Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ HIKO á islandi 564 6878 og S95 6878 HikoEuropa sJ. 0034 619168964 m iiiyga llllRORAl „ég: skáld hinna kvik- settu BÆKUR Ljóð ÖLL FALLEGU ORÐIN eftir Lindu Vilhjálmsdóttur, Mál og menning, Reykjavík, 2000, 5B bls. SKÁLDIÐ gerir sér upp. Upp- gerð þess er svo sannverðug að það gerir sannfærandi sárs- aukann sem það í raun og veru fínnur. Eitthvað á þessa leið (efnislega og í lauslegri þýðingu hér að ofan) orti portúgalska skáldið Femando Pessoa um þversagnir lífs og skáld- skapar, tilfinninga og birtingarmynda þeirra í rituðu máli. Mótsagna- kennd skilgreining Pessoa gæti átt við um ljóðabók Lindu Vil- hjálmsdóttur, Öll fal- leguorðin. „Ég er skapari allra falsaðra skapara" (51) segir í einu ljóðinu hér. Verk Lindu er samfelld heild, sam- ansafn stuttra texta með samayrkis- efni og heldur hún þar áfram með aðferð síðustu bókar sinnar, Völsum úr síðustu siglingu. Pó em þetta gagnólíkar bækur. Öll fallegu orðin er einræða í formi samræðu. Ljóðmælandi ávarpar dáinn elsk- huga án þess að fá neitt svar. Hugar- heimur verksins hnitar í kringum ákveðinn sjúkleika: „ég: skáld hinna kviksettu orða“ segir á einum stað (52). Ást, dauði, handanheimur og sturlun em þemu bókarinnar. En einnig má segja að nálægð sé það sem leitað er eftir, algjör nálægð sem gerir að engu fjarlægðina milli þess sem er hugsað og þess sem er skrifað: ,,[...]ég er múrinn/þetta stfl- hreina virki milli/þess sem ég hugsa og þess sem ég segi“ (51). Öðmm þræði er elskhuginn ávarpaði tákn- gervingur leitarinnar að sönnum tóni. í lifanda lífi hefur hann gagn- rýnt falskan tón ljóðmælanda. Draumar og skyggnigáfa leika stórt hlutverk í einræðunni, sem og trú á nærvem handanheimsins. Þannig hefst verkið: jú auðvitað trúi meira að segja ég orða“ einhverju einhvem tíma og núna er ég neydd til að trúa áþig-aðþúsérttil ekki áþreifanlegur en fylgist samt með mér ég heyri þig hlæja! - ogveistafmérha? hlýturaðvitaafmér eins og þú vissir allt um mig áðurenégkynntistþér en helst - elsku hlustaðu - helst áttu að elska mig áfram oglátamigfinnaþað trúaþvígerðuþað ástin mín áfram einsogégerdæmd til að elska þig alltaf að eilífu (7-8) Einskonar sögu- þráð er að finna í Öll- um fallegu orðunum eða öllu heldur þráð í hugsun. Verkið er allt í endurliti, það er síð- búið uppgjör. Ljóð- mælandi hefur vaknað upp við vondan draum og síðan farið að leita elskhugans. Ýjað er að sjálfsmorði hans. Hluti ljóðanna á sér svo stað í jarðarförinni þar sem ljóðmælandi þekkir engan og vill ekki þekkja sjálfa sig. Margar af myndunum í þeim hlutum og öðrum eru vægast sagt áhrifaríkar: kannsld er það klikkun ensamt erégviss þetta var ekki draumur þettavarkraftaverk ég fann þennan slgálfta fann þessa sprengingu fann stöðugan strauminn úr þínum líkama í minn ég fann það sem þú fannst þín síðustu andköf þína síðustu hugsun þitt síðasta orð kafnaávörum mér þegar ég glennti upp augun (43) I Öllum fallegu orðunum er sköp- uð sterk neyð og áleitin angist. Linda Vilhjálmsdóttir er skáld í örri þróun og tekur áhættu með þessari bók þar sem tekist er á við mannleg- ar tilfinningar í kjölfar sjálfsmorðs. Afraksturinn lætur engan ósnortinn. Hermann Stefánsson Linda Vilhjálmsdóttir Kristín R. Sigurðardóttir, Nanna María Cortes, Jónas Guðmundsson og Ólafur Vignir Albertsson að Ioknum tónleikum í SeyðisQarðarkirkju í ágústbyrjun. Söngvaseiður í Langholtskirkju KRISTÍN R. Sigurðardóttir sópr- an, Nanna María Cortes messó- sópran og Jónas Guðmundson ten- ór, ásamt Ólafi Vigni Albertssyni píanóundirleikara, halda tónleika í Langholtskirkju í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20. Tónleikarnir hafa yfirskriftina Söngvaseiður og verða á efnisskránni einsöngslög, antíkaríur og dúettar úr óperum. Kristín R. Sigurðardóttir lauk 8. stigs prófi við Söngskólann í Reykjavík og stundaði framhalds- nám í óperusöng á Italíu. Hún