Morgunblaðið - 17.06.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 17.06.2000, Síða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Réttað verði yfír kommún- ismanum Tallinn. AFP. EFNA ætti til alþjóðlegra réttar- halda og uppgjörs yfir kommún- ismanum eins og var með nasism- ann eftir stríð. Kom þetta fram hjá Mart Laar, forsætisráðherra Eistlands, á alþjóðlegri ráðstefnu um glæpi kommúnista í Tallinn, höfuðborg landsins. Laar sagði að sér þætti það skammarlegt að ekki skyldi vera búið að gera upp við kommúnism- ann, siðferðilega og lagalega, með sama hætti og gert var við nas- ismann enda væru þessar tvær kenningar „ótrúlega líkar“. Sagði Laar að sú barátta sem tekin hefði verið upp gegn nas- isma í Þýskalandi eftir stríð hefði verið forsenda lýðræðislegrar þróunar þar í landi og yrði komm- únisminn ekki tekinn sömu tökum yrði erfitt fyrir margar þjóðir að feta sig í átt til betri framtíðar. Kvaðst Laar vera sammála Viktor Orban, forsætisráðherra Ung- verjalands, en hann lagði til fyrr í mánuðinum að ríkin tvö, Eistland og Ungverjaland, kæmu á fót al- þjóðlegri rannsóknastofnun þar sem kannaðir yrðu glæpir komm- únista. Tunne Kelam, varaforseti eist- neska þingsins, sagði að því miður hefði kommúnismanum tekist að koma sér fyrir í smákima á nýrri þúsöld og því væri ekki útilokað að hann gæti aftur látið að sér kveða. Sagði hann að sumar kommúnískar stofnanir lifðu áfram undir nýju nafni, t.d. í Rússlandi, og minnti á að Rússar héldu því enn fram að Eystrasaltsríkin hefðu gengið í Sovétríkin af fúsum og frjálsum vilja árið 1940 og því þyrftu Rúss- ar ekki að biðjast afsökunar á einu eða neinu. Leiðinlegar kosn- ingar framundan? Washington. Reuters. SUMIR bandarísktr fréttaskýrend- ur, og margir kjósendur, eru nú þeirrar skoðunar að komandi for- setakosningar í landinu muni verða þær leiðinlegustu sem elstu menn muni. Kosið verður milli Georges W. Bush, frambjóðanda Repúblik- anaflokksins, og Als Gores, fram- bjóðanda Demókrataflokksins, sjöunda nóvember nk. „Hvað getur maður sagt um Bush og Gore, annað en að þeir eru leið- inlegir?" sagði Lee Peckarsky, fyrr- verandi málpípa gagnvart þinginu og yfirlýstur st jómmálafíkill. Syíjuleg tíð „Þetta er einhver syQulegasta kosningatíð sem sést hefur,“ sagði Allan Lichtman, stjórnmálasagn- fræðingur við Bandaríska háskól- ann. í könnun sem gerð var á veg- um Harvardháskóla í síðustu viku kom í ljós að 66% aðspurðra töldu að kosningabaráttan í vikunni á undan hefði verið leiðinleg. „Landsmenn eru ákaflega af- slappaðir, það eru tveir miðjusinn- aðir frambjóðendur og engin að- kallandi málefni. Er við öðru að búast?“ sagði Lichtman. Átta pró- sent svarenda í könnuninni sögðu kosningabaráttuna hafa verið spennandi. Skiptir forsetinn máli? Stjórnmálaskýrendur telja að ýmsar ástæður geti legið að baki, m.a. að fólki þyki sem forsetar skipti ekki eins miklu máli núorðið og áður hafi verið. Nú séu önnur öfl mikilvægari, t.d. telji fólk að yfir- maður bandan'ska Seðlabankans, Alan Greenspan, og alþjóðleg öfl hafi meiri áhrif í efnahagslífinu en forsetinn. „Á tímum kalda stríðsins var for- setinn með puttann á kjamorku- hnappnum. Þetta er liðin tíð,“ sagði Constantine Spiliotes, stjórnmála- fræðingur við Dartmouth-háskóla í New Hampshire, og bætti við að sjálfur hefði hann næstum verið búinn að gleyma því að kosninga- barátta stæði yfir. Frambjóðendurnir hafa sjálfir í raun og vem gengist við þessu og báðir haldið þvf fram, að mestu langvarandi áhrifin sem þeir komi til með að hafa á þjóðina verði það, hvaða hæstaréttardómara þeir til- nefni. Þá telja sljómmálaskýrendur það hafa mikil áhrif, að friður ríki og efnahagslífið blómstri. Spiliotes Reuters Gore talar við kjósendur á fram- boðsfundi í Detroit. orðaði það sem svo, að fólk „virðist bara ekki hafa áhyggjur af nokkr- um sköpuðum hlut.