Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 49
MORGUNB LAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 49
gaf líf sitt til að frelsa synduga menn.
Hann boðaði ekki trú sína með
fyrirgangi, heldur var hann öðrum
fyrirmynd til orðs og æðis. Hann bjó
yfir þeim kostum sem samfélagið við
Guð grópar inn í menn á löngum
tírna.
Ég nefndi hann ætíð Emil bónda,
þótt hann væri búinn að bregða búi
og sagði honum að það gilti hið sama
með bóndann, sem í sannleika væri
bóndi, og biskupana að nafnbótin
héldist þar til yfir lyki. Bóndi er bú-
stólpi og bú er landstólpi. Emil átti
hugai-far bóndans sem vildi sjá
gróanda og líf í kringum sig og hinar
fjölbreyttu myndir náttúrunnar
höfðuðu til hans og hann fylgdist
glöggt með öllu sem var að gerast í
þjóðlífinu og sérstaklega ef það var
fyrirvestan.
Emmi og Gulla bjuggu sín fyrstu
hjúskaparár að Bakka, en reistu síð-
an nýbýlið Stekkjarholt í landi
Bakka 1962-1967. Þau byggðu af
myndarskap bæði íbúðarhús, útihús
og hlöðu og bjuggu þar rausnarbúi
þar til að þau fluttu til Hafnarfjarðar
1980. Þar hafa þau búið síðan. Þegar
þau brugðu búi áttu þau ekki minni
hey og ekki færra fé en best gerðist í
hreppnum.
Emil stundaði búskapinn af kost-
gæfni og áhuga og var vakinn og sof-
inn yfir velferð sinna - bæði manna
og málleysingja.
Emil eignaðist margar írábærar
skepnur um dagana. Hann var mikill
hestamaður og tamningamaður.
Hann hafði óvenjulegt lag á dýrun-
um og hundamir sem hann tamdi
báru hróður hans víða, enda smöluðu
þeir einir beggja vegna í dalnum og
voru margra manna makar í þeii-ri
vinnu. Hann sigaði hundum meðan
ýmsir aðrir geltu sjálfir.
Emil átti það til að varpa fram
stöku þegar vel lá á honum og gerði
það vel.
Emil var hógvær, stefnufastur,
þolinmóður og skipti vart skapi.
Hann var hlýr og umhyggjusamur
og með afbrigðum dagfarsprúður.
Hann var fjölskyldumaður í bestu
merkingu þess orðs. Hann lagði
áherslu á að hafa heimilislífið farsælt
og hamingjuríkt og marga dagana
gat hann fyllt af eftirvæntingu og lífi
í fábreytninni sem hér var á árum áð-
ur.
Emil tók á móti Jesús Kristi sem
frelsara sínum. Hann tók trú sína al-
varlega og sýndi í breytni sinni að
Jesús var herra og konungur í lífi
hans.
Það er með mikilli þökk og virð-
ingu sem við kveðjum vin og bróður
og biðjum góðan Guð um að hugga
Gullu, bömin og barnabörnin. Guð er
Guð allra huggunar og í honum er
von okkar um sæla endurfundi á
himneskri strönd.
Gunnar Þorsteinsson.
Er ég frétti um andlát mágs míns,
Emils Hallfreðssonar, kom sú frétt
mér ekki á óvart. Það var ljóst að
hverju stefndi. Hann veiktist á síð-
astliðnum vetri og var þá lengi á spít-
ala. Við vonuðum að sá óvinur hefði
verið sigraður er sótti að honum þá,
en sjúkdómurinn tók sig upp aftur.
Þó var hann það hress að hann
treysti sér til þess að skreppa vestur
í Stekkjarholt nú í sumar og áttu þau
hjónin þar saman nokkra góða daga í
yndislegu veðri.
Þegar þau komu suður versnaði
heilsa hans mjög og að tveim vikum
liðnum var hann burt kallaður til að
vera með frelsara sínum.
Emil hafði yfirleitt verið heilsu-
góður á ævi sinni en varð fyrir slysi
fyrir nokkrum árum, og mátti teljast
la’aftaverk að hann komst hfs af og
náði á ný sæmilegri heilsu.
