Morgunblaðið - 17.06.2000, Side 46
46 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 47
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
17. JUNI
/
DAG höldum við íslendingar há-
tíðlegan þjóðhátíðardag okkar,
17. júní, í síðasta sinn á 20. öld-
inni, þeirri öld, sem færði okkur sjálf-
stæði á ný.
Afangarnir í sjálfstæðisbaráttu
okkar á 20. öldinni eru nokkrir og
merkir.
Fyrst heimastjórnin árið 1904.
Senn verða liðin 100 ár frá þeim þátta-
skilum í sögu þjóðarinnar.
Síðan fullveldið árið 1918 sem
tryggði okkur sjálfstæði í öllum meg-
inmálum þótt Danir færu enn með ut-
anríkismál fyrir okkar hönd og kon-
ungur Danmerkur væri enn konungur
Islands. Enn eru þær kynslóðir í fullu
starfí sem fæddust í konungsríkinu
Islandi.
Með lýðveldisstofnuninni 17. júní
árið 1944 var sjálfstæðisbaráttunni
sem slíkri lokið en einu meiriháttar
verkefni var þó ólokið, sem tengdist
sjálfstæði lands og þjóðar, en það var
að ná fullum yfirráðum yfir fiskveiði-
lögsögunni. Það tók okkur rúma þrjá
áratugi frá lýðveldisstofnun að
tryggja yfirráð okkar yfir fiskveiði-
lögsögunni. Síðasti erlendi togarinn,
sem var í okkar óþökk á íslandsmið-
um, sigldi á brott 1. desember árið
1976.
Þá grunaði fáa, ef nokkurn, að ný
barátta mundi hefjast um fiskimiðin
rúmum áratug síðar. Baráttan fyrir
því að tryggja þjóðinni allri sann-
gjarna og réttláta hlutdeild í afrakstr-
inum af nýtingu auðlindarinnar sem
Alþingi ákvað með lögum að skyldi
vei;a sameign þjóðarinnar.
I nýrri Gallup-könnun kemur í ljós
að um 69% þjóðarinnar eru fylgjandi
því að lagt verði veiðileyfagjald á þá
sem hafa fengið úthlutað veiðikvóta í
fiskveiðilögsögunni en einungis 22%
eru því andvíg. Nálægt 75% af íbúum
höfuðborgarsvæðisins eru fylgjandi
þessari hugmynd en nokkru færri eða
um 61% á landsbyggðinni.
Meðal kjósenda stjórnarflokkanna,
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks, eru 61-62% hlynnt veiðileyfa-
gjaldi. Þessi eindregni og ótvíræði
stuðningur yfirgnæfandi meirihluta
þjóðarinnar við þessa baráttu er fagn-
aðarefni fyrir Morgunblaðið sem hef-
ur barizt fyrir framgangi þessa máls á
annan áratug.
Mikið hefur verið skrifað um sögu
sjálfstæðisbaráttunnar og þeirra ein-
staklinga sem þar áttu mestan hlut að
máli. Þó er þessi saga enn að verulegu
leyti ósögð. Nú þegar öldin, sem færði
okkur sjálfstæði og full yfirráð yfir
auðlindum okkar, er að líða eigum við
að einbeita okkur að því að skrá þessa
sögu, ekki sízt í þágu komandi kyn-
slóða Islendinga.
Saga Islands, sem ákvörðun var
tekin um að skrifa í tilefni af ellefu
hundruð ára afmæli íslandsbyggðar,
er enn í vinnslu. Nokkur bindi eru
komin út en mikið verk er óunnið.
Æskilegt hefði verið að vinna við
þetta verk hefði gengið hraðar fyrir
sig. Kristni sagan, sem út kom fyrr á
þessu ári, sýnir hvað hægt er að gera
ef menn láta hendur standa fram úr
ermum.
Þótt margt hafi komið fram í sögu-
bókum um aldamótaárin og aldamóta-
kynslóðina, um heimastjórnina og
fullveldið á eftir að skrifa heilsteypta
sögu þessa tímabils og þessara at-
burða. Hið sama á við um lýðveldis-
stofnunina 1944 og þau átök sem
stóðu um stofnun lýðveldisins að ein-
hverju leyti fyrir opnum tjöldum en
að mestu leyti að tjaldabaki. Saga
þorskastríðanna er óskrifuð.
