Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Að byggja brú NETIÐ er vissulega brú. Um það er hægt að komast hvert sem er, fá vitneskju um hvaðeina, tengjast fólki, senda upplýsingar á auga- bragði og svo framvegis. Og sífellt eykst krafan um hraða. Þetta vita allir. Hrannar Björn Arnarsson skrifar grein í Morgunblaðið 18. ágúst sl. undir fyrirsögninni „Grunnskólar Reykjavíkur í fremstu röð“. Ég varð strax spennt- ur. Var þetta stefnumótun? Átti að reisa grunnskóla Reykjavíkur úr niðurlægingunni? Átti að gera átak "* ‘í því að fá hæft fólk til kennslu? Átti að bæta aðbúnað skólanna? Nei, því miður. Greinin var bara skrifuð í upphöfnum montstíl vegna þess að borgin gerði samning við eitthvert fyrirtæki um ljósleiðaratengingu í skólana. Þess vegna eru skólarnir komnir, ja, ekki bara í fremstu röð á landinu heldur í öllum heiminum! Að sögn hans. Ja hérna hér. Nýju möguleikarnir Þessi nýjung á að auka mögu- leika á fjarkennslu til að auka val í efstu bekkjum grunnskólans. Ég spyr: Er búið að fínna kennara til að annast þessa fjarkennslu? Er búið að semja efni til fjarkennslu? Skólamál Yfírvöld Reykjavíkur eru á rangri leið. Eirík- ur Brynjóifsson segir að þau einblíni á tæknina en gleymi kennurunum sem eiga að stýra þess- ari tækni til góða fyrir vaxandi kynslóð. Er til útbúnaður í skólunum til að taka við fjarkennslu? I skólanum sem ég kenni í eru til dæmis til þrjú sjónvörp en nemendur eru á 7. hundrað og kennarar um 60 talsins. Fáum við fleiri sjónvörp? Að minnsta kosti eitt í hverja kennslu- 1 » HUGSKOT ^ > 7 Barnamyndatökur í sumar Nethyl 2, sími 587 8044 Kristján Sigurðsson, Ijósmyndari > Úr í. málsgrein 28. greinar umferðartaga nr. 50/1987 Lögreglan í Reykjavík • Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því á gang- braut eða í minna en 5 metra fjarlægð áður en að henni er komið. IJJ Bílastæðasjóður Stjörnuspá á Netinu yflúmbl.is liiwr 6/77WIÍ4Ð /Vr7T" stofu, takk fyrir. Á að út- vega okkur skjávarpa? „Möguleikar opnast á skólasjónvarpi...," segir borgarfulltrúinn. Ég spyr sömu spurninga og hér að ofan. „...og bein- um samskiptum nem- enda og starfsmanna skólanna um fjarfundar- búnað...,“ segir hann ennfremur. Ég veit að þetta kemur ef til vill á óvart en kennarar (sem Hrannar kallar starfs- menn) eru sífellt í bein- um samskiptum við nemendur sína. Að auki á enginn grunnskóli í Reykjavík tæki til fjarfundarbúnaðar svo ég viti til. „...og öll notkun Netsins til kennslu verður auðveldari en áð- ur,“ segir maðurinn loks. Ég spyr: Hvernig á að nota Netið til kennslu? Er Netið notað til kennslu? Hefur verið gerð einhver könnun á því? Ég bendi á að til þessa þarf að minnsta kosti tvær tölvur í hverja stofu! Helst eina á mann. Það er að minnsta kosti mín reynsla eftir að hafa kennt með að- stoð Netsins. Þá tíundar höfundur möguleikana á sameiginlegu bók- haldskerfi, sameiginlegri nemenda- skrá og fleira. Mér gæti ekki verið meira sama um það. Eg hlakka til 1. september Greinarhöfundur er sérstaklega hamingjusamur yfir því að ljós- leiðarinn kemur um næstu mánaða- mót þegar „starfsmenn grunnskól- anna starfa af fullum krafti við undirbúning næsta skólaárs og nauðsynlegt er að sú vinna geti þegar tekið mið af þeim nýju mögu- leikum sem samskiptanetið gefur.