Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Viðræður Færeyinga og Dana um sjálfstæðismálin „Ég er mjög vonsvikinn“ Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Vuk Draskovic, stjórnarandstöðu- leiðtoga í Serbíu, sýnt banatilræði Segir Milos- evic forseta ábyrgan DANIR halda sem fyrr fast við fyrri yfirlýsingar um að lengri aðlögunar- tími en fjögur ár komi ekki til greina, lýsi Færeyingar yfir fullu sjálfstæði. Eftir viðræður Færey- inga og Dana á fimmtudag um sjálf- stæðismálin er erfitt að sjá hvemig viðræðurnar eiga að halda áfram þótt að því sé stefnt. Vilja ekki ræða tillögur Færeyinga Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var fátt um kveðjur er fundi þeirra Anfinns Kallsbergs, lögmanns Færeyja, og Poul Nyrup Rasmussens, forsætisráðherra Dan- merkur, lauk og ljóst var, að Danir höfðu í engu hvikað frá sinni fyrri afstöðu. Danir hafna því einnig að þriðji aðili verði fenginn til að miðla málum og færeysk-dönsk nefnd verði fengin til að fara yfir efna- hagshliðina. „Eg er mjög vonsvikinn með gang viðræðnanna," sagði Kallsberg á blaðamannafundinum í fyrradag. Nyrup notaði engin slík orð en und- irstrikaði æ ofan í æ að hann og Kallsberg væru ósammála um ýmis atriði. Nú sem fyrr kæmi lengri að- lögunartími en fjögur ár ekki til greina. Kallsberg hafði annars stungið upp á því fyrir fundinn í gær að eftir fjögur ár yrði framlag Dana háð oiíutekjum og yrði í raun lán. Á blaðamannafundinum í gær þvertók Nyrup hins vegar fyrir að ræða þá uppástungu. Hún væri að- eins önnur leið til að fá fimmtán ára aðlögunartíma eins og Færeyingar hafa hingað til farið fram á. Nyrup undirstrikaði að enginn gæti létt þeirri ábyrgð af dönsku stjórninni að finna lausn, sem full- nægði hagsmunum danskra skatt- greiðenda. „Þetta eru viðræður milli tveggja aðila og það er ekki grund- völlur til að draga fieiri inn í þær,“ sagði Nyrup. „Þetta eru ekki neinir launasamningar," bætti hann við. Næstu viðræður verða eftir sum- ai'leyfi. Nyrup segir að Færeyingar hafi fallist á að huga að einstökum atriðum. Á Færeyingum mátti þó skilja að erfitt væri að sjá hvernig hægt væri að halda áfram og það var tekið fram í færeyskri yfirlýs- ingu í lok fundarins. Þeir ætla þó ekki að gefast upp að svo stöddu. Deilt um vald en ekki efnahagsmál Flest bendir til, að sjálfstæðisvið- ræðurnar muni stranda á efnahags- málunum. Nyrup sagði að vel mið- aði með önnur mikilvæg málefni eins og einstök samstarfssvið en það leyndi sér þó ekki að viðræðurnar enduðu í sjálfheldu í gær. „Þetta snýst ekki um efnahags- mál, heldur vald,“ sagði Kallsberg í samtali við Morgunblaðið eftir fund- inn. „Ef við yfirgefum Dani hvað gera Grænlendingar þá? Og þá minnkar Danmörk enn og er nú lítil fyrir.“ Budva. Reuters. VUK Draskovic, stjómarandstöðu- leiðtoga í Serbíu, var í gær sýnt banatilræði á dvalarstað sínum við Adríahafsströnd Svartfjallalands og lýsti hann Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta ábyrgan fyrir verknaðinum. Vuk Boskovic, að- stoðarinnanríkisráðherra Svart- fjallalands, tilkynnti í gærkvöldi að lögregla hefði handtekið tilræðis- manninn. Skotið var að Draskovic úr vél- byssu þar sem hann sat í hæginda- stól í húsi sínu og hlaut hann minniháttar skotsár á höfði. Sagði hann að einn eða fleiri tilræðis- menn hefðu hafið skothríð inn um opinn glugga á húsinu en að hann hefði náð að skríða í skjól. Að- spurður hvort hann teldi Milosevic standa að baki tilræðinu fullyrti Draskovic að svo væri. „Það er fullvíst að þeir gerðu þetta og það er einnig fullvíst að ef einhver hefði ætlað sér að myrða mig hefðu Reuters Vuk Draskovic ræðir við frétta- menn á heimili sínu í gær. stjórnvöld í Belgrad vitað af því áður,“ sagði Draskovic í gær. Sér hefði borist til eyrna að til stæði að sýna sér banatilræði og að hand- taka lífvarða hans, í liðinni viku, hefði verið hluti af þeirri áætlun. „Það er ljóst að þeir munu reyna að ráðast á mig að nýju. Þeir munu líklega ráðast á mikið af öðru fólki í Serbíu því þannig stjórna þeir,“ sagði Draskovic í samtali við