Það er gífurlegt verk óunnið við að
halda til haga upplýsingum um sjálf-
stæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar á
20. öldinni. Yið eigum nýja kynslóð
ungra og vel menntaðra sagnfræð-
inga. Það þarf að gera þessari nýju
kynslóð kleift að taka til hendi við
þetta mikla verk.
Að nokkrum árum liðnum höldum
við upp á 100 ára afmæli heimastjórn-
arinnar. Eftir tæpa tvo áratugi höld-
um við upp á 100 ára afmæli fullveld-
isins.
Þessa merku sögu þjóðarinnar er
hægt að birta með ýmsum hætti. í
bókum fyrst og fremst en einnig í því
formi sem nútímatækni býður upp á.
Margmiðlunardiskar, kvikmyndir,
sjónvarpsþættir o.s.frv. Það er tíma-
bært að hefja þetta starf. Við lok
þessarar aldar eigum við að einsetja
okkur að hefja vinnu við þetta verk.
Það er skylda okkar við komandi
kynslóðir íslendinga.
Saga sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn-
ar á 20. öldinni er ekki bara saga
atburðanna. Hún er líka saga ein-
staklinganna sem komu við sögu og
ekki bara þeirra einstaklinga, sem
voru þátttakendur í stjórnmála-
baráttunni, sem leiddi til sjálfstæðis
okkar heldur líka saga þeirra sem
sköpuðu þá menningararfleifð sem ís-
lendingar 20. aldarinnar skilja eftir
sig og eru ríkur þáttur í ímynd okkar
sem sjálfstæðrar þjóðar. Saga skáld-
anna, rithöfundanna, tónskáldanna,
myndlistarmannanna og annarra
menningarfrömuða. Og afreksmanna
af ýmsum toga.
Morgunblaðið hefur áður hvatt til
þess að átak verði gert í því að gera
þessa arfleifð aðgengilega fyrir lands-
menn. Tónverk tónskáldanna þurfa að
vera til í aðgengilegu formi. Þau mega
ekki týnast í óútgefnum handritum í
lokuðum hirzlum. Þar flytur enginn
þau og þar hlustar enginn á þau. Bók-
menntaverkin, sem ekki ná metsölu,
þurfa að vera til annars staðar en á
fornbókasölum.
Fyrir rúmum 100 árum var þetta fá-
menn þjóð sem gat varla dregið fram
lífið í landinu. Stór hluti hennar flutti
til Vesturheims. Það voru ótrúlega fá-
ir einstaklingar sem tóku forystu í
málefnum þjóðarinnar á síðustu öld.
Saga sumra þessara manna hefur ver-
ið skrifuð og sýnir hvað það var í raun
og veru fámennur hópur sem barðist
fyrir nýjum tímum og andstæðingur-
inn var kannski fyrst og fremst van-
trú landsmanna á sjálfa sig.
Umskiptin á einni öld eru ótrúleg.
Það má jafnvel segja að á síðari helm-
ingi aldarinnar hafi orðið bylting.
Saga þessara umskipta má ekki
gleymast. Tindarnir í þessari þróun
mega ekki týnast. Ein fámennasta
sjálfstæða þjóð veraldar en um leið
ein hin ríkasta hefur efni á því að
halda ævintýri 20. aldarinnar til haga.
Þetta verk verður ekki unnið fyrir
frumkvæði einstaklinga einvörðungu.
Stjórnvöld þurfa að hafa forystu um
að skipulega verði gengið til verka.
Krossbandsaðgerð framkvæmd í fyrsta skipti utan sjúkrahúsanna
Sjúklingurinn sendur
heim að aðgerð lokinni
Langur biðlisti er nú eftir krossbands-
aðgerðum á íslandi enda hafa þær ekki
verið gerðar frá áramótum. I gær var þó
ein slík framkvæmd á Læknastöðinni,
Alftamýri 5, og kynnti Davíð Logi Sig-
urðsson sér tildrög þess, auk þess sem
hann skoðaði starfsemi stöðvarinnar.
Morgunblaðið/Porkell
Frá krossbandsaðgerðinni á Læknastöðinni í Álftamýri í gær.
Búið að skera í hnéð og gera klárt.
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá brennsluaðgerð Bjarna Valtýssonar svæfíngalæknis.