“ I hreinskilni sagt veit ég ekki hvert maðurinn er að fara. Þegar ég kem til kennslu í haust - ef ég kem - hef ég annað í huga en skólasjónvarp, fjarkennslu, íjarfundarbúnað og þess háttar nammigott. Ég þarf að skipuleggja kennsl- una, gera námsáætl- anir og þúsund aðra hluti sem ég hrein- lega nenni ekki að telja upp. Ég er að fara að kenna og í það fer allur minn tími. Ofurtrúin á tæknina Ekki ætla ég að andmæla tækni- framförum. Ég er reyndar tækjaóður og má varla sjá nýja tækni öðruvísi en að vilja tileinka mér hana. En með ár- unum hefur mér skilist að tæknin er tæki sem við getum notað ef við vitum til hvers og kunnum á hana. Tæknina á að nota til að þjóna fólki. Fyrst verður að kanna hver þörfin er. Síðan að velja þá tækni sem hentar til að ná því markmiði sem hefur verið sett. Ög þá þarf að vera búið að byggja upp aðstæður til að nýta tæknina. Á hverju er mest þörf í grunnskólum borgarinnar? Ég veit að það er ekki ljósleiðara- kerfi. Að byrja á öfugum enda Hefur borgarfulltrúinn leitt hug- ann að ástandinu í grunnskólum Reykjavíkur? Veit hann ekki að núna vantar 70 kennara til starfa þrátt fyrir að búið sé að ráða fjöl- marga sem ekki hafa menntun til að kenna? Ég var eitt sinn í heimsókn í grunnskóla í Flórens á Italíu. Ég spurði einn kennarann hvort erfitt væri að að manna skólana. Nei, það var ekki svo erfitt, var svarið. Þurf- ið þið þá ekki að ráða til kennslu fólk sem ekki hefur réttindi til að kenna? var næsta spurning. Þegar ég var búinn að umorða spurning- una þrisvar sinnum kom svarið: „No, of eourse not! AIl our teachers are qualified. Do you really have disqualified people in your schools?" Ég flautaði bara. Kenn- arasamtökin á Islandi hafa um ára- bil bent á að skólarnir eru ekki samkeppnishæfir um hæfa kennara vegna smánarlegra launa. Ég er búinn að hlusta á þetta í á annan áratug. Nú ætla ég að ganga lengra og segja það sem samtök kennara hvorki geta sagt né þora: í skólun- um er fullt af óhæfu fólki. Fullt af „kennurum" sem ég set innan gæsalappa vegna þess að þeir eiga ekkert erindi inn í skólana. Þeir kunna ekki að kenna og hafa enga þekkingu til þess. Þetta er veruleik- inn. Og enginn ljósleiðari getur leiðrétt hann! Þess vegna eru yfir- völd Reykjavíkur á rangri leið. Þau einblína á tæknina en gleyma kenn- urunum sem eiga að stýra þessari tækni til góða fyrir vaxandi kyn- slóð. Tækni í skólunum án hæfra kennara til að nýta hana er fé kast- að á glæ. Yfirvöld eru að byrja á öf- ugum enda. Þau eiga fyrst að eyða fé í hæft fólk. Rétta byrjunin Það er bara ein rétt byrjun til á þessu. Það er að laða hæfa kennara að skólunum, fólk sem hefur menntun og hæfileika til að mennta nemendur. Það þarf að stórhækka laun kennara. Það þarf að stórbæta vinnuaðstöðu kennara. Og yfirvöld eiga að leggja á hilluna allar hug- myndir sínar um lengingu skólaárs- ins þar til skólarnir eru mannaðir kennurum sem kunna til verka. Að byggja brú Þegar menn byggja brú rann- saka þeir fyrst hvaða brúarstæði er heppilegast, hvað megi búast við mikilli umferð, hvernig áin hegðar sér og svo framvegis. Nema þeir sem ráða grunnskólum Reykjavík- ur. Þeir byggja fyrst brú og leita svo að heppilegri á til að renna und- ir hana. Guði sé lof að sumir vinna ekki hjá Vegagerðinni! Höfundur er kennari. Eiríkur Brynjólfsson Drekkum meira vatn Guðrún Þóra Hjördís Hjaltadóttir Ebba Broddadóttir HVAÐ svalar þorsta? íslenskt lindarvatn, drykkur náttúrunnar. Við getum með sanni státað okkar af vatn- inu sem er auðfengið alls staðar, okkur að kostnaðarlausu. ís- lendingum finnst sjálfgefið að hafa gott rennandi vatn í krönum. Það eru trúlega ekki mörg lönd sem geta boðið upp á slíkt. Þeir ís- lendingar sem fara til sólarlanda kaupa