hef- ur komið fram á tónleikum á Italíu og víðsvegar á íslandi. Hún stund- ar nú nám í söngkennaradeild Söngskólans í Reykjavík. Nanna María Cortes lauk 8. stigs prófi við Söngskólann í Reykjavík, ári síðar burtfararprófi í söng og nú í vor söngkennara- prófi, LRSM. Jónas Guðmundsson lauk 8. stigs prófi við Söngskólann í Reykjavík nú í vor og stefnir að framhalds- námi erlendis næsta vetur. Ólafur Vignir Albertsson píanó- leikari er kennari við Söngskólann í Reykjavík. Þjóðleikhúsið Singin’ in the Rain, Birdy og Astkonur Picassos STARFSEMI Þjóðleikhússins er að komast á fulla ferð aftur eftir sumarleyfi og fyrsta stóra verk- efnið verður sýning á Sjálfstæðu fólki á Heimssýningunni í Hann- over hinn 30. ágúst. Þaðan hafa borist þær fréttir að allir miðar á sýninguna séu uppseldir og hafi færri komist að en vildu, að sögn Stefáns Baldurssonar þjóðleik- hússtjóra. Stefán segir leikárið framundan verða þéttskipað spennandi verkefnum á öllum þremur sviðum en stærsta og viðamesta verkefnið verður þó uppfærsla á Stóra sviðinu á söngleiknum Singin’ in the Rain sem byggður er á samnefndri kvikmynd. Söngleikurinn hefur gengið við miklar vinsældir í söngleikjahúsum vestan hafs og austan undanfarin misseri enda Hilmir Snær Rúnar Freyr Stefán Karl Guðnason Gíslason Stefánsson sígildur, að sögn Stefáns. í söng- leiknum er spunninn spaugilegur söguþráður í kringum þá byltingu sem varð í kvikmyndagerð Holly- wood í lok þriðja áratugarins þeg- ar talmyndirnar komu til sögunn- ar. Þá kom í ljós að frægustu stjörnur þöglu myndanna voru margar hvetjar illa talandi, skrækróma eða flámæltar og nýj- ar stjörnur risu sem höfðu talfær- in í betra lagi. Frumsýning á Singin’ in the Rain er fyrirhuguð í mars og verður þá steppað, sung- ið og dansað sem aldrei fyrr. Ekki er vitað á þessari stundu hver leikur hið fræga hlutverk sem gerði Gene Kelly að stórstjömu í Hollywood á fimmta áratugnum. Af öðrum frumsýningum Þjóð- leikhússins mun hið þekkta verk Birdy, eða Maðurinn sem vildi vera fugl, verða frumsýnt á Smíðaverkstæðinu þegar líða tek- ur á leikárið. Þar segir frá tveim- ur vinum sem taka þátt í Víet- namstríðinu og snúa aftur, annar líkamlega vanheill, hinn andlega vængbrotinn. Rúnar Freyr Gísla- son og Stefán Karl Stefánsson munu leika vinina tvo, Hilmir Snær Guðnason leikstýrir og Karl Ágúst tílfsson þýðir. Höfundur leikritsins er Naomi Wallace sem hún byggir á skáldsögu eftir William Wharton. Margir muna cflaust eftir kvikmyndinni sem Al- an Parker gerði eftir þessari sögu. Hilmir Snær æfir nú aðal- hlutverkið í tímamótaverkinu Horfðu reiður um öxl eftir John Osborne sem verður frumsýnt á Litla sviðinu í lok september. Þá er einnig fyrirhuguð sýning á glænýju írsku verki, Ástkonur Picassos heitir það og er eftir Bri- an McAvera. Þar stíga fram sjö ástkonur listamannsins og segja sögu sína, hver með sínum hætti, en höfundurinn tengir saman á næman hátt ástir Picassos og list- sköpun hans. Margar ástkvenna hans höfðu áhrif á myndlist hans, hann málaði þær allar og allar töldu þær sig eiga tilkall til hans sem persónu og listamanns. Leikritið um ástkonur Picassos er að hluta til byggt. á eintölum kvennanna en þær eiga einnig samtöl sín á milli þar sem þær skiptast á skoðunum um lífið með listamanninum. Þjóðleikhúsið hef- ur farið þá snjöllu leið að fá nokkrar íslenskar skáldkonur til að þýða ólíka hluta verksins og eru það þær Hrafnhildur Hagalín, Kristín Omarsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir og Steinunn Jó- hannesdóttir sem þýða. Ekki hef- ur enn verið skipað í kvenhlut- verkin sjö en vafalaust þykir leikkonum Þjóðleikhússins eftir nokkru að slægjast. Verkið verður frumsýnt á Smíðaverkstæðinu í lok október. Að sögn Stefáns Baldurssonar verður verkefnaskrá Þjóðleikhúss- ins kynnt með formlegum hætti í byrjun september þegar leikárið hefst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.