Morgunblaðið - 17.06.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 17.06.2000, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Auðveldara með hverju árinu sem líður Sigríður Hrólfsdóttir er nýráðin framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Eimskips. Hún er að- eins 33 ára og frami hennar innan fyrirtæk- isins hefur verið mjög skjótur. Ivar Páll Jöns- son ræddi við Sigríði um nýja starfið, námsferil- inn og fleira. SIGRÍÐUR réðst til Eimskipa- félagsins í ágúst 1998 sem forstöðumaður fjárreiðu- deildar. Nú, tæpum tveimur árum seinna, hefur hún verið ráðin fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs fyrir- tækisins. Því má með sanni segja að hún hafí náð toppi íslensks við- skiptalífs á skömmum tíma, ekki síst með tilliti til þess að hún eign- aðist tvíbura árið 1997, en þá starf- aði hún hjá Islandsbanka F&M. Sigríður er fædd í Reykjavík árið 1967. Hún ólst upp í Vesturbænum og gekk í Vesturbæjarskóla og Hagaskóla. Þaðan lá leiðin í Verzl- unarskóla íslands og svo viðskipta- fræðideild Háskóla íslands árið Morgunblaðið/Þorkell Sigríður Hrólfsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskips. 1986. Sigríður útskrifaðist sem við- skiptafræðingur árið 1990 og vann þá í eitt og hálft ár hjá VÍB. í kjölfarið dvaldi hún í Kanada í nokkra mánuði og hóf svo loks MBA-framhaldsnám við Berkeley- háskólann í Kaliforníu. Þaðan út- skrifaðist hún árið 1994. Só sem vill kaupa verSbréf sem búið er að skrá rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Islands fer alveg eins að og hefði hann keypt verðbréf í pappírsformi. Hafa þarf samband við verðbréfafyrirtæki, banka eða sparisjóð og ganga frá kaupunum. Söluaðilinn færir verðbréfin inn á VS-reikning kaupanda og gefur kvittun fyrir viðskiptunum. Eini munurinn er sá að bréfin fást ekki afhent í pappírsformi. Sá sem vill selja verðbréf sem búið er að skrá rafrænt hefur samband við söluaðila og gengur frá viðskiptunum. Hægt er að óska eftir flutningi á viðkomandi rafbréfum til annars verðbréfafyrirtækis. Verðbréfafyrirtæki, bankar, sparisjóðir og aðrir aðilar á fjármagnsmarkaði veita nánari upplýsingar um rafræna skráningu verðbréfa. Rafræn skráning verdbréfa - augljós ávinningur, engin fyrirhöfn. VERÐBREFASKRANING ISLANDS HF The lcelandic Securities Depository Itd. HaFnofhvol! • Trytjgvagölu 11 • Sími 540 5500 • v/ww.verdbfofaskranirfg.ífc Hvernig var að nema við Berkel- ey-háskólann? „Þessi skóli er mjög skemmtileg- ur. Hann hefur stundum verið kallaður „vagga hippamenningar- innar“ og því var svolítið sérstakt og gaman að stunda þar viðskiptanám." Varstu þá ekki svolítið á skjön við þann anda, sem ís- lendingur? „Kannski ekki beint í náminu. Þar var fólk frá mörgum þjóðum; 30% nemenda voru útlendingar. Þar var keyrt hratt áfram. Kennslan var í hæsta gæðaflokki, en námið var töluvert frábrugðið náminu við háskólann hérna heima og byggðist að miklu leyti á verkefnum. Hrað- inn var umtalsverður, en nemend- um var vel sinnt og gerðar kröfur til þeirra, enda höfðu þeir verið valdir úr stórum hópi umsækjenda. En mér fannst afar notalegt að vera þarna og það var mjög vel tek- ið á móti fólki. Ég fékk tækifæri til að taka eina önnina í London Business Sehool og þótti gaman að fá tækifæri til að bera skólana saman. Kennslufyrir- komulagið í London Business School var líkara því sem gerist hérna, en meira er byggt á verk- efnaskilum í Berkeley, eins og ég kom að áðan, og frammistöðu í tímum. Athyglisverður munur á hugsunargangi Lundúnabúa og Kaliforníumanna var áhersla þeirra síðarnefndu á Asíuálfu. Evrópa er svolítið fjarlæg í þeirra huga. I London var einblínt á Evrópu og Bandaríkin, en Asía var ekki í sviðsljósinu." Að löngu námi loknu hófstu svo störf hjá íslandsbanka árið 1994 og vannst þar í fjögur ár. „Já, þar vann ég í fjárstýringar- deild, sem síðar varð hluti íslands- banka F&M og enn síðar hluti af Islandsbanka-FBA. Verkefni mín fólust í fjárstýringu og viðskiptum með gjaldeyri og aíleiður. Til að byrja með vorum við frekar fá í deildinni og því fékk maður tæki- færi til að kynnast fjölbreyttum störfum. Ég tók þátt í fjármögnun bankans og stýringu á lausafé hans. Þá átti maður einnig samskipti við viðskiptavini bankans og gerði við þá ýmiskonar samninga. Um það Morgunblaðiö/Amaldur Sigríður í faðmi fjölskyldunnar; ásamt eiginmanninum Gunnari Sverr- issyni og tvíburunum Halldóri Árna og Sverri Geir, þriggja ára. leyti voru framvirkir samningar íyrst að ryðja sér til rúms.