Morgunblaðið - 17.06.2000, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 17.06.2000, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ __________LISTIR________ Að vinna sinn veg yfir tíma og tísku TðNLIST Ý iii i r ÍSLENSK FLAUTUTÓNLIST Á tónleikum Tónskáldafélags Islands komu fram Áshildur Haraldsdóttir, Anna Guðný Guð- mundsdóttir, Bryndís Halla Gylfa- dóttir, Guðni Franzson, Atli Heimir Sveinsson og Steef van Oosterhout og fluttu íslensk kammerverk. Fimmtudagurinn 15. júní, 2000. SAGA flaututónlistar á íslandi tengist aðallega tveimur leiksnilling- ur á þetta sérstæða hljóðfæri, sem þverflautan er, nefnilega Robert Aitken frá Kanada og Manuelu Wiesler frá Austurríki, sem bjó hér um árabil og lagði meðal annarra grunninn að sumartónleikunum í Skálholti. Fyrsti lærði flautuleikari okkar íslendinga var Árni Bjömsson en hann samdi aðeins eitt verk fyrir flautu og píanó, sem eru Fjögur ís- lensk þjóðlög og mynduðu þau eins konar inngang tónleikanna. Þessi lagasyrpa er nokkuð einkennandi fyrir þá tilraun, að samhæfa íslensk þjóðlög „instrumental“ hugsunar- hætti. Islensk þjóðlög eru að því leyti til erfið viðfangs, að þau eru hrein söngtónlist, svo hrein, að ekki er hægt að greina neitt „instrumental" í tónferli þeirra. Þjóðlagasyrpa Árna er ágæt tilraun en líklega hefur hann fundið þessa annmarka og ekki verið fýsandi þess, að gera frekari tilraun- ir í þessa átt. Það þarf í raun ekki að taka það fram, að verkið var vel flutt af Áshildi og Önnu Guðnýju. Það er eftirtektarvert, að öll verk- in, að undanteknu Solitude (’83), eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, em samin á tímabilinu ’67 til ’79, þegar tih-aunir með hljóðið, þ.e. tónmynd- unina, risu hæst og þó hlustendur ættu þá, margir hverjir, í erfiðleikum með að meta slíka tónlist að verðleik- um, var endurlifun þessa tíma aldeil- is skemmtileg, enda em hlustendur og flytjendur betur undirbúnir í dag en fyrir um það bil 30 áram. Elsta verkið á tónleikunum var Klif (’67), fyrir flautu, klarinett og selló, eftir Átla Heimi Sveinsson, og var þetta nýjunganna verk Atla aldeilis vel flutt. Þá var ekki síður góð skemmt- an að René (’73), fyrir flautu, píanó, selló og slagverk, eftir Þorkel Sigur- bjömsson, þar sem t.d. slagverkið er jöfnum höndum strengir píanósins og blöðrur era notaðar til tónmynd- unar og vora þessi verk, Klif og Re- né, fyrir utan að vera einstaklega vel flutt, sérlega skemmtileg áheyrnar. Hápunktur tónleikanna var loka- verkið, Xanties (’75), fyrir flautu og píanó, eftir Atla Heimi Sveinsson, sem höfundurinn og Áshildur léku af miklum glæsibrag. Verse (’75), fyrir flautu og selló, eftir Hafliða Hall- grímsson, Kalais (’76), eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Itys (’78), eftir Ás- kel Másson og Sonata per Manuela (’79), eftir Leif Þórarinsson, en þrjú þau síðarnefndu eru fyrir einleiks- flautu, vitna um að það er komin ákveðin staðfesta í tónmálið. Hjá Magnúsi Blöndal má merkja að hið lagræna tónmál er að vinna á í hinu fallega verki hans Solitude (’83), sem var hreint ótrúlega fallega mótað af Áshildi. Þessi skemmtilega tónlistarlega upprifjun var ekki síst ánægjuleg vegna afburða góðs flutnings, sem, án þess að á aðra sé hallað, má mest þakka Áshildi Haraldsdóttur, því þarna gat að heyra afburða góða tækni hennar, einstaklega fallega tónmótun og áhrifamikla túlkun, sem auðvitað blómstraði með glæsi- brag í einleiksverkunum en átti sér auk þess samvist í sérlega vel mótuð- um samleik allra, er hér komu að máli. I heild vora þetta einstaklega góðir tónleikar og fróðlegir fyrir það, hversu góður hljóðfæraleikur getur verið hvetjandi fyrir tónskáld, eins og átti sér stað með Robert Aitken og Manuelu Wiesler. Það var þarft verk af Tónskáldafélagi Islands, að taka til endurflutnings þessi skemmtilegu verk, er sýnir árvekni íslenskra tónskálda og að nýjungin var annað og meira en tilraun, þ.e. mikilvæg listræn sköpun, sem vinn- ur sinn veg yfir tíma og tísku. Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Þorkell Að gerð geislaplötunnar stóðu Hörður Bragason organisti í Grafar- vogskirkju og Oddný Þorsteinsdóttir kórstjóri. Útgáfa geisladisks með kórum Grafarvogskirkju s A vígsludegi í TILEFNI af vígslu Grafar- vogskirkju á morgun, sunnudag, hafa kórar kirkjunnar sungið inn á geislaplötu sem kemur út um þess- ar mundir. Grafarvogskirkja státar af fjór- um kórum, því auk hefðbundins kirkjukórs eru starfræktir undir stjórn Oddnýjar Þorsteinsdóttur unglinga-, eldri-, og yngrib- arnakór. Geislaplatan hefur að geyma sýn- ishorn af þeirri tónlist sem flutt hefur verið í kirkjunni síðustu ár. Auk þess er á disknum að fínna sálm scm Sigurbjörn Einarsson samdi við lag sonar síns Þorkels sérstaklega fyrir vígslu kirkjunnar. Mikill fjöldi söngvara Rúmlega 100 söngvarar komu að upptöku geislaplötunnar og auk þess Qöldi hljóðfæraleikara. Hörð- ur Bragason organisti í Grafar- vogskirkju og Oddný Þorsteins- dóttir kórstjóri stóðu að gerð hennar. Ljóst er að áhugi á kórstarfí er mikill í Grafarvogssókn og þá sér- staklega hjá yngir kynslóðinni. „Krakkarnir eru mjög duglegir og áhugasamir," segir Hörður Braga- son. Hann bendir á að nýlega hafi yngri kórarnir tekið þátt í norræna barnakóramótinu Norbusang sem haldið var hér á landi. Á geislaplötunni eru sextán lög og á nokkrum þeirra syngja allir kórarnir saman. Upptökur fóru fram í Hjallakirkju í Kópavogi og í Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á laugardögum í apríl og maí. Hörð- ur segir að ekki hafí verið tekið upp í Grafarvogskirkju því þar sé verið að leggja lokahönd á bygg- ingu kirkjunnar. „Það er verið að bora, saga og smíða allan sólar- hringinn í Grafarvogskirkju og því ekkert næði þar til upptöku." Platan er tekin upp í tengslum við vígslu kirkjunnar,hún verður seld í kirkjunni, bókabúðum í Graf- arvogi og einnig er hægt að panta hana í póstkröfu. Við messu á vígsludeginum munu allir kórarnir syngja. Sýningu lýkur Galleri@hlemmur.is Sýningu Bjama Sigurbjörnssonar í galleri@hlemmur.is Þverholti 5 lýkur nú um helgina. Bjami vinnur með vatni og olíu á plexigler. Myndimar birtast eins og botnfall lífrænna efna. Liturinn er sem skuggi vatns sem dregur fram myndina. Galleríið er opið kl. 14-18. -------UH--------- Nýjar bækur • VEÐRASKIL, kvæði og stökur er eftir Sigfús Þorsteinsson frá Rauða- vík. Sigfús er mörgum að góðu kunnur fyrir kvæði sín og sögur. Áður hafa komið út eftir hann bækurnar í al- vöra og án, ljóð og lausavísur, 1995 og Litið til lands og sjávar, sögur og frásagnir. I fréttatilkynningu segir: „I þess- ari nýju bók er að flnna kvæði og stökur sem era ort á allra síðustu ár- um og hafa ekki birst áður. Þau ein- kennast af næmri tilfinningu og væntumþykju höfundar til landsins og náttúrannar og fullkomnu valdi hans á kjarnmiklu og tilgerðarlausu máli þar sem brageyrað er óskeikult. Og þegar hann gantast í hálfkæringi beinist skopið ávallt að honum sjálf- um.“ Sigfús Þorsteinsson fæddist að Litlu-Hámundarstöðum á Ár- skógsströnd 1921 og er því á sjötug- asta og níunda aldursári. Hann er sonur Þorsteins Þorsteinssonar og Valgerðar Sigfúsdóttur. Eiginkona hans er Edda Jóhannesdóttir Jensen og eiga þau sex böm. Þau stofnuðu heimili á Akureyri 1946 en keyptu jörðina Rauðavík á Árskógsströnd 1949 og bjuggu þar til 1980 að þau fluttu á Hauganes. Sigfús og Edda settust að á Dalvík 1998. Sigfús var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ár- skógsstrandar frá 1971 til 1984 og framkvæmdastjóri Bíla- og vélaverk- stæðis Hjalta Sigfússonar til 1996. Höfundurgefui- bókina út. Hún er 87 bls., prentuð í Alprent á Akureyri. Aðalsteinn Svanur Sigfússon hannaði kápu oghafði umsjón með útgáfunni. Bókin fæst í