Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 192. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Airbus-þota Gulf Air-flugfélagsins ferst við strendur Barein í Persaflóa Óttast er að 143 hafí farist AP Ættingjar farþega Airbus-þotunnar, sem lirapaði skammt frá strönd Barein, leita hér upplýsinga um afdrif ástvina sinna á flugvellinum í Kaíró. Óttast er 143 hafi farist í flugslysinu. Manama, Barein. AP, AFP, Reuters. AIRBUS A320-þota í eigu Gulf Air- flugfélagsins hrapaði í sjóinn í Persa- flóa, skammt undan strönd eyríkisins Barein, seinni partinn í gær. 143 voru um borð í vélinni og höfðu björgunar- sveitir, sem fljótt voru komnar á vett- vang, fundið lík rúmlega 137 farþega í gærkvöldi. Að sögn ríkissjónvarpsins í Barein steyptist vélin í sjóinn eftir að kvikn- að hafði í einum hreyfla hennar er hún var á leið frá Kaíró til Barein- flugvallar. Segja talsmenn flugumferðarstjómar vélina hafa horfið mjög skyndilega af ratsjár- slgám. Leit stóð yfir í gærkvöldi að far- þegum og áhöfn vélarinnar þó myrk- ur tefði leit björgunarmanna. Ekki var vitað til þess að neinn hefði bjarg- ast úr flaki þotunnar og sagði tals- maður flugfélagsins ólíklegt að nokk- ur fyndist á lífi úr þessu „Við vonum enn, þótt það sé ólíklegt," sagði tals- maðurinn við AFP-fréttastofuna. Fjöldi bama var meðal hinna látnu og hefur þriggja daga þjóðarsorg nú verið lýst yfir í Barein. í fyrri yfirlýsingu sem stjórnvöld sendu frá sér var greint frá því að flak vélarinnar væri fundið, en „svarti kassi“ vélarinnar fannst seint í gær- kvöldi. Potan var skammt frá landi er hún hrapaði, eða um 6,5 km undan strönd Barein. Hafði al-Jazeera gervihnattasjónvarpsstöðin í Katar eftir talsmönnum upplýsingaráðu- neytis Barein að björgunarsveitir, ásamt skipum og þyrlum frá banda- ríska sjóhernum, hafi strax hafið björgunarstörf. Áfallahjálp var í gær veitt þeim ættingjum farþeganna sem beðið höfðu komu vélarinnar í flughöfninni í Barein. Þá leituðu einnig nokkrir til flugvallarins í Kaíró eftir fréttum af ástvinum sínum. Ástæða slyssins ókunn Ástæða flugslyssins var enn ókunn, en AP-fréttastofan hafði eftir einum flugumferðarstjóra Barein- EGYPTA LAND sKo\- 4 WManama BAREIN /' 50 km -Slysstaður V KATAR tn a. ui , D J,a flugvallar að vélin hefði gert tvær til- raunir til að lenda og að í þriðju til- raun hafi hún steypst í sjóinn og þar kviknað í henni. Flugumferðarstjór- inn, sem vildi ekki láta nafns síns get- ið, sagði ekkert hafa bent til þess að vélin hefði átt í erfiðleikum, áhöfn hennar hefði ekká sent út neinar til- kynningar þess efnis og gat hann ekki útskýrt hví vélin hefði hringsólað yfir flugvellinum. Tveir sjónarvottar frá nærliggjandi íbúðarhverfi sögðu vél- ina þá hafa flogið óvenju lágt á leið að flugbrautinni er hún beygði skjmdi- lega í átt tif sjávar. Óvenjuleg hljóð heyrðust frá þotunni, en hvorugur mannanna varð var við eld. Framleiðendur Airbus-vélanna neituðu í gær að giska á hvað hefði valdið flugslysinu, en sögðu hóp sér- fræðinga á leið til Barein til að að- stoða við rannsókn flugslyssins. A320 þotan, sem er tvíhreyfla og getur bor- ið allt að 150 farþega, var keypt af Gulf Air-flugfélaginu árið 1994 og átti tæplega 14.000 flugferðir að baki. Þjóðarsorg rrkir í Rússlandi vegna manntjdnsins um borð í Kúrsk Pútín fínnur fyrir „sekt og ábyrgð“ Múrmansk, Ósló, Moskvu. AFP, Kcutcrs. RÚSSAR syrgðu í gær 118 manna áhöfn kjarnorkukafbátsins Kúrsk sem ekki reyndist unnt að bjarga úr Barentshafi. Mannlífið í hafnar- borginni Múrmansk gekk þó sinn vanagang en í Vidyayevo-flotastöð- inni, þar sem um 400 aðstandendur sjóliðanna höfðu safnast saman, ríkti reiði og vonbrigði vegna van- getu Rússa til að bjarga sjóliðunum. Vladimír Pútín Rússlandsforseti, kvaðst í gær vera ábyrgur fyrir slysinu og sagðist hann finna til sektar vegna láts mannanna 118. „Ég finn fyrir ábyrgð og sekt vegna þessa harmleiks,“ sagði Pútín í sjónvarpsávarpi. Pútin hafði fyrr um daginn látið undan þrýstingi aðstandenda með því að aflýsa