Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 43
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KVÓTAÞAKIÐ
s
Ifrétt í Morgunblaðinu í fyrra-
dag um afkomu Granda hf. á
fyrstu sex mánuðum ársins
sagði Edda Rós Karlsdóttir hjá
rannsóknum og greiningum Búnað-
arbankans verðbréfa, að Grandi hf.
væri einn af betri fjárfestingarkost-
um í sjávarútvegi en hins vegar væri
ljóst, að frekari sameiningar þyrftu
að koma til, ef ná ætti meiri hagræð-
ingu og framlegð út úr greininni.
I tilefni af þessum ummælum
sagði Brynjólfur Bjarnason, for-
stjóri Granda hf, í samtali við Morg-
unblaðið í gær: „Fyrirtæki á Islandi
eru á undanförnum árum búin að
fara í gegnum miklar breytingar þar
sem orðið hafa samrunar og hagræð-
ingar og náð fram meiri framleiðni,
en við erum engu að síður í gríðar-
legri samkeppni erlendis. Að mínu
mati hafa komið út úr þessu bæði
heilbrigðara umhverfi og heilbrigð-
ari fyrirtæki sem nú eru við rekstur,
en þau þurfa auðvitað að fá svigrúm
til að halda áfram og þá finna sér
samruna eða þau eignarlegu tengsl
sem gera það að verkum að hægt sé
að ná fram hagræðingu. I lögunum
um hámark aflaheimilda í einstökum
tegundum eru því hins vegar settar
skorður hvernig hin eignarlegu
tengsl mega vera.“
Friðrik Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Burðaráss hf., sem er
stór hluthafi í nokkrum sjávarút-
vegsfyrirtækjum og á þess vegna
mikjlla hagsmuna að gæta í þessu
sambandi, segir af sama tilefni í
Morgunblaðinu í gær, að frekari
hagræðingu í sjávarútvegi væru sett
ákveðin takmörk, þannig að fyrir-
tæki gætu ekki sameinast. Þó væri
alveg ljóst, að mikið hagræði væri í
því að fá stærri einingar.
Rökin fyrir stærri einingum í sjáv-
arútvegi eru augljós. Utgerðarfyrir-
tækin geta náð sama aflamagni með
enn færri skipum en nú, sem mundi
spara miklar fjárhæðir í rekstri
þeirra.
Ekki fer á milli mála, að sjávar-
útvegsfyrirtækin eru að byrja að
reka sig á vegg. Þau ná ekki meiri
hagræðingu en orðið er í rekstri,
bæði vegna lagaákvæða, sem banna
einstökum fyrirtækjum að eiga
meira en ákveðið hlutfall af afla-
heimildum og eins vegna margvís-
legra takmarkana á framsali afla-
heimilda.
Þessi ákvæði hafa verið sett í lög
til þess m.a. að mæta þeirri þungu
gagnrýni, sem beinzt hefur að sjáv-
arútveginum frá almenningi vegna
núverandi kerfis, þar sem fyrirtæki,
sem fengið hafa veiðirétt í fiskveiði-
lögsögunni fyrir ekki neitt hafa get-
að selt hann fyrir stórfé. Ekki þarf
að hafa mörg orð um þann milljarða-
hagnað, sem einstaklingar og fyrir-
tæki hafa náð til sín með þessum
hætti og haft hefur afdrifarík áhrif á
þróun íslenzks þjóðfélags á þessum
áratug.
Hins vegar er jafn ljóst, að um leið
og sjávarútvegsfyrirtækin borga
gjald fyrir réttinn til þess að veiða í
fiskveiðilögsögunni, sameign þjóðar-
innar allrar, er engin ástæða til að
setja takmarkanir á framsal kvótans
eða kvótaþak. Forsendan fyrir
áframhaldandi hagræðingu í sjávar-
útvegi er því, að atvinnugreinin sjálf
fallist á að greiða eðlilegt gjald fyrir
þennan rétt. Um leið og slíkt kerfi er
komið á, eru engin rök fyrir því að
takmark rétt til framsals eða setja
ákveðið þak á kvóta fyrirtækjanna.
