Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.06.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 37 Morgunblaðið/Amaldur Vestnorræna menningarsetrið í Hafnarfirði verður opnað í dag. V estnorrænt menningarsetur í Hafnarfírði VESTNORRÆNT menningarsetur verður opnað í Hafnarfirði í dag. Setrið nefnist Vestnorden kultur- hus. Starfsemin er í nánum tengsl- um við Grænlendinga og Færeyinga og er leitast við að draga fram sam- eiginleg einkenni í menningu vest- norrænu þjóðanna. „Hugmyndin að menningarsetr- inu hefur blundað í mér í nokkurn tíma,“ segir Jóhannes Viðar Bjarna- son, framkvæmdastjóri menningar- setursins. „I gegnum tíðina höfum við verið á vestnorrænum kaup- stefnum sem hafa verið haldnar til skiptis hér, í Færeyjum og á Græn- landi. Okkur í ferðamálaiðnaðinum hefur lengi langað til að tengja böndin milli landanna sterkar og í tilefni af nýrri öld fannst okkur til- valið að láta drauminn rætast og opna sameiginlegt menningarset- ur.“ Fjölbreytt starfsemi „Setrið er til húsa í gömlu stein- húsi sem við höfum fært í stflinn," heldur Jóhannes áfram. „Pað er sambyggt við Byggðasafn Hafnar- fjarðar og starfsemi stofnananna mun tengjast nokkuð. A neðri hæð hússins er svo starfrækt verslun með íslensku, grænlensku og fær- eysku handverki auk þess sem hægt er að nálgast upplýsingarit um lönd- in. Við vonum að þetta verði eins konar sameiginlegt sendiráð fyrir þessi lönd því hér kemur fjöldi ferðamanna á hverju ári.“ I menningarsetrinu er margs konar önnur starfsemi. Listamaður- inn Haukur Halldórsson hefur þar vinnustofu og sýningarsal fyrir verk sínen einnig er þar aðstaða fyrir gestalistamenn til að sinna listsköp- un sinni. Á efri hæðinni er ráðgert að innrétta gistirými sem mun opna í haust. „Þetta er svo auðvitað allt tengt starfsemi Fjörukrárinnar allr- ar, það er líka hægt að borða hér og taka þátt í víkingaveislunum okkar.“ Setrið verður opnað kl. 12 í dag með fjölbreyttri dagskrá og eru allir velkomnir. Fyrirlestur um Vatnajökul HELGI Björns- son frá Raunvís- indastofnun Há- skóla íslands heldur fyrirlest- ur í Sindrabæ þriðjudaginn 20. júní kl. 20 á Jöklasýningu sem stendur yfir á Höfn í Horna- firði. Fyrirlesturinn heitir Vatna- jökull: tilurð, yfirborð og botn, af- koma og afrennsli íss og vatns og mun Helgi gera grein fyrir mynd- un Vatnajökuls og breytingum hans frá landnámi, núverandi stærð hans og þykkt. Lýst verður botni undir jöklinum, sagt frá eld- stöðvum undir honum, fjöllum og dölum. Greint verður frá afkomu jökuls- ins síðastliðinn áratug og lýst skriði hans og framhlaupum. Rætt verður um afmörkun vatnasviða og afrennsli til jökulfljóta, uppsöfnun í lón undir jöklinum og loks rætt um jökulhlaup. Helgi Björnsson Menning og náttúru- auðæfí - Grindavfk Laugardagur 17. júní. Sameiginleg dagskrá í Grindavík og við Bláa lónið. Grindavíkurkirkja. Kl. 11. Hluti af Kristnitökuhátíð í Grindavík. Dagskrá í lok menn- ingarhátíðar. Kór Grindavíkurkirkju flytur tónhugleiðingu um sjóferðabæn sr. Odds V. Gíslasonar í saman- tekt Guðmundar Emilssonar. Einsöngvarar eru Signý Sæ- mundsdóttir, sópran, Þórunn Guðmundsdóttir, sópran, Matt- hildur, alt, auk Júlíusar Karls- sonar, drengjasópran. Píanó- leikur: Kristinn Orn Kristins- son. Þá verður fluttur leikþáttur eftir Berg Þór Ingólfsson um líf og starf sr. Odds. Tveir leikarar úr leikfélaginu La-gó í Grinda- vík, Bogi Hallgrímsson og Víðir Guðmundsson, leika öll hlut- verkin. Jóhann Gunnarsson sér um tónlistina. Bláa lónið. K1 17. Dixieland Band Árna ísleifs leikur fyrir baðgesti. www.grindavik.is. Eldur og ís í gufumekki TOIVLIST E1 d b o r g MARK PHILIPS KYNNIR VERK SÍN Mark Philips: Intrusus, Summer soft og Eldur og ís. Flutt af Há- skólahljómsveitinni í Indiana, Kammersveit háskólans í Ohio og Kammersveit baltnesku fflharmón- íunnar. Stjórnandi Guðmundur Em- ilsson. Eldborg í Svartsengi kl. 17 þriðjudaginn 13.6. 