Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 67
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Vígsluaf-
mæli Hofs-
óskirkju
KIRKJAN er oss kristnum móðir,
kristinn sérhver er vor bróðir,
Guðs og Krists vér erum ætt
allir sem hún hefur fætt.
(H. Hálfd.)
Mánudaginn 28. ágúst eru liðin
fjörutíu ár síðan Hofsóskirkja í
Skagafírði var vígð.
Kirkjubygging hófst hér 1953, en
fyrsta skóflustunga var tekin af þá-
verandi sóknarpresti, Ragnari Fjal-
ari Lárussyni. Sóknin var stofnuð
1953, en söfnuðurinn var fyrir þann
tíma hluti af Hofssókn og sótti kirkju
að Hofi á Höfðaströnd.
Það var af mikilli bjartsýni og
dugnaði að þorpsbúar, hin nýja sókn,
sem aðeins voru 300 að tölu, réðust í
að byggja hús Guði til dýrðar. Lögð-
ust þar allir á eitt af miklum eldhug,
karlar og konur að leysa þetta verk af
hendi og mikið var unnið í sjálfboða-
vinnu. Handbærar krónur voru fáar,
þegar framkvæmdir hófust, en húsið
kostaði tilbúið 450.000 kr.
Það hefur því verið stór stund þeg-
ar verki var lokið og upp rann bjartur
vígsludagur þ. 28. ágúst 1960.
Kirkjan var vígð við hátíðlega at-
höfn af hr. biskupi Sigurbimi Einars-
syni.
Þessum tímamótum, 40 ára far-
sælli sögu kirkju og safnaðar hér á
Hofsósi verður fagnað og minnst há-
tíðlega á Hofsósi helgina 26.-27.
ágúst.
Laugardaginn 26. ágúst kl. 11 er
öllum íbúum prestakallsins boðið að
koma í Skógræktina fyrir ofan Siglu-
fjarðarveginn austan við Hofsós og
gróðursetja eitt tré fyrir hvert af-
mælisár Hofsóskirkju og hverju
bami að gróðursetja sitt eigið tré. Þar
munum við einnig biðja fyrir kirkju
og safnaðarlífi og syngja saman.
Sunnudaginn 27. ágúst kl. 14, verð-
ur haldin hátíðarmessa í Hofsós-
kirkju, núverandi sóknarprestur, sr.
Ragnheiður Jónsdóttir, og fyrrver-
andi sóknarprestur, sr. Sigurpáll
Óskarsson, þjóna fyrir altari. Organ-
isti er Anna Kr. Jónsdóttir og kirkju-
kór Hofsóskirkju syngur. Að messu
lokinni býður sóknamefndin upp á
kaffiveitingar í félagsheimilinu
Höfðaborg.
Með orðum Helga Hálfdanarsonar
bjóðum við alla velkomna að fagna
með okkur vígsluafmæli Hofsós-
kirkju.
Hún vill aðeins laða’ og leiða
lýð, en ei með valdi neyða,
þýður frelsi, boðar náð,
birtir himneskt líknarráð.
Sóknamefnd og söknarprestur
Hofsóssóknar.
Sumarnámskeið
Dómkirkjunnar
GUÐ fer ekki í sumarfrí. Þess vegna
dettur bamastarf Dómkirkjunnar
ekki niður á sumrin. Síðasta sumar-
námskeið kirkjunnar verður dagana
28. ágúst til 1. sept. kl. 13-17. Síðan
hefst bamastarf vetrarins um miðjan
september í samstarfi við Vesturbæj-
arskóla. Enn em nokkur pláss laus á
síðasta sumamámskeiðið. Námskeið-
ið er ætlað bömum á aldrinum 6-10
ára.
Lagt hefur verið upp úr því að
halda námskeiðsgjaldi í lágmarki.
Gjaldið fyrh- vikuna er 1.500 kr., en
þau böm sem sótt hafa barnastarf
Dómkirkjunnar yfir veturinn greiða
aðeins 1.000 kr. Sr. Jóna Hrönn
Bolladóttir hefur umsjón með starf-
inu ásamt Bolla Pétri Bollasyni, fræð-
ara Dómkirkjunnar. Innritun er í
síma 562-2755 og 869-5745.