Krossbandsaðgerð sem
framkvæmd var á
Læknastöðinni, Alfta-
mýri 5, í gær er sú
fyrsta sinnar tegundar á Islandi
sem framkvæmd er utan sjúkra-
húsanna, auk þess sem sjúklingur-
inn er einfaldlega sendur heim að
aðgerðinni lokinni en liggur ekki
yfír nótt eins og venja hefur verið.
Langur biðlisti er eftir kross-
bandsaðgerðum á íslandi enda
hafa þær ekld verið framkvæmdar
frá síðustu áramótum en þá hættu
læknamir tveir, sem framkvæmt
hafa aðgerðimar, störfum á
Sjúkrahúsinu í Reykjavík.
Það vora bæklunarskurðlækn-
amir Stefán Carlsson, Ágúst
Kárason og Eggert Jónsson, auk
Sighvats Snæbjömssonar svæf-
ingalæknis, sem framkvæmdu að-
gerðina en þeir Stefán og Ágúst
hafa á síðustu áram sérhæft sig í
krossbandsaðgerðum.
Aðgerðin fól í sér að tekinn var
hluti af sin framan af hné
sjúklingsins, hreinsaðar vora
burtu leifarnar af gamla kross-
bandinu og sinin síðan lögð í stað-
inn og fest með skrúfum. Var að-
gerðin framkvæmd með spegl-
unartækni en í stað þess að
sjúklingurinn sé látinn leggjast inn
í sólarhring eða lengur verður not-
uð langvarandi kæling á hnéð.
Stefán segir sjúklinginn sendan
heim með kælitæki, sem er eins
konar motta sem sett er á hnéð, en
í gegnum hana rennur ísvatn sem
dæla sér um að pumpa í gegn.
Þessi kælitækni dregur úr
verkj alyfj anotkun eftir aðgerðir
og minnkar bólgur sem alltaf koma
eftir aðgerðir sem þessa. Spelkur
vora settar á sjúklinginn að lokinni
aðgerðinni og hann sendur heim
þar sem honum er fyrirskipað að
liggja að mestu í rúminu í tvo daga
en mæta síðan í skoðun til Stefáns
strax eftir helgi.
Ekki boðlegt að fólk bíði lengi
vegna minni háttar aðgerða
Aðspurðir hversu mikið spaiist
við það að gera aðgerð sem þessa
að dagsverki segja þeir Ágúst og
Stefán upplýsingar um kostnað við
hvem legudag á spítulunum ekki
liggja á lausu en að hægt sé að
ímynda sér að hver legudagur
kosti um 50 þúsund krónur. Þar við
bætist síðan skurðstofukostnaður
sem er afar hár.
„En það skiptir líka máli að um
leið og þú tekur þessar aðgerðir út
af spítulunum þá er hægt að koma
inn þyngri aðgerðum þar sem
sannarlega þarf að leggja sjúkling-
inn inn,“ segir Ágúst.
Stefán vill þó ekki ganga svo
langt að segja að allar aðgerðir fari
út af spítulunum í framtíðinni.
„Þær fara náttúrulega aldrei all-
ar,“ segir hann, „en ég held að það
sé heppilegast að þær aðgerðir
sem hægt er að gera með minni
kostnaði úti í bæ fari út af spítulun-
um.“
Segir Ágúst það skoðun þeirra
að skurðaðgerðir á almennt
hraustum einstaklingum vegna
kvilla, sem á annað borð er hægt að
laga með aðgerð, eigi að fram-
kvæma sem mest á stofum utan
spítala. Öðram sjúklingum með
t.d. insúlínháða sykursýki og hjart-
veiki sé almennt best fyrir komið á
millistigi milli stofa úti í bæ og
sjúkrahúsa enda séu þar mögu-
leikar á meiri umönnun. Jafnframt
sé það ódýrari kostur en stóru
sjúkrahúsin þar sem ekki þurfí að
hafa gjörgæslu til taks þar.
