Morgunblaðið - 17.06.2000, Side 92

Morgunblaðið - 17.06.2000, Side 92
D0LE Netþjónar I EJS hf + 563 3000 + www.ejs.is Cisci Ststems P A R T N E R SILVER CERTIFIED Tæknival MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMl5691100, SÍMBRÉF5691181, FÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: HIÍSTJ@MBL.ÍS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Krossbands- aðgerð gerð utan sjúkra- ~ húsanna LÆKNAR á Læknastöðinni, Álfta- mýri 5, framkvæmdu í gær kross- bandsaðgerð sem er sú fyrsta sinnar tegundar sem gerð er utan sjúkra- húsanna. Var sjúklingurinn sendur heim að aðgerð lokinni en liggur ekki yfir nótt eins og venja hefur verið. Langur biðlisti er nú eftir kross- bandsaðgerðum á Islandi enda hafa þær ekki verið framkvæmdar frá sið- ustu áramótum þegar bæklunar- skurðlæknamir Stefán Carlsson og Agúst Kárason hættu störfum á Sjúkrahúsinu í Reykjavík. Segir Stefán að þeir félagar hafi alla tíð verið á mestu hrakhólum vegna þess- ; -<irara aðgerða hjá stóru sjúkrahúsun- um, legu- og aðgerðapláss hafi verið af skomum skammti eða þá að fjár- magnið hafi ekki verið fyrir hendi. Þeir Stefán og Ágúst segjast á þeirri skoðun að skurðaðgerðir á al- mennt hraustum einstaklingum vegna kvilla, sem á annað borð er hægt að laga með aðgerð, eigi að framkvæma sem mest á stofum utan spítala. Það sé ódýrara og læknum gefist þannig tækifæri til að stýra sjálfir sjúklingaflæðinu í samræmi .. <_jóð þekkingu sína og reynslu. Um leið verði hægt að koma í veg fyrir enda- lausa biðlista vegna aðgerða. ■ Sjúklingurinn/46 Morgunblaðið/RAX Enn bætast við kröfur um lögbann KRÖFUR um lögbann á verkfalls- aiðgerðir Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis settu svip sinn á viðræður Samtaka atvinnulífsins og Sleipnis hjá ríkissáttasemjara í gær. Samn- ingafundur stóð enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt en í gærdag hafnaði sýslumaðurinn í Reylqavík kröfum fyrirtækjanna Allrahanda og Austurleiðar um lög- bann. Bannið átti að taka til verk- fallsaðgerða Sleipnis gegn bflstjór- um fyrirtækjanna tveggja. Síðdegis í gær lögðu svo tvö önnur fyrirtæki VEGNA þjóðhátíðardagsins kemur Morgunblaðið næst út þriðjudaginn 20. júní. Frétta- þjónusta verður á fréttavef Morgunblaðsins um helgina á slóðinni www.mbl.is. fram kröfu um lögbann, Vestfjarða- leið og Guðmundur Tyrfingsson, og frestaði sýslumaður til mánudags að taka afstöðu til krafna þeirra. Tvö síðastnefndu fyrirtækin eru ekki inn- an vébanda Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar deiluaðila gátu ekki rætt gang viðræðnanna í gærkvöldi þar sem Þórir Einarsson ríkissáttasemj- ari hafði sett fréttabann á viðræð- umar en Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði þó ljóst að atvinnurekendur vildu halda sig við aðalatriði málsins; að finna lausn á þeirri kjaradeilu sem nú væri uppi. „Eins og við höfum áður bent á krefjast Sleipnismenn 60% launa- hækkunar á samningstímanum. Augljóst er að ekki er hægt að verða við slíkum kröfum. Fyrirtæki innan okkar vébanda ráða ekki við þær, auk þess sem þær væru algjörlega úr takti við það sem við höfum samið um við aðra hópa,“ sagði Ari í gærkvöldi. MITSUBISHI CRRI5MR MITSUBISHI - demantar í umferO HEKLA — i foryxtu á nýrri öld ! Hann bætti við að Sleipnir hefði ef eitthvað