Þegar kær vinur kveður verða
minningarnar oft svo Ijósar og áleitn-
ar. Emil hefi ég þekkt frá því ég fyrst
man eftir mér, enda stutt á milli
bæjanna Valshamars, þar sem ég
ólst upp, og Bakka þar sem hann og
fjölskylda hans bjó. Á mínum
unglingsárum mátti segja að það
væri í fyrstu gerðum að kalla mætti
bílfært vestur fyi’ir Gilsfjörð. Unga
fólkið þar fyrir vestan settist ekki
upp í bfla og keyrði „rúntinn“ sér til
gamans, heldur var hesturinn ennþá
þarfasti þjónninn. Um helgar var því
gjarnan sprett úr spori og farið í
útreiðar, þegar veður var gott.
Á þessum árum kynntust þau
Guðbjörg systir mín og Emil og
felldu hugi saman. Þau giftu sig vorið
1950. Þau höfðu því verið í hjóna-
bandi í 50 ár nú síðastliðið vor. Héldu
þau þann dag hátíðlegan í hópi
fjölskyldu og vina. Þau voru mjög
samhent og aldrei man ég eftir því að
hafa heyrt styggðaryrði þeirra á
milh. Þau voru á margan hátt ólík, en
virtu hvort annað. Gulla, eins og hún
er kölluð, hafði gaman af ferðalögum
og fór til útlanda nokkrum sinnum,
meðal annars til ísraels og víðar.
Einnig heimsótti hún eitt sinn vini á
Nýja-Sjálandi. Emil hafði ekki
áhuga á slíku, en vildi heldur kaupa
sér hesta, en það var ekkert sjálf-
sagðara en að hún færi.
Emmi og Gulla byrjuðu sinn bú-
skap á Bakka í sambýli við Jón bróð-
ur hans. Allt var þetta dugnaðai’fólk.
Síðar stofnuðu þau nýbýlið Stekkjar-
holt þar sem þau sléttuðu tún og
byggðu allt upp frá grunni. Það var
stór dagur þegar flutt vai’ í nýtt íbúð-
arhús. Ekki gat ég stillt mig um að
skjótast vestur og samgleðjast á
þeim degi. í öllu þessu kom vel í Ijós
samheldni þeirra og dugnaður. Það
var mikið áfall fyi’ir þau er það kom í
ljós, eitt vorið, að túnin voru öll kalin.
Þau gáfust þó ekki upp. Ekki hefir
það þó verið erfiðislaust að sækja all-
an heyforða vetrarins suður í Dala-
sýslu. Þau stóðu saman þá eins og
venjulega. Gulla mun hafa keyrt á
milli inn fyrir Gilsfjörð, með hey-
vagninn í eftirdragi, og var hún þá
með barn á fyrsta ári, sem þurfti að
vera með í förum. Vegurinn fyrir
Gilsfjörð var nú lengi mjög ófullkom-
inn, þar sem yfir hann flæddi, er
stórstreymt var. Gat þá komið fyrir
að bflar þurftu að bíða allt upp í tvo
tíma. Einhver óánægður komst svo
að orði eftir slíka bið að það væri nú
lágmarkskrafa að þjóðvegurinn til
Vestfjarða væri lagður á þurru landi.
Nú hefur verið bætt úr þessu með
Gilsfjarðarbrúnni, sem leysti mikinn
vanda.
Emil var mikill búmaður og átti
alltaf marga góða hesta. Hann tók
einnig hesta í tamningu. Hann átti
líka hunda sem víða voru frægir, sem
fjárhundar. Hann virtist geta
„tamið“ þá líka. Ég kom eitt sinn
vestur, féð var uppi í hlíðinni. Áður
en við fórum inn að drekka kaffið
heyri ég að hann segir stundarhátt
við hundinn, „sæktu féð“, þegar við
komum út aftur er hundurinn
kominn með hjörðina heim að fjár-
húsum.
Þegar þau síðar seldu búið og
fluttu suður hafði hann hundana með
sér og tók þá með í sveitina á sumrin.
íbúðarhúsið seldu þau ekki, það varð
eins konar sumarbústaður fjöl-
skyldunnar. Einnig hafði hann eftir
að hann flutti suður nokkrar kindur
sem hann sinnti sér til gamans.