„Meginatriði í þessu öOu saman
er að læknar sjálfír stýri sjúklinga-
flæðinu í samræmi við reynslu sína
og þekkingu og reyni þannig að
gjömýta alla aðstöðu eins og best
og ódýrast verður á kosið,“ segir
Agúst. „Þetta er að okkar mati
eina kerfið sem gefur okkur mögu-
leika á að sinna öllum þeim fjölda
sem þarf á þjónustu að halda í dag
á mannsæmandi hátt, og koma
þannig í veg fyrir endalausa bið-
lista sem því miður era staðreynd í
dag.“ ,
Segir Ágúst að hjá Læknastöð-
inni vinni þeir einfaldlega eftir
þeirri reglu að ef ástæða sé fyrir
aðgerð sé það sjúklingurinn sem
ákveði tímasetningu hennar með
tilliti til aðstæðna sinna og þarfa.
Undir þetta tekur Stefán: „Við
setjum fólk ekkert á biðlista héma.
Þú ákveður hvenær hentar þér
best að fara í aðgerðina. í flestum
tilfellum getum við orðið við óskum
sjúklingsins þar að lútandi."
Á eilífum hrakhólum með
krossbandsaðgerðir
Krossbandsslit verða fyrst og
fremst við íþróttameiðsl eða vinnu-
slys. Hér er um alvarleg íþrótta-
meiðsl að ræða og leikmenn í t.d.
handbolta eða knattspymu era
gjaman frá keppni í allt að einu ári
áður en þeir ná bata.
Ef miðað er við þörfina væri
tíðni krossbandsaðgerða á ári á bil-
inu 60-70 en Stefán segir reyndar
ekki nauðsynlegt að skera upp alla
þá sem lenda í því að slíta kross-
bönd. Eldra fólk hafí oft ekki sömu
þörf og yngra fólk til íþróttaiðk-
unar og geti oft komist af án að-
gerðar.
Aðspurður giskar Stefán á að
aðgerðin í gær hafi kostað u.þ.b.
280 þúsund krónur en hann segir
tryggingar viðkomandi greiða
hana að fullu. Það er kannski eins
gott því enginn samningur hefur
verið til staðar við Tryggingastofn-
un um greiðslur vegna aðgerðar-
innar eftir að þeir Stefán og Ágúst
hættu hjá Sjúkrahúsinu í Reykja-
vík.
Tvímenningarnir hafa undan-
farin ár framkvæmt um 90%
þeirra krossbandsaðgerða sem
gerðar hafa verið á landinu. Frá
því að þeir hættu störfum við
Sjúkrahúsið í Iíeykjavík fyrir síð-
ustu áramót hafa hins vegar engar
krossbandsaðgerðir verið gerðar.
Stefán segir þá félaga hafa verið á
eilífum hrakhólum með þessar
aðgerðir innan heilbrigðiskerfís-
ins.
„Eg byijaði að gera þessar að-
gerðir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
árið 1984 þó að ég hafi að vísu not-
að aðra tækni þá. Síðan var þess-
um aðgerðum ofaukið á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, þ.e. þær þóttu ekki
nógu meridlegar svo að þeim var
ýtt út þar. Þá fengum við Ágúst að-
stöðu inni á Landakotsspítala sem
síðan var, eins og menn vita, gerð-
ur að elliheirnili," segir Stefán.
I kjölfarið fóra þeir á ný upp á
Sjúkrahús Reykjavíkur með að-
gerðimar, aftur var þeim ýtt út og
enduðu þeir þá í Hafnarfirði.
„Seinast framkvæmdum við
þessar aðgerðir á St. Jósefsspítala
í Hafnarfirði,“ segir Stefán. „Við
voram starfandi á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur á þeim tíma og fram-
kvæmdum aðgerðimar í tíma og á
kostnað Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Núna um áramótin þegar við
Ágúst hættum datt samningur þar
að lútandi hins vegar upp fyrir að
því leytinu til að St. Jósefsspítali
treystir sér ekki til að greiða okkur
fyrir þessar aðgerðir. Þess vegna
hafa engar slíkar aðgerðir verið
gerðar frá áramótum."
Segir Stefán vandann hafa falist
í því að ekki hafi verið til legu- eða
aðgerðapláss á sjúkrahúsunum í
Reykjavík og í Hafnarfirði hafi
fjármagnið vantað. Nú séu þeir því
komnir í þá aðstöðu að hafa engan
stað til að framkvæma kross-
bandsaðgerðir á nema þá einfald-
lega á Læknastöðinni í Álftamýri
þar sem þeir starfa nú.
