Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 73 BRIPS Umsjón Uuðmundui- l'áll Arnarson VIÐ höldum áfram að skoða spil frá landliðsæf- ingum og nú er það dæmi- gerð „bókarþraut", þar sem verkefni sagnhafa í þremm- gröndum er fyrst og fremst að finna tígul- gosann. Lítum á tvær hendur til að byrja með: Austur gefur; AV á hættu. Norður * 72 v D632 * D974 * D97 Suður *KD6 ¥Á8 ♦ K10632 +ÁK5 Vestur Norður Austur Suður - - Pass ltígull Dobl 2tígiar Pass 2grönd Pass 3grönd Allirpass Útspil vesturs er hjarta- sjöa, fjórða hæsta. Á að prófa drottninguna eða setja lítið úr borði? Þó svo að vestur sé lík- legri til að vera með hjai-ta- kónginn, er óþarfi að stinga drottningunni upp strax. Tígullinn þarf helst að gefa fjóra slagi, og gangi það eftir fæst sá níundi með tímanum á spaða eða hjarta. Svo það er örugg- ara að setja lítið úr borði og drepa heima með ás. Það gerði Þorlákur Jónsson, en hann var sagnhafi með þá Guðlaug R. Jóhannsson og Öm Amþórsson í vöminni. Þorlákur spilaði næst tígli á drottninguna: Norður * 72 ¥ D632 ♦ D974 + D97 Vestur Austur AÁG98 + 10543 VKG974 ¥105 ♦ 8 ♦ÁG5 +G63 +10842 Suður *KD6 ¥Á8 ♦ K10632 +ÁK5 Öm átti slaginn á ásinn í austur og spilaði hjarta, sem Guðlaugur tók á kóng og spilaði gosanum. Þor- lákm- drap með drottningu, en Öm henti spaða í slag- inn, svo það var Ijóst að vestur hafði byrjað með fimmlit í hjarta. Guðlaugur valdi að opnunardobla einn tígul frekar en að ströggla á fimmlitinn og skýringin á því var augljós - hann var líka með spaðalit. Þorlákur sá því fyrir sér níu spil í hálitunum og ákvað að kanna laufleguna áður en hann tæki ákvörðun í tígl- inum. Hann tók þrjá efstu í laufinu og endaði í blind- um. Þegar vestur fylgdi þrisvar var nokkuð ljóst að sldpting hans var 4-5-1-3 og Þorlákur svínaði því tíg- ultíunni og fékk níu slagi. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Sainþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síina- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað beilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík ÍDAG Hlutavelta Morgunblaðið/Kristinn Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Krabba- meinsfélagi Isiands og söfnuðu 4.330 kr. Þær heita Sif, Andrea, Gígja og Hlín. Morgunblaðið/RAX Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Barna- spítala Hringsins og söfnuðu kr. 2.683. Þær heita Indíana Nanna Jóhannsdóttir, Jenný Hrund Hauksdóttir og Guðný Rut Hafsteinsdóttir. Morgunblaðið/Ásdís Þessir duglegu krakkar söfnuðu 3.551 kr. til styrktar Barnaspitalasjóði Hringsins. Þeir heita Óli Sveinn Bern- harðsson, Guðbjörg Birta Bernharðsdóttir og Sólrún Halla Einarsdóttir. SKÁK Unisjún llelgi Áss Gi-étarsson Hvítur á leik. STAÐAN kom upp á breska meistaramótinu er lauk fyrir skömmu og kom upp á milli enska stórmeistarans Peters Wells (2.506), hvítt, og landa hans Robert Will- moth (2211). 24. Bxc6! bxc6 24. ...Dxc6 25. De8+ og hvítur mátar eftir tvo leiki hið mesta. 25. Hxa7+! Kb8 26. Ha8+ og svartur gafst upp enda drottningin fallin í valinn. Staða efstu manna varð þessi: 1. Julian Hodg- son 8Vz v. af 11 2. Chris Ward 8 v. 3.-6. Murray Chandler, Daniel Gormally, Mark Hebden og Jonathan Speelman með 7‘/z v. hver. UOÐABROT KVÖLDVÍSA Hnígur hlýskjöldur, heimsljósið bjarta, seint á vesturvegu hinztum lýstur himingeisla yfir frjóvga fold. Döggvuð rís fyrir dásemd þinni rós af blómgum beð, ljúf eru þau litaskipti hógvært heims um kvöld. Sit ég einn í ægisheimi og yfir löndin lít, sofna taka nú sorgir mínar í eyglóar örmum. Benedikt Gröndal. STJÖRNUSPÁ eftir Frances Urake MEYJA Þér er nauðsyn að komast reglulega oghelzt sem oftast út undir bert loft og sækja þér kraft til landsins. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú verður að brjóta odd af oflæti þínu og leita eftir sam- stöðu annarra við verkefni þitt. Haldir þú áfram að bauka einn, verður ekkert úr neinu. Naut (20. apríl - 20. maí) Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Beittu krók á móti bragði og sýndu þeim í tvo heimana. Þér er óhætt að treysta eðlisávisun þinni. Tvíburar (21.maí-20.júní) Afl Láttu það eftir þér að staldra við og njóta ávaxta eríiðis þíns. En þótt gaman sé verður þú að halda áfram. Nýir sigrar bíða bak við næsta leyti. Krabbi (21. júní-22. júlí) Það er ekki oft sem menn mega láta letina ná tökum á sér. En það er í lagi í dag að þú slappir af, ef þú gætir þess að halda öllu gangandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Þú átt eitthvað með að orða hugsanir þínar og ættir því að gefa þér góðan tíma til þess að leggja mál niður fyr- ir þér, áður en þú ræðir þau. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) ®mL Fullkomnunaráráttan getur gengið út í öfgar og mönnum verður minna úr verki en ella. Hlutimir eru í góðu lagi, þótt þeir séu ekki alfull- komnir. Vog rrx (23. sept. - 22. okt.) ^ 4* Þú átt erfitt með að sann- færa aðra um ágæti málstað- ar þíns. Gefðu þér tíma til þess að útskýra hlutina svo ekkert fari milli mála. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þú hefur lagt hart að þér til að komast þar sem þú ert og þegar markinu er náð sækja efasemdir um ágæti þess að. En þá er að setja sér nýtt takmark. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) ACr Það væri rangt af þér að svara ekki beiðni gamals vin- ar um aðstoð. Mundu að sá dagur kann að koma að þú verðir hjálparþurfi og hvert leitar þú þá. Steingeit (22. des. - 19. janúar) 4K Það getur reynzt erfitt að blanda saman starfi og einkalífi. Reyndu að halda þessu tvennu aðskildu sem bezt þú kannt; það tryggir hamingjuna. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Wtó Það hefst ekkert nema menn séu reiðubúnir til þess að sækja hlutina. Hættu að bíða og gakktu eftir því að réttur þinn sé virtur til fulls. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er betra að þú haldir áhugamáli þínu út af fyrir þig í stað þess að láta alltaf pirrast af spurningum og vangaveltum vina þinna. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni visindalegra staðreynda. FRETTIR Hægl að nota Frels- iskortið í útlöndum SÍMINN GSM hyggst auka þjón- ustu sína við Frelsisnotendur að því er fram kemur í frétt frá Símanum. Nú geta þeir sem ferðast til ein- hvers af þeim 69 löndum, þar sem Síminn GSM hefur gert reikisamn- inga, notað Frelsiskortið sitt þar. Til þessa hefur ekki verið hægt að nota Frelsiskort erlendis. Frelsi er fyrirframgreidd þjónusta, þannig að viðskiptavinurinn kaupir sér inneign á reikningi en fær ekki senda síma- reikninga eftir á. Þar sem farsima- fyrirtæki erlendis hafa ekki beinan aðgang að upplýsingum um inneign Frelsiskorthafans í kerfi Símans er ekki hægt að nota fyrirframgreidda áskrift í öðru landi en hún er keypt í. Nú geta Frelsisnotendur hins vegar haft samband við Símann og látið breyta símanúmeri sínu í al- mennt GSM-númer. Viðkomandi fær þá sendan reikning eftir á fyrir notkun á því tímabili, sem símakort- ið er skilgreint sem almennt GSM- kort. Þegar viðkomandi kemur heim aftur getur hann breytt númerinu aftur í Frelsi og notið þeii-ra kosta, sem Frelsisáskriftin býður. Áður var ekki tæknilega mögu- legt að breyta símakortinu aftur í Frelsi ef að búið var að breyta því í almennt GSM-kort. Áfram gildir- hins vegar að ekki verður hægt að breyta kortum, sem keypt hafa verið sem almenn GSM-kort, yfir í Frels- iskort. Breytingin kostar 1.245 krónur og kaupa þarf skafkort með áíyllingu þegar fært er aftur yfir í Frelsi. Bíiskúrssölu- dagur í Reykjanesbæ EFNT verður til bílskúrssöludags laugardaginn 26. ágúst í skólahverfi Heiðarskóla frá kl. 10-18 undir slag- orðinu „Gefum gömlum hlutum nýtt líf.“ Markmiðið er að finna gömlum hlutum nýja eigendur, auka þannig notagildi þeirra og líftíma og draga úr því magni sem annars færi til eyðingar og brennslu hjá Sorpeyð- ingarstöð Suðurnesja með tilheyr- andi kostnaði, segir í fréttatilkynn- ingu. Lögð er áhersla á þátttöku barna og unglinga í verkefninu. íbúar Reykjanesbæjar og aðrir Suðurnesjamenn eru hvattir til þess að heimsækja hverfið og kanna hvort ekki bjóðist þar góðir munir á góðu verði eða jafnvel gefins. Ef vel tekst til verður leikurinn endurtek- inn í öðrum hverfum sveitarfélags- Síðasta opnun- arhelgi Siggubæjar BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar býður nú um helgina til síðustu opnunarhelgar Siggubæjar á Kirkjuveginum fyrir vetrarlokun. Siggubær er eini upprunalegi bærinn sem uppi stendur í Hafnar- firði af þeim veggjalágu húsum er aðeins höfðu glugga á göflunum. Siggubær var byggður árið 1902 af Erlendi Marteinssyni sjómanni sem þar bjó á tæpum 20 fermetrum þriggja manna fjölskyldu sinni heimili. Dóttir hans Sigríður, sem jafnframt var síðasti íbúi hússins, erfði bæinn og bjó þar nær alla ævi sína. Bærinn er lýsandi fyrir verka- manna- og sjómannaheimili í Hafn- arfirði á fyrrihluta þessarar aldar og er hann gestum opinn á laugar- dag og sunnudag milli kl. 13 og 17. Barnamyndatökur á kr. 5.000.- Myndataka, þar sem þú ræður hve stórar og hve margar myndir þú færð, innifalið ein stækkun 30x40 cm í ramma. Aðrar stækkarnir með 60% afslætti. Ljósmyndastofan Mynd síml: 565 4207. LJósmyndastola Kópavogs sími: 554 3020. LAURA ASHLEY VORUM AÐ TAKA UPP NÝJAR HAUSTVÖRUR Kjstan \j Laugavegi 99, i Laugavegi 99, sími 551 6646 ttsala! Glæsilegar yílrhafnir Opið laugardag frá kl. lö -16 áí#HI/15IÐ Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði við búðarvegginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.