Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 72
72 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
IDAG
Félag leiðsögumanna
Segir reglur
ailtof oft
þverbrotnar
FÉLAG leiðsögumanna hefur sent
frá sér eftirfarandi ályktun:
„Enn einu sinni stendur íslensk
ferðaþjónusta frammi fyrir hörmu-
legum slysum. Félag leiðsögu-
manna lítur þróun ferðamála um
þessar mundir mjög alvarlegum
augum. Stjórn félagsins telur að
nú dugi ekki annað en tala tæpi-
tungulaust um það ófremdarástand
og skammsýnissjónarmið sem víða
einkenna þessa atvinnugrein.
Allar reglur varðandi vinnutíma,
ökurita, aðbúnað leiðsögumanna og
bifreiðastjóra á gististöðum eru
allt of oft þverbrotnar. Of margir
bifreiðastjórar hunsa viðvörunar-
skilti um ástand vega og bann við
áfengisneyslu í starfi. Aldrei hafa
fleiri réttindalausir „leiðsögu-
menn“ farið um landið og á þessu
sumri.
Stjórnvöldum er í lófa lagið að
setja reglur um að menntaðir leið-
sögumenn skuli fylgja skipulögð-
um hópum um ákveðin landssvæði.
Þannig háttar til víða í Evrópu að
erlendum „leiðsögumönnum“ er
gert að greiða háar sektir ef þeir
brjóta reglur um leiðsögu á
ákveðnum svæðum.
Islensk ferðaþjónusta á kost á
vel menntuðum leiðsögumönnum
frá Leiðsöguskóla íslands en velur
að ráða til starfa Pétur og Pál af
götunni til að fara vandasamar
leiðir um landið. Stjórnvöld hafa
ekki enn séð sóma sinn í að veita
menntuðum leiðsögumönnum lög-
vernduð starfsheiti þrátt fyrir að
um menntun á háskólastigi sé að
ræða.
Félag leiðsögumanna mótmælir
harðlega þeim ummælum Óla H.
Þórðarsonar um að leiðsögumenn
beiti bifreiðastjóra þrýstingi.
Slíkur þrýstingur kemur frá við-
komandi ferðaskrifstofum.
En hvernig er eftirliti með
öryggismálum háttað? Félaginu er
fullkunnugt um að réttindalausir
ökumenn stunda farþegaflutninga
milli Keflavíkur og Reykjavíkur á
grundvelli túlkunarklækja og út-
úrsnúninga á lagasetningum. Einn-
ig er ökuritaskífum stungið undir
stól við eftirlit og nöfn á ökuritum
fölsuð. Þeir leiðsögumenn sem
hafa gert athugasemdir við slíka
hluti hafa átt erfitt með að fá
vinnu hjá ýmsum ferðaskrifstofum.
Aldrei hafa fleiri erlendir ferða-
menn farist í bflslysum á malar-
vegum landsins. Fréttir af slysa-
hættum á Islandi geta haft mjög
alvarlegar afleiðingar fyrir þróun
ferðaþjónustu í landinu. Þær
reglur sem settar hafa verið um
akstur á þjóðvegum landsins ber
að kynna rækilega fyrir þeim sem
hingað koma. Slík upplýsingastarf-
semi tíðkast á sambærilegum
svæðum erlendis.
Víða fá ferðamenn ekki aðgang
að viðkvæmum og hættulegum
svæðum nema í fylgd ábyrgra leið-
sögumanna. Slík vinnubrögð er
vert að íhuga víða hérlendis.
Samtök ferðaþjónustunnar verða
að taka félagsmönnum sínum tak
ef eitthvað er meint með yfirlýs-
ingum um þörf á góðri menntun
leiðsögumanna. Það væri hörmu-
legt ef þessi nýju samtök lippuðust
niður og neituðu að horfast í augu
við þann vanda sem ferðaþjónust-
an á íslandi á við að glíma um
þessar mundir. Félag leiðsögu-
manna hefur ítrekað lýst fullum
vilja sínum til að eiga um þau mál
gott samstarf en betur má ef duga
skal.
I ljósi undanfarinnar slysaöldu
íhugar stjórn félagsins að hefja
innan tíðar dreifingu á rituðum
upplýsingum til farþega um rétt-
indalausa ökumenn og leiðsögu-
menn til farþeganna. Slík dreifing
á skriflegum upplýsingum getur
vel komið til greina á almennum
áningarstöðumenda ríkir prent-
frelsi á íslandi.