Þegar þeir Stefán og Ágúst era
inntir eftir því hvers vegna þeir
hættu á stóra sjúkrahúsunum
segjast þeir hafa haft áhuga á að
ráða sjálfir hvemig þeir skipu-
legðu sinn vinnutíma. Sveigjanleiki
hafi hins vegar verið af skomum
skammti hjá stjómendum spítal-
ans.
„Þeir vildu ekki veita okkur það
stöðubrot sem við gátum sætt okk-
ur við,“ segir Stefán. Bætir Ágúst
því við að of mikil áhersla sé lögð á
það á spítulunum að festa menn í
t.d. 75-100% stöðugildi sem síðan
geti þýtt að menn hafi engan tíma
til að sinna eigin stofurekstri.
„Spítalamir líta of mikið á læknana
sem eign sína,“ segir Ágúst.
Stefnt að því að gera húsnæð-
ið að einni starfrænni heild
Mikil uppbygging fer nú fram á
Læknastöðinni í Áiftamýri og Stef-
án og Ágúst eru ekki þeir einu sem
hafa hreiðrað þar um sig. Nítján
læknar hafa þar vinnuaðstöðu,
sumir sem aukabúgrein við störf
sín á spítulunum en aðrir hafa al-
gerlega sagt skilið við sjúkrahúsin.
Tíu læknanna sem starfa á
Læknastöðinni era hluthafar í því
félagi sem á og rekur stöðina en
nýlega festi það kaup á öllu hús-
næðinu Álftamýri 1-5. Er hug-
myndin sú að breyta húsnæðinu,
sem mælist um 1.700 fm gólfpláss,
í eina starfræna heild með áherslu
á sjúklinga með stoðkerfiskvilla.
Era enda flestir læknanna, sem
starfa á Læknastöðinni, bæklunar-
skurðlæknar eða svæfingalæknar,
auk tveggja heila- og taugaskimð-
lækna. Má því segja að allir fáist
þeir við stoðkerfi líkamans: bein,
taugar eða vöðva svo eitthvað sé
nefnt.
Rekstri Borgarapóteks, sem er í
húsinu, hefur þegar verið breytt í
samræmi við nýjar áherslur en
Hringbrautarapótek og Stoðtækni
- Gísli Ferdinandsson ehf. hafa
tekið reksturinn að sér. Auk þess
er nú að finna í húsnæðinu
röntgenþjónustu sem nokkrir
læknar reka og á næstunni mun
Sjúkraþjálfun Péturs, sem er til
húsa í World Class, einnig opna
útibú í húsnæðinu.
I Læknastöðinni sjálfri hefur
verið komið íyrir tveimur full-
komnum skurðstofum, vöknunar-
stofu fyrir sjúklinga og ýmissi anm
arri aðstöðu fyrir læknana. I
heildina vora sextán hundrað að-
gerðir gerðar á stöðinni í fyrra og í
ár era þær þegar orðnar rúmlega
840 og fer fjölgandi. Segir Sigurð-
ur Ásgeir Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Læknastöðvarinn-
ar, að ýmsar fleiri hugmyndir séu í
farvatninu um nýtingu húsnæðis-
ins.
Auk krossbandsaðgerða þeirra
Stefáns og Ágústar setja ýmsar
aðrar nýjungar svip sinn á rekstur
Læknastöðvarinnar. Bjami Val-
týsson svæfingalæknir, sem starf-
ar við stöðina, hefur t.d. beitt ný-
stárlegum aðferðum tO að lina
þjáningar fólks sem þjáist af
langvinnum verkjum. Þar er um
svokallaða brennslu að ræða en að-
ferðin felur í sér að rafstraumi á
útvarpsbylgjutíðnisviði er hleypt á
teflon-húðaða nál sem stungið er í
sjúklinginn með það að markmiði
að hafa áhrif á taugar sem bera
sársaukaboð til miðtaugakerfisins.
Bjarni segir þessa meðhöndlun
einungis viðbót við þá hefðbundnu
deyfingarmeðferð sem notuð var
fyrir en Ragnar Finnsson svæf-
ingalæknir, sem einnig starfar á
Læknastöðinni í Álftamýri, segir
þá reynslu sem fengist hafi af
henni undanfama mánuði lofa
góðu.
