Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ
_________________________________FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 75
FÓLKí FRÉTTUM
Frá A til O
■ ÁLFOSS FÖT BEZT: Tónleikar
með Margréti Eir söngkonu og fé-
lögum fimmtudagskvöld kl. 22 til
01. Þeir sem koma fram auk Mar-
grétar eru Jón Rafnsson, bassi,
Birgir Baldursson, trommur, Karl
Olgeirsson, trommur og Ki-istján
Eldjárn, gítar. Tónleikarnir eru í
tilefni plötugerðar sem Margi-ét
vinnur að ásamt hljómsveitinni.
Þetta er fyrsta sólóplata Margrét-
ar Eirar. Á tónleikunum verða
flutt lög eftir kunna tónlistarmenn
og munu mörg þessara laga prýða
áðurnefnda plötu. Þar má nefna
lög eftir Bob Dylan, Burt Bachar-
ach, Neil Young, Randy Newman,
REM, Madonnu og fieiri snillinga.
Platan kemur út í haust. Hljóm-
sveitin Eplarós frá Vestmannaeyj-
um sér um fjörið föstudags- og
laugardagskvöld.
■ ASGARÐUR, Glæsibæ: Dans-
leikur með Caprí-tríó kl. 20 til 1.
■ CAFÉ AMSTERDAM: Hljóm-
sveitin BT. Company rokkar feitt
um helgina fóstudags- og
laugardagskvöld. Hljómsveitina
skipa þeir: Kiddi G., bassi, Ingvi
V., gítar og söngur, Siggi R.,
trommur og Bjarni Tr., gítar og
söngur.
■ CAFÉ ROMANCE: Lifandi tón-
list öll kvöld. Enski píanóleikarinn
og söngvarinn Miles Dowley
skemmtir gestum á Café Romance
og Café Operu alla daga nema
mánudaga frá kl 20 -1 virka daga
og 21-3 um helgar.
■ CATALINA, Hamraborg: Hinir
víðfrægu Gammel Dansk leika
fyrir dansi föstudags- og laugar-
dagskvöld.
■ GAUKUR Á STÖNG: Hljóm-
sveitin Sóldögg með tónleika
fimmtudagskvöld til kl. 1.
■ GRAND HÓTEL REYKJAVIK:
Gunnar Páll leikur allar helgar kl.
19:15 til 23. Tónlistarmaðurinn
Gunnar Páll leikur og syngur öll
fimmtudags-, föstudags- og laug-
ardagskvöld. Gunnar leikur hug-
ljúfa og rómantíska tónlist. Allir
velkomnir.
■ GULLÖLDIN: Hljómsveitin Jón
forseti skemmtir gestum föstu-
dags- og iaugardagskvöld til 3. Nú
er sá enski farinn að rúlla á breið-
tjaldinu og boltaverð á ölinu.
■ H-BARINN AKRANESI: Diskó-
rokk tekið og plötusnúðurinn
Skugga-Baldur sér um tónlistina
föstudagskvöld kl. 23 til 3. Reyk-
ur, þoka, ljósadýrð og skemmti-
legasta tónlist síðustu 50 ára. 500
kr inn eftir kl. 24.
■ IÐUFELL LAUGARÁSI, Bisk-
upstungum: Línudansleikur laug-
ardagskvöld kl. 22. Síðar um
kvöldið verða leikin almenn dans-
lög. Aðgangseyrir er 500 kr og
möguleiki er á svefnpokaplássi.
Tjaldsvæði. Elsa sér um diskana.
■ KAFFI REYKJAVÍK: Jazzveisla
með Tríói Sigurðar Flosa fímmtu-
dagskvöld kl. 22.30 til 1. Jazz í há-
vegum hafður. Fín upphitun fyrir
Jazzhátíð Reykjavíkur sem hefst
2. september.
■ KÁLDÁRMELAR: Brennureið
og töðugjöld laugardagskvöld.
Hestamenn ríða hópreið að Kald-
ármeium síðan verða kappreiðar,
skemmtiatriði og grillveisla.
Kveikt verður í brennu kl. 22 og
að lokum leikur hljómsveitin Stuð-
bandalagið fyrir dansi.
■ KRINGLUKRÁIN: Rúnar Guð-
mundsson og Geir Gunniaugsson
leika létt og þekkt dægurlög
fimmtudagskvöld kl. 22 til 1.
Hljómsveitin Léttir sprettir leika
fyrir dansi föstudags- og laugar-
dagskvöld kl. 23-3.
