Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 53 Kosning forseta Islands SÚ UMRÆÐA hef- ur vaknað að brevta hlutverki forseta ís- lands. Embættið hefur verið á sama báti og konungdæmi Evrópu sem ímynd einingar, en án áþreifanlegs valds. Það hlutverk skyldi þó ekki vanmet- ið. Þjóðarleiðtogi sem hlutast til um lands- málefni setur ávallt stöðu sína í hættu sem sameiningartákn, jafn- vel þó hann hafi meiri- hluta á bak við sig. En saga forsetaembættis- ins er fremur stutt samanborið við aðrar stofnanir þjóðarinnar, t.d. Al- þingis, og endurskoðun því eðlileg. Sú skoðun að landsmenn hafi gagn af leiðtoga með raunverulega mál- efnaskrá sem er kosinn beinni per- sónulegri kosningu er fyllilega rétt- mæt. En með auknu valdi hljóta kröfur um virkt lýðræði að vaxa og óhjákvæmilegt að endurskoða með hvaða hætti forsetar eru kjörnir. Hefðir um sjálfvirkt endurkjör eiga ekki lengur við og jafnvel mættu landsmenn fara að dæmi annarra þjóða og setja takmörk við því hversu lengi sami einstaklingur get- ur setið í embætti. Konungskjör Það er gömul hefð að kjósa þjóð- arleiðtoga, jafnvel konunga. Þegar héraðsþingið í Aragon á Spáni kaus Karl V yílr sig sem konung árið 1519 lét það fylgja með eftirfarandi klausu: „Við sem stöndum jafnfætis þér, gerum þig að konungi okkar. Við sverjum þér hollustu svo lengi þú fylgir lögum okkar og venjum". Hér hefur lýðræði það hlutverk að velja þann sem er fremstur á meðal jafningja og hefja til leiðtoga. En kjörið er varanlegt. Konungur er ávallt konungur svo lengi sem hann er á lífi nema hann segi af sér af sjálfsdáðum, sem reyndar Karl V gerði 55 ára að aldri. fs- lenskt forsetakjör hef- ur borið nokkum keim af þessu þar sem mót- framboð gegn sitjandi forseta hafa ekki þótt við hæfi. Þetta hefur verið rökstutt með því að embættið sé sameining- artákn og forsetinn eigi að hafa vernd fyrir þeirri gagnrýni sem fylgir kosningum. Þessi háttur hefur að mörgu leyti reynst þjóðinni vel og getur ekki tal- ist ólýðræðislegur miðað við það að forsetinn sé hlutlaust sameiningar- tákn. Þegar Norðmenn hlutu sjálf- stæði árið 1905 stigu þeir skrefið til fulls og fengu danskan prins til þess að gerast konungur yfir þeim og stofna erfðaveldi. Með þessu vildu þeir endurvekja ljóma hins forna norska konungaveldisins. íslending- ar eru alls óbundnir af slíkum hefð- um. Á þjóðveldistímanum stóð eng- inn fremstur á meðal jafningja þó ýmsir hafi auðvitað reynt að olnboga sig áfram. Þess vegna má spyrja hvort forsetaembættið þurfi aðra fyrirmynd. Rómarleiðin Rómarveldi var í upphafi lýðveldi, en ef hætta steðjaði að var einræðis- herra kosinn í skamman tíma. Sú Forsetaembætti Þær hefðir sem hafa myndast í kringum for- setaembættið, segir Ásgeir Jónsson, eru all- ar tengdar saman. saga er fræg af Cincinnatus (458 BC) sem bjó við ána Tíber. Einn dag er hann var við vinnu á akri sínum komu sendiboðar frá Róm og skýrðu honum frá því að hann hefði verið skipaður einræðisherra til þess að frelsa ríkið frá umsátri óvina. Cincinnatus reið þegar af stað, safn- aði saman öllum vopnfærum mönn- um í Róm og vann skjótan sigur. Þar með var hlutverki hans lokið. Eftir 16 daga sem herra Rómarveldis af- salaði hann sér völdum sínum og hélt aftur að yrkja sama akur. Róm- verjar voru þá harðgerir bændur og á móti hvers konar tildri og