“ Einnig hefur áhrif, að undanfarin 40 ár hefur stöðugt dregið úr þátt- töku almennings á opinberum vett- vangi og í stjómmálum. Kemur þetta fram í minnkandi kjörsókn, minni dagblaðalestri, minnkaðri þátttöku í samtökum og borgar- legum stofnunum og samdrætti í umfjöllun fjölmiðla um stjómmál. Á þessu ári munu stærstu sjón- varpsstöðvamar f Bandaríkjunum allar verja minni tíma en áður í fréttaflutning af landsfundum fiokkanna tveggja. Munu kapal- sjónvarpsstöðvar og Netið verða helstu fréttalindimar af þessum fundum. Enginn McCain Sumir fréttaskýrendur segja að það hafí áhrif að frambjóðendurnir tveir séu einfaldlega leiðinlegir. í forkosningunum hafi John McCain, sem atti kappi við Bush, vakið mikla athygli bæði álitsgjafa og al- mennra kjósenda, vegna óvenju- lega beinskeyttrar framkomu. Um leið og McCain heltist úr lestinni hvarf áhugi fólks eins og dögg fyrir sólu. Enn er þó von. Keppni Bush og Gores hefur þann eina kost, að hún er jöfn. Þegar kemur fram á haust- ið og fjölmiðlar fara að fjalla um baráttuna eins og íþróttaviðburð kann áhugi kjósenda að vakna. Tónleikar þriggja hljóðfæraleikara í Salnum Betra seint en... Morgunblaðið/Arnaldur Sigurbjörn Bernharðsson, Naomi Iwase og Jón Ragnar Omólfsson. Annað kvöld halda Jón Ragnar Örnólfsson sellóleikari og Naomi Iwase píanóleikari tón- leika í Salnum með lið- sinni Sigurbjörns Bern- harðssonar fíðluleikara. Eyrún Baldursdóttir komst að því að þríeykið hefur í níu ár stefnt að því að standa saman á -------------7----------- sviði á Islandi. „OKKUR fannst kominn tími til að spila aftur hér heima,“ segir Jón Ragnar Ömólfsson sellóleikari um kveikjuna að tónleikunum sem haldn- ir verða í Salnum í Kópavogi kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Hann mun ásamt Naomi Iwase flytja þrjár sónótur eft- ir Boccherini, Debussy og Franck. Þau Naomi hafa um nokkurt skeið haft búsetu í London og spiluðu síð- ast hér heima árið 1994 í Bústaða- kirkju. Bæði hafa lokið mastemámi við Royal Northem College of Music í Manchester á Englandi. Sigurbjöm Bemharðsson mun leggja þeim lið á tónleikunum og spila með þeim píanótríó eftir Rachmaninov. Sigurbjöm hefur mastersgráðu í fiðluleik frá Univers- ity of Northem Illonois í Bandaríkj- unum og býr um þessar mundir í Chicago. Langur aðdragandi Jón Ragnar og Sigurbjöm vom mjög samstiga í námi sínu hér á ís- landi og komu oft fram á tónleikum saman áður en þeir fluttu utan. „Við Jón Ragnar höfum eiginlega alist upp saman í þessu tónlistarbrölti okkar,“ segir Sigurbjöm hlæjandi. „Við vor- um saman í Tónmenntaskólanum sem strákar og útskrifuðumst einnig saman úr, Tónlistarskólanum árið 1991. Á þeim tíma spiluðum við heil- mikið saman, bæði með kammer- sveitum og skólahljómsveitum." Vin- átta hefur haldist með þeim æ síðan en lítið farið fyrir sameiginlegu tón- leikahaldi. Naomi segir að þau þrjú hafi rætt um það í níu ár að halda tónleika en því hafi árlega verið slegið á frest. Ástæðuna telur Sigurbjöm vera að þau vora aldrei samtímis á landinu. „Þegar þau Naomi sögðu mér svo að þau ætluðu að halda tónleika kom í ljós að ég yrði hér á sama tíma,“ segir hann og leggur áherslu á að hann spih eitt verk en að öðra leyti séu þetta tónleikamir þeirra Jóns Ragn- ars og Naomi. Margfaldur verðlaunahafi Naomi hefur á sínum ferli unnið til Qölda verðlauna í alþjóðlegum tón- Ustarkeppnum í Evrópu og Ameríku. „Hún er feikilega góður píanóleik- ari,“ segir Sigurbjöm. „Þetta verk sem við spilum eftir Rachmaninov stendur og fellur með góðum pían- ista.“ Sjálf segist hún hafa sérstak- lega gaman af að spila Rachmaninov og bendir á að það bijóti hka upp formið á tónleikunum að spila þrjú saman. Hún nefnir að sónatan eftir Franck sé eftir sem áður viðamesta verkið sem þau flytja á tónleikunum. Tónhstarmönnunum þremur verð- ur tíðrætt um Salinn í Kópavogi en þar hafa þau lítillega æft og Ust mjög vel á. Jón Ragnar bendir á að það sé mikil framþróun fyrir tónlistarlíf í landinu að geta státað af húsi sem frá grunni er hannað fyrir tónUstarflutn- ing. Það er mikil tilhlökkun í þeim fyrir tónleikana og nefnir Jón Ragnar að það verði gaman að spila á Islandi eftir svona langan tíma. Samvinnan virðist enn sem áður ganga vel hjá þeim félögum. „Lengi lifir í gömlum glæðum,“ útskýrir Sigurbjöm hlæj- andi. Græða, græða KVIKMYJVDIR S a m b í ó i n „BOILER ROOM"**1/* Leikstjórn og handrit: Ben Young- er. Aðalhlutverk: Giovanni Ribisi, Nia Long, Ben Affleck, Vin Diesel og Ron Rifkin. New Line Cinema 2000. SKJÓTFENGINN gróði, miklir peningar, ríkidæmi. Svo einfaldur er draumur margra og sumir gera hvað sem er til að láta hann rætast. í myndinni Kyndiklefanum segir frá Seth Davis sem hefur alltaf viljað tvennt í lífinu: verða mUljónamær- ingur og ná virðingu föður síns, virts dómara í New York, sem hefur aldrei sýnt honum neina ástúð. Það reynist Seth erfitt þar sem hann rekur fyrst spilavíti í búðinni sinni, en til að ganga í augun á pabba gamla gengur hann til liðs við J.T. Marlin verðbréfasalana. Seth er skýr náungi og nær skjótum árangri innan fyrirtækisins, en tvær grímur renna á hann þegar hann fer að gruna að starfsemin sé ólögmæt. Mer finnst þessi mynd ekki sér- lega skemmtileg, enda hef ég engan áhuga á verðbréfum né þessum pen- ingaheimi yfir höfuð. Mér þótti samt áhugavert að fá nasasjón af þessum heimi og þykir margt vel gert í myndinni. Það besta er stemmning- in sem leikstjórinn nær í myndinni, sem er áreiðanlega mjög raunsönn. Hugsanagangurinn á vinnustaðn- um, remban í þessum heimi hvíta unga karlmannsins í Bandaríkjun- um og þessi sorglega falska vinátta manna sem lifa bara fyrir peninga, bara fyrir að græða á kostnað hvers sem er, og þess vegna náungans við hliðina á sér. Seth karlinn rankar þó við sér, enda virðist hann aldrei eiga heimi í þessum heimi þar sem hann hefur samvisku og getur þótt vænt um annað fólk en sjálfan sig. Því miður kemur persónusköpun- in og fléttan ekki nógu vel út. Giov- anni Ribisi er mjög fínn leikari, en mér finnst hann ekki réttur í þetta hlutverk, og ég trúði því miður aldrei á samband hans og hinnar fal- legu Niu Long. Sum atriðin með pabba hans era ansi átakanleg, en þrátt fyrir allt þá náði ég Seth aldrei almennilega, hvað hann vildi. Hvað hann bað pabba sinn að gera í lokin skildi ég heldur ekki og uppgjör þeirra feðga var heldur hlunkalegt, verður að segjast. En innlegg fjöl- skylduföðursins virkaði mjög vel og atriðið þegar sölumaðurinn hringir heim til Seth er býsna gott. Leikur í myndinni er yfir höfuð mjög fínn. Ribisi gerir sitt vel, og Vin Diesel sem leikur Chris, sem vill ekki horfast í augu við veraleikann, er mjög góður. Áreiðanlega leikari sem við eigum eftir að sjá meira af bráðum. Ben Affleck, sem er ekki ofarlega á vinsældalistanum hjá mér, er skemmtilegur í hlutverki Jim sem tuskar nýliðana til, en hlut- verkið er hálf kómískt og minnir óneitanlega á Alec Baldwin í Glengarry Glen Ross. Kvikmynda- takan er oft byrjendaleg, en það má horfa fram hjá því. Hins vegar skildi ég ekki notkunina á rapptónlist í myndinni. Var það til að setja kraft í hana eða þar sem textamir fjalla oft um skjótfenginn og ólöglegan gróða? Ég efast ekki um að einhverjir munu þó hafa gaman af þessari mynd, og þá helst ungir menn á uppleið sem geta samsamað sig strákafílingnum, þegar gæjarnir koma saman og horfa á Wall Street og Glengarry Glen Ross og kunna textann utan að. Eða þá bara allir nýju verðbréfabraskarnir á íslandi. Þeir eru ekki svo fáir. Hildur Loftsdóttir Nýjar bækur • LÍTIÐ kver um kristna trú er eftir Karl Sigurbjörnsson biskup. Kverið er gefið út í tilefni 1000 ára kristni á íslandi. Viðfangsefni era meðal annars Faðir vorið, trúarjátningin og ýmsar hátíðir kirkjuársins. Um- fjöllunin byggist öll á veruleika nú- tímamannsins. Karl Sigur- bjömsson hefur ritað fjölda bóka undanfarin ár. Má þar nefna Hvaðtekurvið þegar ég dey og Til þín sem átt um sárt að binda, Bókina um englana, Táknmál trúarinnar og Bænabókina. Utgefandi er Skálholtsútgáfan, út- gáfufélag þjóðkirkjunnar. Bókin er 76 bls. Skerpla annaðist hönnun og umbrot en Steindórsprent - Guten- bergprentaði. Mynd á bókarkápu er eftir Karólínu Lárusdóttur og nefn- ist hún Engillinn sem hvarf fyrir hornið á kaupfélagshúsinu. Verð: 1.500 kr. Karl Sigur- björnsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.