Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 35
Ættir og
athafnir
Hælsbænda
ÆTTIR og athafnir Hælsbænda er
eftir Steinþór Gestsson, bónda á
Hæli, og segii’ af sjö ættliðum
ábúenda á Hæli frá
1740 til 1937, þegar
Steinþór og Einar
Gestsson tóku þar
við búskap.
Ættliðirnir
skipta köflum í bók-
inni og eru kaflam-
ir fjölbreyttari eftir
því sem nær dregur
nútímanum og
gögn og sagnir voru
aðgengilegri. Steinþór fjallar um ým-
is mál eins og sjá má af kaflaheitum
þeim, þar sem fjallað er um sjötta
ættliðinn 1906 -1937, Gest Einarsson
og Margréti Gísladóttur: Verslunar-
mál Sunnlendinga, Kvonfang og stór-
búskapur, Nýmæli í búskap og bygg-
ingaframkvæmdir, S tóra-N ú pski rkj a
reist, Fossamálin, Sleipnir, íslenskt
fossafélag, Framfaramál fyi-ir sveit
og sýslu, Annasöm ár, Stjómmálin
fyrst og síðast, Framboð bænda til
landskjörs, Listi óháðra bænda,
Kosningar í Árnessýslu 1916, Fjöl-
skyldan, Glettur og gamanmál, Eld-
ingar Gests leiftra ekki lengur, Ekkj-
an Margrét Gísladóttir, Birtir á ný,
Tónlistin sameinar og gleður.
I inngangi segir Steinþór m.a.:
„Þegar litið er yfir farinn veg þess
fólks sem frá dögum Gísla og Jám-
gerðar hefur búið og starfað á Hæli,
þá vekur það athygli að þar koma
fram raðir karla og kvenna sem með
sanni má nefna atgervisfólk til ým-
issa og ólíkra starfa og viðfangsefna.
Þeir sex ættliðir sem hafa búið þar í
þau tæp tvö hundruð ár, sem hér
verður sagt nokkuð frá, em safn ein-
staklinga, sem þó eru sannarlega um
margt ólíkir, enda er starfsumhverfi
þeirra næsta breytilegt. Eitt vh-ðist
þó vera þeim sameiginlegt, sem þar
hafa vaxið upp, ef til vill ættlægt. Þar
er átt við einstaka tryggð fólksins til
átthaganna ásamt áhuga fyrir vel-
gengni þeirra sem bújörð forfeðr-
anna sitja og virðingu fyrir upprana
sínum og frændgarði."
Ættir og athafnir Hælsbænda er
rétt röskar 150 blaðsíður. I henni eru
örnefnaskrá og kort af jörðinni.
Prentsmiðjan Oddi annaðist prentun
og bókband.
----------------
Sýningu
lýkur
Skiptistöðin Hlemmi
Myndlistarsýningunni Bezti
Hlemmur í heimi, sem fram fer inni á
og umhverfis skiptistöðina Hlemm í
Reykjavík, lýkur nú á mánudag. Níu
ungir myndlistarmenn sýna þar verk
sín sem unnin eru út frá anda og um-
hverfi sýningarstaðarins. Þeir era
Birgir Orn Thoroddsen, Hekla Dögg
Jónsdóttir, Hlynur Helgason, Ivar
Valgarðsson, Lilja Björk Egilsdótt-
h’, Magnús Sigurðarson, Sara
Bjömsdóttir, Særún Stefánsdóttir
og Þóroddur Bjamason.
Hluti sýningarinnar er á Netinu á
slóðinni tacticalart.net/exintern.
Steinþór
Gestsson
Morgunblaðið/Ómar
Vatnadís á Tjörninni.
ysM-2000
Fimmtudagur 24. ágúst
l
HÁSKÓLABÍÓ
Rauða plánetan - Alþjóðleg ráð-
stefna um rannsóknir á Mars
í dag verður fjallaö um andrúmsloftið
ogjöklana á Mars, sögu veður-
farsbreytinga á hnettinum og mögu-
leika ð aö rekja hana með könnun
setlaga.
ththor@raunvis.hiJs
www.reykjavik2000.is - wap.olis.is
NORRÆNA HÚSIÐ
Bergensemble
í kvöld mun Vatnameyjan svífa um á
litlu tjörninni við Norræna húsið kl.
23.30 aö loknum tónleikum Bergen-
semble. Flytjandi verksins
er Ólöf Ingólfsdóttir.
www.mbl.is