2000. MARK Philips er bandarískt tón- skáld, lauk doktorsnámi frá Indiana- háskóla og er nú prófessor við tón- listardeild háskólans í Ohio. Hann hefur samið fjölda tónverka sem unnið hafa til alþjóðlegra verðlauna og verið leikin víða um heim. Áður en verkin voru flutt í orkuverinu mikla í Illahrauni fluttu þeir Guðmundur Emilsson og Mark Philips nokkur aðfaraorð. Intrusus er elst verkanna og var samið meðan Mark var enn í námi og var þá flutt af nemendum við Bloom- ington-tónlistarháskólann í Indiana og upptakan gerð á tónleikum. Verk- ið er allt hávært, þar sem pákur og málmblásarar ráða ríkjum, en á stundum skýtur klarinetta upp koll- inum og mildar tóninn. Það má segja að lítil þróun eigi sér stað í verkinu frá uppafi til enda, andstæður þó oft miklar í skipulögð- um hávaða með sterkum ryþma. Kraftmikið æskuverk í hinum ágæt- asta flutningi Guðmundar og Bloom- ington-krakkanna. Summer soft er ástarljóð til konu Marks, ómþýtt, fallegt og róman- tískt og var frumflutt af Islensku hljómsveitinni í Neskirkju fyrir mörgum árum. Sú hljóðritun sem flutt var í orkuverinu er aðeins nokk- urra vikna gömul og stjómaði Guð- mundur þar verkinu í annað sinn. Þetta ástarljóð var skrifað á viku og er í tveimur þáttum sem h'ða fram eins og lygn straumur með örstutt- um einleiks-innskotum. Jafn ómþýtt og Intrusus var ómstrítt og vel til vinsælda fallið þó sykursæta stefið vanti. Þá var komið að því verki sem flestir biðu eftir: Eldi og is, sem Mark skrifaði sérstaklega fyrir þessa menningarhátíð Grindavíkur. Verkið er skrifað fyrir strengjasveit og þar sem Mark hafði aldrei til ís- lands komið og var ekki sérstaklega vel að sér um íslandssöguna datt honum í hug að nota þetta einkenni landsins, eld og ís, í tónverki sínu. Og það tókst honum sérlega vel. Verkið er samfellt en þrískipt þó: Eldur-ís-eldur og er síðasti hlutinn unninn úr þeim fyrsta svo segja má að þetta sé eins og í góðum söng- dansi sem skiptist í a-b-a kafla. Þó eru andstæðurnar í verkinu flull sterkar til að falla að þeirri skýringu. Kannski minnti verkið fremur á stutta Ellington-rapsódíu með eld- glæringum í upphafi og endi og ball- öðu þar á milli. Ekki varð betur heyrt en Guðmundur og sú baltneska skiluðu verkinu með ágæt- um. Styrkur eldgosanna var vel mót- aður og fiðlur í millikafla bjuggu yfir djassblæ og einleikskaflar og sam- leikskaflar, mismannaðir, kölluðust á og lituðu styrkinn. 0** tmHaáhreinsunin gSm 897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. Það þarf dálítið þor til að bjóða upp á flutning af geisladiskum, þótt heimsfrumflutningur sé, en um- hverfið í samkomusal Svartengis- orkuversins var sveipað þeirri dulúð er þurfti til að slíkt gengi upp. Það er margt líkt með nútíma- djassi og tónskáldamúsík þó kollegar mínir í skrifuðu deildinni hefðu trú- lega hlustað á annan hátt og bent á ýmislegt sem fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Aftur á móti þakka ég Mark sér í lagi fyrir Eld og ís. Frábært og skemmtilegt tónverk. Skrímsli o g ljúfur djass Bláa lónið TONY BAKER Tony Baker