Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUD AGUR 24. ÁGÚST 2000 71 FRETTIR títivistarhópur á göngu í Strákagili á Goðalandi. _ Afmælishelgi Utivistar í Básum FERÐAFÉLAGIÐ títivist er 25 ára á þessu ári, en stofnfundur félags- ins var haldinn hinn 23. mars árið 1975. Aðalmarkmið félagsins hefur frá upphafi verið að gera fólki kleift að ferðast um landið á heil- brigðan og skemmtilegan hátt og er ekki hægt að segja annað en að vel hafí tekist til. Afmælinu hefur verið fagnað á ýmsan hátt þar á meðal í Básum á Goðalandi, en um næstu helgi 25. til 27. ágúst nk. verður aðal afmælis- helgin. Góð dagskrá hefur verið undirbúin og í boði er helgarferð og dagsferð á hagstæðum kjörum. I helgarferðina er brottför á föstu- dagskvöld kl. 20, en komið til baka á sunnudeginum. Gist er í títi- vistarskálunum og tjöldum. Lagt er af stað í dagsferðina kl. 9 á laugardeginum. Einnig er hægt að koma á eigin vegum. Fyrri hluta laugardags verða í boði styttri og lengri gönguferðir með fararsljórum, en hátíðar- dagskráin verður kl.16-18. Kaffi- nefnd títivistar mun koma að dag- skránni með veglegar veitingar, en þeir sem dvelja yfir helgina taka þátt í varðeldi, söng og dansi á laugardagskvöld. Miðar fást á skrifstofunni á Hall- veigarstíg 1. Námskeið um aðgerðir gegn lestrar- og stafsetningarörðugleikum Færri kennarar komust að en vildu LESTRARMIÐSTÖÐ Kennarahá- skóla íslands gengst fyi-ir tveggja daga námskeiði um lestrar- og staf- setningarkennslu íyrir börn á aldrin- um 6-9 ára. Færri kennarar komust að en vildu á þessu námskeiði. Á námskeiðinu verða kynntar fjöl- breyttar aðferðir við lestrarkennslu sem gefist hafa vel til að draga úr hættu á lestrar- og skriftarörðug- leikum síðar á skólagöngunni. Leiðbeinandi á námskeiðinu er dr. Laura Huxford, forstöðumaðm- þjóð- arátaks ensku ríkisstjórnarinnar um þjálfun læsis í enskum skólum. I gi'undvelli víðtækra rannsókna á lestri og ritun barna hafa dr. Huxford og samstarfsmenn hennar unnið að því að þróa áætlun um al- hliða kennslu í lestri og ritun sem miðast að því að efla læsi og fyrir- Fyrirlestur um heims- myndunar- fræði Á VEGUM Guðspekisamtakanna í Reykjavík, Nýju Avalon-miðstöðvar- innar verða haldnir fyrirlestrar um heimsmyndunarfræði - Cosmogony föstudaginn 25. ágúst og mánudag- inn 28. ágúst kl. 20. Fyrirlesari er Con Xanthos en hann er frá Ástralíu og hefur lagt stund á dulspekileg vís- indi í rúm 15 ár. Con hefur haldið fjölmarga fyrir- lestra og námskeið um ýmis dul- spekileg efni í fjölmörgum skólum Guðspekisamtakanna í Ástralíu og Danmörku og einnig í Guðspeki - Heilunarskólanum í Ástralíu. I fyrir- lestrunum mun Con fjalla um heims- myndunarfræði út frá sjónarhóli guðspekinnar. Fyrirlestrarnir fara fram í hús- næði Nýju Avalon-miðstöðvarinnar á Hverfisgötu 105,2. hæð. Þeir verða þýddir jafnóðum yfir á íslensku. Að- gangseyrir er 500 kr. og eru allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. byggja námserfiðleika. Kunnust úr þessari áætlun er hin svokallaða lestrarstund, „literacy hour“, ein klukkustund á dag þar sem mark- visst er unnið að því að þjálfa lestur á fjölbreyttan hátt samkvæmt ákveðnu skipulagi. Dr. Huxford hefur tekið þátt í að semja