Það eru því orðnir hagsmunir
sjávarútvegsins sjálfs að samþykkja
slíkar greiðslur enda alveg ljóst, að
fyrrnefndar takmarkanir verða ekki
afnumdar án þess, að slíkar greiðsl-
ur komi til. Til þess væru engar póli-
tískar forsendur.
FERÐUM FÆKKAR
Isamtali við Morgunblaðið í fyrra-
dag sagði Halldór Halldórsson,
bæjarstjóri Isafjarðar, að hann sjálf-
ur notaði innanlandsflug mun minna
en áður. Fyrir nokkrum árum hefði
bæjarstjóri jafnvel þurft að vera á
ferðinni tvisvar í viku en nú þætti
mikið ef hann þyrfti að vera í slíkum
ferðum tvisvar í mánuði. Ástæðan
fyrir þessu væru aukin samskipti
með tölvupósti og fjarfundabúnaði.
I samtölum við Morgunblaðið í gær
tóku fleiri bæjarstjórar á lands-
byggðinni undir þetta sjónarmið. 01-
afur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bol-
ungarvík, kveðst nota tölvupóst og
fjarfundabúnað til þess að leysa mörg
minni háttar mál.
Reynir Þorsteinsson, sveitarstjóri
Raufarhafnarhrepps, segir að ferðum
til höfuðborgarsvæðisins hafi fækk-
að, bæði vegna aukinnar notkunar
tölvupósts og fjarfundabúnaðar en
einnig vegna þess, að erindum hafi
hreinlega fækkað. Hann segir af því
tilefni að stjórnsýslan sé orðin skilv-
irkari en áður.
Snorri Björn Sigurðsson, sveitar-
stjóri Skagafjarðar, segir að ferðum
sínum til Reykjavíkur hafi fækkað en
til þess séu fleiri ástæður en aukin
notkun tölvupósts eða fjarfundabún-
aðar. Það sé líka vegna breyttra þjóð-
félagshátta og minna um að sveitar-
stjórnarmenn þurfi að fara til
höfuðborgarinnar til þess að sinna
hagsmunamálum sinna byggðarlaga.
Þetta eru mjög athyglisverð tíð-
indi. Þau sýna, að hin nýja samskipta-
tækni er að skila verulegri hagræð-
ingu. Allir sjá, að sveitarstjórnar-
menn ná meiri árangri í störfum og
skila meiru ef þeir þurfa ekki að vera
á stöðugum ferðalögum.
Nú er spurningin hvenær þessi
þróun nær til samskipta við aðrar
þjóðir, bæði á vegum utanríkisráðu-
neytis og annarra ráðuneyta svo og
Alþingis. Flest bendir til að tíð ferða-
lög til útlanda séu komin út í öfgar.
Ríkisstjórnir og löggjafarþing geta
heldur ekki verið þekkt fyrir að verða
eftirbátar fyrirtækja og sveitar-
stjórna í notkun nýrrar tækni. Norð-
urlandaþjóðirnar ættu að ganga á
undan með góðu fordæmi enda
tæknivæddari að þessu leyti en
nokkrar aðrar þjóðir.
✓
Vestur-Islendingar í hátíðarskapi í íslensku landnámsbyggðunum í Kanada
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Islendingadagurinn í Gimli er einn af hátindum hátíðarhalda V-Is-
lendinga í Kanada á árinu. Tugir þúsunda fylgdust með þegar Lenore
Good, fjallkona ársins, ók ásamt hirðinyjum sínum i opnum bil, sem
var í fararbroddi mikiilar skrúðbílalestar, um götur Gimli.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Islands í Bandaríkjunum og
Kanada, Hjálmar W. Hannesson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneyt-
inu, og Svavar Gestsson, aðalræðismaður íslands í Kanada, við stytt-
una af Jóni Sigurðssyni fyrir framan þinghúsið í Winnipeg.
200 viðburðir í nær
öllum fylkjum Kanada
Fólk af íslenskum uppruna fjölmennir á
s
hátíðarhöld og aðra Islandsviðburði sem
efnt er til í Kanada á þessu ári í tilefni
landafundaafmælis og til að minnast þess
að 125 ár eru liðin síðan fyrstu íslensku
landnemarnir settust að við Winnipegvatn.
Alls eru viðburðirnir í Kanada á hátíðarár-
inu 200 talsins í nær öllum fylkjum lands-
ins. Omar Friðriksson hitti nokkra
V-íslendinga að máli og talaði við Svavar
Gestsson, aðalræðismann Islands í Kan-
ada, um hátíðarhöldin.