Ljóst er að eitthvað verður til
bragðs að taka. Ekki verður setið
undir ábyrgðarlausum yfirlýsing-
um framkvæmdastjóra Úmferðar-
ráðs umað slys séu náttúrulögmál
sem ekki verði við ráðið og lýsir
einungis ráðaleysi Umferðarráðs
sjálfs.“
Bifreiðastjórafélagið Sleipnir
Oskað eftir
rannsókn á or-
sökum rútuslysa
BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGIÐ
Sleipnir hefur sent frá sér
ályktun vegna rútuslysanna að
undanförnu þar sem fram kem-
ur að félagið muni óska eftir að
fram fari ítarleg rannsókn á
þessum slysum svo leiða megi í
ljós hverjar orsakirnar eru.
„Félaginu er kunnugt um að
vinnu- og hvíldartímareglur bif-
reiðastjóra hafa ítrekað verið
þverbrotnar á undanförnum ár-
um en þó keyrði um þverbak á
þessu ári. Félagið hefur bent
yfirvöldum á meint brot en
þeim ábendingum virðist lítið
sem ekkert hafa verið sinnt,“
segir m.a. í ályktun Sleipnis.
Þar er því einnig haldið fram
að eftirlit sé lítið sem ekkert og
umhugsunarvert sé hvort óeðli-
legu vinnuálagi sé um að kenna
í einhverjum tilfellum. „Það er
kunnara en frá þurfi að segja að
eigendur, „stjórnendur“, rútu-
fyrirtækja og aðrir verkfalls-
brjótar unnu myrkranna á milli
þær tæplega sex vikur sem
verkfall Bifreiðastjórafélagsins
Sleipnis stóð og brutu gróflega
reglugerð um aksturs- og hvíld-
artíma bifreiðastjóra,“ segir í
ályktuninni.
„Síðan verkfalli lauk hefur
verið gífurlegt álag á bifreiðast-
jórum og er ljóst að fjölmargir
þeirra væru þegar búnir að
glata ökuréttindum sínum hefði
reglum verið framfylgt. Laun
bifreiðastjóra eru lág og þurfa
þeir að vinna langan vinnudag
til að hafa mannsæmandi
tekjur."
VELVAKMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hvar er nú
þjóðarstoltið?
ÞRIÐJUDAGINN 22.
ágúst birtist í Velvakanda
grein frá Ingibjörgu, þar
sem hún ræðir um hugsan-
lega sölu á Valhöll á Þing-
völlum. Ég vil þakka henni
fyrir tilraunina til að opna
augu ráðamanna og allra
sem gætu haft áhrif á þessa
skelfilegu ákvörðun (og
aðrar, sem gætu komið í
kjölfarið) um að selja út-
lendingum náttúruperlur á
Islandi.
Hvar er nú þjóðarstoltið?
Hvar ertu nú, Ómar minn
Ragnarsson, sem hefur
verið manna ötulastur við
að kynna þjóðinni hörmu-
legar afleiðingar virkjana á
hálendinu og sýnt okkur
fram á hvernig dýrmætir
staðir kynnu að glatast.
Vona ég að hægt sé að finna
einstaklinga og samtök sem
vinna gegn þeirri áráttu að
gera hvað sem er íyrir pen-
inga, selja sál sína og mann-
orð. Komið nú til hjálpar.
Ég vil einnig þakka gott
bréf frá Önnu Ringsted í
sama dagblaði, undir yfir-
skriftinni „Ég átti einu
sinni fimm böm á lífi...“, en
hún er ein þeirra sem starf-
ar í baráttuhópi gegn um-
ferðarslysum. Hvet ég alla
ökumenn til að lesa grein
hennar.
Svo þakka ég Velvak-
anda fyrir að gefa okkur
rúm í dálkum sínum, því
ekki er víða að finna vett-
vang fyrir skoðanir hins al-
menna borgara.
María K. Einarsdóttir.
Orlygshöfn í
Vesturbæjarlauginni
EFTIR gagngerar breyt-
ingar í Vesturbæjarlaug-
inni þökkum við morgun-
menn í Vesturbæjar-
lauginni fyrir þær allar
saman. Nú er komið stórt
eimbað, nýir útiklefar og
sturtur. En sérstaklega
viljum við þakka forráða-
mönnum Vesturbæjarlaug-
arinnar, Óla forstjóra,
Steinunni borgarfulltrúa og
starfsmönnum ÍTR fyrir
það að nú er kominn enn
einn pottur við Vesturbæj-
arlaugina þar sem gerlegt
er að rabba saman án þess
að verða fyrir ónæði af
sterkustu bunu í öllum
laugum bæjarins, þar sem
margir lúnir í herðum og
hálsi fá nudd á sína sáru
vöðva.
Var upphafsmaður að
komu þessa potts Örlygur
Hálfdánarson bókabóndi og
þar sem menn telja sig vera
komna í örugga höfn með
að geta haft næði og nota-
legheit þá hafa menn nefnt
þennan pott „Örlygshöfn".