Reut- ers á heimili hans í Budva í Svart- fjallalandi síðdegis í gær. Tilræðið er hið síðasta í röð banatilræða á valdamiklum stjórn- mála- og glæpamönnum í Serbíu undanfarin misseri. Fyrr í þessum mánuði var þjóðaröryggisráðgjafi forseta Svartfjallalands skotinn til bana. Hefur ríkisstjórn Milosevics sakað vestræna njósnara um til- ræðisölduna sem hann segir vera lið í áætlunum þeirra um að her- sitja Júgóslavíu og nýta til þess krafta ýmissa stjórnarandstöðu- leiðtoga. Rússlandsstjórn fordæmdi til- ræðið sem Draskovic var sýnt og sagði það vera áfall fyrir lýðræðis- þróun 1 Serbíu. Þá sagði Javier Solana, sem hefur öryggis- og varnarmál framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í sínum verka- hring, að tilræðið bæri glöggt vitni því sorglega ástandi sem nú ríkti í Serbíu. I fyrra slapp Draskovic ómeidd- ur úr árekstri sem olli dauða þriggja samstarfsmanna hans. Eft- ir atburðinn fullyrti Draskovic að áreksturinn hefði verið tilræði. Reuters Nauðlending á Nýja-Sjálandi SLOKKVIKVOÐU var úðað yfir Metroliner-farþegavél nýsjálenska flugfé- Sjálandi í fyrradag. Tveir flugmenn voru um borð og sakaði hvorugan. Bil- lagsins Eagle Airways sem nauðlenti á flugvellinum í Hamilton á Nýja- un í lendingarhjólum olli því að nauðlending var óhjákvæinileg. Nagako keisaraynja í Japanlátin Gúsinskí látinn laus úr fangelsi í Moskvu Tákýd. Reuters. NAGAKO, keisaraynja í Japan, lést í gær, 97 ára að aldri. Hún var dóttir Kunihiko Kuni prins. 14 ára var hún valin úr hópi ungra meyja til að giftast Hirohito keisara. Gengu þau í hjónaband 1924 og voru gift í 65 ár, þar til keisarinn lést 1989. Lítið hafði sést til Nagako opinberlega á siðustu árum. Er hún sögð hafa verið fasthcldin á hefðir og venjur keisarafjölskyld- unnar og var dáð fyrir mannkosti sfna, Ijóðagerð og annað listfengi. Moskvu. Reuters, AP. SAKSÓKNARAR í Moskvu birtu í gær ákæru á hendur rússneska fjölmiðlakónginum og auðjöfrinum Vladímír Gúsinskí fyrir fjárdrátt. Síðdegis í gær var hann látinn laus úr fangelsi. Gúsínskí var handtekinn á þriðju- dag og íluttur í iilræmt fangelsi í Moskvu. Búist hafði verið við að hann yrði leystur úr haldi vegna gagnrýni fjölmargra stjórnmála- manna og mannréttindahreyfinga, bæði innan og utan Rússlands, sem líta á handtökuna sem atlögu að fjölmiðlafrelsi í landinu. Gúsinskí á m.a. sjónvarpsstöðina NTV og út- varpsstöðina Ekho Moskví, auk tveggja frjálslyndra dagblaða, og fjölmiðlar hans hafa gagnrýnt stefnu rússneskra stjómvalda, með- al annars hernaðaraðgerðirnar í Tsjetsjníu. Þarf að játa sig sekan Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem er í opinberri heimsókn í Þýskalandi, hafði lýst því yfir að saksóknararnir hefðu farið offari og ekki hefði verið rétt að handtaka Gúsinskí. Forsetinn kvaðst ekki hafa skipt sér af rannsókn sak- sóknaranna, sem hann sagði óháða stjómvöldum í Kreml. Ummæli forsetans vöktu vonir um að Gúsínskí yrði leystur úr haldi en einn lögfræðinga hans sagði eftir að ákæran var birt í gær að hann teldi litlar líkur á að auðjöfrinum yrði sleppt á næstunni. Annar lög- fræðingur Gúsínskís sagði þó að saksóknararnir hefðu lofað að íhuga málið betur á mánudag. Lögfræðingar hafa sagt að hand- takan sé ólögmæt vegna þess að rússneska ríkið hafi sæmt hann orðu og þingið hafi samþykkt fyrr á árinu að veita handhöfum rúss- neskra heiðursmerkja sakarupp- gjöf. Saksóknararnir sögðu hins vegar að sakaruppgjöfin gilti ekki nema Gúsinskí játaði sig sekan. At- kvæðamiklir fjármálamenn og þing- menn í nær öllum flokkum Rúss- lands hafa krafist þess að Gúsinskí verði leystur úr haldi og segja hand- tökuna hafa valdið landinu álits- hnekki erlendis. Bandaríkjastjórn og alþjóðlegar mannréttindahreyf- ingar hafa látið í ljósi áhyggjur af handtöku Gúsínskís, sem er einnig á meðal forystumanna gyðinga í Rússlandi. Hópur gyðinga og 52 þingmenn í Bandaríkjunum skoruðu í gær á Pútín að leysa Gúsinskí úr haldi og sögðu að málið gæti dregið úr er- lendum fjárfestingum í Rússlandi. Nagako
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.