Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Smáfólk PO YOU LOVEME7I NEEP TO KNOU) RI6WT NOU)' Elskar þú mig? Ég verð að vita það strax! Nei ég elska þig ekki Ég hefði alveg getað beðið þangað til á morgun.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Miklar framfarir eru á sviði geð- heilbrigðismála Frá Jósteini Kristjánssyni: í LJÓSI þeirra miklu umræðna sem að undanförnu hafa farið fram í fjölmiðlum um aðstæður og aðbúnað starfsfólks á geðdeildum langar mig að leggja nokkur orð í belg. Ég hefi nú um árabil starfað að geðmálum og síðustu árin á deild 28 í Hátúni. Ég hef því um langt skeið verið í návígi við það starf sem þarna fer fram. Tilefni þessarar greinar er að leið- rétta nokkur atriði sem fram hafa komið í umfjöllun undanfarinna mánaða. Afar fátítt er að starfsmenn verði fyrir ofbeldi af hálfu sjúklinga þótt dæmi séu um slíkt. Ef óróleiki kemur upp á deild vinnur allt starfs- fólkið saman að lausn mála en ekki eingöngu aðstoðarmenn og sjúkra- liðar, eins og látið hefur verið að liggja. Starfsfólkið vinnur sem teymi þar sem hver leggur til sína þekk- ingu og álit og unnið er sameiginlega að viðunandi niðurstöðu þannig að árangur verði sem bestur. Svo sem kunnugt er eru innlagnir á geðdeild í sumum tilvikum fáir dagar en líka um lengri tíma. Því er áhersla lögð á að gera deildirnar sem heimilislegastar þannig að vistmönn- um líði sem allra best. Þess vegna kom mér á óvart að gagnrýnt var í viðtali að á deildunum væru blóma- pottar, myndir á veggjum og hnífa- pör í eldhúsi. Myndir og blóm þjóna ákveðnum tilgangi við mótun þægi- legs og heimilislegs umhverfis. Lögð er áhersla á sem fjölþætt- asta félagslega þjónustu. Á þeirri deild sem ég starfa er farið með vist- menn í sund, á kaffhús, gönguferðir, í kvikmyndahús o.fl og tilgangurinn er láta fólk aðlagast lífi í borg. Allan þann tíma sem ég hef starfað að þessum málum hefur aldrei komið til vandamála við þessa þjónustu en hins vegar hefur okkur virst augljóst hve starfsemi sem þessi skilar mikl- um árangri. Gagnrýnt hefur verið að nýtt starfsfólk fái ekki nógu mikla fræðslu við upphaf starfs. Mín skoð- un er sú að ekki þurfi að búa starfs- fólk sérstaklega undir fangbrögð við sjúklinga, miklu fremur er atriði að bera virðingu fyrir sjúklingnum og sýna honum alúð og skilning og það finnst mér hafa verið gert. Uppörvunin við starf eins og þetta er árangurinn sem næst og stundum er það einkum hann sem viðheldur ánægju starfsfólksins. Hins vegar er það til skammar hversu lágt starfs- fólkið er metið í launum. Á Landspít- ala er varið stórum fjárhæðum til tækjakaupa en á geðdeildunum eru tækin í ríkum mæli starfsfólkið og óneitanlega hefur starfsfólkið geysi- lega mikið að segja um hvort árang- ur næst í meðferð. Það er því gríðar- lega mikilvægt að boðin séu mann- sæmandi laun þannig að hæft starfsfólk fáist til starfa. Óviðunandi er hversu lengi hefur dregist að ganga frá tryggingamál- um starfsfólks. Þótt tilvik um ofbeldi séu fá geta þau verið alvarleg og því er nauðsynlegt að hafa trygginga- málin í lagi. Það sætir undrun hve verkalýðshreyfingin er máttlaus í þessum málum og lætur þau lítt til sín taka. Það er óviðunandi að Land- spítalinn skuli telja sér það óviðkom- andi ef starfsmaður slasast af völd- um sjúklings. Þau meðferðarúrræði sem beitt er á Hátúnsdeildinni eru til mikilla framfara og ætti að beita víða á deildum og í kerfinu. Vistmenn búa í íbúðum í húsinu sjálfstætt en leita til deildarinnar með lyfjagjafir og þjón- ustu og aðstoð ef eitthváð er að. Þarna er greinilega um stóran sparnað í rekstri Landspítalans að ræða, árangur mjög góður og mikil- vægt fyrir fólkið að finna sig sem sjálfstæða einstaklinga. Hin neikvæða umræða undanfar- inna mánaða um geðsjúklinga og að- búnað er slæm. Mikilvægur þáttur í að ná árangri er jákvæð umfjöllun og sanngjörn. JÓSTEINN KRISTJÁNSSON, sjúkraliði á deild 28 í Hátúni. Bjálkinn og flísin Frá Reyni Harðarsyni: SÉRA Svavar A. Jónsson tók ný- verið undir orð Sigurbjörns bisk- ups og líkti gagnrýni á kristnihátíð við áróðursbrögð í alræðisríkjum. Hann benti á að nasistar og komm- únistar hefðu gjarnan beitt þeim aðferðum að gera andstæðinga sína tortryggilega í opinberri umræðu. Já, heyr á endemi. Er ekki augljóst hver vill sverta hvern? En ef það skyldi ekki duga að vekja andúð fólks á gagnrýninni með þessari samlíkingu reynir presturinn að vekja samúð með því að persónugera kristnihátíð og segja hana lagða í einelti. Aum- ingja litla kristnihátíðin, einungis með ríki og kirkju sem málsvara gegn þessum ógurlegu alræðis- mönnum. Svavar skilur þó að einhverjir hafi hneykslast á orðum biskupsins og segist ekki hafa orðið hissa þótt hann hefði verið beðinn að skýra mál sitt betur en hægt var í stuttu blaðaviðtali. Biskup fékk heila opnu til að skýra orð sín en lét það að mestu ógert. I blaðagrein stuttu síðar bað ég hann því að segja okk- ur hverjir voru svona ógeðfelldir í orðavali og hvað þeir sögðu. Á meðan því er ósvarað hljóta þessi orð biskups að dæmast dauð og ómerk, aðeins áróðursbragð. Það er ekki úrskurður siða- nefndar sem er prestum til skammar. REYNIR HARÐARSON, þýðandi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.