Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Takmörkunum á afgreiðslu flugvéla í Keflavík aflétt um næstu áramót Suðurflug undirbýr aukna starfsemi Heildarsala áfengis eftir vöruflokkum - umreiknað til hreins vínanda, Þúsundir alkóhóllítra 1998 alkóhóllítra Breytingarfrá 1999 fyrra ári Léttvín (rauð-, hvít- og rósavín) 168,4 193,3 | | +14,8% Freyðivín 13,5 18,5 +37,5%] Koníak - Brandí 29,5 29,0 Q -1,8% Viskí 50,4 50,0 -0,8% Brennivín 19,0 18,1 □ -4,7% Vodka 166,3 156,1 □ -6,1% Gin 29,9 32,9 n +9’9% Líkjörar 33,4 36,2 □ +8,4% Bjór 553,5 614,1 □ +10,9% Aðrir vöruflokkar 120,3 106,6 I I -11,4% Alkóhóllítrar samtals: 1.164,2 1.254,8 E! +7,8% Afengissala j ókst um 11% ífyrra SUÐURFLUG, sem sinnir ílug- kennslu og afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli, býr sig nú undir að auka starfsemi þar sem félaginu verður heimilt frá næstu áramótum að afgreiða flugvélar af öllum stærð- um. Takmörkunum hefur verið létt af í áföngum og nú síðast mátti Suð- urflug afgreiða flugvélar upp að 90 tonna flugtaksþunga. Davíð Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Suðurflugs, sagði þetta þýða aukna möguleika í starfsemi félags- ins. Félagið hefur leyfi frá næstu ái-a- mótum til að afgreiða allar vélar og Heimdallur mótmælir heimsókn Li Peng HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, hvetur ís- lenska stjórnmálamenn til að hunsa opinbera heimsókn Li Peng, kín- verska þingforsetans, sem væntan- legur er hingað til lands 2. septem- ber. Með heimsókninni séu stjórnvöld að senda þau skilaboð að þau umberi mannréttindabrot og of- beldi Kínastjórnar. í ályktun, sem samþykkt var á stjórnarfundi Heimdalls í gær, segir að félagið lýsi furðu sinni á því að ís- lensk stjórnvöld bjóði Li Peng, for- seta svokallaðs þjóðþings Kína, hingað til lands í opinbera heimsókn. „Li Peng var í hópi þeirra sem fyr- irskipuðu fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar þann 4. júní 1989, þar sem þúsundir lýðræðissinna voru særðar eða drepnar þegar þær mótmæltu á friðsaman hátt stjórn- skipan landsins og kröfðust frelsis og umbóta. Eftir að vélbyssum og skriðdrekum var beitt til að bæla niður mótmælin voru lýðræðissinnar eltir uppi og fangelsaðir fyrir skoð- anir sínar. Margir eru enn í dag í fangelsi og sæta þar pyndingum og misþyrmingum," segir í ályktuninni. „Með því að bjóða Li Peng til ís- lands senda íslensk stjómvöld þau skilaboð til umheimsins að þau um- beri mannréttindabrot kommúnista- stjórnarinnar í Kína og það ofbeldi sem þar viðgengst. Mann sem á jafn blóði drifinn feril að baki og Li Peng á að leiða fyrir dómstóla en ekki i kokteilboð." Björgvin Guðmundsson, formaður Heimdallar, sagði í samtali við Morgunblaðið að Heimdallur hefði sett upp sérstaka síðu á heimasíðu sinni, frelsi.is, þar sem fólk geti nálg- ast texta til að senda forsætisráðun- eytinu og forseta Alþingis og mót- mælt þannig heimsókninni persónu- lega. Einnig sagði hann að Heimdallur hygðist leita eftir samstarfi við ung- mennasamtök annarra stjómmála- samtaka og námsmannahreyfingar um mótmæli við heimsókninni. segir Davíð nú unnið að því að afla frekari tækja til að geta annast slík verkefni. Em það m.a. töskuvagnar, færibandabretti til að flytja farangur að og frá flugvél, togtraktorar, stigar og rafstöðvar og ýmsan búnað sem tengja þarf flugvélum meðan þær staldra við. Sagði hann þessa fjár- festingu hlaupa á nokkrum milljón- um. Fá tvö innritunarborð í byrjun næsta árs Suðurflug fær tvö innritunarborð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á leigu í byrjun næsta árs og tvö til viðbótar þegar stækkun flugstöðvarinnar verður komin í gagnið með vorinu. Hann sagði félagið þar með verða í stakk búið til að sjá um afgreiðslu farþega og höndla farangur þeirra. Þannig væri hugsanlegt að bjóða í fleiri verkþætti fyrir Flugfélagið Atl- anta. Suðurflug hefur að undanfömu séð um ýmsa þjónustu fyrir Atlanta, m.a. meðhöndlun og lagerhald á toll- frjálsum varningi sem seldur er í vél- um Atlanta og veitt áhöfnum og flugvirkjum aðstöðu. SKÁKÞING fslands 2000 hófst í