kennsluefni í lestri sem notað er í 14 þúsund grunnskólum (70% allra skóla) í Englandi og vinnur um þessar mundir að þróunarverkefni sem nær til allra kennara í landinu. Árangur af átaki ensku ríkisstjórn- arinnar er nú að koma í ljós og verð- ur fróðlegt að heyra hverju það hefur skOað. Námskeiðið verður haldið í Borg- artúni 6 dagana 24. og 25. ágúst. Það er styrkt af menntamálaráðherra í samræmi við þá stefnu ráðuneytisins að leggja beri áherslu á að íyrir- byggja námsörðugleika eins snemma á skólaferlinum og unnt er. Meira en 270 kennarar sóttu um námskeiðið en einungis 130 fengu sæti. Meðan á dvöl dr. Huxford stendur mun hún eiga fund í menntamálaráðuneytinu með nokkrum áhrifamönnum um þróun lestrarkennslu hér á landi. Fjórða sumar umferðarörygg- isfulltrúanna senn að baki í TILEFNI þess að fjórða sumar umferðaröi-yggisfulltrúa Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og Umferðarráðs er senn að baki komu þeir saman til fundar í húsi Slysa- varnafélagsins Landsbjargar sl. föstudag. Umferðaröryggisfull- trúarnir eru starfandi yfir sumar- mánuðina á sex stöðum á landinu. Það var samdóma álit þeirra allra að það sem gera þurfi strax sé að gera löggæsluna sýnilegri með því að gera lögregluembættunum kleift að hafa fleiri bíla á ferðinni úti í um- ferðinni. I sumar var það framlag Ingvars Helgasonar hf. og OLIS sem gerði umferðaröryggisfulltrúunum það fært að vera sýnilegir og á ferðinni, en Ingvar Helgason lánaði sex bíla og OLÍS sá um bensín á þá, svo að þeir gátu verið á ferðinni, en það auðveldaði líka vegfarendum að ná sambandi við þá. Þar sem hlutverk þeirra er fyrst og fremst að vera tengiliður milli hins almenna vegfar- anda og yfirvalda, sem snúa að um- ferð, var þetta framlag verulega mikilvægt. Nokkur áhersluatriði sem fram komu á fundinum: Hjálmanotkun hjólreiðamanna verði án undantekninga, bílbelta- skylda verði án undantekninga, gerð verði með reglulegu millibili endur- skoðun á merkingum vegna umferð- ar og einhver hafi skýrt vald til að- gerða í því tilliti gagnvart sveitar- félögum eða öðrum veghöldurum, Umferðaröryggisfulltrúarnir. Frá vinstri: Óli H. Þórðarson, Július ÓI- afsson, Kristján Friðgeirsson, Friðfinnur F. Guðmundsson, Jón Grön- dal, Sigurður Hjálmarsson, Sveinn Ingi Lýðsson, Reynir Arnórsson og Kristbjörn Óli Guðmundsson. lögð verði áhersla á aukna kynningu á breytingum á umferðarmannvirkj- um, sett verði enn skýrari ákvæði í vegalög um viðhald girðinga með vegum, sett verði ákveðnari ákvæði um bil milli bíla. Eins og nú hátbp' getur lögregla varla tekið á þeim málum nema ef aftanáakstur hefur orðið, hámarkshraði verði breytileg- ur eftir veðri. Til dæmis má setja aukaglugga á veðurskilti vegagerð- arinnar og ökuleyfi þeirra sem eru með bráðabirgðaökuskírteini verði takmarkað við ákveðið hlutfall þyngdar og afls bílsins. Þó að ekki sé gott að meta árangur af starfi umferðaröryggisfulltrúanna er það víst að þau fræ til umferðar- öryggis sem þeir hafa sáð munu ör- ugglega vaxa til góðs fyrir land og þjóð, segir í fréttatilkynningu. þnuisrjLOP LÍM Námsstyrkir fyrir félaga í félagi Einstæðra foreldra FELAG einstæðra foreldra auglýsir eftir umsóknum um námsstyrki úr námssjóði Félags