Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 57 Konur á batavegi ÞAÐ var fyrir rétt- um 25 árum að Jean Kirkpatrick stofnaði samtökin „Women for Sobriety" (WFS) sem kalla má á íslensku „konur á batavegi". Aðdragandinn að stofnun þessara sam- taka var langur og strangur. Jean Kirk- patrick var illa farin af alkóhólisma eftir 30 ára drykkju, nokkrar áfengismeðferðir, inn- lagnir á geðdeildir og misheppnaðar tilraunir til að tengjast AA- samtökunum. Hún var rúmlega fimmtug, eignalaus, vina- laus og atvinnulaus. Það eina sem hún átti var doktorspróf í félags- ráðgjöf og reynsla konu sem þjáðist af alkóhólisma. Loks tókst henni að hella niður áfenginu og þjáðist alein í gegnum fráhvarf. Þegar hún hafði komist til nokkurrar heilsu hafði hún sam- band við nokkrar konur sem áttu að baki svipaða reynslu og hún sjálf. Þar með var lagður grunnurinn að WFS. Fljótlega tók hún svo til við skrifa sína fyrstu bók um eigin reynslu af alkóhólisma og því hvemig henni tókst að ná bata. Þessi bók heitir „Turnabout". I kjölfar útgáfu bókarinnar fór hún í fyrirlestraferðir víða um Bandaríkin og kom fram í fjölmiðlum. Henni var misjafnlega tekið í fyrstu, marg- ir töldu að viðhorf hennar væru bein ógnun við ríkjandi meðferðarform og hugmyndafræði AA samtakanna. Konur sem áttu svipaða sögu og Jean tóku samt eftir því að þarna var eitthvað nýtt á gerast og smátt og smátt óx samtökun- um fískur um hrygg. Hugmyndafræði þess- ara samtaka er einföld og miðar að því að efla sjálfstraust og sjálfs- virðingu kvenna, kenna þeim að losna undan þeirri skömm og sektarkennd sem þjá þær vegna alkóhól- isma. Gengið er út frá því að alkóhólismi sé arfgengur heilasjúk- dómur og persónuleiki þeirra sem veikjast sé afar einstaklingsbund- inn, rétt eins og allra annarra. Til þess að ná bata þurfa konur að breyta um lífs- stíl, það þýðir ekki að hlaupa skuli burt frá heimili, vinnu eða námi heldur breytingu á daglegum venj- um. Hverju einasta atriði sem tengst hefur drykkju verður að um- breyta í andstöðu sína. Þegar kona hefur öðlast „nýtt líf‘ borðar hún öðruvísi, hugsar öðruvísi, hagar sér öðruvísi. Fámennir fundir eru haldnir, þeir eru ýmist formlegir fræðslufundir eða óformlegir spjallfundir. Fundir eru skipulagðir og leiddir af konu sem hefur fengið til þess réttindi frá samtökunum. Á formlegu fundunum er gengið út frá einhverri af þeim 13 staðhæfingum sem Jean setti fram til leiðsagnar í daglegu lífi. „Ég er það sem ég hugsa;“ er sennilega sú staðhæfing sem hefur hvað mest gildi til þess að hjálpa konum að breyta viðhorf- um sínum gagnvart sjálfum sér. Á fundunum eru ekki sagðar sögur af neyslu eða gruflað í fortíðinni. Þátt- takendur kynna sig sem konur á batavegi, en ekki sem alkóhólista. Samtök Það fer ekki á miili mála, segir Sölvína Konráðs, að WFS á er- indi til kvenna sem veikst hafa af alkóhól- isma og þar er von um bata. Stór þáttur í starfi samtakanna er að kenna konum að njóta lífsins og að skemmta sér. Einnig stunda kon- ur í WFS sjálfboðavinnu á meðferð- arstofnunum fyiir konur. Dr. Jean Kirkpatrick lagði mikla áherslu á að því fróðari sem konur væru um alkóhólisma því betur gengi þeim að ná bata. í tvo áratugi hafa verið haldin árleg námskeið í Cedar Crest College í Allentown Pennsylvania þar sem hundruð kvenna koma saman og fræðast af ýmsum vísindamönnum Bandaríkj- anna og víðar að um alkóhólisma. Á þessum námskeiðum