Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar þór Hópurinn sem tekur þátt í upp- færslu barnaóperunnar Sæma sirkusslöngu. Barnaópera frumsýnd SAMSTARFSHÓPURINN Norður- óp, ópera Norðurlands frumsýnir barnaóperuna Sæma sirkusslöngu eftir Malcolm Fox í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 24. ágúst kl. 20 í Sam- komuhúsinu. Textinn er eftir Susan og Jim Vile en íslenska þýðingu gerði Jóhann Smári Sævarsson. Fjórir söngvarar taka þátt í sýn- ingunni, Jóhann Smári, Sveinn Amar Sæmundsson, Sigríður Elliðadóttir og Elín Halldórsdóttir. Hljóðfæra- leikarar eru þau Helga Laufey Finn- bogadóttir á píanó og Karl Petersen á slagverk. Jóhann Smári og Jón Páll Eyjólfsson leikstýra. Bamaóperan fjallar um sirkus- slöngu sem er hlykkjadansari en þrá- ir ekkert heitar en að læra að syngja. Sæmi lendir í ýmiss konar ævintýr- um á ferð sinni í leit að hinum eina sanna tón. Sýningin er unnin í samvinnu við Leikfélag Akureyrar, Tónlistarskól- ann á Akureyri og Listasumar. Norð- uróp er samstarfshópur sem vinnur að því að skapa óperuhefð á Akureyri Onnur sýning á ópemnni verður fóstudaginn 25. ágúst kl. 20 og á laug- ardag verða tvær sýningar, kl. 14 og 17. Miðasala er í samkomuhúsinu á Akureyri. '------------- Gengið yfir Gönguskarð FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til ferðar á laugardag, 26. ágúst en þá verður gengið úr Bleiksmýrardal, yf- ir Gönguskarð og niður í Garðsárdal. Á sunnudag verður gengið á Rimar í Svarfaðardal. Fyrstu helgina í sept- ember verður gengið upp í Reistar- árskarð og á Kötlufjall. BrottfÖr í all- ar ferðimar er kl. 9 að morgni. Skrifstofa Ferðafélags Akureyrar er opin alla virka daga frá kl. 16 til 19. Leiðangri björgunarsveitarmanna að flaki breskrar flugválar lokið Morgunblaðið/Hörður Geirsson Hér losa leiðangursmenn um flugvélarflakið til að komast að líkamsleifum mannanna. Markmið leið- angursins náðust LEIÐANGRI sex björgunarsveit- armanna úr breska flughemum í Skotlandi og sex íslendinga að fiaki breskrar sprengjuflugvélar sem fórst 26. maí árið 1941 lauk í gærkvöld þegar bresku björg- unarsveitarmennimir komu nið- ur af fjallinu. Vélin fannst í fyrrasumar í jökli á hálendinu milli Öxnadals og Eyjafjarðar. Með vélinni fórust fjórir ungir menn og hafa þær lfkamsleifar sem hafa fundist verið fluttar til byggða. Á sunnudag verður minningarathöfn um þá í Fossvogskirkjugarði þar sem legsteinum þeirra hefur verið komið fyrir. Ættingjar mannanna verða viðstaddir athöfnina. Þátttaka Bretanna þýðingarmikil Hörður Geirsson leiðang- ursstjóri, sem fann flak vélarinn- ar í ágúst í fyrra eftir 20 ára leit sagði að leiðangurinn hefði geng- ið vel. Farið var með þyrlu Land- helgisgæslunnar TF-Sif upp á jökulinn auk þess sem leiðan- gursmenn nutu aðstoðar varnar- liðsmanna á Keflavíkurflugvelli, en þeir voru í æfingaflugi og tóku að sér að flytja nauðsynleg- an búnað úr byggð og upp á jök- ulinn. Leiðangurinn naut aðstoðar björgunarsveitarmanna úr Súlum á Akureyri og sagði Hörður að sveitin hefði lagt til mannafla, bfla og fleira og hefði aðstoð hennar verið ómetanleg. Hörður nefndi sérstaklega félaga sma, þá Skúla Árnason og Örn Arnarsson úr Súlum sem gengið hafa með honum á jökulinn margsinnis og aðstoðað hann á vettvangi. Þá sagði Hörður að lögreglan á Ak- ureyri hefði einnig veitt aðstoð vegna leiðangursins. Á mánudag og þriðjudag var