Félagsheimili Kópavogs í gær. Gunnar Birgisson, formaður bæj- arráðs í Kópavogi, setti mótið, sem er nú í fyrsta skipti haldið með út- sláttarfyrirkomulagi. Keppcndur eni 16 talsins, þar af eru tveir stór- meistarar og tveir alþjóðlegir meistarar. Davíð sagði viðræður standa yfir og það yrði að koma í ljós hvort Suð- urflug myndi bjóða í verkefni fyrir önnur flugfélög. Hann sagði Suður- flug hafa fengið ósk frá fimm félög- um síðastliðið vor en ekki getað boðið i verk fyrir þau þar sem aðstaða í Flugstöðinni var ekki tilbúin. Davíð sagði þjónustu Suðurflugs mest hafa snúist um ferjuvélar og einkaþotur sem haft hafa viðkomu hérlendis og hefði orðið tvöföldun á fjölda þeirra milli ára. Afgreiðslumál Atlanta í endurskoðun Hjá Flugfélaginu Atlanta fengust þær upplýsingar að afgreiðslumál fé- lagsins væru nú í endurskoðun. Flug- leiðir hafa til þessa annast afgreiðslu véla Atlanta og rennur samningur fé- laganna út um næstu áramót. Hafþór Hafsteinsson, flug- rekstrarstjóri Atlanta, sagði að vegna framkvæmda við flugstöðina sem stæðu fram á næsta ár væri nokkuð óljóst í bili hvernig hægt yrði að haga afgreiðslu. Málið væri hins vegar allt í athugun. Úrslit gærkvöldsins urðu þau að Helgi Áss Grétarsson vann Stefán Kristjánsson, Þröstur Þórhallsson og Áskell Örn Kárason gerðu jafn- tefli, Jón Viktor Gunnarsson vann Braga Þorfinnsson, Jón Garðar Viðarsson vann Björn Þorfinnsson, Sævar Bjarnason lagði Tómas Björnsson, Ágúst Sindri Karlsson ÁFENGISSALA á íslandi jókst úr 13,9 millj. lítra árið 1998 í 15,4 millj. lítra árið 1999 eða um 11,0%. Þetta kemur fram í frétt frá Hag- stofu Islands. Umreiknað til hreins vínanda, alkóhóllítra, svaraði salan til 1.255 þús. lítra árið 1999 og var 7,8% meiri en árið áður. Reiknað á hvern íbúa 15 ára og eldri nam sal- an 5,91 alkóhóllítra og jókst um 6,3% frá fyrra ári. Áfengissala 1999 var meiri en áður hefur mælst. Reiknað í laut í lægra haldi fyrir Kristjáni Eðvarðssyni, Róbert Harðarson og Þorsteinn Þorsteinsson gerðu jafn- tefli og jafntefli gerðu einnig Arn- ar E. Gunnarsson og Einar Hjalti Jensson. Seinni skákir fyrstu uinferðar verða tefldar í dag og hefjast kl. alkóhóllítrum á hvern ibúa 15 ára og eldri nam áfengissalan árið 1998 13,3 lítrum á Grænlandi, 11,6 í Danmörku, 8,7 í Finnlandi, 6,0 á Álandseyjum, 5,8 í Svíþjóð og 5,6 á íslandi (tölur vantar frá Noregi). Um sölu einstakra vörutegunda á árinu 1999 má nefna að sala á rauðvíni jókst um 16% í lítrum tal- ið, freyðivíni um 36% og rommi um 22%. Sala bjórs hefur undanfarin ár aukist stöðugt um nálægt 10% á ári og í fyrra nam aukningin um 11%. Vinnuslys í Hlíðunum STEYPUBITI féll á mann sem var við vinnu í skurði í Hlíðunum í gær- dag. Hann var fluttur með sjúkra- bifreið á slysadeild, minna slasaður en á horfði. Grafið hafði verið undir tröppur við íbúðarhús og hluti þeirra lagðist á manninn. Slökkvilið, og lögregla mættu á staðinn, auk fulltrúa frá Vinnueftirlitinu. ------H4-*----- Á batavegi eftir bflveltu ÁTJÁN ára stúlka sem var farþegi i bifreið sem valt á Þrengslavegi síð- astliðinn laugardag var útskrifuð af gjörgæsludeild á sunnudag en liggur þó enn á Landspítalanum í Fossvogi. Stúlkan kastaðist út úr bflnum við veltuna og flutti þyrla Landhelgis- gæslunnar hana á slysadeild Lands- spítalans í Fossvogi. Þrennt var í bflnum og voru tveir fluttir með sjúkrabíl á slysadeildina í Fossvogi, en meiðsl þeirra voru ekki talin eins alvarleg og stúlkunnar. Bfllinn er ónýtur. Pilturinn sem lést YNGVI Wellsandt lést í umferðar- slysinu í Þorskafirði sl. fimmtudag. Hann var 16 ára, búsettur í Þýska- landi. Hann var í bifreið ásamt föður sínum sem valt út af veginum innar- lega við vestanverðan Þorskafjörð. 17. a / Með því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi. Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. feEYfcJfcfe: HEIMILISLfNAN ®BÚNAÐARBANK1NN Tmtimrbanki www.bLls Morgunblaðið/Ásdís Helgi Áss Grétarsson lagði Stefún Kristjánsson í fyrri skák fyrstu umferðar á Skákþingi íslands 2000. Skákþing íslands hafið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.