■ LEIKHÚSKJ ALL ARINN: Út-
gáfutónleikar Kanada fimmtu-
dagskvöld kl. 22 til 1. Fyrsta
breiðskífa hljómsveitarinnar Kan-
ada kemur út á fimmtudaginn og
af því tilefni verða útgáfutónleik-
ar. Auk Kanada koma fram mynd-
listarmaðurinn Ásmundur _ Ás-
mundsson, plötusnúðurinn Óttarr
Proppé eða Dj. Sexbomb, bræð-
ingshljómsveitin Anus og hinn
óviðjafnanlegi Músíkvatur. Að-
gangseyrir er 700 kr. Hljómsveit-
in Sixties leikur laugardagskvöld.
Tónieikaserían „Gubbaðu ástin mín“ verður haldin föstudagskvöld
kl. 211 Norðurkjallara MH. Þar kemur m.a. fram hljómsveitin Mín-
us en strákarnir eru nú að malla saman plötu með fjöllistamannin-
um Bibba Curver.
Margrét Eir og félagar verða
með tónleika á Álafoss föt
bezt fimmtudagskvöld en
tónleikarnir eru í tilefni
plötugerðar sem hún vinnur
að ásamt hljómsveitinni.
Hljómsveitin Sixties er síðasta
hljómsveitin sem kemur fram í
tónleikaröðinni Svona er sumarið í
samstarfi við Promo, FM957,
Popptíví og Skeifunnar.
■ NAUSTIÐ: Liz Gammon leikur
fyrir matargesti kl. 22 til 3.
Naustið er opið alla daga frá kl.
18. Stór og góður sérréttaseðill.
■ NJALLINN, Dalshrauni 13, Hf.:
Trausti sér um fjörið föstudags-
og laugardagskvöld til 3.
■ NJÁLSSTOFA, Smiðjuvegi 6:
Njáll spilar létta tónlist föstu-
dags- og laugardagskvöid kl. 1 til
6.
■ NORÐURKJALLARI MH: Tón-
leikaserían „Gubbaðu ástin mín“
föstudagskvöld kl. 21. Hljómsveit-
irnar Mínus og Kanada halda
áfram með tónleikaseríuna „Gubb-
aðu ástin mín“ en fyrstu tónleik-
arnir í þeirri röð voru haldnir á
Grand Rokk um verslunarmanna-
helgina. Að þessu sinni verða tón-
leikarnir í Norðurkjallara MH og
verða þar auk Kanada og Minus
hljómsveitimar Klink, Músíkvatur
og Singapore Siing. Kanada eru
nú þessa dagana að senda frá sér
sína fyrstu breiðskífu en strákarn-
ir í Mínus eru að malla saman
plötu með fjöllistamanninum
Bibba Curver. Aðgangseyrir er
500 kr. og ekkert aldurstakmark.
■ NÆTURGALINN: Anna Vil-
hjálms og Hilmar Sverrisson leika
fyrir dansi föstudags- og laugar-
dagskvöld kl. 22 tii 3. Frítt inn til
kl. 23. 30 föstudagskvöld. Hjördís
Geirs og Ragnar Páll leika fyrir
dansi sunnudagskvöld kl. 21.30 til
1.
■ PUNKTURINN, Laugavegi 73:
Blavod partý með hljómsveitinni
Penta fimmtudagskvöld til 01.
Lyfjaeftirlitið leikur ásamt góðum
gestum sunnudagskvöld til 1.
Dúett Sveins leikur fyrir gesti
mánudagskvöid til 1. Bjarni
Tryggvason með dónakvöld mið-
vikudagskvöld til 1.
■ SJALLINN, Akureyri: Hljóm-
sveitin Sóldögg leikur fyrir dansi
laugardagskvöld.
■ SJALLINN, ísafirði: Á móti sól
leikur um helgina. Á föstudag er
16 ára aldurstakmark en 18 ára á
laugardaginn.
■ SKUGGABARINN: Dj. Nökkvi í
búrinu föstudags- og laugardags-
kvöld kl. 23. 500 kr inn kl. 24-2,
1.000 kr ki. 2-4. 22 ára ald-
urstakmark. Snyrtilegur klæðnað-
ur.
■ SPORTKAFFI: Hljómsveitin
Tópas hitar upp fyrir helgina
fimmtudagskvöld kl. 23 til 01.
Coyote Ugly partý föstudagskvöld
kl. 22. í tilefni af frumsýningu
myndarinnar Coyote Ugly verður
haldið partý frá kl. 22-24. Hr.
Miiler og frú Sausa verða á staðn-
um og fá þau hjálp frá villtum
meyjum við að komast í umferð.
Dj. Berti og Dj. Siggi sjá um tón-
listina fram eftir nóttu. Dj. Berti
og Dj. Siggi verða í búrinu laugar-
dagskvöld.
■ SPOTLIGHT: Dj. Þórir sér um
tónlistina fimmtudagskvöld til 01.
