Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EMIL HALLFREÐSSON + EmiI Hallfreðs- son var fæddur á Bakka í Geiradal 12. júní 1916. Hann lést 14. ágúst síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Hallfreðs Eyjólfssonar og konu hans Kristrún- ar Jónsdóttur. Hann var næstyngstur sjö systkina sem nú eru öll látin. Eitt dó í frumbernsku. Föður sinn missti hann er hann var um tvítugt. Emii giftist eftir- lifandi eiginkonu sinni Guð- björgu Karlsdóttur 20. apríl 1950. Þau bjuggu fyrstu árin á Bakka eða þar til þau reistu nýbýlið Stekkjarholt í landi Bakka á árunum 1962 til 1967. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Anna Fía, f. 23. maf 1951, gift Birni Hólm Magnús- syni og eiga þau fimm börn. 2) Hall- freður, f. 20. sept- ember 1955, kvænt- ur Kristínu Björgu Hákonardóttur og eiga þau fjögur börn. 3) Emil Hörð- ur, f. 19. janúar 1960, kvæntur Jó- hönnu Sigrúnu Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn. 4) Karl Ingiberg, f. 19. mars 1968, kvæntur Kristínu Hafsteinsdóttur og eiga þau eitt barn. Árið 1980 fluttust þau til Hafn- arfjarðar og hafa búið þar siðan. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að hans eigin ósk. Elsku vinur. Nú skilja leiðir okkar um stund, og þótt það verði ekki nema um stund virðist það samt svo erfitt. Þegar ég lít yfir farinn veg finnst mér ég vera Guði þakklát fyrir hvem einasta dag, sem hann gaf mér með þér í meðbyr og mótbyr í meira en hálfa öld. Þakklát fyrir kærleika þinn og ást - fyrir alla umhyggjuna og hlýjuna - og fyrir þína einstöku dagfarsprýði. Fjársjóð minninganna mun ég alltaf eiga. Eg sit hér nú við gluggann minn og sakna þín. Þú varst eina ástín mín. Þú baðst þinn Guð, þér gefa mig, hanngerðiþað ég hef alltaf elskað þig. Við gengum saman langa leið umlífsinsstíg. Þú lést þér ætíð annt um mig. N ú byrgir sól um bjartan dag, égberstviðgrát og sífellt heyri sorgarlag. Og hjartað slær með opna und, hún ersvosár. Úr augum falla tregatár. Eg veit að Guð um eilífð æ munannastþig það égaldreiþakkaðfæ. SOLSTEINAK vlð Nýbýlaveg, Kópavogi Sími 564 4566 Erfisdrykkjur Er heim ég kem við hittumst þar, áhelgrijörð. Og dveljumst æ með Drottins hjörð. Ég guði þakka gjöful ár oggenginnstig. Hann mun áfram annast mig. Guðbjörg Karlsdóttir. Kæri tengdafaðir. Þar sem ég náði ekki að kveðja þig almennilega áður en þú kvaddir þessa jörð langar mig að skrifa þér nokkur kveðjuorð. Einn vinur minn sem er sálfræðingur sagði reyndar við mig um daginn að þeir sem væru að skrifa svona grein- ar væru meira að gera það fyrir sjálf- an sig en fyrir aðstandendur og að þetta væri nokkurs konar sálusorg- un. Það er nokkur sannleikur í þessu og því veit ég að þú fyrirgefur mér þessar línur. Ég veit að þú varst ekkert fyrir það að einhveijar rullur væru sagðar um þig eða þú vildir eitthvað óþarfa tilstand í kringum þig. Það er sjálf- sagt ein af þeim ástæðum að útför þín hefur nú farið fram í kyrrþey. „Sælir eru hógværir, því þeir munu landið erfa.“ (Matt.5.5). Þessi orð hafa hljómað í huga mínum nú síðustu daga og nætur og segir margt um þann persónuleika sem þú hafðir og þá framkomu sem ein- kenndi þig. Það sem situr eftir í sam- vistum við þig er mörgum dýrmætt og verður seint metið til fjár. Mér þótti reyndar á sínum tíma dálítið kyndugt þegar sveitungar þínir voru að tala við mig þegar ég var að kynn- ast dóttur þinni, að þeir spurðu hvort ég ætlaði að ná í Stekkjarholts- auðinn. Ég gat nú ekki séð í fljótu bragði að þú værir að velta þér upp úr peningum. Ég