básúnuleikari og hljóðband flytja verk Marks Phil- ips: Grameðlan. Þriðjudaginn 13. júní kl. 20. MARK Philips var ekki alveg búinn með sitt þó tónskáldakynning- unni í Illahrauni væri lokið. Klukkan átta um kvöldið hafði Bjarni Bragi, hljóðmeistari menningarhátíðar Grindavíkur, stillt græjum sínum á bakka Bláa lónsins og á milli hátalar- anna hafði sá blakki básúnuvirtúós Tony Baker tekið sér stöðu. Nú skyldi flytja Tyrannosaurus Rex eða Grameðluna fyrir hljóðband og básúnu eftir Mark Philips. Þetta verk er aldrei eins í flutningi því þó það sé að mestu skrifað er rúm fyrir u.þ.b. 20% spuna auk þess sem tóna- list básúnuleikarans setur mark sitt á verkið. Þetta er í annað sinn sem verkið er flutt, en það var John Marshallic er írumflutti það og fór minna fyrir djasshrifunum en í flutn- ingi Tony Bakers. Rafhljóð þau er drundu úr hátöl- urunum voru all mögnuð og hrotta- fengin og ekki laust við að færi um gesti Bláa lónsins, en aðeins augna- blik, því brátt hóf Tony upp básúnu- raust sína og manngerði hljóðlistina. Ég sat úti í lóninu í heitu vatninu og hlustaði heillaður á verkið. Tony var með tvo dempara, annar „vava“, og beitti þeim óspart við tónsköpunina. Auk þess framleiddi hann allskonar hljóð með munnstykkinu sem minntu stundum á mannleg búkhljóð meðan drundi í innyflum eðlunnar. Þetta var tóngjömingur í orðsins bestu merkingu og ég er viss um að hinir aðskiljanlegustu gestir Bláa lónsins hafa orðið fyrir upplifun sem þeir gleyma seint. Tony Baker, básúnu, Eyþór Gunnarsson, rafpíanó, Tómas R. Einarsson, bassa og Einar Valur Scheving, trommur. Veitingahúsið Jenný við Bláa lónið. Þriðjudaginn 13.5. 2000 kl. 22. Það var nokkuð öðruvísi Tony Baker sem lék með þrælfínni hryn- sveit Eyþórs Gunnarssonar í veit- ingahúsi Jennýar við Bláa lónið eftir að hafa jafnað sig eftir átökin við Grameðluna hans Marks Philips. Nú skyldi djassað á hefðbundinn hátt og þar sem þeir félagar höfðu aldrei hist áður var nauðsynlegt að bregða fyrir sigstandardamáli djassins. Enn einu sinni fengum við að heyra Bye, bye, blackbird hjá Jennýju, en það var allt í lagi, því lagið býr yfir nýjum töfrum í hvert sinn og í þetta sinn réð innhverf íhugun í upphafi. Lögin streymdu svo fram eitt af öðru: There’U never be another you, On Green Dolphin Street, Jobim, Monk og Ellington og í Satin doll meistar- ans átti Eyþór glæsisóló eins og svo oft þetta kvöld s.s. grúfið í There will be no greater love og cresendóið í Someday my prince will come. En Eyþór er ekki einn í heiminum. Tony Baker blés margan áætan sóló. Tónninn er breiður og voldugur og hann beitti demparanum skemmti- lega í Body and soul þó hann ætti í smáerfiðleikum með melódíuna. Hann er greinilega ekki mjög vanur standarddjassinum, enda fæst hann mest við kennslu og tónskáldatón- list. Djassinn er honum þó í blóð bor- inn og hann hefur leikið með ýmsum áætum djassleikurum vestra. Tómas R. Einarsson var traustur í ryþmanum að vanda og ekki lét Ein- ar Valur sitt eftir liggja og skreytti oft glæsilega hrynmyndina. Frábært framtak hjá veitingahús- inu Jenný að bjóða upp á djass og vonandi verður framhald á slíku, bæði þar og annars staðar á lands- byggðinni - en það ræðst auðvitað af því hversu almenningur kann vel að meta herlegheitin. Vernharður Linnet TILBOÐ ÓSKAST í Chevrolet Blazer LS 4x4 árgerð ‘95, Ford Explorer XLT 4x4 árgerð ‘92 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 20. júní kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.