Fjölskylduhátíð á
Brimilsvöllum
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ verður á
Brimilsvöllum í gamla Fróðárhreppi
á Snæfellsnesi, sunnudaginn 27.
ágúst kl. 17. Guðsþjónusta, leikir,
söngur og grill! Við fögnum nýlokn-
um endurbótum á Brimilsvallakirkju.
Kirkjukór Ólafsvíkur syngur og
fjölmargir aðstoða við guðsþjónust-
una. Leikir, fjöldasöngur og grill-
veisla að guðsþjónustu lokinni. Allir
velkomnir.
Sóknarprestur og sóknamefnd.
Hallgrímskirkja. HádegLstónleik-
ar kl. 12-12.30. Signý Sæmundsdótt-
ir, sópran, og Douglas A. Brotchie,
orgel.
Háteigskirkja. Jesúsbæn kl. 20.
Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með
handaryfirlagningu og smurning.
Hafn arfj arðark irkj a. Opið hús fyr-
ir ung böm og foreldra þeirra kl. 10-
12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið
hús fyrir 8-9 ára börn í Vonarhöfn,
Strandbergi, kl. 17-18.30.
Vídalínskirkja. Bænastund kl. 22.
Landakirkja Vestmannaeyjum.
Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðis-
stofnun Vestmannaeyja, setustofu 3.
hæð. Heimsóknargestir hjartanlega
velkomnir. Stafkirkjan verður opin
og til sýnis sunnudaginn 27. ágúst frá
kl. 14-15. Öllum velkomið að sjá og
skoða á þessum tíma.
ATVIMIMU-
AUGLÝSINGAR
Afgreiðsla í bakaríi
Tvo starfskrafta vantar, annan fyrir hádegi og
hinn eftir hádegi, og aðra hvora helgi, í bakarí
okkar í Breiðholti. Ekki yngri en 25 ára.
Upplýsingar í símum 557 7428 og 893 7370.
TILKYNNINGAR
Kaupi
gamla muni
s.s. skrautmuni, bækur, bókasöfn,
myndir, málverk, silfur, jólaskeiðar og
eldri húsgögn. Upplýsingar í síma
898 9475.
Brennureið og töðugjöld
Skagfirðinga
Vindheimamelum 26. ágúst 2000
Dagskrá:
17.00 Fylkingar hestamanna safnast saman
í Borgarey og gera klárt fyrir hópreiðina.
18.00 Hestar og menn koma í skipulagðri hóp-
reið inn á Vindheimamela.
Setningarathöfn.
Verðlaunaafhending til ræktunarmanna
og íþróttamanna ársins.
19.00 Skemmtidagskrá:
Skemmtiatriði fyrir börn, leikir, eldgleypir o.fl.
Dekkjarall.
Þingmannareið, þingmenn kjördæmisins reyna
fyrir sér í töltkeppni.
Kappreiðar í þrautabraut.
21.30 Kveikt í brennu og efnt til fjöldasöngs.
Kvöldvaka til kl. 1.00.
1.00 Formlegri skemmtun lokið.
Miðaverð á hátíðina er kr. 1.500 fyrir 12 ára og
eldri. Miðar eru seldir í upplýsingamiðstöð
ferða- manna í Varmahlíð, Hestinum á Sauðár-
króki, Hestabúðinni á Akureyri og í Töltheimum
í Reykjavík. Allir eru velkomnir og þeim sem
hafa áhuga á að taka þátt í hópreiðinni er bent
á að hafa samband við Upplýsingamiðstöð
ferðamanna í Varmahlíð fyrir nánari upplýsing-
ar.
BORGARBYGGÐ
Auglýsing
Bæjarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með
breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar
1997-2017 samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.
Breytingin felst í að þjóðvegur 1 verði áfram
í núverandi vegastæði milli Hrafnakletts og
Ólafsvíkurvegar í stað fyrirhugaðrar færslu
á þessum vegarkafla til vesturs.
Breytingin verðurtil sýnis á bæjarskrifstofu
Borgarbyggðar Borgarbraut 11 —13 frá
24. ágúst nk. til 15. september nk.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er
hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir
við ofangreinda breytingu eigi síðar en
15. september nk. Skila skal athugasemdum
til Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar. Hversá er
gerir ekki athugasemd við ofangreinda breyt-
ingu á aðalskipulagi fyrir 15. september nk.
telst samþykkur henni.