Nú er farsæll æviferill hans á enda
runninn hér á jörð.
Ég minnist allra ferðanna okkar
vestur þar sem kærleikur og gest-
risni umvöfðu ferðafólkið.
Börnin mín voru oft hjá þeim á
sumrin og börn þeirra á mínu heimili,
er þau sóttu skóla í Hafnarfirði. Eftir
að ég missti minn mann buðu þau
mér oft með sér, t.d. fórum við saman
mjög skemmtilega ferð um Vestfirði.
Emmi var ekki aðeins mágur minn
heldur góður, traustur vinur. Hann
var ekki orðmargur en heilsteyptur
var hann og vinfastur.
Emil átti lifandi trú á hann sem
sagði: „Ég er upprisan og lífið, sá
sem trúir á mig mun lifa þótt hann
deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig
mun aldrei að eilífu deyja.“ Þessa trú
hafa þau hjónin eftirlátið börnum
sínum. Það er gott að sjá þeirra
traustu eiginleika koma fram í börn-
um og barnabörnum. Fjölskyldan öll
er sérlega samhent, þar sem virðing
og kærleikur haldast í hendur. Það
hlýtur að vera Gullu minni styrkur er
hún kveður, um stund, sinn ástkæra
eiginmann.
Ég og fjölskylda mín biðjum henni
blessunar svo og börnum hennar,
tengdabörnum og barnabörnum.
Við kveðjum Emma með þakklæti
og virðingu.
Jóhanna F. Karlsdóttir.
OLAFIA SVANDIS
JÓNSDÓTTIR
+ Ólafía Svandís
Jónsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 4.
desember 1917. Hún
lést á Landspítalan-
um 14. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sólveig
Ólafsdóttir frá
Tindstöðum á Kjal-
arnesi, f. 24. júlí
1878, d. 22. júnf
1934, og Jón Jóns-
son, steinsmiður og
bóndi í Brciðholti í
Seltjarnarnes-
hreppi, f. 23. sept.
1883, d. 21. júlí 1951. Ólafía var
sjöunda í röðinni af tíu systkin-
Útförin
kyrrþey.
uin, sem öll eru lát-
in nema Helga en
hún býr á Helluvaði
á Rangárvöllum.
Fóstursonur Ól-
afíu er Grétar Sam-
úelsson sem er
kvæntur Þóru Þór-
isdóttur. Þeirra
börn eru Ólafía
Svandís, Vilhjálmur
og Grétar Þór, og
barnabarnabörn
eru fjögur talsins.
Ólafía starfaði
lengst af hjá Hita-
veitu Reykjavíkur.
hefur farið fram í
Elsku Lóa amma, það er undar-
leg tilfinning að kveðja þig sem hef-
ur alltaf verið til staðar frá því að
við systkinin munum eftir okkur.
Þú áttir einhvern veginn að vera ei-
líf en nú ert þú farin í ferðalagið
sem bíður okkar allra. Þú hafðir
staðið af þér marga þrautina og við
héldum að þú myndir einnig gera
það nú, en svo var ekki og þetta tók
styttri tíma en við áttum von á.
Elsku amma, við systkinin vorum
svo sannarlega heppin að eiga
ömmu eins og þig. Þvílík ævintýri
sem gerðust þegar við heimsóttum
þig í Barmahlíðina og fengum að
gista hjá þér helgi eftir helgi ýmist
öll eða eitt og eitt. Já, þetta voru
ævintýra helgar, þú varst óþreyt-
andi og alveg ótrúlega þolinmóð við
okkur. Hvaða amma í dag myndi
leyfa sínum barnabörnum að fara í
Tarzanleik í stofunni, hoppandi og
skoppandi, æpandi og skrækjandi
uppi um allar mublur og veggi á
nærklæðunum einum saman, eða
vera komin í ævintýraferðir upp í
Öskjuhlíð og jafnvel í Sædýrasafnið
í Hafnafirðinum eldsnemma að
morgni. Þetta fannst þér alltaf
sjálfsagt enda varst þú húsmóðir á
þínu heimili eins og þú sagðir við
foreldra okkar þegar þeir reyndu
að malda í móinn yfir þessum uppá-
tækjum okkar systkina. Einnig var
óþrjótandi föndurefni til hjá þér því
að þú varst nýtin kona og sást verð-
mæti í öllum hlutum og fengu
margir að njóta þess.