sér vatn og finnst það mjög eðlilegt þar sem vatnið í krönum er víða óhæft til drykkjar. Vatn er hollt og gott, inniheldur enga orku (engar hitaeiningar) og skemmir ekki tennur. Hvers vegna að kaupa vatn blandað sykri og öðrum viðbótarefnum sem er óþarfa bruðl bæði hvað varðar kostnað sem og óhollustu þegar til er gott íslenskt vatn? Mikið magn af ýmsum orku- (íþrótta-) og svala- drykkjum eru á markaði og hefur aukning orðið síðastliðin ár. Þessir drykkir eru margir en misgóðir. Fólk trúir á nauðsyn þess að neyta þessara drykkja til að geta stund- að líkamsrækt eða álagsvinnu, eins og til dæmis próflestur. Hvaðan kemur þessi vitneskja? Auglýs- ingamátturinn er gífurlega stór og hefur mikil áhrif. Allir sem stunda líkamsrækt eða einhvers konar hreyfingu þurfa að drekka mikinn vökva í staðinn fyrir þann sem skilst út. Það nægir þeim sem stunda eðlilega líkamsrækt (um það bil 1 klst. á dag) að drekka hreint vatn. Það er engum nauð- synlegt að innbyrða auka sykur ásamt öðrum viðbótarefnum sem oft má finna í hinum ýmsu orku- og svaladrykkjum. Vatn er líkamanum lífsnauðsyn- legt, án vatns getum við í mesta lagi lifað í 18-20 daga. Um 65% af líkamanum er vatn. Tveir þriðju hlutar vatnsins eru í frumunum en þriðjungur er í blóði, meltingar- vökva, galli eða öðru formi. Vatn Vatn A Kvenfélagasamband Is- lands vill hvetja alla landsmenn til þess, segja Guðrún Þóra Hjaltaddttir og Hjördís Edda Broddadóttir, að auka eigin vatnsneyslu. tekur þátt í meltingu líkamans, til þess framleiðir líkaminn 8 lítra af meltingarvökva á dag og stór hluti af því er vatn. Vatn ber næringar- efni til frumanna og skolar út úr- gangsefni. Vatn á stóran hluta í öllum efnabreytingum í líkaman- um, án vatns væru þær ómöguleg- ar. Vatn tekur þátt í stjórnum lík- amshita með svita og útgufun þeg- ar heitt er, sem og við áreynslu. Ekki má gleyma því að með vatns- neyslu öðlumst við ferskara útlit og húðin fær næringu. Kvenfélagasamband íslands, sem eru stærstu landssamtök kvenna á Islandi, hafa rekið starf- semi Leiðbeiningastöðvar heimil- anna allt frá árinu 1963. Eitt af markmiðum kvenfélagasambands- ins er að standa vörð um hag og heilsu íslenskra heimila. Samband- ið hefur sett af stað átak til þess að auka vatnsdrykkju íslendinga og gefið út veggspjald tengt því. Veggspjaldið er 40X55 cm að stærð og er hægt að nálgast það á skrifstofu kvenfélagasambandsins. Markmiðið er að sjá spjaldið sem víðast um landið. Á síðasta lands- þingi kvenfélagasambandsins sem haldið var í júní sl. kom fram ályktun sem send var til heilbrigð- is- og menntamálaráðuneytisins til að draga úr gosdrykkjaþambi, sem og annarra slíkra drykkja. Jafn- framt að hvetja skóla- og íþrótta- ráð til þess að gera neysluvatn að- gengilegra í skólum og íþróttahús- um, t.d. með uppsetningu vatns- brunna. Allt er gott í hófi, sumt er betra en annað. Vatn stendur alltaf fyrir sínu. Vatn er einn sá besti og ljúf- fengasti svaladrykkur sem til er. Neysla á sykri er mikil og kemur að miklu leyti úr orkudrykkjum, gosdrykkjum og sykruðum ávaxta- drykkjum. Sykur er ekki skaðleg- ur en því miður verður neyslan oft óhóflega mikil. Takmörkum notk- un þessara drykkja. Drekkum meira vatn í staðinn, okkar vegna. Kvenfélagasamband Islands vill hvetja alla landsmenn til þess að auka eigin vatnsneyslu. Hvetjum okkur sjálf og hvetjum hvort ann- að. Höfundar eru framkvæmdastjórar Leiðbeiningastöðvar heimilanna og Kvenfélagasambands Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.