Borgarnesi 15. ágúst 2000
Bæjarverkfræðingur
Borgarbyggðar.
ÝMISLEGT
Frímerki — uppboð
Thomas Höiland Auktioner a/s
í Kaupmannahöfn er stærsta fyrirtækið á Norð-
urlöndum með uppboð á frímerkjum og öðru
skyldu efni.
Starfsmenn fyrirtækisins verða á íslandi laugar-
daginn 26. ágúst nk. til að skoða efni fyrir
næsta uppboð, sem verður í nóvember.
Leitað er eftir frímerkjum, heilum söfnum og
lagerum, en mestur áhugi er þó á frímerktum
umslögum og póstkortum frá því fyrir 1950.
Áhugi erlendis á íslensku frímerkjaefni er mikill
um þessar mundir.
Þeir sem áhuga hafa á að sýna og selja frí-
merkjaefni geta hitt starfsmenn fyrirtækisins
á Hótel Esju laugardaginn 26. ágúst á milli kl.
10 og 12, eða eftir nánara samkomulagi á
öðrum tíma.
Frekari upplýsingar gefur Össur Kristinsson
í símum 555 4991 eða 698 4991.
Thomas Höiland Auktioner a/s,
Frydendalsvej 27,
DK-1809 Frederiksberg C
Tel: 45 33862424 - Fax: 45 33862425.
BÁTAR SKIP
Hraðfiskibátar óskast
Við óskum eftir að kaupa hraðfiskibáta af gerð-
unum: Gáska, Sóma, Víkingi, Cleopötru o.s.frv.
Bátarnir kaupast án kvóta og veðileyfa til
útflutnings. Staðgreiðsluviðskipti.
Áhugasamir hafi samband við:
Bátasolan fa.
Hr. Sámal J. Joensen
Sundsvegur11,
FO 100 Tórshavn, Færeyjar.
FUMDIR/ MANIMFAGMAÐUR
Aðalfundur
Hótels ísafjarðar hf.
fyrir árið 1999 verður haldinn á Hótel ísafirði
föstudaginn 8. september 2000 kl. 16.00.
Dagskrá samkvæmt samþykktum félags-
ins:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
SMÁAUGLÝSINGAR
KENNSLA
Guðspeki-
samtökin
í Reykjavík
Nýja Avalon
miðstöðin
Con Xanthos frá Ástralíu
heldur tvo fyrirlestra um Heims-
myndunarfræði - Cosmogony
föstudaginn 25. ágúst og mánu-
daginn 28. ágúst kl. 20.00.
Con fjallar um heimsmyndunar-
fræði út frá sjónarhóli guðspek-
innar og verður efnið þýtt á
íslensku. Fyrirlestrarnir verða
haldnir í húsnæði Nýju Avalon
miðstöðvarinnar að Hverfisgötu
105, 2. hæð, sími 562 4464.
Aðgangseyrir er 500 kr.
FÉLAGSLÍF
Hjálpræðis-
herinn
Kirfcjustrsti 2
í kvöld kl. 20.30. Lofgjörðar-
samkoma í umsjón majóranna
Turid og Knut Gamst.
Allir eru hjartanlega vel-
komnir.
fíímhjQlp
Almenn samkoma í Þribúðum,
Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00.
Vitnisburðir.
Ræðumaður:
Guðmundur Sigurðsson, Vitan-
um, sjómannatrúboði.
Fjölbreyttur söngur.
Kaffi að lokinni samkomu.
Allir velkomnir.
www.samhjalp.is.
Afmælishelgi í Básum 25.—
27. ágúst
Mætið og fagnið 25 ára afmæli
Útivistar.
Helgarferð með brottför föstud.
kl. 20 og dagsferð á laugardegin-
um kl. 9.00. Góð dagskrá, hag-
stætt verð. Pantið strax.
Fimmvörðuhálsganga 26.-27.
ágúst.
Útivist er ferðafélag fyrir alla ald-
urshópa!
Sjá heimasíðu: utivist.is