Morgunblaðið - 17.06.2000, Side 52

Morgunblaðið - 17.06.2000, Side 52
52 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 VIKII m MORGUNBLAÐIÐ Vísindavefur Háskóla íslands Verða ruslatunnur í fram tíðinni lítil svarthol? VISINDI í þessari viku hefur verið fjallað á Vís- indavefnum um skólaskyldu, hvítasunn- una, lögun DNA-sameindarinnar, óendanleika tímans, dauðasynd- irnarsjö, andþyngdarafl, einhyggju ogtvíhyggju, hraða í kappakstri ogskíðastökki, dauða risaeðlanna, fjarlægð Plútós, drauga, hugs- anlega risaplánetu, salt í umhverfinu, nærbuxur og sitthvað fleira. Þá hefur verið rætt um sálina frá mismunandi sjónarmiðum og á síðustu dögum hafa birst fróðleg svör um læknisfræði eftir nokkurt hlé á því sviði. Þeir Haukur Már Helgason og Tryggvi Þorgeirsson vinna í sumar í fuilu starfi við Vísindavefinn ásamt Þorsteini Vil- hjálmssyni ritstjóra. Starfsmenn í hlutastarfi eru þau Elín Elísabet Torfadóttir, Hrannar Baldursson ogStefán Ingi Valdimarsson. Verða ruslatunnur í framtíðinni lítil svarthol? SVAR: Svarið er í stuttu máli að við höfum ekki trú á þessu af ýmsum ástæðum. Svarthol eru ekki þægi- legir nágrannar og athuganda sýnist ekki að hlutir falli nokkurn tímann inn fyrir sjónhvörfin. Við mundum því geta skynjað rafseg- ulgeislun frá ruslinu til eilífðar- nóns eða jafnlengi og svartholið varir! Þyngdarkraftar frá svart- holinu yrðu til óþæginda. Auk þess eru minni háttar svarthol eins konar tímasprengjur og geysileg orka losnar þegar þau springa. Fjallað er nánar um svarthol al- mennt í svari Tryggva Þorgeirs- sonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er svart- hol? Eftir því sem við best vitum eru svarthol ekki beinlínis þægilegir nágrannar. Flest þeirra eru sem næst ósýnileg en jafnframt orka þau á mann með verulegum þyngdarkrafti. Og ef maður fiæk- ist of nálægt er voðinn vís. Hver mundi vilja hafa svona fyrirbæri í garðinum hjá sér? Það er að vísu rétt að menn telja nú að lítil svarthol kunni að vera til, og þá merkir orðið „lítill" www.opinnhaskolí2000.hi.is að upphaflegur massi hafi verið óverulegur. En engu að síður eru sjónhvörf kringum hvert svarthol. Þegar hlutur eins og ruslið frá okkur fellur í átt að svartholinu sýnist athuganda fyrir utan það hluturinn fara hægar og hægar þegar hann nálgast sjónhvörfin og hluturinn virðist aldrei fara inn Svarthol étur sijörnu. fyrir þau. Ef við fengjum okkur svarthol fyrir ruslatunnu mætti því ætla að við hefðum ruslið fyrir augunum til eilífðarnóns. Svo er þó ekki þegar betur er að gáð því að þyngdarsvið svartholsins veld- ur svo miklu rauðviki í ljósinu frá ruslinu að það mundi birtast okk- ur sem útvarpsbylgjur. féllum í átt að svartholinu mund- um við slitna sundur og það gerist jafnvel enn fyrr við lítið svarthol en stórt. Nú sýnist kannski einhverjum vera mótsögn í þessu, að annars vegar sé sagt að hlutirnir stöðvist en hins vegar að þeir falli og slitni sundur. En þetta er einmitt ekki mótsögn heldur skýrist það af grundvallarhugsun afstæðiskenn- ingarinnar, að útlit hluta og at- burðarása fer eftir því frá hvaða viðmiðunarkerfi er horft á það. Annars vegar horfum við á annan hlut falla inn að svartholinu en er- um sjálf kyrr fyrir utan það, og hins vegar erum við að lýsa því sem við yrðum fyrir ef við féllum sjálf þarna inn. Viðmiðunarkerfið er þá ekki lengur kyrrt miðað við svartholið heldur í frjálsu falli ! inn að því. Enn er því við að bæta að „lítil“ svart- . eru mjög óstöðug þegar tekið I er tillit til skammtaf- ræðilegra áhrifa. Hinn frægi breski stjarneðlisfræðingur Stephen Hawking varð fyrstur til að athuga slík áhrif sér- staklega. Vegna þeirra blossa lítil svarthol upp í öflugri