_ Morgunblaðið/Arni Sæberg
Shannon McDonald í Islendingahúsinu í Vancouver. „Amma mín var
frá Islandi og hét Dorianne Thorsteinson. Eg er Islandsprinsessa Is-
lensk-kanadíska félagsins á árinu 2000. Það er margra ára hefð fyrir
því í félaginu að velja stúlku af íslenskum ættum til að vera prinsessa
ársins,“ segir hún. Shannon stendur við hlaðið veisluborð þar sem var
m.a. boðið upp á niðurskorna vínartertu, þjóðarrétt Kanadamanna af
íslenskum ættum.
EFNT er til mikilla há-
tíðarhalda og íslands-
viðburða af margvís-
legu tagi í Kanada á
þessu ári í tilefni
landafundaafmælis og þess er einn-
ig sérstaklega minnst að í ár eru 125
ár liðin síðan fyrstu íslensku landn-
emarnir settust að á Nýja íslandi
við Winnipegvatn í Manitoba. Með-
al hátinda í hátíðardagskrá, sem
stendur yfir í sjö mánuði, var opnun
hátíðarhaldanna í Ottawa 6. apríl sl.
að viðstöddum Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra. Koma víkingaskips-
ins íslendings til L’anse aux Mead-
ows á Nýfundnalandi 28. júli og
opinber heimsókn Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta íslands, til
Kanada dagana 3.-10. ágúst vöktu
einnig mikla athygli í Kanada.
Um næstu helgi verður Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra við-
staddur mikil hátíðarhöld í Halifax
og afhjúpun minnisvarða um ís-
lenska landnema í Markland í Nova
Scotia. Síðasti hápunktur hátíðar-
dagskrárinnar verður svo í október
en þá verður haldið upp á landnám
fyrstu íslendinganna í Manitoba
með margvíslegum hætti allan
mánuðinn, m.a. með opnun glæsi-
legrar menningarmiðstöðvar við
Betel-stofnunina í Gimli.
„íslenskur október
í Manitoba"
Svavar Gestsson, aðalræðismað-
ur íslands í Kanada, og Guðrún
Ágústsdóttir, eiginkona hans, hafa
haft í nógu að snúast við undirbún-
ing og skipulagningu hátíðarhald-
anna í Kanada í samstaríi við landa-
fundanefnd, þjóðræknifélög og
vinafélög Islands í Kanada.
„Við höfum skipulagt um 200 at-
burði í Kanada með einum eða öðr-
um hætti. Oft höfum við gert það
með öðrum. Þannig er Islendinga-
dagurinn yfirleitt skipulagður af
áhugamannafélögum en við höfum
hjálpað til eins og við höfum getað.
ÁUs eru þetta um 200 viðburðir,"
segir Svavar.
„Síðasti hápunktur hátíðarhald-
anna er það sem ég hef kallað „Is-
lenskan október í Manitoba“. Þar
mun m.a. Sinfóníuhljómsveit fs-
lands leika, nýja byggingin í Gimli
verður formlega tekin í notkun, ís-
lenska bókasafnið í Winnipeg verð-
ur opnað formlega og þess verður
minnst sérstaklega að þá eru ná-
kvæmlega liðin 125 ár frá því að ís-
lendingar lentu við víkina í Willow
Point.
Auk þessa verða haldnar hátíðir
um allt land, m.a. í Halifax í lok
ágúst og í Calgary í síðari hluta
september. Okkur tekst að vera
með einhver hátíðarhöld í nær öll-
um fylkjum Kanada á þessu ári,“
segir Svavar.
Svavar hefur unnið ötullega að
undirbúningnum undanfarið ár og
m.a. komið á fót vinnuhópum fólks
af íslenskum uppruna í öllum fylkj-
um Kanada. „Sums staðar þurfti
talsvert átak til að koma þessu af
stað. Við bjuggum til hópa, t.d.
Friends of Iceland í Ottawa og kom-
um á fót sérstakri árþúsundanefnd í
Edmonton, sem hefur orðið til þess
að Edmonton er að verða eitt lífleg-
asta íslendingasamfélagið í Kan-
ada.