Við systkinin vorum ekki þekkt
fyrir að lúra lengi á morgnana og
þú varst líka árrisul og það hentaði
okkur öllum vel. Við munum alla
sunnudagsmorgnana þar sem við
vöknuðum fyrir kl. 7 (ekki síðar) við
sandkökuilminn um alla íbúð og þú
inni í eldhúsi langt komin með
pönnukökubaksturinn. Við biðum
alltaf jafn spennt eftir að allra síð-
asta pönnukakan yrði bökuð, því að
sest var niður og úr henni lásum við
ýmsar kynjaverur. Þú kenndir okk-
ur að meta ýmsan mat svo sem söl,
hákarl og herta þorskhausa svo
eitthvað sé nefnt. Þú varst alltaf til-
búin að lesa fyrir okkur sögur og
mundum við þá alltaf eftir að ná í
vatnsglas fyrir þig svo röddin yrði
ekki rám.
Já, elsku besta amma, það eru
svo margar góðar minningar sem
streyma fram í huga okkar nú þeg-
ar við sitjum hér saman og rifjum
þetta allt upp, og er of langt mál
upp að telja hér.
Þér fannst gaman að fara í stutt
ferðalög með okkur fjölskyldunni
en með árunum treystir þú þér ekki
langt. Þú fylgdist vel með öllu sem
snerti heimsmálin og þekktir land
þitt og þjóð vel þrátt fyrir að þú
ferðaðist ekki víða.
Þú fylgdist alltaf vel með okkur í
gegnum árin og varst ætíð áhuga-
söm um allt það sem við tókum okk-
ur fyrir hendur. Seinna þegar við
eignuðumst okkar fjölskyldur og
síðar börn fannst þér alltaf jafn-
vænt um heimsóknir okkar, sem
hefðu mátt vera miklu fleiri, þú sást
okkur systkinin í okkar börnum.
Elsku amma, við eigum eftir að
geyma minninguna um þig í hjarta
okkar og hugsum til þín með ástúð
og hlýhug um ókomna framtíð. Við
vitum að nú ert þú á góðum stað þar
sem vel er tekið á móti þér.
Guð geymi þig og takk fyrir allt.
Olafía Svandís,
Vilhjálmur Þór, Gretar
Þór og fjölskyldur.
Lóa mín. Nú er komið að kveðju-
stund og þá ósjálfrátt koma upp í
hugann minningabrot frá liðnum
árum. Sumar minningarnar geta
verið daprar en langflestar eru þó
skemmtilegar og ánægjulegt að
rifja þær upp og þannig á það líka
að vera, það góða og jákvæða á að
lifa, annað má gleymast.
Mér er það enn í fersku minni
þegar ég um 10 ára aldurinn kom í
fyrsta sinn til Reykjavíkur, þá eins
og ætíð síðar var komið til þín í litla
gráa húsið, sem hét Húsfell og stóð
við Háaleitisbrautina. Þú tókst auð-
vitað vel á móti öllum hópnum eftir
svakalega langt ferðalag að mér
fannst. Við krakkarnir höfðum nóg
að gera því þarna var margt að sjá
og skoða því gömlu útihúsin stóðu
ennþá uppi. Og þar sem þú vildir
gefa öllum nóg að drekka og borða
með kaffinu þá sendir þú einhverja
af krökkunum út í búð til að kaupa
brauð og kex. Ég vildi auðvitað fara
með en umferðin var svo mikil, að
mér fannst, svona einn og einn bfll á
stangli, að ég komst aldrei yfir göt-
una sama hvað þú hvattir mig. En
kexið var svo gott sem þú gafst mér
að í minningunni jafnast ekkert kex
á við það.