einstæðra foreldra. Sjóðurinn var stofnaður með framlagi frá Rauða krossi Islands árið 1995. í boði eru styrkir sem ætlaðir eru einstæðum foreldrum sem stunda bóknám/verknám eða nám í listgreinum. Markmið styrkj- anna er að bæta stöðu einstæðra foreldra á atvinnumarkaði. Styrk- irnir eru fyrst og fremst ætlaðir þeim sem ekki njóta námslána eða annarra styrkja. Umsóknum skal skilað til skiif- stofú Félags einstæðra foreldra, Tjarnargötu lOb. Umsóknarfrest- ur er til 30. ágúst. Ollum umsókn- um verður svarað. Vakin er at- hygli á því að endurnýja þarf eldri umsóknir. Nánari upplýsingar hjá skrifstofu Félags einstæðra for- eldra, Tjarnargötu 10. ARVIK ARMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Röskun á starfsemi Ljós- myndasafns VEGNA ófyrirsjáanlegra tafa á framkvæmdum við húsakynni Ljós- myndasafns Reykjavíkur, í Grófar- húsinu í Tryggvagötu 15, mun af- greiðsla og myndasala safnsins liggja niðri fram til loka september, segir í fréttatilkyningu. Beðist er velvirðingar á þeiri'i röskun sem þetta veldur á þjónustu stofnunar- innar. Eftir sem áður mun auglýst sýningadagskrá safnsins vera óbreytt. Stökktu til Costa del Sol 7. sept frá kr. 29.955 Hvatning til fjölskyldna frá fjölskylduráði FJÖLSKYLDURÁÐ hefur sent frá sér eftirfarandi hvatningu til fjöl- skyldna: „Á undanförnum vikum hefur dunið yfir hvert umferðarslysið á fætur öðru. Fjölskylduráð telur mikilvægt að fram fari víðtæk um- ræða um hvað unnt sé að gera til til að sporna við þessari óheillavæn- legu þróun. Fjölskylduráð hvetur allar fjölskyldur til að ræða sín á milli hvað hægt sé að gera til að draga úr umferðarslysum. Tökum upp umræðu á okkar heimili og leit- um leiða til að draga úr hættu í um- ferðinni hjá þeim sem okkur eru kærastir. Hver einstaklingur sem slasast eða ferst er okkur mikilvæg- ur. Lífið er ein dýrmætasta gjöf sem okkur er gefin og við eigum að gæta þess að stofna ekki lífi okkar né ann- arra í óþarfa hættu. Það er allt of algengt að ungir ökumenn lendi í umferðarslysum. Hvað getum við gert til að draga úr hættunni á því að ungir ökumenn lendi í umferðarslysum? Hvað veld- ur þessum slysum? Hvað getur þú gert til að draga úr hættunni á um- ferðarslysi? Ágætu fjölskyldur, við verðum að leita allra leiða til að stöðva þessa slysaöldu og stuðla að auknu öryggi í framtíðinni. Tökum því höndum saman og hefjum umræðuna um umferðaröryggi heima hjá okkur.“ Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol hinn 7. september. Hér finnur þú frábæra gististaði, glæsilega veitinga- og skemmtistaði, frægustu golfvelli Evrópu, glæsilegar snekkjubátahaínir, tívolí, vatnsrennibrautagarða, glæsilega íþróttaðstöðu og spennandi kynn- isferðir í fríinu. Þú getur nú tryggt þér ótrúlegt tilboð í sólina, þú bókar núna, og 4 dögum fyrir brottfor hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir. Verð kr. 29.955 Verð kr. 49.990 M.v. hjón meö 2 böm, 2-11 ára, vika, 7. sept, stökktu tilboð. M.v. 2 í stúdíó, 2 vikur, 7. sept., flug, gisting. Feröir til og frá flugvelli, kr. 1.600. Verð kr. 39.990 M.v. 2 í stúclíó, vikuferð, 7. scpt., flug, gisting. Ferðir til og ftá flugvelli, kr. 1.600. sn9 Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.