myndast tengsl milli kvenna víðsvegar í heiminum og þær fá tækifæri til þess að deila reynslu og þekkingu. í dag hafa samtökin netvæðst og hægt er að nálgast ýmsan fróðleik. Jean Kirkpatrick sá að fjölmargir alkóhólistar, jafnt karlar sem kon- ur, öðlast bata með hjálp AA-sam- takanna. En því miður eru það sjálf- sagt fleiri sem annaðhvort hætta alveg að reyna að ná bata eða eru í sífelldu ströggli innan þein-a sam- taka. Á öllum sviðum mannlífsins eru margvíslegar hugmyndir í Sölvína Konráðs gangi, í trúarbrögðum, stjórnmál- um, vísindakenningum, í sálfræði- legum meðferðum, svo fátt eitt sé nefnt. Engin hugmyndafræði er svo óbifanleg að hún sé ekki gagnrýni verð eða þurfi betrumbóta við. Hugmyndafræði „Women for Sobriety" var ekki sett fram sem andstaða við hugmyndafræði AA- samtakanna, heldur sem valkostur. AA-samtökin voru stofnuð af körl- um fyrir karla og í upphafi var ekki ætlast til þess að konur fengju þar aðgang. Því er afar eðlilegt að mörgum konum finnist sem hug- myndafræðin höfði ekki til þeirra og að þær séu einhvem veginn utan- gátta. Þó að nú séu kvennafundir al- gengir og að ýmislegt í hugmynda- fræði AA hafí verið umskrifað til þess að það höfðaði betur til kvenna þá er það staðreynd að konum gengur ver að ná árangri í AA en körlum. Árangur þeirra eftir hefð- bundna meðferð er einnig lakari en karla. Sérstakar kvennameðferðir sem byggjast á sömu hugmynda- fræði og hin hefðbundna meðferð hafa skilað litlu betri árangri. Það er í sjálfu sér ekkert einkennilegt því yfirleitt eru meðferðaraðilar og skipuleggjendur karlar og sjónar- hom þeirra er að sjálfsögðu bundið við heimsýn þeirra. Lengi vel fengu konur þau skilaboð að það væri eitt- hvað það að þeim sem kæmi í veg fyrir að þær næðu árangri og þær þyrftu á körlum að halda til þess að leiða sig í gegnum edrúmennsku. Fátítt var og er að heyra að eitt- hvað geti nú verið bogið við með- ferðina og hugmyndafræði stuðn- ingshópa. Lífeðlislegar orsakir alkóhólisma era hinar sömu hjá körlum og kon- um en sálræn og félagsleg áhrif era mismunandi og einnig er viðhorf samfélagsins til alkóhólisma kvenna mun fordómafyllra en í garð karla. Fordómar og fáfræði koma því mið- ur í veg fyrir að fólk leiti sér hjálpar því þeir sjúku era stundum ekki síð- ur en aðrir fordómafuliir og fáfróð- ir. Þegar fordómar og fáfræði bein- ast að eigin persónu er ekki mikil ] von um bata. < Hvorki hugmyndir AA eða WFS J vora byltingakenndar eða ókunnar , þegar þær vora settar fram. Flest I af því sem þessar hugmyndir byggj- j ast á er almenn skynsemi og sjálf- sögð lífsspeki. Nýjungin fólst í því ! að setja hugmyndir í samhengi og j sníða það að þörfum alkóhólista. ] Bakgrannur alkóhólista er mismun- I andi og svo og lífssýn þeirra, þess j vegna er aðgengi að mismunandi sjálfshjálparhópum nauðsynleg. I Rannsóknir á bata kvenna í WFS sýna mun betri árangur en hjá kon- ] um sem notfæra sér annars konar ' I sjálfshjálparhópa. Það fer því ekki á j milli mála að WFS á erindi til ] kvenna sem veikst hafa af alkóhól- I isma og þar er von um bata. j Hinn 19. júní síðastliðinn lést dr. ] Jean Kirkpatrick, þá 77 ára gömul. I Hennar var minnst í Bandaríkjun- | um og víðar sem merkari konum i síns tíma. I IÐNAÐARHURÐIR FELLIHURÐIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR Höfundur er doktor í ráðgefandi s álfræði. h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.