minningarathöfnum sem ráðgerðar höfðu verið, en fjölmargir aðstandendur sjóliðanna höfðu hótað að þeir myndu ekki mæta til athafnanna fyrr en lík ást- vina þeirra yrðu færð á land. Greindi yfirstjórn rússneska Norð- urflotans frá því að siglt verði með fólkið til slysstaðar í Barentshafi. Fánar voru dregnir í hálfa stöng um gervallt Rússland í gær og út- varps- og sjónvarpsstöðvar frestuðu áður auglýstri dagskrá. Rússneskir embættismenn fullyrtu í gær að kjarnakljúfar Kúrsk væru öruggir þar sem kafbáturinn hvflir á hafs- botni og sögðu að geislunarmæling- ar bentu ekki til þess að leki hefði komið að þeim. Umhverfisverndar- samtök hafa þó haldið áfram að lýsa yfir áhyggjum sínum vegna kjarna- kljúfanna og segja fiskistofna á svæðinu vera í stöðugri hættu. Flotbytnur notaðar við að lyfta Kúrsk? Rússar sögðu í gær að erfitt kunni að reynast að lyfta Kúrsk upp af hafsbotninum og að slík aðgerð muni taka nokkrar vikur í fram- kvæmd. Helst er rætt um að hífa Reuters Hermaður úr rússneska sjóhernum kveikir hér á kerti við minningar- athöfn um áhöfn Kúrsk sem efnt var til í Sankti Pétursborg í gær. bátinn upp með aðstoð tveggja risa- stórra flotbytna. Segja þeir enn- fremur að norska fyrirtækið Stolt Offshore, sem lagði til mannskap og búnað við björgunaraðgerðir síð- ustu helgi, hafi samþykkt að aðstoða við að ná líkum sjóliðanna upp. Tals- maður fyrirtækisins sagði í gær að aðeins hefði verið fallist á að íhuga möguleika á að ná líkunum upp. Norsku og bresku kafararnir sem fóru um borð í Kúrsk í byrjun vik- unnar, komu í gær til Kirkenes í Noregi. í viðtali við AP-fréttastof- una sögðu þeir sér hafa reynst mun auðveldara að komast niður að Kúrsk en þeir höfðu áður talið, eftir að björgunarsveitir Rússa höfðu áð- ur reynt í viku, án árangurs, að komast niður að kafbátnum. Italía Nöfn barnaníð- inga birt ÍTALSKA dagblaðið Librero birti í gær lista með nöfnum 16 einstakl- inga sem blaðið sagði dæmda barnaníðinga. Nafnalisti blaðsins er talinn sá fyrsti sinnar tegundar sem birtur er í ítölskum fjölmiðlum og vakti hann hörð viðbrögð, en Librero er hægrisinnað dagblað sem hóf útgáfu í síðasta mánuði. í frétt blaðsins voru birt nöfn 12 manna og fjögurra kvenna sem ýmist voru sögð sek um að hafa að- stoðað barnaníðinga eða hafa sjálf stundað slíka iðju. Fylgdi nafna- birtingin í kjölfar þess að tvær ungar stúlkur voru myrtar á Italíu í síðustu viku eftir að hafa sætt misþyrmingum. „Þeir sem segja nei við harðari refsingum, nei við nafnalistanum, nei við tilfinningaríkum viðbrögð- um, kunna að líta betur út,“ sagði Vittorio Feltri, ritstjóri Librero, í leiðara sínum. „En hvaða tillögur koma þeir með í staðinn?" Livia Turco, félagsmálaráðherra Ítalíu, fordæmdi nafnabirtinguna í gær og kvað um misskilda réttlæt- iskennd að ræða og tók fram- kvæmdastjóri ítalska fjölmiðla- sambandsins í sama streng. Það var fyrr í þessum mánuði að breska dagblaðið News of the World fór af stað með sams konar herferð og vakti hún sterk viðbrögð meðal al- mennings og stjórnvalda. ------f-4-*----- Maður mjrrtur á N-Irlandi Bcifast. AP. MAÐUR var skotinn til bana í Bel- fast á Norður-írlandi í gærkvöldi og hafði AP-fréttastofan eftir lögreglu að svo virtist sem morðið væri liður í deilum tveggja fylkinga sambands- sinna, UVF (Ulster Volunteer Force) og UDA (Ulster Defence Association). Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á til- ræðinu í gær en maðurinn var úr röðum mótmælenda. Atburðurinn gerðist skammt frá þeim stað er tveir fylgismenn UDA voru myrtir á mánudag og sagði AP UDÁ hafa heitið hefndum vegna þessa. „Maður var fluttur á spítala ... og lést hann í kjölfar þessa atburðar," sagði talsmaður lögreglu. Töluverð spenna ríkir á Norður-Irlandi þessa dagana í kjölfar deilna UVF og UDA. Peter Mandelson, Norður-ír- landsmálaráðherra bresku stjórnar- innar, heldur þó fast við að sameigin- legt vopnahlé UDA og UVF sé enn í gildi. ■ Mandelson álítur/ 33 M0R6UNBLAÐIÐ 24. ÁGÚST 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.