Dj. Droopy sér um dansstemmn-
inguna á dansgólfinu föstudags-
og laugardagskvöld.
■ STAPINN: Hljómsveitin Skíta-
mórall leikur sunnudagskvöld.
Forsala aðgöngumiða verður í
Islandsbanka Keflavík. Þeir sem
eru með debetkort frá íslands-
banka fá miðann á lægra verði.
Aldurstakmark 18 ára.
■ VIÐ POLLINN, Akureyri: Pét-
ur Kristjánsson & Gargið leika
föstudags- og laugardagskvöld.
HK!IB£ESE3
Grun-
aður
RÆMAN sem Filmundur býður upp
á að þessu sinni er ekki af verri end-
anum. Um er að ræða forsýningu á
spánýnd bandarískri kvikmynd sem
nefnist Grunaður eða „Under
Suspicion" eins og hún heitir á frum-
málinu, með stórleikurunum Gene
Hackman og Morgan Freeman í að-
alhlutverkum. Leikstjóri myndar-
innar er Stephen Hopkins en hann á
m.a. að baki veiðimannastúdíuna
„The Ghost and the Darkness" með
Michael Douglas og Val Kilmer,
sprengjuti-yllinn „Blow Away“ með
Tommy Lee Jones og Jeff Bridges
og nú síðast geimmyndina „Lost in
Space“.
Grunaður er áttunda mynd Hopk-
ins og er endurgerð á hinni frábæru
frönsku mynd „Garde Á Vue“ eftir
Claude Miller. Sjálfur byggði Miller
mynd sína á skáldsögunni „Brain-
wash“ eftir John Wainwright.
Sagan á sér stað í Port San Juan í
Porto Rico og stundin er stuttu eftir
að stormur hefur riðið yfir og sett
mark sitt á allt bæjarlífið. Hackman
leikur moldríkan og voldugan lög-
fræðing, Hearst að nafni, sem öfund-
aður er mjög fyrir auðæfi sín og ekki
síst f'yrir að vera giftur gullfallegri
konu sem er helmingi yngri en hann.
Myndin gerist á einungis fjórum
klukkustundum en í upphafi hennar
er Hearst kvaddur á lögreglustöðina
því kunningi hans, lögreglustjórinn,
Benezet (Freeman) vill eiga við hann
orð um morðmál sem Hackman varð
viðriðinn eftir að hafa tilkynnt til
lögreglu að hafa fundið lík ungi-ar
stúlku sem hafði verið nauðgað og
myrt á hrottafenginn máta - sú
þriðja á stuttum tíma í bænum. Báðir
eru mennirnir mikils metnir og þjóð-
þekktir og þekkjast persónulega frá
fornu fari en brátt breytist þessi
hversdagslega vinarheimsókn til lög-
reglustjórann í stífa yfirheyrslu, þar
sem brátt kemur í ljós að lögfræðing-
urinn virðulegi býr yfir mörgu
myrku leyndarmálinu og hefur jafn-
vel óhreint mjöl í pokahorninu.
Grunaður er í eðli sínu lítil og óháð
kvikmynd en sökum brennandi
áhuga Hackmans persónulega, mikið
til vegna aðdáunar hans á mynd Mill-
ers, tókst að laða að henni nafn-
togaða listamenn úr kvikmynda-
heiminum, þar á meðal Freeman
sem viðurkennii- fúslega að hafa fall-
ið fyrii' verkefninu fyrst og síðast til
að geta unnið með einum af sínum
eftirlætis leikurum, nefnilega Haek-
man.
Myndin var frumsýnd við góðar
undirtektir á kvikmyndahátíðinni í
Cannes og var hinn franski Miller
sérstaklega ánægður með þessa end-
urgerð á mynd sinni en hann viður-
kennir fúslega að hafa orðið nokkuð
áhyggjufullur í íyrstu þegar hann
frétti að til stæði að endurgera hana:
„Mér þótti myndin bráðgóð, áhrifa-
rík og mögnuð. Virðingin fyrir frum-
gerðunum, bæði skáldsögunni og
mynd minni, var augljós og samleik-
ur þeirra Hackmans og Freemans
þótti mér afar spennandi.“
Myndin verður ekki frumsýnd í
Bandaríkjunum fyiT en í september-
byrjun og eru meðlimir og aðrir
gestir Filmundurs því einir fyrstu í
heiminum sem fá tækifæri til þess að
sjá hana. Þessi athyglisverða forsýn-
ing á Grunuðum mun lúta hefð-
bundnum lögmálum Filmundurs,
þ.e. hún verður sýnd á tveimur sýn-
ingum í Háskólabíói - nú í kvöld kl.
22.00 og á mánudaginn kemur.