar sem megin- þorrinn af lánveitingum stofnunar- innar á árinu 1996 nam svona lágum fjárhæðum,“ segir í skýrslunni, „er vandséð hverju þær valda til eflingar atvinnulífs á landsbyggðinni.“ Að auki telur skýrsluhöfundur „vert að taka til athugunar hvort ekki eigi að sameina þá opinbera sjóði sem nú starfa til eflingar atvinnulífs á landsbyggðinni í einn deildarskiptan Byggðasjóð," eins og segir í lokaorð- um skýrslunnar. veltuaukningar á fimm ára tímabil- inu, krafist var að a.m.k. 50 starfs- menn hefðu unnið við fyrirtækið árið 1998 og bæði veltuaukning og fjölgun starfsfólks varð að hafa átt sér stað að mestu á vegum fyrirtækisins sjálfs. Sterk fnimkvöðlamenning á íslandi í ávarpi sínu í móttökunni í gær sagði Valgerður Sverrisdóttir m.a. að ekki væri áhlaupaverk að komast á umræddan lista. „Það verður að telj- ast afar glæsilegur árangur að sex ís- lensk fyrirtæki skuli komast á þenn- an lista. Ég tel að það sé merki um BANKASTJÓRN Seðlabanka ís- lands hefur ákveðið að hækka vexti bankans í viðskiptum hans við lána- stofnanir um 0,5 prósentustig og tek- ur hækkunin gildi á mánudag. „Vaxtahækkunin nú staðfestir þann ásetning bankans að fylgja áfrarn peningastefnu sem stuðlar að sterku gengi krónunnar og þar með minni verðbólgu en ella,“ segir í frétt frá Seðlabankanum. Ávöxtun í tilboðum bankans á Verðbréfaþingi íslands í ríkisvíxla hækkar samsvarandi. Þá hækkar ávöxtun bankans í endurhverfum við- skiptum um 0,5% á næsta uppboði og vextir á viðskipta- og bindireikning- um lánastofnana hinn 21. júní. Þetta er í þriðja skipti sem Seðla- bankinn hækkar vexti á árinu og nemur hækkunin alls 1,6 prósentu- stigum. Seðlabanki íslands hækkaði vexti síðast í febrúar. Vextir seðla- banka í ýmsum nágrannalöndum hafa verið hækkaðir undanfarna daga og vikur, síðast í Sviss en einnig í Danmörku og Noregi, auk Seðla- banka Evrópu og í Bandaríkjunum. Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir í samtali við Morg- unblaðið að ákveðið hafi verið að hækka vexti í Ijósi þess að aðhalds- stig Seðlabanka íslands hafi minnkað vegna vaxtahækkana seðlabanka í ýmsum nágrannalöndum. „Við töld- um líka ástæðu til að senda skýr skilaboð inn á markaðinn um að við ætluðum okkur að halda áfram að- sterka framkvöðlamenningu á ís- landi og þann dugnað og kraft sem býr í þjóðinni. Framkvöðlar skapa þúsundir starfa og margháttaðar telq'ur fyrir þjóðina." Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, gerði af þessu tilefni grein fyrir miklum vexti upplýsingatækniiðnaðar á Islandi en af þessum sex fyrirtækjum starfa fimm á því sviði. Arið 1999 var heild- arvelta í íslenskum upplýsingatækni- iðnaði 52 milljarðar, sem er fjórð- ungsaukning frá árinu áður. Heild- arfjöldi starfa í upplýsingatækni- iðnaði á íslandi var 4.500 á síðasta ári, sem er 12,5% aukning frá árinu 1998. haldssamri peningastefnu til að styrkja gengið og reyna að kæla nið- ur þensluna í efnahagslífinu.“ Tveir kostir og hvorugur góður I Markaðsyfirliti Landsbankans, sem birt var í gær, áður en tilkynnt var um vaxtahækkun Seðlabankans, kemur fram að allsendis óvíst sé að vaxtahækkun styrki krónuna að ein- hverju ráði „enda minnkar trúverð- ugleiki slíkrar vaxtahækkunar eftir því sem tíminn líður. Það er einnig mikið áhtaefni hvort hægt sé að auka aðhald í peningamálum frekar með hækkun stýrivaxta. Styrkur krón- unnar hefur dregið úr samkeppnis- hæfni íslenskra fyrirtækja og því myndi hækkun vaxta og hugsanleg styrking krónunnar aðeins auka á þann vanda.“ Þegar þetta er borið undir Bfrgi Is- leif, segir hann: „Þegar svo mikil þensla er í efnahagslífinu, eigum við tvo kosti og hvoragan góðan. Annars vegar að reyna að stuðla að hærra gengi sem dregur ótvírætt úr verð- bólgu en hefur í för með sér vissa erf- iðleika fyrir atvinnuvegina. Hinn kosturinn er að sjá verðbólguna halda áfram án þess að gera nokkuð í málinu. Ég held að enginn vafi leiki á að verðbólga er miklu verri fyrir bæði samkeppnis- og útflutningsatvinnu- vegina. Raungengi nú er ekki nálægt því sem það var hæst á áranum 1987- 1988,“ segir Birgir ísleifur. Tilkynnt var um vaxtahækkunina eftir lokun markaða í gær og áhrif hennar hafa því ekki komið fram. Gengisvísitala íslensku krónunnar lækkaði rétt fyrir lokun markaða, þ.e. krónan styrktist, og endaði vísi- talan í 111,55 stigum sem er svipað og lokagildið í fyrradag. I upplýsingum frá Kaupþingi kem- ur fram að sérfræðingar þar telja að vaxtahækkunin styðji við krónuna til skemmri tíma litið og hún muni styrkjast lítillega á nýjan leik. Þegar litið sé lengra fram á veginn muni krónan á endanum byggjast á því trausti sem fjárfestar hafa á íslensku efnahagslífi næstu misseri. I Hálffimmfréttum Búnaðarbank- ans í gær segir að Seðlabankinn hafi með vaxtahækkuninni tekið af allan vafa um ásetning sinn og dregið úr óvissu á gjaldeyrismörkuðum til skemmri tíma. „Ljóst er að áfram verður mikill þrýstingur á gengi krónunnar og Búnaðarbankinn Verð- bréf telur enn að vaxtahækkanir ein- ar og sér séu ekki líklegar til að bera árangur til lengri tíma.“ -------*-+-4------ Kaupþing á 5,1% í Búnaðar- bankanum EIGNARHLUTUR Kaupþings í Búnaðarbanka Islands er nú 5,1% eftir viðskipti sem fram fóra í gær. Miðað við lokagengi á VÞÍ í gær er markaðsvirði hlutarins um 1.100 milljónir. Sigurður Einarsson, for- stjóri Kaupþings, segir í samtali við Morgunblaðið að Kaupþing telji gengi bréfa Búnaðarbankans viðun- andi um þessar mundfr og því æski- legt að auka eignarhlutinn sem var lítill fyrir. „Það er margt að gerast á bankamarkaði en óljóst hvernig hann mun þróast. Við teljum það góðan kost að eignast svo stóran hlut í Búnaðarbankanum nokkurn veginn sama hvað gerist á þessum markaði." Sex íslensk fyrirtæki í hópi 500 framsæknustu í Evrópu Morgunblaóiö/Jim Smart Átta frumkvöðlar frá sex fyrirtækjum veittu viðurkenningunni móttöku í gær úr hendi Valgerðar Sverrisdóttur ráðherra og Sveins Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.