væri farið betur út úr samn- ingum 1997 en önnur félög og félags- menn hefðu aukinheldur notið launa- skriðs að undanförnu. Það væri því alls ekki rétt af þeirra hálfu að krefj- ast sérstakrar leiðréttingar nú um- fram aðra hópa. Volgt jökullón hefur myndast Það var tilkomumikil sjón sem blasti við tuttugu vísindamönnum sem verið hafa við mælingar og rannsóknir í Grímsvötnum að und- anförnu þegar þeir komu á þann stað sem gaus árið 1998. Þar hefur nefnilega myndast allstórt lón vegna jarðhita, ríflega 500 metrar á lengd og 300-440 metrar á breidd. Ætla mætti að slíkt jökullón væri ekki kjörið til baðferða fyrir mann- fólkið sökum kulda, en svo er að sjá sem Ómar Ragnarsson, fréttamað- ur Sjónvarps, standi þó glaðbeittur í flæðarmálinu fyrir framan mynda- tökumann á þessari mynd Ragnars Axelssonar. Vatnið er enda volgt í lóninu; mest um 60 gráður í vatns- borðinu. Samkvæmt mælingum vís- indamannanna er lónið dýpst um 80 metrar, en leiðangri þeirra lýkur í dag. ■ Stórt lón/6 Bóndi telur álagningu ekki standast jafnræðisreglu Krefst að fá skatta endurgreidda BÓNDI, sem stundar ferðaþjónustu, hefur formlega krafist þess að sveit- arfélagið breyti útreikningi fast- eignaskatts og krefst endurgreiðslu á ofgreiddum fasteignaskatti síðustu ára, samtals tæpum 1.700 þúsund kr. Telur hann að sú regla að miða skattstofn við verðmæti eigna í Reykjavík og leggja hærri skatt á eignir sem nýttar eru til ferðaþjón- ustu en landbúnað þverbrjóti jafn- ræðisreglu stjórnsýslulaga. I bréfi Helga Jóhannessonar, lög- manns Jóhannesar Kristjánssonar á Höfðabrekku, til Mýrdalshrepps kemur fram að grundvallaratriði varðandi álagningu fasteignaskatts sé að hann sé lagður á eigendur fast- eigna miðað við raunverulegt virði þeirra eigna sem um er að ræða. Lögum um tekjustofna sveitarfélaga var breytt árið 1995 og síðan hefur markaðsverð eigna í Reykjavík verið notað sem grundvöllur álagningar fasteignaskatts á hús og mannvirki, önnur en sumarhús og útihús, til sveita. „Ljóst er að þessi fram- kvæmd þverbrýtur jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, enda fasteignaeig- endum mismunað eftir því hvar á landinu eignirnar eru.“ Lagt á þrefalt fasteignamat Samanburður á álagningarstofni og fasteignamati sýnir að álagning er í sumum tilvikum miðuð við þre- falt fasteignamatsverð eignanna. Er þess krafist að útreikningi skattsins verði breytt í þá veru að raunveru- legt verð eignanna, fasteignamats- verð þeirra, verði notað, en ekki til- búinn grundvöllur Fasteignamats ríkisins. Jafnframt er krafist endur- greiðslu oftekinna skatta fyrir síð- ustu fjögur ár, samtals liðlega millj- ónar. Sigurður Ævar Harðarson, vara- oddviti Mýrdalshrepps, segir að er- indi lögmanns Jóhannesar hafi verið tekið fyrir á síðasta hreppsnefndar- fundi og sveitarstjóra falið að svara því í samráði við lögmann hreppsins. Hann segir ljóst að álagning fast- eignaskatts sé samkvæmt gildandi lögum og eftir þeim verði sveitarfé- lagið að fara. Hann segir að fast- eignaskatturinn sé tekjustofn sem sveitarfélagið verði að nýta til að standa undir þjónustu við íbúana. Það geti síðan verið umdeilanlegt hversu sanngjörn útdeilingin sé. Ef þessi tekjustofn skerðist verði að finna annan til að brúa bilið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.