Hlutur Kanadamanna í íslend-
ingafélögunum hefur verið afar
þýðingarmikill,“ segir Svavar.
Menning-arleg og félagsleg
tengsl styrkist til langframa
Svavar var spurður um hvaða af-
rakstur hann vildi sjá af þessu há-
tíðarári í Kanada. „Ég vil sjá að
menningarleg og félagsleg tengsl
Islands og Kanada styrkist til lang-
frama litið. Ég er þeirrar skoðunar
að í þessum tengslum við Vestur-
Islendingana, sem svo eru kallaðir,
séu fólgin stórkostleg menningar-
leg og fjárhagsleg verðmæti,“ segir
Svavar.
Hann minnir einnig á að í ræðu
sem Llyod Axworthy, utanríkisráð-
herra Kanada, flutti á íslendinga-
daginn í Gimli 7. ágúst hafi komið
fram að kanadísk stjórnvöld telji að
í Kanada séu í dag 70 þúsund manns
af íslenskum uppruna, skv. upplýs-
ingum úr kanadíska manntalinu.
„Það þýðir með öðrum orðum að í
kanadíska manntalinu hafa 70 þús-
und manns svarað því játandi að
þeir séu íslenskir að uppruna. Það
er líka ljóst að þúsundir eða tugir
þúsunda svara ekki svona spurn-
ingu. Þegar komið er fram í fimmta
lið svara menn því ekki endilega að
þeir séu af íslenskum uppruna.
Ég held að þessi hópur sé um 100
þúsund manns og ég er viss um að í
þessum hópi séu fólgin mikil verð-
mæti fyrir Island. Það er mikilvægt
SVAVAR Tryggvason, fyrrver-
andi skipstjóri, er búsettur
skammt fyrir utan Vancouver í
Bresku Kólumbíu, á vesturströnd
Kanada. Svavar er 84 ára gamall,
ættaður úr Svarfaðardal en hann
flutti til Kanada árið 1953. Svavar
er faðir Bjarna Tryggvasonar
geimfara.
Ég hitti Svavar að máli í Term-
inal City Club í miðborg Van-
couver en hann var þangað kom-
inn til að fylgjast með
hringborðsumræðum um framlag
V-Islendingatil menningarsamfé-
lags hinna mörgu þjóðarbrota
sem byggja Kanada.
Hef alltaf komist í Moggann,
einhvers staðar
Svavar ber sig vel og er fullur
áhuga á öllu því sem tengist Is-
landi. Hann flutti til Kanada árið
1953 eða fyrir 47 árum.
Svavar segist vera í litlu sam-
bandi við Vestur-Islendinga en
hittir þá þó stöku sinnum í Is-
að virkja þetta fólk í menningarleg-
um, félagslegum og viðskiptalegum
efnum,“ segir Svavar.
Hef aldrei talið ástæðu til að
stytta nafnið eða breyta því
Kristrún Turner, kanadísk kona
af íslenskum ættum, er sammála
öðrum V-íslendingum, sem blaða-
maður Morgunblaðsins hitti að máli
á ferð um Kanada, að áhugi færi nú
lensk-kanadíska félaginu sem
heldur uppi margbreytilegri
starfsemi í íslendingahúsinu í
Vancouver.
„Ég gleymi ekki íslenskunni.
Ég kann Ijóð og allt mögulegt. Ég
hef alltaf komist í Moggann, ein-
hvers staðar og les gamlar bækur,
Laxness og Islendingasögur og
man vísur alveg síðan ég var
strákur," segir hann.
Svavar segist hafa komið til Is-
lands fyrir tveimur árum og farið
víða um landið. Hann segir að ís-
land í dag sé þó gjörólíkt því þjóð-
félagi sem hann þekkti þegar
hann yfirgaf landið fyrir 47 árum
og flutti til Kanada.
„Ég ók í bfl norður og flaug svo
suður og fannst landið svo lítið.
Það er allt svo breytt. Það er ekk-
ert þar sem maður fór frá,“ segir
hann.