komst seinna að því að þessi auður hafði sínar skýringar í l.Tímotusarbréfi 6.6-7 og þakka kærlega að hafa fengið að erfa hann: H H H H H H H H P E R L A N Sími 562 0200 I XIIIIIIIIIIIII Minningin um mikinn auú mér mun fyigja alla tíma, Drottinn gefur daglegt brauð í dýrð hann hugsar vel um sína. Þegar ég síðan lenti í þeirri lífs- reynslu að einn náinn vinur minn dó fyrir allmörgum árum varst það þú sem ég leitaði til og við töluðum sam- ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Sverrir Olsen útfararsHóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 an um lífið og dauðann niðri í kjallara á Olduslóðinni. Þeir tæplega tveir klukkutímar munu seint hverfa úr lífsreynslu minni og ég tel að þú hafir miðlað mér meira en aðrir lærðir eða leikir hafa gert hingað til. Hafðu þökk fyrir. Að endingu: Ég rakst á stöku í af- mælisdagabók heima hjá mér en þar hafðir þú einhvem tíma skrifað nafn- ið þitt við afmælisdaginn þinn. Sorgin léttist sárið grær sólin gegnum skýin hlær, hreinni útsýn hugur fær. Himinninn nær í dag en í gær. (Om Amason.) Þetta ljóð á sérlega vel við þá lund er þú hafðir og ég hlakka til að hitta þig hjá föður okkar á himnum. Þinn Björn Hólm Magnússon. Ég ætla í örfáum orðum að minn- ast tengdaföður míns Emils Hall- freðssonar sem lést á Landspítalan- um aðfaranótt 14. ágúst síðastliðinn. I rúm 20 ár hef ég fengið að kynn- ast Emil og hafa þessi kynni mín af honum verið mér ætíð dýrmæt. Emil var einstakur maður og það var mjög auðvelt að þykja vænt um hann. Hann var einstaklega hlýr og góður maður. Börnin elskuðu hann því hann var mjög bamgóður og átti stórt hjarta. Emil vildi alltaf vera sáttur við samferðamenn sína og skapara, en trú hans og samfélag við Jesúm Krist var mjög innilegt. Miss- ir okkar er mikill en þó allra mestur hjá tengdamömmu. Guð styrki hana ogumvefji. Ég vil þakka þér, elsku Emil, fyrir kærleik þinn í garð okkar allra. Kristín Björg. Einn sá yndislegasti maður sem ég hef kynnst hefur kvatt þessa jarð- vist. Tengdapabbi minn er farinn heim til Drottins. Það er mikill sökn- uður í mínu hjarta og erfitt að lýsa þeim tilfinningum sem hrærast í mér. Ég á honum svo mikið að þakka. Emil var einstakur maður og á fáa sína líka. I biblíunni er talað um að við sem erum kristin eigum að vaxa upp til hans sem er höfuðið, þá er verið að tala um Drottin Jesú Krist. Og um leið eignumst við andans ávexti. Og það eru þessir ávextir sem Emil átti svo mikið af. Hann átti svo mikið af því sem okkur skortir svo mikið. Lítillæti, hógværð, langlyndi, trúmennska, auðmýkt og svo fram- vegis. Það var mjög auðvelt að þykja vænt um hann og oft á þeim 15 árum sem ég hef verið í fjölskyldunni hefur hann brætt hjarta mitt með þeim einstaka kærleika sem hann átti til annarra. Hann var mikill bóndi í sér og þótt að hann ílytti í bæinn fyrir 20 árum hélt hann sínu striki sem bóndi og hafði fjárhúsin á möhnni. Var með rollur og sá um að gefa hestum í nokkrum hesthúsum. Hann elskaði sveitina sína og dvaldi þar ætíð á sumrin. Síðast fór hann í sveitina í lok júlí og var í eina viku. 31 júlí kom hann heim og veiktist mikið og fór á spítalann daginn eftir, 1. ágúst, og lést þar tveimur vikum seinna, 14 ágúst. Elsku Gulla stendur eftir og sárt saknar Emils. Hjónaband þeirra var einstakt. Þau báru mikinn kær- leik til hvort annars og gagnkvæma virðingu. Við erum svo rík að eiga svona fyrirmyndir í lífum okkar. Barnabömin elskuðu afa sinn og eiga margar góðar minningar, sérstak- lega úr sveitinni. Maðurinn minn