Hvetjum við sem flesta
til þess að líta i Vesturbæj-
arlaugina og prófa herleg-
heitin til þess að þessar
framkvæmdir nýtist sem
flestum.
Morgunpottormarnir
Jón, Ólafur, Örlygur,
Helga, Pétur, Bragi,
Vigfús og Þórarinn.
Samkeppnisráð
FYRIRSPURN til sam-
keppnisráðs. Er löglegt að
Stöð 2 sýni leik úr enska
boltanum á laugardögum
en Sýn er með einkarétt á
enska boltanum og á þá
ekki að sýna sama leikinn á
Sýn. Þarna er í rauninni
verið að þvinga menn til að
vera líka með Stöð 2.
Ingi Steinn Sólon.
Kerið hættulegt
FYRIR stuttu fór ég með
bamabarn mitt austur í
Grímsnes og í leiðinni að
skoða Kerið. Þegar við
komum á staðinn hljóp
barnið frá mér í áttina að
Kerinu en mér tókst að ná
því áður en illa fór. Ástæða
þess að ég skrifa þetta er að
það er engin girðing í
kringum Kerið, ekkert sem
hindrar að fólk - eða börn
geti dottið þarna niður.
Hvernig væri að byrgja
brunninn áður en bamið
dettur ofan í?
María Eiríksdóttir.
Samtök gegn fátækt
ÞAÐ hringdi til mín ein-
stæð móðir grátandi. Hún
er með þrjú börn á fram-
færi og er láglaunamann-
eskja. Henni fannst sárt að
geta ekki Iifað af launum
sínum og eiga hvorki fyrir
mat né lyfjum fyrir börnin
sín. Ástandið er víða slæmt
núna þrátt fyrir endalaust
tal um góðæri. Það hafa það
margir gott og allt gott um
það að segja en því miður
em alltof margir sem lifa
hér við hungurmörk og sjá
ekki út úr augum fyrir
skuldafeni. Hvers vegna að
þola þetta ástand? Því ekki
að stofna samtök gegn fá-
tækt á íslandi. Ég hef
áhuga á því og fleiri sem ég
hef rætt við og langar okk-
ur til að komast í samband
við fleira fólk sem hefur
einnig áhuga á svona sam-
tökum.
Sigrún f síma 698-5998.
Tapaó/fundið
Nike-taska týndist
á þjóðhátíð
BLÁ Nike-taska með
grænni flíspeysu í týndist á
þjóðhátíð um verslunar-
mannahelgina. Skilvís finn-
andi hringi í síma 869-0478.
Silfurlitað hjól
týndist
PROSTYLE silfurlitað hjól
týndist frá Stóragerði 8 sl.
mánaðamót. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
553-2307.
Karlmannsúr
í óskilum
KARLMANNSÚR fannst í
Stóragerði. Upplýsingar í
síma 568-1392.
Gleraugu týndust
í Smáranum
GLERAUGU týndust í
Smáranum í Kópavogi ná-
lægt Lækjasmára. Skilvis
finnandi hafi samband í
síma 554-3331.
Svartur bakpoki
týndist
SVARTUR lítill Karrimor-
bakpoki týndist á menning-
amótt, h'klega í námunda
við Ingólfsstræti. Finnandi
vinsamlega hafi samband í
síma 899-3060. Fundarlaun.
Kvenmannsgleraugu
týndust
TVÖFÖLD kvenmanns-
gleraugu týndust á menn-
inganótt, hklega á Kaffi-
setrinu eða á leiðinni þaðan
að Snorrabraut um Auðar-
stræti. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 553-5205.
Blá húfa týndist
BLÁ húfa með perlum í
týndist á menningarnótt
líklega á bílastæðinu við
Landspítalann eða á leið-
inni niður í bæ. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
554-4689.
Gleraugu týndust
GLERAUGU með lituðum
glerjum í svartri umfjörð í
grænum poka merkt Bússý
týndust sl. fostudag 18.
ágúst á bílastæði við Heið-
mörk eða á bílastæði við
Grettisgötu. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
552-9630. Fundarlaun.
Dýrahald
Grábröndótt læða
í óskilum
LÍITIL læða sennilega 5-6
mánaða er í óskilum í Dal-
seh. Hún er grábröndótt
með hvítt á kviði og loppum
og gulum blettum hér og
þar. Vinstri vangi gulur.
Hún var með bleika hálsól
en ómerkt. Upplýsingar í
síma 557-3461 og í Kattholti
í síma 567-2909.
Grár fress týndist
5-6 MÁNAÐA fress, grár á
baki og hvítur á kvið, með
gráan flekk yfir öðru auga
og þrjár hvítar skellur á
baki, týndist 15. ágúst frá
Sjafnargötu. Þeir sem hafa
orðið hans varir hafi sam-
band í síma 561-9184 eða
560-2172.
