Morgunblaðið - 17.06.2000, Page 86

Morgunblaðið - 17.06.2000, Page 86
86 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Glaðbeittir krakkar komu fram í myndböndunum með Guitar Islancio. Guitar Islancio í Arbæjarsafni TRÍÓIÐ Guitar Islancio, sem skipað er Gunnari Þórðarsyni, Birni Thor- oddsen og Jóni Rafnssyni, tók á dög- unum upp þrjú myndbönd í Árbæj- arsafni. Myndböndin, sem •akureyrska myndbandagerðin Am- arauga sá um að vinna, eru við lög af samnefndri hijómplötu flokksins þjóðlega sem kom út fyrir síðustu jól. Um er að ræða samstarfsverk- efni milli Guitar Islancio og Árbæj- arsafns þar sem báðir aðilar njóta góðs af en safnið hyggst nota af- raksturinn í kynningarstarfi auk þess sem Flugleiðir munu sýna myndböndin í millilandaflugi sínu. Annars hafa heiðursmennirnir í Guitar Islancio haft nóg fyrir stafni upp á síðkastið og leikið um víðan völl sína einstöku þjóðlagadjass- blöndu. Á sjálfan þjóðhátíðardaginn leika þeir síðan á Islendingaslóðum í Kanada sem án vafa verður kær- kominn glaðningur. Auk þess munu þeir spila í íslenska básnum á heims- sýningunni í Hannover í ágúst. Guitar Islancio ætla að spila fyrir Vestur-íslendinga á þjdðhátfðardaginn. Á myndbandi 20. júní LAueAvmauii im *MW SEM NfJUSIU MVNDIRNAR FAST* ÞAÐ VAR glæsibragur yfir Evrópu- leikum Special Olympics sem fóru fram í Hollandi dagana 27. maí - 4. júní. Af alls 1800 keppendum frá 53 þjóðlöndum voru hvorki fleiri né færri en 41 frá íslandi en íþrótta- samband fatlaðra, umsjónaraðili Special Olympics á Islandi, hafði veg og vanda af þátttöku íslands í keppninni. Auk keppenda fór góður hópur fararstjóra og aðstandanda I þessa vel heppnuðu reisu. Athygli vakti að meginþorri sjálf- boðaliða við leikana voru háskóla- stúdentar og eldri borgarar og var mikil ánægja með þeirra störf meðal keppenda. Skipulag leikanna var mjög gott. Special Olympies leikarn- ir eru gjörólíkir hefðbundnum mót- um þar sem aðeins þeir bestu vinna. Á leikum Special Olympics eiga allir sama möguleika á verðlaunum og keppa aðeins við sína jafningja. Keppendm- fara í gegnum undan- keppni sem gefur mynd af niðurröð- un í úrslitariðla í hverri grein. Sú regla gildir að ekki má skeika meira en 15% frá árangri í undankeppni til úrslita, að öðrum kosti er keppandi dæmdur úr leik. Þetta ræðst af því að kepp- endum er raðað í jafna riðla og flokka eftir árangur í undankeppni og þessi regla var sett á til að koma í veg fyrir svindl, skipulögð af þjálfurum en því miður komu upp dæmi um slíkt á mótum áður fyrr.Stigagjöf ræður því hvar keppendur raðast og karlar og konur geta lent saman í flokki. Einu kvenkyns keppendurnir í knattþrautum Islensku keppendurnir Anton kepptu í hinum ýmsu grein- um; knattspyrnu, knatt- þrautum, keilu, borðtennis, sundi, frjálsum íþróttum og fimleikum og voru á öllum aldri, sá yngsti hin 13 ára gamla Edda Sighvatsdóttir sem keppti í fimleikum og sá elsti hin 67 ára gamla Hjördís Magnúsdóttir sem keppti í keilu. ísland var með einu kvenkyns keppendurna i knatt- þrautum, Rósu Gunnarsdóttur og Soffíu Rúnu Jensdóttur. Þær kepptu báðar í flokki með körlum vegna hárrar stigagjafar í undankeppni. ísland var einnig með eina kepp- andann í keilukeppninni sem notaði sérstaka rennu til hjálpar vegna mikillar fötlunar, en það var Arni Sævar Gylfason. Rennan vakti mikla athygli viðstaddra en þetta hjálpar- tæki gefur mikið fötluðum tækifæri til keppni í keilu. Heimsmeistari í Hér stilla þær Helga Matthildur Við- arsdóttir og Auður Þorsteinsdóttir sér upp mcð hinni heimsfrægu fim- leikatjörnu Nadiu Comenechi og eig- inmanni hennar Bart Connors. Islensku keppendumir voru samheldnir og kátir á Special 01- ympics-leikunum í Hollandi. Kristjánsson, Ösp, var í knattspyrnuliði Islands á Special Olympics. Edda Sighvatsdóttir og Helga Matthildur Viðars- dóttir, Gerplu/Ösp, stóðu sig vel í keppni í fimleikum. liðakeppni í keilu spilaði sýningar- leik við íslenskan keppanda í keilu, Ásu Björk Gísladóttur, og vakti þeirra viðureign mikla athygli. Forsvarsmaður Special Olympics samtakanna, Timothy Kennedy Shriver, og stofnandi þeirra, Eunice Kennedy Shriver, ásamt eiginmanni sinum Sargent Shriver, voru við- stödd leikana og afhentu m.a. ís- lenskum keppendum verðlaun sín. Vakti mikinn áhuga meðal allra keppenda þegar þekkt íþróttafólk heimsótti keppnisstaði og tók þátt í dagskránni, m.a. fimleikastjarnan Nadia Comaneci og eiginmaður hennar. Islenski hópurinn bjó í Vlag- tvedde, sumarhúsahverfi sem var í 40 mínútna akstursleið frá skiptistöð í Groningen sem flutti fólk á keppn- isstaði. Islenska liðið var vakið alla daga klukkan sex að morgni og keppnis- deginum lauk ekki fyrr en komið var undir kvöld. Þrátt fyrir annasama daga og mikla þreytu stóð hópurinn allur saman að því að njóta ferðar- innar sem best. Ferðir sem þessar reyna mikið á aga og þolinmæði og ekki síst sjálfsbjargarviðleitni þátt- takenda. Það er því annað og meira en þátttaka í íþróttakeppni sem þarf að takast á við. Lokahátíðin fór fram utanhúss 3. júní og tókst mjög vel þrátt fyrir rigningu. Það var því kátur hópur keppenda og aðstandenda sem hélt heim á leið að árangursríkum Spec- ial Olympics loknum. CHAUMET Úfsölustaðir: Hygea Kringlunni og Laugavegi, Nana Hólagarði, Spcs Háaleitisbraut,F/na Mosfellsbác, Hagkaup Kringfunni, Skeifunni, Smáratorgi og Akureyri, Lyf og hcilva Kringlunni, Háaleitisbraut, Hveragcrði og Selfotsi, Snyrtistofan Tara, Gallerí Förðun, Akrancs.s Apótek, Apótek Veítmannaeyja. Hafriarapótek, Stykkishólms Apótek, fsaíjarðar Apótek, Kaupfélag Húnvetninga og Kaupfélag Vestur-Hútrvetninga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.