missir ekki bara góðan föður heldur sinn besta vin. Varla leið dagur sem þeir hittust ekki og ef þeir hittust ekki þá var bara hringt á milli. Lífið hjá Herði snerist mikið um hvað pabbi væri að gera eða hvað hann þyrfti að fara að gera. Og oft var mik- ið um að vera í fjárhúsabúskapnum. Elsku Emmi, nú er víst komið að kveðjustund, við kveðjum þig með miklum trega, þú varst mikið hlut- verk í okkar fjölskyldu þó að ekki færi mikið fyrir þér. Þú sagðir svo oft: Ekki vera að bíða eftir mér, ekki hafa fyrir mér, þetta er nú óþarfi, mér liggur nú ekkert á eða ekki vera að hugsa um mig... .þú varst ótrúleg- ur karakter. Ég þakka Guði fyrir að hafa eignast besta tengdapabba sem hægt er að hugsa sér. Elsku Emmi. Takk fyrir allt sem þú varst mér. Kveðja (og við sjáumst seinna), Hanna Rúna. Elsku afi minn, það er alltaf hugg- un að vita að þér líður vel núna, að þú hefur fengið að fara til Drottins. Þegar ég hugsa til baka á ég svo margar góðar minningar um þig, elsku afi minn. Þú varst alltaf svo hlýr, skapgóður og góður félagi. Ég er svo þakklát Guði fyrir öll þau sum- ur sem ég fékk að vera með þér í Geiradalnum eða afasveit sem ég var vön að kalla það. Mér fannst alveg toppurinn á tilverunni að vera úti í fjárhúsum með kindunum og lömb- unum og að fara út í hundakofa og gefa hundunum. Alla tíð hefur mér fundist gott að koma í heimsókn til þín og ömmu. Alltaf fékk maður hlýj- ar móttökur og alltaf var andrúms- loftið gott. Það var líka svo gaman að spjalla við þig, því við bamabörnin litum ekki bara á þig sem afa okkar heldur líka góðan vin. Mikið fannst mér alltaf merkilegt hvað þú kunnir margar vísur, það voru alveg ótrúlegustu vísur sem þú fórst með. Ég spurði þig oft hvað þú kynnir margar vísur og alltaf fannst mér það jafnmerkilegt þegar þú sagðist kunna einhver hundmð vísna. Afi minn, ég mun aldrei gleyma því þegar ég hitti þig daginn áður en þú fékkst að fara. Hvað þú virtist glaður að sjá mig og hvað mér fannst gott að geta haldið í þessar hlýju hendur. Ef ég ætti eina ósk, þá myndi ég óska þess að ég hefði getað gefið þér langafabarn því ég vonaðist alltaf til þess að börnin mín fengju að kynnast yndislegasta manni sem mér fannst til vera. Elsku afi, þótt það ríki mikill söknuður í hjarta mínu þá mun tilhlökkunin við það að einn daginn fái ég að hitta þig aftur aldrei dvína. Mig langar að enda á ljóði sem ég samdi til þín, afi minn, rétt áður en þú lést. Takkfyrirafa Guð, takk fyrir afa sem gefur mér svo margt. Guð,takkfyrirafa, semhefurþinnkraft. Guð.takkfyrirafa, meðaugunsvobh'ð, sembræðirmitthjarta þegaríþauéglít Guð,takkfyrirafa, meðbrosiðsvobreitt, sem endurspeglar gleði, semþúhefurbyggt. Guð,takkfyrirafa, meðhjartasvohreint, semsýnirþákosti, semþúhonumgafst. Guð,takkfyrirafa, semégannsvoheitt. Ég bið góðan Guð að styrkja okk- ur öll og sérstaklega hana ömmu mína, því hennar er söknuðurinn mestur. Ég elska þig afi, þín Fríða Hrönn. Það er skrýtið að þurfa að kveðja afa og vita það að hann er ekki lengur hjá okkur. Okkur þótti svó vænt um hann og við vildum að hann yrði allt- af með okkur. En hann var orðinn mjög veikur og þreyttur. En núna vitum við að honum líður vel hjá Guði. Við eigum margar góðar minning- ar um afa sem við munum aldrei gleyma. Élsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við munum alltaf sakna þín. Þín afabörn, Hilmar, Emil, Jón Hjörtur og Elsa Jóhanna. Elsku Emil afi, þú varst engum líkur. Okkur þótti svo vænt um þig. Það var alltaf svo gaman að hitta þig, því þú varst alltaf