Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÖST 2000 41
LISTIR
Norræn Beethoven-tilbrigði
og Dansmeyjar
SÍÐUSTU tónleikar í tón-
leikaröð Norræna hússins,
Bjartar sumarnætur, í kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 22.
Að þessu sinni eru það þrír
norskir tónlistarmenn, úr
tónlistarhópnum Bergens-
emble, sem leika tríó eftir
Ludvig van Beethoven, Jo-
hannes Brahms og ný verk
eftir Áskel Másson og
norska tónskáldið Ketil
Hvoslef.
Tvö síðastnefndu verkin
eru tilbrigði við tríó eftir Beethoven,
en tónskáldin nota þema frá Tríó op.
11 í þessum tónsmíðum.
Þess vegna er yfirskrift tónleik-
ana Norræn Beethoven tilbrigði.
Það var Bergens Kammermus-
ikkforening sem pantaði tónverk
fyrir klarinettu, selló og píanó og
voru tónskáldin Áskell Másson og
Ketil Hvoslef frá Bergen beðnir um
að semja tríó. Frumflutningur tón-
verkanna var í Bergen í apríl í vor
og nú verða þau flutt öðru sinni í
Norræna húsinu á fimmtudag.
Bergensemblen fer síðan til Akur-
eyrar og leikur þar 26. ágúst og
stendur sendiráð Noregs á íslandi
að þeim tónleikum í samvinnu við
Listasumar á Akureyri.
Bergensemblen skipa venjulega
sjö tónlistarmenn (óbó, klarínetta,
fiðla, lágfiðla, selló, bassi og píanó).
Tónlistarmennirnir sem leika í
Norræna húsinu eru Jörg Berning
sellóleikari. Hann er fæddur í
Þýskalandi 1959. Tónlistarmenntun
sína hlaut hann við tónlistarskólana
í Dusseldorf og Köln. Hann hóf að
leika með Fílharmóníuhljómsveit-
inni í Bergen 1987. Jörg Berning
hefur sótt ýmis námskeið m.a. hjá
William Pleeth, Zara Nelsova og
Arto Noras. Hann hefur leikið mikið
með kammersveitum. Tone Hager-
up, klarínettuleikari er fædd í
Þrándheimi, þar sem hún stundaði
tónlistamám við Tónlistarháskóla
Þrændalaga. Diplomprófi lauk hún
frá Tónlistarháskóla Noregs árið
1988. Tone Hagerup byrjaði að leika
með Fílharmóníuhljómsveitinni í
Bergen 1987 og hefur auk þess leik-
ið mikið með kammersveitum.
Signe Bakke píanóleikari stund-
aði nám við Tónlistar-
háskólann í Bergen og
lauk diplomprófi frá
Tónlistarháskóla Nor-
egs hjá Jens Harald
Bratlie.
Dansverkið
Vatnameyjar
Signe Bakke vann
fyrstu verðlaun í sam-
keppni um „píanó-
meistara æskunnar"
1976. Hún hélt fyrstu
einleikstónleika sína 1981 og styrktu
Ríkiskonsertar-tónleikana. Hún hef-
ur verið einleikari með nokkrum
norskum sinfóníuhljómsveitum m.a.
leikið með Fílharmóníuhljómsveit
Óslóar. Síðari ár hefur hún aðallega
helgað sig kammertónlist og leikið
með ýmsum kammerhópum á Trold-
haugen. Signe Bakke starfar við
Grieg-akademíuna í Bergen.
Kynnir á tónleikunum er Edda
Heiðrún Backman leikkona.
Eftir tónleikana verður dansverk-
ið Vatnameyjar eftir finnska dans-
höfundinn Reijo Kela flutt á litlu
tjörainni við Norræna húsið.
Ólöf Ingólfsdóttir er í hlutverki
vatnameyjarinnar sem svífur á yfir-
borði vatnsins.
Danssýningin er á dagskrá
Reykjavíkur - menningarborgar
Evrópu árið 2000.
ESTER-V Er til í brúnu leðri (unnt að panta marga liti)
3+2+2 • Verð 429.590 kr. staðgr.
Mikið af
stórglæsilegum
sófasettum
frá hinu viðurkennda
ítalska fyrirtæki Nieri
COHIBA Er til í brúnu leðri (unnt að panta marga liti)
3+1+1 ■ Verð 398.335 kr. staðgr.
húsgögn
Ármúla 44
sími 553 2035
Opid
" oi
fimmtudögum
til 21:00
Fimmtudagar voru virtsæiir
í sumar. Því veröur þessari
skemmtilegu nýbreytni
haldiö ófram í vetur.
Komdu
þegar þér
hentar.