Högni í óskilum
GRÁBRÖNDÓTTUR
högni fannst sunnudaginn
13. ágúst í porti á Rauðar-
árstíg. Upplýsingar í síma
698-4529.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI las með athygli frétt
sem birtist í Morgunblaðinu í
síðustu viku um afkomu Kaupþings
á fyrri hluta ársins. Vöxtur og af-
koma þess fyrirtækis virðist vera
ævintýri líkastur, ekki síst þegar
borið er saman við afkomu annarra
fyrirtækja í sömu grein á fyrri
hluta þessa árs.
Kaupþing jók hagnað sinn um
153% milli ára, hreinar rekstrar-
tekjur meira en tvöfölduðust og
ávöxtun eigin fjár fyrirtækisins var
54,7% en eignirnar jukust um 72%
frá síðustu áramótum. Heildareign-
irnar eru nú 40,8 milljarðar króna.
Því er Víkverji að tíunda þessar
tölur að hann hefur gefið aíkomu-
tölum fyrirtækisins sérstakan
gaum undanfarin ár eða síðan Sig-
urður Einarsson forstjóri, þá nýt-
ekinn við starfi, gaf yfirlýsingar um
hugmyndir sínar um þróun fyrir-
tækisins næstu ár á ráðstefnu sem
haldin var hérlendis. Þar lýsti hinn
ungi forstjóri því yfir að hann
stefndi að því að efnahagsreikning-
ur Kaupþings næði 40 milljörðum
króna árið 2003. Á þessum tíma
voru eignir fyrirtækisins nálægt 8
milljörðum og Víkverja þótti það
hraustlega mælt að ætla sér að
fimmfalda þá stærð á svo skömm-
um tíma. Én nú sér Víkverji ekki
betur en það sé komið á daginn að
markmiðið, sem honum þótti svo
háleitt, hafi náðst rúmlega tveimur
árum á undan áætlun.
XXX
ILÍTILLI frétt í Morgunblaðinu
á sunnudag var greint frá því að
manni, sem fór með tölvu í viðgerð
til tölvuumboðs í Reykjavík, hafi
staðið til boða að greiða 6.400 kr.
aukalega til að komast hjá því að
þurfa að bíða í viku eftir að fá gert
við tölvuna sína. Væri fjárhæðin
greidd fékkst tölvan samdægurs úr
viðgerð en annars þurfti að bíða í
viku.
Víkverja finnst fróðlegt að velta
því fyrir sér hver þróunin geti orðið
feti þjónustufyrirtæki í fleiri grein-
um í fótspor tölvuumboðanna að
þessu leyti.
Þá má t.d. búast við því að bíleig-
endur þurfi ekki lengur að bíða í
daga eða vikur eftir verkstæðis-
plássi heldur geti tekið upp veskið
og keypt sig fram fyrir röðina. Þá
líta bifvélavirkjarnir upp úr vélar-
hlífum bílanna sem eru í venjulegu
röðinni og snúa sér að því að gera
við bíl þess sem bauð betur. Hinir
bíða bara þangað til ekki er arð-
bærari verkefni að hafa.
Eins má ímynda sér að rakarar
þrói þjónustu sína í þá átt að þeir,
sem vilja fá bókaðan fyrirfram
ákveðinn tíma, þurfi að borga meira
en hinir sem eru tilbúnir að sitja um
skeið á biðstofunni og bíða eftir því
að rakarinn eigi ekki völ á betur
borgandi viðskiptavinum til að
klippa.
Hvernig mætti nýta þessa aðferð
til að ná fram aukinni hagkvæmni í
rekstri hins opinbera og bæta nýt-
ingu skattpeninganna? Sjá menn
fyrir sér að heilbrigðisþjónustan
dragi lærdóm af fordæmi tölvufyr-
irtækjanna? Víkverji er t.d. ekki í
vafa um að margir þeirra, sem nú
þurfa að bíða árum saman eftir ým-
iss konar skurðaðgerðum, tækju
því fegins hendi að geta keypt sig
fram yfir biðlistana og komist strax
á skurðarborðið. Hinir bíða þá eftir
„dauðu tímunum" sem myndast á
skurðstofunni þangað til næsti full-
borgandi sjúklingur birtist.
Biðtími þeirra, sem ekki borga,
lengist væntanlega eitthvað en er
nokkuð við því að segja þegar haft
er í huga að tekjurnar aukast, fram-
leiðni starfsfólks eykst og afkoman
af rekstrinum verður betri en ella?
Víkverji fær ekki varist tilhugs-
uninni um að í þessari litlu frétt í
sunnudagsblaðinu hans hafi leynst
merkilegar upplýsingar um þróun
samfélagsins og hún vakti hann til
umhugsunar um verðmætamat og
tíðaranda.