Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 33
ERLENT
* >
„Oði hundur“ aftur bak við rimla á N-Irlandi
Branson
Mandelson álítur
vopnahlé munu halda
Belfast. AP, The Daily Telegraph.
LEIÐTOGI einnar af vopnuðum hreyfingum
sambandssinna á Norður-Irlandi, Johnny „Oði
hundur“ Adair, sem látinn var laus úr fangelsi
til reynslu í fyrra, er aftur kominn í fangelsi og
segja stjórnvöld hann hafa notað frelsið til að
kynda undir óeirðir. Var náð í hann með þyrlu
á heimili hans á þriðjudagskvöld og hann flutt-
ur í Maghaberry-fangelsið. Peter Mandelson,
ráðherra Norður-írlandsmála, sagðist í gær
ekki óttast að handtakan yrði til að grafa und-
an vopnahléi sambandssinna og kaþólskra í
héraðinu, sem staðið hefur í tvö ár.
Auknefnið hlaut Adair er hann stóð fyrir
fjölda morðtilræða skömmu eftir 1990. Inn-
byrðis átök hreyfingar Adairs, UDA, við önnur
samtök sambandssinna, UVF, hafa verið blóðug
síðustu dagana og valdið ótta um að friðurinn
sem tókst í héraðinu með samningum sam-
bandssinna og kaþólikka væri úti. Adair er tal-
inn hafa verið helsti hvatamaðurinn að átökun-
um við UVF. Hann var í fararbroddi
hávaðasamrar göngu stuðningsmanna UDA er
gengu upp Shankill-götu um síðustu helgi, í
kjölfarið var ráðist á krá sem tengist UVF og
heimili nokkurra leiðtoga samtakanna.
Er Adair var handtekinn á þriðjudag veittu
nokkrir dyggir stuðningsmenn hans mála-
myndamótspyrnu, en þeir eru í svonefndum „C-
hópi“, vopnaðri deild UDA í vesturhluta Bel-
fast.
Reuters
Adair er hann var leystur úr haldi í fyrra.
Adair var árið 1994 dæmdur í 16 ára fangelsi
fyrir glæpi sína. Mo Mpwlam, fyrrverandi ráð-
herra málefna Norður-írlands í bresku stjórn-
inni, var mótfallin því að hann yrði látinn laus í
fyrra, þar sem hún taldi hann of hættulegan til
að hægt væri að láta hann ganga lausan.
Stjórnmálaleiðtogar sambandssinna þvinguðu
hana til að sætta sig við að hann fengi eins og
margir aðrir hryðjuverkamenn frelsi. Var álitið
að með slíkum aðgerðum yrði auðveldara að fá
ákafa sambandssinna til að sætta sig við mála-
miðlun í deilum vi_ð kaþólikka.
Mandelson N-írlandsmálaráðherra varði í
gær ákvörðunina um að handtaka Adair, sem
tekin var eftir samráð við ráðamenn öryggis-
mála í héraðinu.
„Fyrst og fremst verð ég að sinna öryggi al-
mennings og ég get ekki veitt einstaklingi sem
ógnar því frelsi," sagði Mandelson. „Fólk í
Belfast vill ekki lifa undir járnhæl glæpamanna
og rudda sem nota gamlar aðferðir skæruliða
til að verja eigin hagsmuni.“
Billy Hutchinson, talsmaður hins pólitíska
arms UVF, sagðist óttast að átökin myndu
magnast. UVF hefndi árása helgarinnar á
mánudag með því að myrða tvo menn í Belfast
og liðsmenn beggja aðila töldu ósennilegt að
samið yi’ði um vopnahlé. Bresk stjórnvöld hafa
á ný sent hermenn út á götur Belfast til að
reyna að kæfa átök í fæðingu.
fær „lottó-
vinning“
Lundúnum. Reuters, AFP.
SIR RICHARD Branson, eigandi
Virgin-fyrirtækjasamsteypunnar,
virtist í gær næiri því að fá einstaka
afmælisgjöf; það er réttinn til að
reka brezka lottóið í sjö ár frá og
með október á næsta ári.
Stjórn brezka lottósins frestaði í
gær ákvörðun um hverjum yrði fal-
inn reksturinn en tilkynnti að geng-
ið yrði til frekari viðræðna við „The
People’s Lottery", félag sem Bran-
son veitir forstöðu. Hann varð fimm-
tugur í síðasta mánuði.
Camelot Group Plc., félagið sem
fram að þessu hefur staðið að
rekstri brezka lottósins, er í raun
dottið úr leik, aðallega vegna shug-
búnaðarbilana sem leiddu til þess að
vinningshafar voru snuðaðir.