Bjarni hóf að beita þessari með-
höndlun hér heima nú í haust, fékk
þá nauðsynleg tæki lánuð og fram-
kvæmdi aðgerðina 10-15 sinnum.
Frá því í vetur hefur verið til tæki
á sjúkrahúsinu í Fossvogi sem
nota hefur mátt til þessarar að-
gerðar og nú er líka von á tækja-
búnaðinum á Læknastöðina í
Álftamýri.
Bjarni leggur áherslu á að lang-
vinnir verkir séu í sjálfu sér ekki
læknanlegir. Markmið meðferðar
sé því fyrst og fremst að draga úr
þeim og koma málum þannig fyrir
að fólk þurfi ekki að taka eins mik-
ið af verkjalyfjum vegna þeirra.
Einnig segir Bjami markmið með-
höndlunar að auka getu fólks með
langvinna verki til að fara t.d. út á
meðal fólks, sem og að koma því
aftur út í atvinnulífið.
Vel tækjum búnir
Það vekur athygli hversu góðri
aðstöðu er búið að koma upp á
Læknastöðinni og talsmenn henn-
ar segjast í sumum tilfellum jafn-
vel betur tækjum búnir en stóra
sjúkrahúsin, a.m.k. á þeim sviðum
sem þeir sérhæfi sig í. Nefna má
sem dæmi að Magnús Páll Alberts-
son handarskurðlæknir býr yfir
tækjum til úlnliðsspeglana sem
ekki era til annars staðar á íslandi.
Eins og Stefán Carlsson og
Ágúst Kárason þá hætti Magnús
störfum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
í Fossvogi í desember og hefur síð-
an þá starfað á Læknastöðinni £
Álftamýri. Einungis einn handar-
skurðlæknir er á landinu, auk
Magnúsar, og er sá á Akureyri.
Magnús er hins vegar sá eini sem
hefur sérhæft sig í úlnliðsspeglun-
um en hann segir aðgerðina gagn-
lega þegar rannsaka á og greina
þarf úlnliðsverld, auk þess sem
hann segir að vissa hluti sé hægt að
meðhöndla í gegnum spegilinn.
agbókarblöð
.SPANN.......
„Montaigne segirað klám hafi runnið út eins
og heitar lummur um sína daga, þ.e. siðaskipt-
in. Semsagt, ekkert er nýtt undir sólinni!u
25. apríl,
þriðjudagur
Sól og bh'ða í Madrid.
Ég hef verið að hlusta á hugleið-
ingar Alain DeBottons um heim-
speki, einkum Sókrates, Epíkúrus,
Seneca, Montaigne, Schopenhauer
og Nietzsche. Afar fróðlegt. Ég
þekkti lítið til Seneca. Hann var
heimiliskennari Nerós keisara. Mér
skilst samt að fanturinn hafi gert
kröfu til að þessi gamli kennari hans
fargaði lífi sínu undir lokin. Seneca
hafði augsýnilega mikið jarð-
samband. Hann fjallar um lífið í
kringum sig og dregur ályktanir af
því. Hann leggur mikið upp úr vin-
áttunni. Hann segir það geti verið
heilsusamlegt að vera góður við
sjálfan sig. Vertu vinur sjálfs þín
einn dag, segir hann. Margir gleyma
þessu og láta allt fara í taugamar á
sér. En Seneca leggur ekki mikið
upp úr mörgum vinum, heldur fáum.
Montaigne átti í raun aðeins einn
vin og hann beið þess aldrei bætur
þegar þessi verðmæti vinur hans
lézt. Sjálfur lifði hann tvo eða þijá
áratugi eftir dauða hans.
Montaigne var augsýnilega einnig
með sterkt jarðsamband. Hann fjall-
aði um hversdagslífið í kringum sig,
dró jafnvel ályktanir af kynlífi. Taldi
að við ættum að stjórna líkama okk-
ar og dregur ályktanir af því, þegar
karlmaður missir getu tO konu og
fær af því miklar hugarkvalir, sem
enda með því að hann vantreystir
sjálfum sér. Og ef hann stjómar ekki
líkamanum, getur honum ekki fram-
ar risið hold!! Þetta er líklega mikil
heimspeki og áreiðanlega jarð-
bundnari og raunsannari en margt
annað sem þykir merkilegra! Monta-
igne segir einnig að ekkert stór-
menni hafi verið dáð í umhverfi sínu,
tökum Tómasarkirkjuna í Leipzig,
þegar Bach var þar. Hann nefnir að
vísu ekki þetta dæmi, en það er ekki
út í hött að skh'skota til þess. Þar var
Bach ekki kallaður fimmti guð-
spjallamaðurinn, heldur Gamli karl-
inn!
