Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Golfkort sent öllum kylfíngum í golfklúbbum hárlendis
A sjöunda þúsund manns fá
greiðslukort í pósti óumbeðið
Þessa dagana eru á
sjöunda þúsund meðlimir
í golfklúbbum hérlendis
að fá sent í pósti óumbeð-
ið svokallað golfkort sem
er fullgilt greiðslukort
með 50.000 króna út-
tektarheimild. Þegar
hafa nokkrar kvartanir
borist til tölvunefndar
sem m.a. lúta að því
hvort leyfílegt sé að gefa
út kreditkort án sam-
þykkis korthafa.
AÐ SÖGN Gunnars Bragasonar
forseta Golfsambands íslands hef-
ur Golfsamband Islands í sam-
starfi við Islandsbanka og Sam-
vinnuferðir -Landsýn hleypt þessu
nýja korti af stokkunum.
„Allir kylfingar sem eru skráðir
í golfklúbba hérlendis, sem eru um
átta þúsund talsins, munu fá kort
sent heim í pósti. Kort ungling-
anna verða ekki greiðslukort og
því eru það á sjöunda þúsund sem
fá sent greiðslukort.
Við vonumst til að kylfingar taki
Morgunblaðið/Golli
Þegar kortin berast í pósti er úttektarheimildin
50.000 krónur en hægt er að breyta kortunum eft-
ir þeim skilyrðum sem korthafar uppfylla.
þessari sendingu vel en síðan er
það auðvitað þeirra ákvörðun
hvort þeir gera kortið virkt með
notkun. “
Gunnar segir að golfkortið sé
jafnframt afsláttarkort en ýmis
föst tilboð fylgja því eins og til
dæmis 20% aflsláttur af vallar-
gjöldum á golfvöllum og afsláttur í
ýmsum golfverslunum
Golfkortið er jafnframt með-
limakort í golfklúbbi Samvinnu-
ferða-Landsýnar og GSÍ.
Þá mun golfkortið veita kylfing-
um möguleika á að fá á auðveldari
hátt en ella upplýsingar á golf-
vefnum www.golf.is um t.d. for-
gjöf, þeir geta skráð sig í mót og
skráð rástíma þar sem það er í
boði.
„Kortið hefur verið í þróun í um
ár og við höfum
að einhverju leyti
stuðst við fyrir-
myndir erlendis
frá.“
Formleg
athugun á
næstu dögum
Sigrún Jóhann-
esdóttir, fram-
kvæmdastjóri
Tölvunefndar,
segist engin gögn
hafa í höndunum
um golfkortin og
því engar for-
sendur hafa til að
tjá sig um hvort
leyfilegt sé að gefa út greiðslukort
án samþykkis korthafa. Hún segir
að þegar hafi nokkrar kvartanir og
fyrirspumir borist símleiðis og tel-
ur að búast megi við skriflegum
beiðnum um formlega athugun á
næstu dögum.
Að sögn Sigurveigar Jónsdóttur,
upplýsingafulltrúa hjá íslan-
dsbanka, hefur Islandsbanki aldrei
áður sent fólki kreditkort með
þessum hætti. „Þetta er samstarf-
sverkefni og tilgangurinn var m.a.
að finna leiðir til að þjóna kylfing-
um betur en áður.
Korthafar hafa 50.000 króna út-
tektarheimild en þeir geta síðan
breytt kortunum eftir þeim skil-
yrðum sem þeir uppfylla og það er
hægt að fá golfkort með eigin-
leikum annarra korta.“
Verðmerkingar á útsölum reyndust í flestum tilfellum vera í góðu lagi.
Verðmerkingar í lagi
hjá 96% verslana
ÞEGAR Samkeppnisstofnun
kannaði nýlega hvernig staðið
væri að verðmerkingum á út-
sölum kom í ljós að 96% versl-
ana voru með verðmerkingar í
Iagi.
Að sögn Kristínar Færseth,
deildarstjóra hjá Samkeppnis-
stofnun, þarf samkvæmt Iögum
upprunalegt verð vörunnar allt-
af að koma fram auk út-
söluverðs. Þetta á bæði við um
verðmerkingar í verslununum
sjálfum sem og í auglýsingum í
fjölmiðlum.
Könnunin náði til 192 sérvöru-
verslana en hjá átta verslunar-
eigendum þurfti að gera at-
ÖKUMENN
ST0P
Gerum daginn í dag,
fimmtudaginn 24. ágúst,
að slysalausum degi í umferðinni
Lögreglustjórinn í Reykjavík
m Reykjavíkurborg
Mosfellsbær
B Seltjarnarnesbær
hugasemdir vegna ófullnægjandi
verðmerkinga. í flestum tilvik-
um vantaði þá hið upprunalega
verð vörunnar.
Verðhækkun á
smurbrauði o g
pönnukökum
NÝLEGA hækkaði verð á frönsk-
um pönnukökum og smurbrauði
hjá Nýja kökuhúsinu. Að sögn
Bjarkar Guðmundsdóttur, eiganda
Nýja kökuhússins, hækkuðu
pönnukökurnar úr 550 krónum í
620 sem er 12,7% hækkun og smur-
brauðið úr 450 krónum í 490 krónur
sem er 8,8% hækkun. „Þessar vör-
ur hafa verið á sama verði í fjölda-
mörg ár og í kjölfar launahækkana
og verðhækkana á hráefni urðum
við að hækka verð á þessum vörum.
Þetta er það eina sem hækkaði en
allt annað eins og kaffi, kökur og
sætindi er á sama verði og áður.
Þess má svo geta að í mörgum
kaffihúsum á höfuðborgarsvæðinu
eru pönnukökurnar seldar á 700-
800 krónur."
----------------
Olís með útsölu
í risatjaldi
ÁRLEG útsala Olís verður haldin í
risatjaldi við þjónustumiðstöð fé-
lagsins í Álfheimum dagana 24.-28.
ágúst. Afsláttur verður allt að 80%
frá útsöluverði. Meðal þess sem í
boði verður eru grillvörur, leikföng,
jólaseríur, fatnaður, ofnar og bón.
Útsalan verður opin frá klukkan 12-
20 á fimmtudag og föstudag og frá
klukkan 10-18 laugardag og sunnu-
dag.
Nýtt
Góðar fréttir fyrir
þreytta fætur!
SEGULINNLEGG
ÍSKÓ
Nú eru BIOFLEX
segulþynnurnar
fónlegar í skóinn-
leggjum. Innlegg-
in henta afar vel
þeim sem þjóst
af fótkulda,
þreytu og blóðflæðisvanda í fótum.
BIOFLEX er skilgreint sem lækninga-
búnaður og hafa segluþynnurnar
öflugt segulsvið sem dregur úr sórs-
auka í fótum. Innleggin eru fóanleg
í 6 stærðum og eru seld í flestum
apótekum, lyfja- og heilsu-
búðum. Greinagóðar upplýsingar
ó íslensku fylgja