Til hafði staðið að stjórn lottósins
veitti rekstrarleyfið fyrir næsta
tímabil í gær, en þess í stað sendi
hún frá sér þá óvæntu tilkynningu,
að hvorugt boðið væri nógu gott til
að hægt væri að ganga frá rekstrar-
samningi strax. „The People’s Lott-
ery“ yrði gefinn kostur á að betrum-
bæta tilboð sitt og endanleg
niðurstaða yrði tilkynnt eftir mánuð.
Félag Bransons, sem Bill Gates
Microsoft-forstjóri er einn aðila að,
hét því í tilboði sínu að gera að
minnsta kosti 2.500 manns að millj-
ónamæringum (í sterlingspundum
talið) og að safna yfir 15 milljörðum
punda, andvh’ði um 1800 milljarða
króna, til góðgerðamálefna.
Upplýsingar um rannsókn EgyptAir-slyssins
Flugmannasamtök
fordæma leka
London. AP.
ALÞJÓÐASAMBAND stéttarfé-
laga flugmanna hefur fordæmt
birtingu ásakana á hendur aðstoð-
arflugmanni þotu Egypt Air, sem
fórst í október í fyrra, um óeðli-
lega kynferðishegðun. Segir sam-
bandið þessar ásakanir vera einn
margra umdeilanlegra þátta sem
verði sífellt algengari í rannsókn
flugslysa.
Meðal skjala, sem bandaríska
samgönguöryggisráðið, NTSB,
gerði opinber 11. ágúst, en hafði
áður verið lekið til bandarísks dag-
blaðs, var m.a. að finna skýrslu frá
bandarísku alríkislögreglunni,
FBI, er benti til þess að aðstoðar-
flugmaðurinn, Gamil El-Batouty,
hefði sætt rannsókn af hálfu ör-
yggisvarða á hóteli í New York
vegna nokkurra tilvika „meintrar,
óeðlilegrar, kynferðislegrar hegð-
unar“. Mun þar m.a. vera átt við
að þann hafi svipt sig klæðum.
Ásakanirnar voru hluti af niður-
stöðum rannsóknar FBI á ævi
áhafnar flugvélarinnar, sem fórst
úti fyrir strönd Massachusetts og
með henni allir sem voru um borð.
Bandarískir rannsakendur hafa
sagt líklegt að El-Batouty hafi vís-
vitandi flogið vélinni í sjóinn, en
egypskir embættismenn hafna
þeim möguleika. í þeim eintökum
skýrslunnar sem birt voru hafði
verið strikað yfir nöfn meintra
sjónarvotta.
„Það eru engar vísbendingar um
að þessar meintu athafnir hafi á
nokkurn hátt komið slysinu við og
ógerningur er að átta sig á því
hvað vakir fyrir þeim sem birta
svona upplýsingar,“ sagði í yfir-
lýsingu Álþjóðasambandsins.
Sambandið lét í ljósi áhyggjur af
„tilhneigingum sem eru alvarleg
ógn við skilvirkni rannsókna á
flugslysum," þ. á m. leka til fjöl-
miðla í því augnamiði að hafa áhrif
á skilning almennings á flugslys-
um. Þá gagnrýnir sambandið einn-
ig þá tilhneigingu að gera upp-
lýsingar opinberar áður en
rannsókn er að fullu lokið, og
aukna tilhneigingu til að með-
höndla rannsókn á orsökum slysa
sem rannsókn á afbroti.
Sex simpansar detta
í lukkupottinn
SEX simpansar sem búa í dýra-
garðinum í Kaupmannahöfn duttu
í lukkupottinn á dögunum er
þeim var tilkynnt að 83 ára göm-
ul kona hefði arfleitt þá að hálfri
milljón danskra króna, nær fimm
milljónum íslenskra króna.
Hinsta ósk Elsebeth Christen-
sen, sem átti enga nákomna ætt-
ingja á lífi, var að fé hennar
rynni til dýragarðsins með þeim
skilmálum að simpansarnir sem
þar búa myndu njóta hagsbót-
anna. Christensen gerði þetta til
að heiðra minningu dóttur sinnar
sem lést eftir langvarandi veik-
indi, langt um aldur fram, fyrir
um fimmtíu árum. Dóttirin mun
hafa eytt siðustu ævidögum sín-
um fyrir framan simpansabúrið.
„Við munum nota peningana til
að endurbæta búrið þeirra," sagði
Sören Glud, fjármálastjóri dýra-
garðsins í Kaupmannahöfn í gær.
Christian Notlevsen dómari las
upp úr erfðaskránni fyrir framan
búr þeirra Jimmy, Trunte, Fifi,
Trine, Grinni og Gigi og fylgdust
íbúarnir með forvitnir á svip.
Ekstra Bladet greindi þó frá því
að þolinmæði þeirra hefði þrotið
er á leið.
Notlevsen sagði hins vegar eft-
ir upplesturinn að erfíngjarnir
hefðu hagað sér betur en margir
sem hann hefði komist í tæri við.
„Þeir fóru ekki að fljúgast á,“
sagði Notlevsen.