“ Þú hefur semsagt verið í hring- iðu byltingarinnar sem varð á ís- lenskum fjármálamarkaði á þessum árum. „Já, ég kom eiginlega inn í byrj- unina, þegar fáir vissu deili á val- réttarsamningum, svo dæmi sé nefnt. Kennsla í fjármálum hafði verið af skomum skammti, en hún hefur auðvitað gjörbreyst og batn- að síðustu ár. Við þessar aðstæður kom sér afskaplega vel fyrir mig að hafa sérhæft mig í fjármálum í MBA-náminu ytra. Ég hafði reynd- ar haft tækifæri til að vinna hjá Is- landsbanka á sumrin þessi tvö ár sem ég stundaði námið úti og fékk því smjörþefinn af því sem myndi bíða mín. Ég reyndi að velja þau námskeið á seinna árinu sem ég taldi að myndu nýtast best hér heima.“ Árið 1998 varstu svo ráðin sem forstöðumaður fjárreiðudeildar Eimskipafélagsins. Hvernig breyt- ing var það? „Hún var afar kærkomin. Ég hafði áhuga á að færast úr fjár- málaheiminum yfir í fyrirtækja- rekstur. Hér eru gerðir margir samningar af ýmsu tagi og mikið unnið á fjármálamarkaðinum. Flest lán Eimskips eru í erlendri mynt og mikil áhættustýring á sér stað í tengslum við það. Reynslan sem ég hafði aflað mér hjá íslandsbanka nýttist mér mjög vel og gerir enn.“ Ferill ræðst af hæfileikum, ekki kynferði Nú ert þú með hæst settu konum í íslenskum fyrirtækjum og ein af fáum í stjórnunarstöðum. Er móðg- andi að spyrja þig um stöðu kvenna í íslensku viðskiptalífi og hvernig sé að vera kona í karlaveldi? Er verið að gefa í skyn að þú hafír náð meiri árangri en ella vegna þess að þú ert kona? „Ég kýs nú að líta svo á að ferill einstaklings innan fyrirtækis ráðist af hæfileikum hans, og kannski að einhverju leyti heppni, frekar en kynferði. Ég hef til að mynda enga trú á því að stórfyrirtæki á borð við Eimskip fari að ráða konur í stjórn- unarstöður bara vegna kynferðis. Það væri einfaldlega út í hött. Stjórnendur fyrirtækisins hafa hins vegar verið mjög opnir fyrir því að ráða konur, en þá bara á þeim for- sendum að þær sitji við sama borð og karlar. Hlutur kvenna hefur ver- ið of lítill í íslensku viðskiptalífi og er enn. Kannski vegna þess að stjórnendur fyrirtækja eru flestir á miðjum aldri og menntuðu sig á þeim tíma þegar andinn var annar og konur stóðu körlum ekki jafn- fætis hvað menntun varðar. En sem betur fer er þetta smám sam- an að breytast og sú þróun mun halda áfram.“ í hverju felst starf þitt sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskips? „Ég stýri fjármálasviðinu, eins og starfsheitið gefur til kynna. Inn- an fjármálasviðsins eru fjárreiðu- deild, sem ég stýrði áður, fjárhags- deild, starfsþróunardeild og trygginga- og tjónadeild. Fjár- reiðudeildin heldur utan um fjár- magnsflæðið í fyrirtækinu og sér um lántökur, lausafjár- og áhættu- stýringu. Innan hennar er líka inn- heimtudeild sem sér um allar inn- heimtur. Fjár- hagsdeildin skipt- ist í bókhald og hagdeild. Hún sér um uppgjör og upplýsingagjöf um afkomu félagsins. Starfsþróunar- deild sér um starfsmannamál og skrifstofuþjón- ustu og trygg- inga- og tjóna- deild sér um tryggingamálin. Starfsmenn á fjármálasviðinu eru sjötíu talsins. Þessu starfi fylgir auðvitað hlutverk yfirmannsins, sem þarf að stýra og vinna með fólki. Sá hluti starfsins er því stærri en áður hjá mér, þeg- ar ég sinnti meira praktískum verkefnum. Mér finnst þetta mjög spennandi starf; það er fjölbreytt og ég fæ að fást við ýmislegt sem ég hef ekki reynt áður.“ Rótgróið fyrirtæki Hyggstu beita þér fyrir einhveij- um breytingum í fyrírtækinu? „Eflaust verða alltaf breytingar þegar nýtt fólk tekur til starfa. Hins vegar er alls ekki tímabært að vera með neinar yfirlýsingar þess efnis." Hvernig vinnustaður er Eim- skip? Hvernig er hin svokallaða „menning“ í fyrirtækinu? „Eimskip er auðvitað rótgróið og gamalt fyrirtæki. Ég myndi segja að því fylgdi góður og hlýlegur andi. Starfsemin er í föstum skorð- um og að mínu mati er starfsandi almennt með miklum ágætum. Eft- ir því sem ég best hef séð er fólk al- mennt mjög sátt.“ Þú eignaðist tvibura árið 1997. Fyrirfram myndi maður ætla að slíkur stórviðburður yrði þrándur í götu konu á uppleið? „Auðvitað var þetta nokkuð erf- itt, enda held ég að umönnun tví- bura sé að minnsta kosti tvöfalt verk á við umönnun eins barns. Ég var ennþá hjá Islandsbanka þegar ég eignaðist þá og tók mér ellefu mánaða leyfi frá störfum. Þetta hefur verið töluvert púsluspil, en hefur gengið alveg ágætlega. Yfir- menn mínir hafa sýnt þessu mikinn skilning og svo má ekki gleyma því að Gunnar eiginmaður minn hefur tekið þátt í uppeldinu til jafns við mig. Þetta verður auðveldara með hverju árinu sem líður.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.