Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 39 „Vil draga upp heilsteyptari mynd af Cornelis Vreeswijk“ Alltaf í boltanum KVIKMYNDIR It f ó b o r g i n Ást og körfubolti ★★1A Ekki er hægt að segja að það láti mikið yfír sér, nýjasta safnið í Gamla Stan í Stokk- hólmi, sem hefur að geyma minningar, muni og myndir tengdar vísnasöngvaranum, skáldinu og lífskúnstnernum Cornelis Vreeswijk. Margrét Sveinbjörnsdóttir rakst þar nú samt inn á rölti sínu um borgina daginn eftir að safnið var formlega opnað og hitti fyrir manninn sem gerði drauminn um safnið að veruleika, Silas Báckström. MorgunDiaoio/Margret bv. Silas Backström er forseti Comelis Vreeswijk-félagsins og frumkvöð- ullinn að stofnun safns sem heigað er minningu Hollendingsins fljúgandi - vísnasöngvarans, skáldsins og Iífskúnstnersins Cornelis Vreeswijk. Morgunblaðið/Margrét Sv. Gítarinn sem Cornelis lék á síðustu árin var lagður á kistu hans eins og sverð riddarans við útförina í Katarinukirkjunni. VEGGIRNIR eru þaktir ljósmynd- um, blaðaúrklippum, teikningum og plakötum, þar sem rifjaðm- er upp ferill Hollendingsins fljúgandi, eins og Cornelis Vreeswijk var gjaman kallaður. Rödd hans ómar úr hátöl- urum og í einu hominu má sjá hann ljóslifandi á sjónvarpsskjá, syngj- andi og spilandi. Síðasti gítarinn hans, tónleikaprógrömm, bréf, plöt- ur og geisladiskar - allt er þetta á sínum stað og plássið svo sannariega nýtt til hins ýtrasta í húsakynnum Cornelis Vreeswijk-félagsins á jarð- hæð hússins nr. 8 við Trángsund, steinsnar frá Stórkirkjunni. Silas Báekström, sem er hljóm- plötuframleiðandi og tónleikahaldari - og formaður Cornelis Vrees- wijk-félagsins, segist ekki hafa stað- ist mátið þegar hann sá að húsnæðið var til sölu. Það var síðastliðið gaml- árskvöld, úti var kalt og hann var á leið heim af tónleikum sem hann hafði skipulagt í Stórkirkjunni í Gamla Stan. Sem hann gekk eftir Trángsund - eða Þröngasundi - sá hann skilti í glugganum á húsi nr. 8 sem á stóð: Til sölu. Tækifærið var of freistandi til að láta sér það úr greip- um ganga - Silas sá að nú væri ann- aðhvort að hrökkva eða stökkva. Hann ákvað með sjálfum sér að fé- lagið skyldi með einhverjum ráðum eignast þetta húsnæði í hjarta Gamla Stan - og réðst svo í það verkefni að skrapa saman peningum til að fjár- magna kaupin. Allt gekk það upp að lokum með góðra manna hjálp - og gengið var frá kaupunum. Áðeins rúmum átta mánuðum eftir að Silas gekk um sundið þrönga í kuldanum á gamlárskvöld var safnið opnað al- menningi 8. ágúst síðastliðinn. Sjálf- ur hefur hann svo útbúið sér vinnu- aðstöðu í einu horni safnsins sem hann leigir af Cornelis Vreeswijk-fé- laginu og sér um leið um daglegan rekstur safnsins. „Oðru vísi gengur það ekki,“ segir hann og vísar til þess að safnið og félagið sé rekið í sjálf- boðavinnu og af hugsjón. Er ekki að setja Cornelis á stall „Með því að opna þetta safn er ég ekki að setja Cornelis á stall sem helgan mann - því það var hann sannarlega ekki,“ segir Silas, „en ég vil draga upp heilsteyptari mynd af honum sem tónlistarmanni, skáldi