Morgunblaðið - 17.06.2000, Page 51

Morgunblaðið - 17.06.2000, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ Breyttir lífshættir draga úr hættu á sykursýki The New York Times Syndicate. MEÐ því að borða minni fitu, léttast um fimm kíló og stunda lyftingar reglulega getur maður minnkað hættuna á að fá algengustu tegund sykursýki, samkvæmt vísindanið- urstöðum er kynntar voru á ráð- stefnu bandarísku sykursýkisamtak- anna nýverið. Rannsóknin var gerð í Finnlandi á árunum 1993-98, og í ljós kom, að fólk sem tileinkaði sér áður- nefndar lífsháttabreytingar dró verulega úr hættunni á að fá syk- ursýki af gerð II. Alls tóku 522 karl- ar og konur þátt í rannsókninni. Gerð II af sykursýki lýsir sér með uppsöfnun sykurs í blóðinu, stundum vegna þess að líkaminn framleiðir ekki nægilega mikið insúlín, og stundum vegna þess að frumur hætta einfaldlega að verða fyrir áhrifum frá insúlíninu. Sykursýki getur haft alvarlegar afleiðingar, t.d. blindu, nýrnabilun, hjartasjúkdóma og þörf á aflimun. Dr. Jaakko Tuomilehto, prófessor við Heilbrigðismálastofnun Finn- lands í Helsinki, sagði að áhersla hefði verið lögð á ofangreindar lífs- háttabreytingar fremur en leikfimi þar eð sykurbrennsla líkamans fari fram í vöðvunum. í tilfelli sykursýki af gerð II skipti ekki máli þótt lungu og blóðrás séu í góðu formi ef vöðv- arnir séu ekki í æfingu. „Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem eru í mikilli hættu á að fá syk- ursýki af gerð II, til dæmis ef syk- ursýki er í ættinni, þá sem eru með háan blóðþrýsting og þá sem eru of þungir. Þetta fólk ætti að byrja snemma að gera varúðarráðstafan- ir,“ sagði Tuomilehto. Richard Swift, prófessor við geð- sjúkdóma- og atferlisfræðideild Duke-háskóla í Bandaríkjunum, Presslink í svokölluðum body pump-tímum, sem njöta mikilla vinsælda, er áhersla lögð á að styrkja vöðva líkamans, en ekki fitubrennslu. sagði að faraldursfræðiskýrslur hefðu sýnt fram á, að fita í fæðu, en ekki hitaeiningar, kolvetni eða syk- umeysla, væri heísti áhrifavaldurinn í sykursýki af gerð II. Swift segir að ekki sé vitað hverjar séu orsakir þessara áhrifa fitunnar. TENGLAR httpV/www.diabetes.org/ http://www.diabetes.ca/ http://www.diabetes.dk/ httpy/www.diabctic-lif estyle.com/ http://www.netdoktor.is/Sjuk domar/Efni/Sykursyki almenirt.htm. Presslink Vegna þrýstings frá sjúklingum og foreldrum veikra barna eiga læknar það til að gefa sýklalyf jafnvel þegar þeirra er ekki þörf. Misnotkun sýklalyfja The New York Times Syndicate. MISNOTKUN á sýklalyfjum, hvort heldur er vegna þess að læknar gefa þau of oft eða vegna þess að sjúkling- ar ljúka ekki við fyrirskipaðan skammt, er talin kveikjan að nýjum gerðum sýkla. Ef sýklunum er ekki fullkomlega útrýmt með lyfjum geta þeir lært að verjast þeim eða koma af stað nýjum stofni sjúkdómsins. „Margir gera sér ekki grein fyrir því, að ef maður klárar ekki allan lyfjaskammtinn lifa sýklamir ekki aðeins af heldur geta þeir stökk- breyst," segir dr. David Smith, fram- kvæmdastjóri Texas Tech lækna- miðstöðvarinnar í Bandaríkjunum og fyrrverandi skrifstofustjóri í heil- brigðismálaráðuneyti Texas. Það sama getur gerst ef fólk reyn- ir að meðhöndla veikindi sín með sýklalyfjum sem það hefur átt lengi í lyfjaskápnum. Þá telur hann það auka á vandann þegar fólki em gefin sýklalyf við hverju sem er, allt frá eyrnabólgu til hálsbólgu. Ef lyfið ráðist ekki gegn tiltekinni gerð sýkla verði þeir sterkari. Vegna þrýstings frá sjúklingum og foreldrum, sem vilji fá lyf þegar við sjúkdóma sé að stríða hneigist læknar til að gefa sýklalyf jafnvel þegai- þeirra sé ekki þörf. Unnið að þróun öflugra DNA-greiningarvéla Gætu valdið byltingu í læknavísindum AP. IFJÖLMÖRGUM háskólum, opin- berum rannsóknarstofum og líf- tæknifyrirtækjum eru vísinda- menn um það bil að finna upp svo öfluga DNA-greiningarvél að hún getur fylgst með atferli einstakra frumna. Ásamt upplýsingaflóðinu, sem vænst er frá skráningunni á erfða- mengi mannsins gætu svonefnd DNA-fylki (e. DNA arrays) valdið byltingu í læknavísindum. Er því spáð að sjúkdómsgreiningar verði nákvæmari og fljótgerðari, lyf batni og jafnvel kunni að finnast áður óþekktir sjúkdómar. „Það eru engar ýkjur að segja að þær breytingar sem munu verða á næsta áratug verði stór- kostlegar," segir Richard Young, líffræðingur við Whitehead- líflæknisfræðistofnunina í Banda- ríkjunum. DNA-fylki eru nemar sem greina hvaða gen eru virk í tiltek- inni frumu. Að meðaltali eru ein- ungis tíu til tuttugu prósent þeirra 100 þúsund gena, sem eru i hverri frumu, virk á hveijum ti'ma. „Segja má, að samsafn þeirra gena sem eru virk í tiltekinni frumu sé það sem skilgreinir hvað fruman er,“ segir Young. Húð- frumur séu húðfrumur vegna þess að í þeim eru tiltekin gen virk; lifrarfrumur eru lifrarfrumur vegna þess að í þeim eru önnur gen virk. I heilbrigðum frumum eru ákveðin gen virk og önnur i óheilbrigðum. Vísindamenn við Whitehead- stofnunina sýndu fram á það i tímaritinu Science 15. október sl. að hægt væri að nota DNA-fylki til að greina á milli mismunandi gerða krabbameins. I Iíftæknifyr- irtækinu LifeSpan BioSciences í Seattle í Bandaríkjunum vonast menn til að geta hagnast vel á því að fínna út hvaða gen eru virk í til- teknum sjúkdómum og selja þær upplýsingar til lyfjafyrirtækja. „Hið eiginlega markmið með þessari nýju tækni er að staðsetja hvert einasta gen í mannslíkaman- um, og öll genin í helstu sjúkdóm- um,“ segir Glenna Burmer, vís- indaframkvæmdastjóri Erfðaefnið lítur svona út þegar búið er að setja það á glæru. fyrirtækisins. Spá vísindamenn fyrirtækisins því, að þegar þessar upplýsingar verði tiltækar muni líta dagsins Ijós fjöldi nýrra að- ferðatil að meðhöndla sjúkdóma á borð við Alzheimers, krabbamein oggigt- Burmer segir að það kunni að taka um það bil tiu ár uns „stóra aldan af lyfjum byggðum á svona aðferðum komi fram“. En hún segir að þetta muni áreiðanlega verða „um okkar daga“. Var Glenn Gould ein- hverfur? Ottawa. Reuters. KANADÍSKI píanóleikarinn Glenn Gould var þekktur bæði fyrir frábæra hæfileika sína og sérviskuleg upp- átæki eins og að rugga fram og aftur við hljóðfærið á tónleikum, humma hátt og stjórna tónlistinni fyrir sjálf- an sig. Gagnrýnendur sögðu ýmist að hann væri „undarlegur" eða „klikkað- ur“ eða „sérvitur“ og sumir létu að því liggja að hann væri bara að sýnast. En kanadískur tónlistarfræðingur, Timothy Maloney, yfirmaður tónlist- ardeildar kanadísku Þjóðarbókhlöð- unnar, segir nú, að háttalag Goulds hafi sýnt, að hann hefði þjáðst af Asp- erger-heilkennum, sem eru lítt þekkt afbrigði af einhverfu. Segir Maloney að nauðsynlegt sé að endurskoða ríkj- andi hugmyndir um Gould. Telja má víst, að kenning Maloneys auki enn áhuga manna á Gould, sem hætti skyndilega að koma fram opin- berlega 1964 og sneri sér að upptök- um. Gould lést 1982 aðeins fimmtug- ur að aldri. í Þjóðarbókhlöðunni eru geymdir 225 kassar með persónuleg- um eigum hans, og sérfræðingar hvaðanæva úr heiminum eru sífellt að rannsaka þær og reyna þannig að leysa gátuna um Gould. Maloney segir að stórkostlegii’ hæfileikar Goulds hafi náð sterkum tökum á fólki. ,Akafinn í leik hans hafði yfirþyrmandi áhrif á fólk. Hann var einstakur. Það hefur enginn leikið eins og hann, hvorki fyrr né síðar.“ l’jóðhátíðarferðastemmning hjá LANDN Viö bfóðum ykkur vdkomin í cill clsla búf bæíarin: —^ í 17. fðnlahaSlSJgjjBBwBflWffa kl. 14:00 ■ á\j\ siiiglijrifis iifi /eslurgöíu 5 NÝIR OC, SPEN^ ijjj i i±yi r íj / ii i»y/u j/ li/jji j u^/isi. i uiii iiÚJLJÍuud, iViuiJ“óiíu iOuu, uriu 5u;íi iuus. í duuíiugo de Cuiupu£iíí;iu íuöibiu iiiuuiiiíi‘ - yuiiyuiurú 7. uiúúbtr: iiuuöíiiíui'erii íii VbriiiOiií í iiuiidurjiijuuui 1. deaeuiber: Æyiuíýri í Aiijuöúií oy Guiupuyuu Pyriuii í iiidiuiidiiiiuii - lViúriííuu ujjj Purís - £iér£jíui:í tiiboi) iii brúbijjóiiu u« jieirru uíhjj iiuidu upp ú öiúrui'ijiuíii iisilJuiidi ijuxuuriiúi: u^ 3 yuííuusiur Ú íiuiiu, ii'ruiilduudi 2 púlii

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.