Montaigne var mikill bókaormur.
Hann hefur augsýnilega lesið feiknin
öll af allskyns bókum og vitnar í þær
fram og aftur, ekki sízt Seneea.
Hann segir það sé betra að vitna í
merkilegar athugasemdir annai-ra
en flaska á sínum eigin. Góð regla
fyrir hugsuði! Þó að Montaigne hafi
verið mikill bókamaður gerði hann
sér grein fyrir því að bækur ráða
engum úrslitum um hamingjuna.
Hann benti á allt bændafókið, ólæst
og óskrifandi, sem virtist vera full-
komlega hamingjusamt í sínu frum-
stæða umhverfi.
Montaigne segir að klám hafi
rannið út eins og heitar lummur um
sína daga, þ.e. siðaskiptin. Semsagt,
ekkert er nýtt undir sólinni!
Stundum er sagt að þessi 16. aldar
esseyisti hafi verið fyrsti nútíma-
maðurinn. Ástæðan: bersögli, ekki
sízt um sjálfan sig.
Þegar kemur að hamingjunni er
Schopenhauer ekki langt undan.
Hann var ekki meiri tízkudraugur
en svo að hann þurfti að gefa út
fjölda rita, áður en nokkur maður
kynntist þeim. Fyrsta bók hans, sem
mér sldlst hafi verið einhvers konar
meistaraverk, seldist í 260 eintök-
um. Ekki ónýtt að hafa það í huga nú
á dögum! Schopenhauer hafði ekki
mikið álit á hamingjunni. Hann táldi
að hún væri ekki hlutskipti manns-
ins, heldur vonbrigðin. I svip allra
gamlingja mætti lesa þetta orð, von-
brigði.
Sumt í heimspeki Schopenhauers
er að mínu viti eintóm della; t.a.m. sú
fullyrðing að ástin sé einungis til
þess að framleiða börn, helzt falleg
börn. Ástin er ekki til eins eða neins,
hún kemur öllum á óvart og það er
enginn að velta því fyrir sér hvort
hann sé einhvers konar barnaverk-
smiðja eða ekki. Það er oft mikil ást
án þess böm komi þar við sögu. En
ást leiðir náttúralega af sér börn, ef
út í það fer.
Og þó! Hvað skyldu fæðast mörg
börn fyrir mistök og án allrar ástar?!
Nietzsche dáði ungur Schopen-
hauer en hugsaði sig frá honum;
hugsaði sig inn í Nietzsche. En
Schopenhauer var ein helzta varðan
á þeirri leið.
Og nú er klukkan orðin tólf á há-
degi. Nýlistasafnið bíður og Prado.
Kvöldið
Það var gaman að skoða Prado-
safnið, en yfirþyrmandi. Botticelli er
ótrúlega fínn málari. Ætli hann hafi
ekki átt mestan þátt £ að draga
himneskar persónur fram-
renesansins niður á jörðina. Fólkið
hans er a.m.k. komið með fótfestu.
Áður sveif það í lausu lofti. Það era
fínar myndir eftir hann i safninu.
Þegar við gengum £ gegnum salina
með Tizian og Tinteretto, sagði
Hanna, Það er fallegt betrekkið
héma! Ég held hún sé orðin hálf-
þreytt á klass£kinni! Við sáum upp-
áhaldsmálara Gunnlaugs Schevings,
Zurbarán, m.a. einhveija mögnuð-
ustu Kristsmynd sem ég hef séð.
Þegar ég horfði á hana og sfðar á
myndir E1 Grecos og Goyas minntist
ég Baltazars. Það er ekld vandi að
gizka á hverrar ættar myndir hans
eru. Goya var hirðmálari konungsins
og af myndunum mætti ætla að hann
hafi verið heldur þunnur, eins og
kóngar era, þegar svo ber undfr;
kannski líka dálítið hlægilegur eins
og þjóðhöfðingjar verða, þegar þefr
vaxa inni pjatt og hégóma. Fjöl-
skyldumyndin af konungspers-
ónunum er heimsfræg. Mikið óskap-
lega held ég að þetta hafi verið
leiðinleg fjölskylda. Drottningin er
jafn þóttafull inni f stofu og á hest-
baki. Hún hefur líklega aldrei tekið
niður grímuna.