„Og heill og heiður
hinir landar góðu“
Svavari finnst ánægjulegt að
mjög vaxandi á að rækta tengsl
Kanadamanna af íslenskum upp-
runa og íslendinga. Kristrún var
viðstödd hátíðarhöld í þinghúsgarð-
inum í Winnipeg og fylgdist þar
með þegar Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti íslands, lagði blómsveig
að styttu Jóns Sigurðssonar, í opin-
berri heimsókn forsetans til Kan-
ada.
„Ég heiti fullu nafni Kristrún
Ingibjörg Guðrún og þegar ég var í
hitta Ólaf Ragnar forseta íslands
og aðra Islendinga sem voru með
honum í för: „Okkur þykir mjög
vænt um að fá forsetann og aðra
góða landa, eða eins og Jónas
sagði:
„ Og heill og heiður hinir landar
góðu,
sem hólnmnn gamla farið mí
að sjá.
Þar sem að vorar vöggur áður
stóðu
og vinarorðið fyrst á tungu lá. “
Ég lærði þetta þegar ég var tíu
ára,“ segir Svavar.
Ætlarðu að koma aftur til Is-
lands? „Ekki býst ég við því. Mér
finnst allt svo dýrt þar,“ svarar
hann.
Grét af stolti þegar Discovery
var skotið á braut um jörðu
Svavar ber stoltur mcrki geim-
ferjunnar Discovery í barminum
með áletruðum nöfnum Bjarna og
annarra geimfara úr áhöfnin
geimferjunnar, sem skotið var á
skóla fannst mérgaman að gefa upp
allt nafnið mitt. Eg hef alltaf gengið
undir nafninu Kristrún og hef
aldrei talið ástæðu til að stytta það
eða breyta því,“ segir hún. Móðir
hennar, Jakobína Jónsdóttir, flutti
frá Brú í Jökuldal til Vesturheims
árið 1904.
Kristrún talar ágæta íslensku,
þótt hún segist sjálf vera orðin
nokkuð stirð í móðurmálinu. „Ég
hef engan að tala íslensku við. Móð-
Ljósmynd/Ómar Friðriksson
Svavar Tryggvason hefur búið
í Kanada í 47 ár.
braut um jörðu í ágúst fyrir þrem-
ur árum. „Maður verður að vera
montinn af honum,“ segir Svavar
þegar talið berst að Bjarna.
Svavar segist ekki hafa treyst
sér til að vera viðstaddur geim-
skotið í Flórída af heilsu-
farsástæðum en segist hafa fylgst
með því í beinni sjónvarpsútsend-
ingu á hcimili sínu. „Þegar honum
var skotið upp, sat ég við skjáinn
og hágrét, ekki af hræðslu, heldur
af stolti yfir þvf að okkur tókst
þetta,“ segir Svavar að lokum.
Svavar Tryggvason er ættaður úr Svarfaðardal
Gleymi ekki íslenskunni
Snorraverkefnið
Ljósmynd/Ómar Friðriksson
Frænkurnar Erika Marie Bardal frá Vancouver og Jenna Davíðsdóttir
Bardal frá Winnipeg eru af fslenskum ættum. Þær dvöldu á Húsavík í
nokkrar vikur í júlí sl. í tengslum við Snorra-verkefnið. Þær eru afkom-
endur Halldórs Sigurgeirssonar frá Svartárkoti í Bárðardal, sem flutti
með fjölskyldu sinni og Arinbirni bróður sínum til Kanada 1886. Á ferð
sinni um Norðurland heimsóttu Erika og Jenna m.a. Svartárkot og
kynntu sér einnig minjar um lífshætti forfeðranna, sem varðveittar eru
á byggðasafninu á Grenjaðarstað í Aðaldal, þar sem myndin er tekin.
V-íslensk ungmenni
á slóðum forfeðranna
ir mín kenndi mér íslensku. Ég
held að ég hafi lært íslensku áður
en ég lærði ensku,“ segir hún.
Á uppvaxtarárum sínum bjó
Kiistrún hjá foreldrum sínum í
Vatnabyggðinni í Saskatchewan-
fylki. „Þegar ég varð 17 ára kom
ég til Winnipeg til náms. Móðir
mín sagði alltaf að stúlkur þyrftu,
rétt eins og drengirnir, að læra til
að komast áfram í lífinu."