Þetta var bara mín fyrsta ferð til
þín, Lóa, en þær áttu eftir að verða
margar síðar meir. Næst þegar ég
kom þá var búið að fjarlægja úti-
húsin og litla gráa húsið þitt stóð
eitthvað svo eitt þarna við Háaleit-
isbrautina. Og það liðu ekki mörg
ár þar til Húsfell þurfti líka að víkja
fyrir skipulaginu. Alltaf síðan þeg-
ar ég er stödd á horni Háaleitis-
brautar og Miklubrautar hugsa ég
um húsin þín sem stóðu þarna og
voru þér alltaf ofarlega í huga. Eftir
að búið var að rífa húsið niður flutt-
ir þú í Barmahlíðina og ég flutti til
þín og dvaldi hjá þér í næstum fjög-
ur ár. Og ég var ekki sú eina af
systkinabörnunum þínum sem
dvaldi hjá þér um lengri eða
skemmri tíma. Alltaf tókst þú á
móti okkur sama hvert húsplássið
var.
Á þessum árum okkar saman
sagðir þú mér oft frá þínum æsku-
árum, bæði því skemmtilega og því
dapra. Minnisstæð er mér frásögn
þín af því er þú veiktist af berklum
og þurftir að dveljast á Vífilsstaða-
spítala og daginn sem þú fékkst að
stíga fram úr í fyrsta sinn. Her-
bergissystur þínar fylgdust með og
ein þeirra gat ekki orða bundist og
sagði: „Hva, Lóa, ætlarðu enganx,
enda að taka?“ En eins og allir sem
þekktu þig vissu varst þú ekki sú
lágvaxnasta í ættinni.
Eitt af því sem var mjög ein-
kennandi fyrir þig og mér líkaði vel
var hvað þú vildir hafa hlutina í
föstum skorðum. Þú fórst alltaf á
fætur á sama tíma alla daga
vikunnar (stundum hefðir þú mátt
alveg sofa lengur), þú gekkst eftir
sömu götunum þegar þú fórst í
vinnuna, eldaðir saltfisk á þriðju-
dögum, heimsóttir Möggu vinkonu
þína á laugardagsmorgnum, bauðst
Villa bróðr í mat á sunnudögum og
við spiluðum gjarna hornafjarðar-
manna eftir matinn, svona gæti ég
haldið áfram lengi. Já, og svo komu
auðvitað Grétar og Þóra með
krakkana í heimsókn á sunnu-
dögum. Þú gafst þeim alltaf eitt-
hvað gott í munninn, en það var
ekki súkkulaði eða ópal sem þau
fengu. Nei, það voru söl og harð-
fiskur sem þau Svandís og Villi og
síðar Grétar Þór borðuðu af bestu
fyst.
Já, Lóa mín, þessi ár með þér
voru góð og það er gaman að
minnast þeirra og fyi’ir þau vil ég
þakka.
Hin síðari ár hittumst við lítið, v
maður sagði við sjálfan sig: Jæja,
ég lít við riæst þegar ég kem suður,
en svo er bara ekkert næst þú hefur
lagt upp í lokaferðina. Einkennileg
er samt sú tilviljun að örfáum
klukkustundum eftir að afkomend-
ur foreldra þinna komu saman
kvaddir þú þetta jarðneska líf.
Kæru Grétar, Þóra, börn og
Helga, ég veit að þið eigið líka fal-
legar minningar um Lóu og þið eig-
ið samúð okkar allra frá Hróarslæk.
Lóa mín, kallið er komið og við
kveðjum þig að sinni, hafðu mínar
bestu þakkir fyrir allt og allt.
Sólveig Jóna Skúladóttir.
Blómabúð
in
öarðskom
v/ T-ossvoqsUiAcjugaiA
Sfmii 554 0500
rfisdrykkjur í Veislusalnum
Sóltúni 3, Akógeshúsinu,
fyrir allt að300 manns.
EINMG LETfUR HADEGISMATUR
MEDKAFEI OG TERTU A EFTIR - SAMA VERÐ
. sí«>Hs
7,<S °Uur
° netinuf
VEISLAN
G3
Glœsilegar veitingar frá Veislunni
Auslurströnd 12 • 170 Selljarngrnes • Sími: 561 2031 • Fox: 561 2008
VEITINGAELDL__
www.veislan.is
C53
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst aila þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.