prjáli. Þeir vildu takmarka valdatíma hvers leiðtoga svo enginn gæti hafið sig upp persónulega til skaða fyrir ríkið. Einnig vildu þeir geta valið forystumann sem hæfði hverju sinni, en ekki láta neinn festast í embætti. Lýðræðisþjóðir hafa ávallt fylgt þessu fordæmi og kosið fólk til starfa í stuttan tíma í senn eða yfir- leitt 4 ár. Þegar sá tími er úti fá kjósendur að dæma aftur og eru óbundnir af fyrra vali. Svo er einnig með embætti forseta Islands, en að- eins að nafninu til. Mótframboð á móti sitjandi forseta hafa ekki tíðk- ast nema í einu undantekningartil- viki þegar mótframbjóðandinn fékk lítið sem ekkert kjörfylgi. Virkt lýð- ræði er hins vegar forsenda fyrir virku valdi. Til þess að tryggja eðli- lega endurnýjun gæti þurft að stíga skrefi lengra. Fordæmi Washingtons Georg Washington gat talist vin- sæll maður. Hann var kjörinn fyrsti forseti Bandaríkjanna árið 1789 með öllum greiddum atkvæðum og það kom í hans hlut að móta embættið. Washington hefði hæglega getað setið til æviloka, en hann steig niður eftir tvö kjörtímabil. Eins og Cincinnatus forðum sneri hann þá aftur á búgarð sinn. Thomas Jeffer- son (kosinn forseti 1801) fylgdi sama fordæmi með þeim rökum að ef for- seti sæktist eftir kjöri í þriðja sinn væri embættið í raun orðið til lífstíð- ar og lýðræðislegar kosningar að- eins nafnið eitt. Þessari reglu hafa síðan allir Bandaríkjaforsetar fylgt, ef F.D. Roosevelt er undanskilinn. Sá dó í embætti árið 1945 þegar fjórða kjörtímabil hans var rétt nýhafið en eftir hans dag voru tvö kjörtímabil bundin í stjórnarskrá sem hámark. Sitjandi forseti heyr alltaf endurkjörsbaráttu sína úr valdastóli og hefur því ákveðna yfir- burði gagnvart þeim sem sækjast eftir sæti hans. Þessi tveggja kjör- tímabila regla er því ætluð til þess að tryggja endurnýjun og raunveru- legt lýðræði með sama hætti og í hinni fornu Róm. Hún eyðir þeim möguleika að forsetakosningar geti með nokkrum hætti orðið „konunga- kjör“ og að völd festist í hendi. Um hefðir Þær hefðir sem hafa myndast í kringum forsetaembættið eru allar tengdar saman. Ekki er hægt að Ásgeir Jónsson víkja frá þeim venjum sem hafa markað hlutleysi forsetans án þess að breyta til samræmis þeim óskráðu reglum sem hafa stjórnað forsetakosningum og opinberri um- ’i*^- ræðu um embættið. Það er einnig erfitt fyrir sitjandi forseta sem kos- inn hefur verið undir gömlum hefð- um um hlutleysi að venda kvæði sínu í kross, án þess að hafa fengið til þess umboð frá þjóðinni í opnum kosningum. Hins vegar kunna breytingar að verða lýðveldinu til góðs. „Konungakjör“ er í nokkurri andstöðu við menningararf íslend- inga og því athugunarefni að tak- marka setu forsetans við tvö kjör- tímabil. Sú regla leggur áherslu á að menn séu kallaðir til þjónustu fyrir _ fósturjörðina um ákveðinn tíma en “ snúi síðan aftur á þann sama akur og þeir hurfu frá. Þannig er tryggt að sitjandi forseti hafi sívirkt umboð frá landsmönnum og geti hugsan- lega tekið virkan þátt í landsmálum ef það er ósk þeirra sem kusu hann í embætti. Höfundur er hagfræðingur. *BRÚÐARGJAFIR % SÖFNUNARSTELL Dúnúlpur frá 4.995 kr. Gallabuxur 1.695 kr. Nylon buxur fóðraðar frá 2.295 kr. Bolirfrá 989 kr. Lakkskór 2.995 kr. . f i.rii. i-l* «- ’ ) U ‘ |r HAGKAUP Meira úrval - betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.