Menningarmiðstöð í Gimli
Glæsileg íslensk menningar-
miðstöð, Betel Waterfront-stofn-
unin, hefur verið reist við Betel-
heimilið í Gimli, og er henni ætlað
að verða miðstöð starfsemi Is-
lendingafélaganna á þessum slóð-
um, að sögn Neil Bardal, ræðis-
manns í Gimli. Verður byggingin
fonnlega tekin í notkun 21. októ-
ber næstkomandi að viðstöddum
Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra. I húsinu verður m.a. minja-
safnið Nýja ísland, um íslensku
arfleifðina í Kanada, þar sem sér-
stök áhersla verður lögð á land-
nám V-Islendinga við Winni-
pegvatn.
Ibúðir verða í einni álmu húss-
ins á vegum Betel-stofnunarinnar
en rekið hefur verið hjúkrunar-
og elliheimili fyrir aldraða V-ís-
lendinga á Betel-heimilinu allt frá
árinu 1915.
Á öðrum hæðum verður nokk-
urskonar miðstöð fyi-ir íslenska
starfsemi í Manitoba-fylki, Þjóð-
ræknisfélag Vestur-Islendinga
fær þar inni, Neil Bardal, ræðis-
maður í Gimli, mun hafa þar að-
stöðu og Lögberg-Heimskringla
verður þar til húsa.
I Gimli er að verða til menning-
armiðstöð V-íslendingasamfé-
lagsins eða eins og Neil Bardal
orðaði það í samtali við blaðið:
„Við erum farin að líta á Gimli og
hátíðarhöldin á íslendingadaginn
sem einskonar Þingvelli vestur-
íslenska menningarsamfélagsins.
Hér komum við saman til að
fagna, leggja á ráðin og skipu-
leggja starfið,“ sagði hann.
Alltaf Iangað til íslands
Um helmingur heimilismanna
á Betel-dvalarheimilinu eru af-
komendur íslensku landnemanna
í Kanada. Fyrir utan Betel-heim-
ilið hitti blaðamaður aldraða konu
sem sat þar og fylgdist peð opin-
berri heimsókn forseta Islands og
skrúðgöngunni miklu um götur
Gimli á Islendingadaginn, 7.
ágúst. Hún kvaðst heita Emilía
Olson og vera nýorðin 87 ára.
Emilía er fædd í Kanada og bjó í
Riverton í Manitoba. Hún segist
aldrei hafa komið til Islands.
„Mig hefur samt langað að fara
þangað,“ segir hún.
Emilía talar nokkuð skýra ís-
lensku og hef ég orð á því við
hana. „Já, ég tala góða íslensku.
Móðir mín kenndi mér hana. Is-
lenska var fyrsta málið sem ég
lærði. Ég les líka íslensku og hef
alltaf gert,“ segir hún.
Fjölmennt íslendingafélag
Bresku-Kólumbíu
í borginni Vancouver í Bresku-
Kólumbíu á vesturströnd Kanada
er einnig að finna gróskumikið V-
íslendingastarf, enda er þar
starfrækt eitt fjölmennasta
íslandsvinafélag utan íslands, ís-
lensk-kanadíska félagið.
Að sögn Normu Guttormsson,
formanns félagsins, eru nú 515
meðlimir skráðir í félagið. ís-
lensk-kanadíska félagið rekur
margskonar starfsemi í íslend-
ingahúsi, sem er að finna í New
Westminster, úthverfi Vancouv-
er-borgar. Þar hefur m.a. verið
komið upp veglegu bókasafni og
er þar að finna mikið safn ís-
lenskra bóka.
Markmið félagsins hefur alla
tíð verið m.a. að varðveita ís-
lensku arfleifðina, halda uppi ís-
lenskukennslu og efla og rækta
tengsl V-íslendinga og íslend-
inga. Gefur félagið út fréttabréf í
hverjum mánuði. Norma segir að
Íslensk-kanadíska félagið muni
halda upp á 125 ára afmæli land-
náms íslendinga í Kanada með
veglegum hætti í haust.
KANADÍSK ungmenni af íslensk-
um ættum hafa dvalið á íslandi í
sex vikur í senn sl. tvö sumur í
tengslum við svokallað Snorra-
verkefni. Markmiðið með því er að
kynna ungum Vestur-fslendingum
landið, sögu þess og menningu og
dvelja ungmennin hjá íslenskum
fjölskyldum, í nokkrar vikur.