Goya er liklega fyrsti módemist-
inn. Hann er ótrúlega fjölhæfui’ list-
málari, en myndirnar af andlitum al-
múgafólks minna á orð
Schopenhauers þess efnis að von-
brigðin leyna sér ekki í andlitum
gamals fólks. Þessi andlit Goyas era
einnig fyrirmyndir Munchs, ef nán-
ar er að gætt.
Á leiðinni i salarkynni Goyas
gengum við framhjá gamalli bústu
af Neró. Vangasvipurinn minnti á
neróa allra landa, en þegar maður
leit beint framaní Neró kom ljóð-
skáldið Ari Gisli Bragason í ljós!
Þessi píslarganga var þannig hið
mesta ævintýri, fróðlegt og óvænt.
í gær missti ég Visa-kort í pen-
ingavél. í dag American Express-
kortið mitt. Nú er platínukortið eitt
eftir. Þær eru gráðugar þessar
maskínur og minna á ýmsa þá sem
nú era helzt þekktir á íslenzka verð-
bréfamarkaðnum. Það er vonlaust
að fá kortin aftur. Vélamir skila
engu. Bezt að láta þær eiga sig.
Maður þarf ekki annað en lesa Ijóð-
sögu Ovids um Midas konung tíl að
átta sig á þessu umhverfi: Nú sé ég
ekkert lifir af í veröld gullsins!
Og svo var það óperan í kvöld,
Svefngengillbm eftir Bellini. Við
hefðum líklega ekki farið í ópera, ef
Þórbergur hefði verið með okkur.
Hann hataði óperur eins og pestina
og taldi þær útslag fyrir almenna
geðveiki.
Óperan var ágæt. Síðasta arían
frábær, einhver sú fallegasta sem ég
hef heyrt. Bellini dó 34 ára gamall.
Þá hafði hann samið þrjár heims-
frægar óperur. Hann hlýtur að hafa
verið einhvers konar séní, þessi ungi
maður. Norma er þekktasta ópera
hans, en ég hef ekki heyrt hana.
Svefngengillinn afsannar allar
hugmyndir Schopenhauers um ham-
ingjuna. Ástæðan; hún endar í yfir-
gengilegri hamingju! Það vakti at-
hygli okkar að bass-barítóninn er
islenzkur óperasöngvari, Tómas
Tómasson. Hann stóð sig með prýði
og uppskar mikið lófaklapp að lok-
um. Eg þekki ekki til hans, en við
vorum stolt af frammistöðu hans.
Madrid-óperan var þannig mikið
ævintýri.
En Tómas er ekki einn af þessum
fastagestum í íslenzkum fjölmiðlum.
Hann virðist vinna sín afrek í listinni
en ekki í fjölmiðlum eins og margir
pólitíkusar og listamenn. Mai’gir -
alltof margir - era eins og síldin í
Visi á sinum tíma. Þó að ekkert
veiddist fyrir norðan, vai’ alltaf
feiknasíldveiði í Vísi. Þannig eru
margir athyglisfíklai’ nú um stundir;
vinna sín mestu afrek í fjölmiðlum!
En þessi sfldarævintýri era held-
ur lítils virði - og enda með krakki.
Annars er margt með ólíkindum í
samfélagi okkar, sumt afarógeðfellt;
snobb ogmanndýrkun. Margt annað
eins og hver annar farsi, t.a.m. séð-
ogheyrt-væðing fyrirfólks; það er
rétt. Nútímaþjóðfélag gengur eigin-
lega fyrir gerviatburðum eins og
deilum ásatrúarmanna við þjóð-
kirkjuna. Ósköp era það nú hall-
ærislegar deilur og minna einna
helzt á ek. andlegt kolósseum. Samt
er enginn drepinn - og öllum er
sama!
Allt er þetta endalaus veizla hjá
frú Dalloway.
Lífið er terpentina!
sagði Kjarval. M.
Meira nœstu laugardaga