sprengingu. Meðalævi svarthols með massa á við Esjuna mun vera um ein míkrósekúnda. Það segir okkur í fyrsta lagi að stöðug ruslatunna af þessu tagi verður að hafa veruleg- an massa og óvíst er hversu vist- legt yrði í garðinum hjá manni með slíkan grip í einu horninu. í öðru lagi væru veruleg óþægindi af því þegar gamlar tunnur spryngju í loft upp og losuðu massaorku sem svarar til heils fjalls á broti úr sekúndu. Lárus Thorlacius og Þorsteinn Vil- hjálmsson, prófessorar við eðlisfræðiskor Iiáskóla íslands. í fyrrnefndu svari um svarthol almennt er meðal annars fjallað um sjávarfallakrafta en þeir leit- ast við að slíta í sundur hluti í grennd við svartholið, til dæmis nálægt sjónhvörfum. Á því svæði eru þessir kraftar þeim mun meiri sem svartholið er minna. Ef við værum sjálf á þessu svæði eða Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annarra slíkra anda? SVAR: Allar sögur af draugum eru at- vikasögur, sögur af einstökum til- vikum. Draugasögur hafa tilhneig- ingu til að skreppa saman þegar menn ætla sér að beisla fyrirbær- in með vísindalegri aðferð. Draug- ar gera ekki vart við sig reglulega í einhverju tilteknu orsakasam- hengi. Engar óvéfengjanlegar vís- * A A sloðum Ferðafélags Islands Gönguferð á Dag- málafjall undir Eyjafjöllum Af hlaðinu í Stóru-Mörk blasir við allhátt fjall, Dagmálafjall. Leifur Þorsteinsson lýsir hér gönguferð um fjallið. „Ekki er mér kunnugt um að lýst hafi verið né auglýstar leiðir um Eyjafjöll að fráteknum svæð- um eins og Þórs- mörk og leið á Eyjafjallajökul og Fimmvö.rðuháls. Þó er það stað- reynd að óvíða er jafn stórhrika- legt og fjölbreytt landslag í næsta nágrenni við fjölfarinn þjóðveg og er undir Eyjafjöllum. Þar má finna fjölda auðveldra gönguleiða, sem gefa náttúruskoðara nóg að huga að.“ Þannig ritar Jón Jónsson jarð- fræðingur í 9. ársrit ferðafélagsins Útivistar sem út kom 1983. Það er vþetta svæði sem við ætlum að kanna aðeins nánar. Þegar komið er austur fyrir gömlu Markarfljótsbrúna blasir við okkur dalkvos sem í eru fjórir bæir. Þeir eru Stóra-Mörk, Mið- Mörk, Syðsta-Mörk og Eyvindar- holt. Þótt eðlilegast væri að telja þessa bæi þá vestustu í Vestur- Eyjafjallahreppi er ekki svo því ut- an við fljótið eru einnig nokkrir bæir sem tilheyra þeirri sveit. Það byggist á því að áður en hlaðið var fyrir Markarfljót var rennsli þess allt öðruvísi heldur en það er núna. í daglegu tali eru þessir bæir nefndir Merkurbæir. Heilmikil saga er tengd þeim öllum sem ekki verður rakin hér. Af hlaðinu í Stóru-Mörk blasir við manni allhátt fjall, Dagmála- fjall, sem einnig er eyktarmark. Á þetta fjall ætlum við að ganga. Þó svo fjallið blasi við frá Stóru-Mörk er sennilega best að ganga á það frá Syðstu-Mörk. Er þá gengið í norðaustur frá bænum skáhallt upp hlíðina. Fljótlega verður á vegi okkar allsérkennilegt mannvirki. Þetta er vatnsból þeirra Vest- mannaeyinga. Eftir þvi sem ofar dregur minnkar samfelldur gróður. Þó er talsvert af gróðurtorfum sem staðfestir að hér er talsverður upp- blástur. Við komum nú að gili sem kallað er Kambagil. Inn með þessu gili göngum við og höfum það á hægri hönd. Þetta er hrauntröð og eru upptök hraunsins í stórum skeifulaga, rauðleitum gjallgíg sem opinn er til austurs. Þarna heitir Rauðahraun. Austan við Rauða- hraun er hringlaga dalverpi sem nefnist Magridalur. Þægilegt er að ganga eftir hryggnum norðan dals- ins. Þar blasir við okkur rismikið og allbratt fjall. Þetta er Dagmál- fjall, 968 m hátt. Þarna uppi er geysivíðsýnt og ægifagurt útsýni til allra átta. í góðu skyggni má sjá allt vestur á Reykjanes og Vest- mannaeyjar og Fljótshlíðin með

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.