Mikil áhersla var lögð á þetta
verkefni og mikilvægi þess að efla
og styrkja ungmennaskipti milli
íslands og Kanada við hringborðs-
umræður sem fram fóru um sam-
skipti V-Islendinga og Islendinga í
Winnipeg 4. ágúst sl. Um 30 þátt-
takendur ræddu þar ýmsa mögu-
Ieika sem væru fyrir hendi til að
auka tengslin milli landanna. Dav-
id Arnason, einn þátttakendanna,
benti á að „ömmu-þátturinn“
„KOMDU sæll. Ég heiti Hrund
Adamsdóttir Skúlason. Ég hef átt
heima hér í Ameríku í 80 ár,“ scgir
kona, sem situr í öndvegi í hópi
vestur-íslenskra kvenna fyrir
framan styttuna af Jóni Sigurðs-
syni við þinghúsið í Winnipeg.
Hrund er orðin 92 ára gömul og
farin að missa heyrn en er ræðin
og glaðleg, talar skýra og lýtalausa
íslensku. Hún er ein örfárra vest-
ur-íslenskra landnema sem enn eru
á lifi í Kanada en þangað kom hún
aðeins ellefu ára gömul árið 1919.
„Þegar ég var barn átti ég lieima
á Einarsstöðum í Reykjadal í Þing-
eyjarsýslu,“ segir Hrund. „Faðir
minn hét Adam Þorgrímsson, son-
ur Þorgríms í Nesi í Aðaldal og
móðir mín var Sigrún frá Mýri í
Bárðardal, dóttir afa gamla, Jóns á
Mýri,“ segir hún.
Hrund fæddist á Akureyri 1908,
en bjó lengst af Einarsstöðum hjá
Jóni Haraldssyni og Þóru Sigfús-
dóttur eða þar til hún flutti með
móður sinni, Hólmfríði Magnús-
dóttur, ömmu sinni, og systkinum
dygði ekki lengur til að viðhalda
arfleifðinni og minningunni um ís-
lenskan uppruna yngri kynslóðar-
innar. Heather Alda Ireland, ræð-
ismaður fslands í Vancouver,
mælti með að komið yrði á fót
föstum ungmennaskiptum milli
landanna og tóku margir undir
það.
Fáir ungir fslendingar koma á
V-Islendingaslóðir Kanada
Fram kom við umræðurnar að
þrátt fyrir aukinn áhuga á hinni
íslensku arfleifð væri ekki allt sem
sýndist. Bent var á að fáir ungir
Islendingar kæmu á Islendinga-
slóðirnar í Kanada og að innan við
helmingur nemanda í íslensku við
háskólann í Manitoba væri af ís-
lenskum ættum.
til Vesturheims árið 1919. „Við
vorum fyrstu árin á Einarsstöðum
í Reykjadal hjá Jóni Haraldssyni.
Hann var uppeldisbróðir mömmu,
Haraldur faðir hans ól mömmu
upp. Hann var náskyldur Jóni
gamla á Mýri. Dætur Jóns frá
Mýri búa í Saskatchewan," segir
hún.
„Faðir minn fór frá Islandi 1913
og lærði til prests hér í Ameríku.
Við áttum að koma ári eftir en
stríðið skall á og við komumst
ekki fyrr en 1919,“ segir Hrund.
Fjölskyldan bjó fyrst í Hayland
og síðar í Lundarbyggð í Mani-
toba.
Hrund segist hafa komið sjö
sinnum til Islands. „Ég fór seinast
til Islands þegar ég var níræð. Þá
var ég þar í tvær vikur og ferðað-
ist um allt land. Ég kom til Akur-
eyrar og Húsavíkur," segir hún.
Og ætlarðu að fara þangað aftur?
„Já, það ætla ég mér,“ svarar
Ilrund. Eiginmaður Hrundar var
Jónas Skúlason, bóndi í Geysir en
hann lést árið 1959.
Hrund Adamsdóttir frá Einarsstöðum
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Hrund Adamsdóttir fyrir miðri mynd í hópi v-íslenskra kvenna sem
fylgdust með hátfðarhöldum við þinghús Manitoba-fylkis þegar forseti
Islands var þar í opinberra heimsókn.
Hef sjö sinnum
heimsótt Island