svo góður. Það verður skrítið að fara í sveitina þína Geiradalinn og sjá þig aldrei framar þar. Við söknum þín svo mikið, en við vitum að þú ert núna hjá Guði á himninum og þar hður þér vel. Við munum aldrei gleyma þér. Þín Helena Rut og Hákon Atli. Stundin líður tíminn tekur tollafölluhér sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorgíhjartamér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermirætíðmig aðhafaþóáungaaldri eignastvinsemþig. Þúvarstþosávilluvegi vitiáminnileið þú varst skin á dökkum degi dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi tárinstraukstafkinn þér ég mínar þakkir sendi þúvarstafiminn. (Hákon Aðalsteinsson.) Elsku afi. Við erum Guði þakklát fyrir að hafa átt þig ekki bara sem afa heldur líka sem góðan vin og traustan fé- laga. Við minnumst elsku þinnar og hlýju með gleði og þakklæti yfir að hafa fengið að njóta hepnar. Við söknum þín. Sjáumst. Magnús, Emil, Hafþór, Guðbjörg, Jón. Elsku afi minn. Mig langar að fá að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú varst alltaf svo hlýr og góður vin- ur og þótti mér alltaf vænt um hversu mikinn áhuga þú sýndir mér og mínum áhugamálum. Afi, ég mun alltaf vera stoltur af því að vera alnafni þinn því þú varst mjög einstakur maður. Mér finnst gott að vita að nú þarftu ekki að þjást lengur því þú ert hjá Drottni. Þinn alnafni, Emil Hallfreðsson. Mig langar með örfáum orðum að kveðja Emma hinstu kveðju, allt frá því ég fyrst man eftir mér hef ég séð hann eins og klett sem ekki haggast sama á hverju gengur, hans rólega og yfirvegaða fas, hjálpsemi og vin- átta voru persónueinkenni sem brugðust honum aldrei. Sú trygga vinátta sem alla tíð ríkti milli Emma og Gullu og minna for- eldra var einstök og hefur vísast átt sinn þátt í því að sterk tengsl hafa alla tíð verið milli okkar bræðra og barna Emma og Gullu. Ég er þakklátur fyrir kynni mín af Emma, en það er þó einn dagur fyrir þrjátíu árum sem mér er efstur í huga þegar ég lít til baka. Ólína Magnúsdóttir frá Kinnarstöðum, sem var kennari við barnaskólann í Vogalandi í Geirdal hafði boðið mér að koma vestur eftir áramótin og setjast á skólabekk hjá sér. Ég vildi ólmur fara og svo heppilega vildi til að Emmi var staddur í Hafnarfirði og á leið vestur, ég varð honum því samferða með rútunni. En skjótt skipast gjaman veður í lofti og svo var þennan dag, þegar við komum í Búðardal var veður orðið mjög slæmt og engin leið fyrir rútuna að fara lengra. Lítill drengur grannur og rýr stóð í hríðinni í snjó upp að hnjám með ferðatösku í annarri hendinni og sængina sína í hinni og það var farið að dimma. Tárin tóku að renna, hvað nú? Það voru huggunarorð Emma og viðmót hans allt gagnvart mér þenn- an dag sem öðru fremur hófu hann til hæstu virðingar í huga mínum. Við komumst alla leið vestur þetta kvöld, ég man ekki hvernig en þar tók Gulla á móti okkur af ástúð og hlýju. Élsku Gulla mín, fyrir hönd mömmu og okkar bræðra bið ég þér, börnum þínum og bamabörnum Guðs blessunar um ókomna tíð, vit- andi að minningin um hann Emma mun lifa með okkur öllum, falleg og hrein. Óskar Rútsson. Emil Hallfreðsson er farinn heim til Drottins. Við kveðjum góðan bróður í trúnni á Krist með þökk í hjarta. Emil var okkur í Krossinum kær. Hann bar með sér ljúfan anda og var í sannleika góðilmur Drottins. Hann bjó yfir hreinu hjarta og hug- arþeli sem vildi öllu góðu vel. Hann var traustur í trú sinni og stóð föst- um fótum á þeirri játningu að Jesús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.