og manneskju - en ekki bara sem fylli- byttu og vandræðagemlingi,“ heldur hann áfram og vísar til þeirrar myndar sem margir, ekki síst vissir fjölmiðlar, drógu upp af Comelis Vreeswijk. Vissulega lifði hann engu venju- legu lífi. Sagt hefur verið að líf hans hafi verið hér um bil eins og í vísu eftir Cornelis Vreeswijk. En félagi hans til margra ára, Silas Báck- ström, leggur áherslu á að þrátt fyrir að hann hafi lifað hratt og dáið um al- dur fram, hafi afköstin verið hreint ótrúleg. Cornelis var tólf ára gamall þegar fjölskylda hans flutti búferlum frá Hollandi til Svíþjóðar árið 1949 og kunni þá ekki stakt orð í sænsku. „Hann var ótrúlega fljótur að læra málið, las teiknimyndasögur og lærði frasa og tilsvör. Hann sökkti sér í bóklestur og komst í kynni við verk höfunda á borð við Ivar Lo-Johans- son, Artur Lundkvist og Nils Ferl- in,“ segir Silas. „Þegar Comelis dó lágu eftir hann 1.500 ljóð og 45 hljómplötur, auk þess sem hann hafði að jafnaði spilað á um 150 tón- leikum á ári. Það eru ekki margir sem afkasta svona - og ég þekki fáa sem hafa lesið jafnmikið. Cornelis las oftast eina til tvær bækur á dag - og svo öll dagblöðin. Þaðan fékk hann efniviðinn í það sem hann skrifaði og söng,“ segir Silas, sem kveðst líta á Cornelis sem ljóðskáld. „Hann fékk góða dóma fyrir plötumar sínar en var aldrei dæmdur sem ljóðskáld," segir hann og þykir það miður. Uppreisn æru síðustu tvö æviárin Silas segist fyrst hafa kynnst Cornelis og átt við hann samstarf um miðjan sjöunda áratuginn. Eftir- minnilegasta samstarf þeirra félaga hafi þó verið síðustu tvö æviár Corn- elis, sem urðu eins konar endurreisn, eða kannski öllu heldur uppreisn æra fyrir listamanninn sem hafði verið gleymdur í Svíþjóð í nokkur ár og var í hálfgerðri útlegð í Kaup- mannahöfn. Hann var orðinn veikur af sykursýki og seinna greindist hann með krabbamein í lifur, sem dró hann til dauða haustið 1987. En áður tókst honum að spila á allmörg- um tónleikum, í sjónvarpi og inn á plötur, þar sem áheyrendahópurinn var aðallega yngra fólk sem ekki hafði hlustað á tónlist hans áður - það varð ákveðin vakning í kringum Cornelis og verk hans. Á fimmtugsa- fmæli sínu í ágúst 1987 var hann hylltur af fjölskyldu, vinum og fjölm- iðlum en hann lést á Söder-sjúkra- húsinu í Stokkhólmi 12. nóvember 1987. Maðurinn sem tveimur áram áður var nánast gleymdur fékk nú útför sem sæmt hefði þjóðhetju. Um það vitna m.a. úrklippur úr sænsku blöðunum frá þeim tíma, sem sjá má á veggjum safnsins í sundinu þrönga. Ferillinn verður ekki rakinn hér en heimsókn í safnið segir sína sögu. Fyrir þá sem eru áhugasamir um Cornelis Vreeswijk, feril hans og verk, Cornelis-félagið og starfsemi þess, má enníremur benda á vef fé- lagsins á slóðinni www. cornelis.nu. í reglum Cornelis Vreeswijk-fé- lagsins, sem stofnað var skömmu eft- ir andlát listamannsins fyrir þrettán áram, segir m.a.: „Markmið félags- ins er að miðla vitneskju um tónlist og skáldskap Cornelis til nýrra kyns- lóða.