Bókval á Akureyri og Sogni á Daivík. Reykjavík. Austurbæjarskóli, Vitastíg. Árbæjarskóli, Rofabæ 34. Ásbyrgi fasteignasala, Suðurlandsbraut 54. Biskupsstofa, Laugavegi 31. Bílamálun sf, Hamarshöfða 10. Björgun ehf, Sævarhöfða 33. Borgarbílastöðin hf, Hafnarstræti 21. Breiðholtsskóli, Arnarbakka 1 -3. Búlki ehf, Krókhálsi 10. Bústaðirjélagsmiðstöð, Bústaðavegi 8. Eignamiðlunin ehf, Síðumúla 21. Einholtsskóli, Einholti 2. Endurvinnslan hf, Knarrarvogi 4. Fasteignamiðlun, Síðumúla 11. Fasteignasalan Gimli ehf, Þórsgötu 26. Fálkinn hf, Suðurlandsbraut 8. Fellaskóli, Norðurfelli 17-19. Félag einstæðra foreldra, Tjarnargötu 10d. Félag íslenskra hljómlistarmanna, Rauðagerði 27. Félagsmiðstöðin Bústaðir, Bústaðavegi 8. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Austurbergi 5. Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Ármúla 14. Fossvogsskóli, Haðalandi 26. Gaukur á Stöng, Tryggvagötu 22. Gissur og Pálmi ehf, Staðarseli 6. Gistiheimilið ísafold, Bárugötu 11. Grafarvogs Apótek ehf, Hverafold 1 -5. Gunnar Eggertsson hf, Sundagörðum 6. Hafrós ehf, Skútuvogi 12g. Hagaskóli, Fornhaga 1. Hamraskóli, Dyrhömrum 9. Hársnyrtistofa Dóra, Langholtsvegi 128. Hollustuvernd ríkisins, Ármúla 1 a. Hreinsunardeild Rvíkurborgar, Skúlatúni 2. Húsaskóli, Dalhúsum 41. Innrömmun Sigurjóns sf, Fákafeni 11. Jarðboranir hf, Grensásvegi 11. Johan Rönning hf, Sundaborg 15. Kassagerð Reykjavíkur hf, Köllunarklettsvegi. Kaupþing hf, Ármúla 13a. Kaþólska kirkjan á íslandi, Hávallagötu 14-16. Kápan ehf, Laugavegi 66. Klébergsskóli. KOM ehf kynning og markaður, Austurstræti 6. KPMG Endurskoðun hf, Vegmúla 3. Kvenfélag Hallgrímskirkju, Skólavörðuhæð. Landgræðslusjóður, Suðurhlíð 38. Langholtsskóli, Holtavegi. Litla bílasalan, Funhöfða 1. Logos, Borgartúni 24. Lyfja hf, Lágmúla 5. Lögfræðistofa Reykjavíkur hf, Laugavegi 97. Lögmannasskrifstofa Gylfa & Svölu Thorlacius, Laugavegi 7. Lögrún sf, Suðurlandsbraut 18. Málarafélag Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30. Menntaskólinn í Reykjavík, Lækjargötu 7. Menntaskólinn við Hamrahlíð, Hamrahlíð 10. Mjólkurfélag Reykjavíkur svf, Korngörðum 5. Múlakaffi, Hallarmúla. Námsflokkar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1. Netagerð Guðmundar Sveins, pósthólf 417. Nonni og Manni ehf, Þverholti 14. Nýja sendibílastöðin hf, Knarrarvogi 2. Offsetfjölritun ehf, Mjölnisholti 14. Optima, Ármúla 8. ÓG Söluturn, Hringbraut 121. Plúsmarkaðurinn, Hátúni 10. Prentsmiðjan Oddi hf, Höfðabakka 3-7. Radíóbær ehf, Ármúla 38. Rakarastofan, Dalbraut 1. Reykjavíkurhöfn, Tryggvag. Hafnarhúsi. Réttarholtsskóli, Réttarholtsvegi 21 -2. Rimaskóli, Rósarima. Sandsalan ehf, Smiðshöfða 19. Seljakirkja, Hagaseli 40. Seljaskóli, Kleifarseli 28. Séreign fasteignasala, Skólavörðustíg 41. Sjóli hf, Hólmaslóð 6. Skúli H Norðdahl arkitekt, Víðimel 55. Skýrr hf, Ármúla 2. Smith og Norland hf, Nóatúni 4. Snæland Grímsson ehf hópferðabílar, Langholtsvegi 115. Stórstúka íslands I.O.G.T., Stangarhyl 4. Sökkull ehf trésmiðja, Funahöfða 9. Tannlæknast Ragnars Traustassonar, Grensásvegi 16. Tannlæknastofa Barkar Thoroddsen, Borgartúni 33. Tannlæknastofa Guðrúnar Ólafsdóttur, Snorrabraut 29. Vaka hf björgunarfélag, Eldshöfða 6. Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Kringlunni 7. Vélasalan ehf, Ánanaustum 1. VSÓ Ráðgjöf ehf, Borgartúni 20. Vöruflutningamiðstöðin hf, Klettagörðum 15. Ydda ehf, Grjótagötu 7. Ögurvík hf, Týsgötu 1. Seltjarnarnes. Aðalbjörg RE5, Fornuströnd 13. Björnsbakarí ehf, Austurströnd 14. Lögmenn Eiðistorgi sf, Eiðistorgi 13 2. hæð. Seltjarnarneskaupstaður, Austurströnd 2. Valhúsaskóli, Skólabraut. Valdimar ehf, Hafnargötu 10. Kópavogur. Arnardalur sf, Þinghólsbraut 58. Bílamarkaðurinn, Smiðjuvegi 46e. Bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs sf,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.