“ Meðal fastra liða í starfi fé- lagsins era minningartónleikar í Katarinu-kirkjunni á dánardegi hans, 12. nóvember, hinn árlegi Cornelis-dagur á Mosebacke fyrsta sunnudaginn í ágúst, þar sem fjöldi tónlistarmanna kemur fram og Cornelis-styrkurinn er afhentur. Að þessu sinni kom styrkurinn reyndar í hlut sonar Cornelis, tón- listarmannsins Jack Vreeswijk, og það var líka hann sem var fenginn til að setja upp skilti með mynd af föður sínum fyrir ofan dyr safnsins þegar það var opnað. „Love & Basketball." Leikstjórn og handrit: Gina Prince-Blythwood. Framleiðandi: Spike Lee o.fl. Aðal- hlutverk: Omar Epps, Sanaa Lathan, Alfre Woodard. New Line Cinema 2000. ÁST og körfubolti eða „Love and Basketball" er haganlega samin og gerð ástarsaga sem spannar 12 ár í lífi aðalpersónanna, stráks og stelpu sem kynnast í hverfinu sínu og eiga það sameiginlegt að þykja körfubolti það skemmtilegasta sem lífið hefur upp á að bjóða. Myndin kemur úr smiðju Spike Lees, hann er einn af framleiðendunum, og hún er gerð af þeirri skynsemi og alúð sem oft ein- kenna myndir hans. Við eigum frekar að venjast átaka- og hasarmyndum að vestan þegar svertingjar eiga í hlut, boð- skapsmyndum þar sem svört vitund er aðalefnið, eða myndum þar sem kynþáttafordómar og kynþáttahatur er fyrirferðarmikið. I Ást og körfu- bolta er allt slíkt fjarri höfundinum, Ginu Prince-Blythwood, sem er ekki umhugað um annað en að segja þroskasögu tveggja einstaklinga á löngu árabili og hvernig vinskapur þeirra þróast í áranna rás. Þetta er fyrsta bíómynd höfundarins og segja má að hún komist glettilega vel frá sínu studd af tveimur ágætis leikur- um í aðalhlutverkunum, Omar Epps og Sanaa Lathan. Epps leikur strák sem á framtíð fyrir sér í körfuboltanum, hann dýrkar föður sinn sem er körfubolta- stjarna og á í nokkram erfiðleikum með að gera upp hug sinn varðandi stelpuna úr hverfinu. Sanaa leikur hana sem hefur ekki minni áhuga á íþróttinni en hann þótt möguleikar hennar til þess að öðlast frægð og frama séu talsvert minni; NBA- deildin er ekki fyrir konur. Bæði era keyrð áfram af metnaði til þess að ná sem lengst í körfuboltanum og það vill flækjast fyrir þeim þegar þau era tekin að vera saman. Myndin er í lengsta lagi en áhuga- verð og spennandi úttekt á metnaði og áræði og ekki síst baráttu kynj- anna í íþrótt þar sem konurnar þurfa oft að hafa meira fyrir hlutunum til þess að öðlast viðurkenningu. Blyth- wood er ekki síst að fjalla um stöðu konunnar almennt í nútímasamfé- lagi sem endurspeglast í ólíkum við- horfum Sanaa og móður hennar, sem Alfre Woodard leikur mjög vel. Ást og körfubolti er um þrána til þess að ná hæstu hæðum og mála- miðlunina sem verður að gera þegar hlutirnir fara á annan veg. Hér er á ferðinni prýðileg fram- raun. Arnaldur Indriðason Full búð af haustfatnaði frá La Strada og Aria Létt dress með jökkum, pilsum, buxum og vestum. Gallafatnaður með jökkum, buxum, pilsum, vestum, blússum og bolum. Úrval af stretchgallabuxum í mörgum litum og þremur síddum. ^ _ K Stærðir 36-48 mraarion Opið laugardag frá kl. 10-14. Strandgötu 11, sfmi 565 1147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.