unnið við það að safna saman lík- amsleifum mannanna fjögurra sem fórust með vélinni auk þess sem unnið var af kappi við að _ safna saman braki úr vélinni. ís- lensku leiðangursmennirnir komu til byggða á þriðjudags- kvöld en þeir bresku í gærkvöld. „Þátttaka bresku björgunar- sveitarmannanna í þessum leið- angri var afar þýðingarmikil. Þeir hafa allir mikla reynslu af störfum sem þessum og hún kom sér mjög vel, þetta eru vanir menn sem kunna til verka,“ sagði Hörður. “Þessi leiðangur tókst vel, við náðum þeim markmiðum sem Skoðunarplata vélarinnar, en inn á hana voru færðar allar þær breytingar sem gerðar voru á þeim hluta vélarinnar sem platan var fest við. sett voru, að safna saman líkams- leifum mannanna og koma þeim til byggða, en þeir verða siðan lagðir til hinstu hvflu við athöfn í Fossvogskirkjugarði á sunnudag, en breska sendiráðið á Islandi sér um þá athöfn í umboði breska flughersins,“ sagði Hörð- ur. Leiðangursmenn unnu við þetta verkefni í ágætu veðri á mánudag og voru að fram á kvöld, en á þriðjudag var komin þoka á svæðinu og gekk verkið þá hægar fyrir sig, að sögn Harðar, en þó tókst að ljúka góðu dagsverki. I gær var lokið við þann frá- gang sem hægt var á jöklinum og síðustu leiðangursmenn héldu til byggða siðdegis. Flugvélin, sem var af gerðinni Fairy Battle og var sprengjuflug- vél, fór frá Kaldraðarnesflugvelli að morgni 26. mai áriðl941 og lenti um hádegi á Melgerðismel- um í Eyjafirði, en tilgangur far- arinnar var að sækja tvo meðlimi flugsveitar sem höfðu verið á spítalaskipi sem lá við bryggju á Akureyri. Vélin hvarf á bakaleiðinni, en flak hennar fannst eftir mikla leit. Leitarmenn töldu þó ekki mögulegt að koma líkamsleifum mannanna til byggða og það er ekki fyrr en nú, nær 60 árum eftir að vélin fórst, sem það tekst. Flugstjóri vélarinnar hét Arthur Round og var Nýsjálend- ingur, en Bretarnir þrír báru ættarnöfnin Hopkins, Garret og Talbot. GAFFALVOG • 1000 kg eða 2000 kg • Fyrir bretti og kör • Vönduð og vatnsþétt • Vog á fínu verði Hafðu samband #ELTAK» - vogir ci u okkar fag • Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is Florian Zenker- kvartettinn í Deiglunni Iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti sérjarðhitasvæði Miklir möguleikar á nýtingu jarðhita VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra hefur ásamt föruneyti, starfsmönnum úr ráðu- neytinu og Orkustofnun, verið á ferð um jarðhitasvæði á Norðausturlandi en í ferðinni kynnti hún sér þá mögu- leika á orkuvinnslu sem svæðin bjóða. Bjarni Már Júlíusson, stöðvar- stjóri í Kröflu, gerði grein fjTÍr stöðu mála varðandi stækkun Kröflustöðv- ar, en fyrirhugað er að stækka stöð- ina úr 60 MW í 100 MW. Sagði Bjami að feikinóg orka væri á svæðinu og það væri afar hagkvæmur kostur að stækka stöðina. Þá er einnig hafm at- hugun á umhverfisáhrifum 40MW jarðvarmavirkjunar í Bjamarflagi ásamt lagningu háspennulínu þaðan og að Kröflustöð. Valgarður Stefánsson hjá auð- lindadeild Orkustofnunar gerði grein fyrir háhitasvæðum á Norð- austurlandi á fundi sem ráðherra efndi til á Sel-hótel Mývatni. Fram kom í máli hans að tíu slík svæði eru í þessum landshluta, en einungis hafa verið gerðar rannsóknir á fjómm þeirra. Talið er að vinna megi um 1.600 GW stundir á ári úr þekktum jarðhitasvæðum á Norðausturlandi þegar í lok ársins 2003, standi svæðin við Kröflu, Námafjall, Öxarfjörð og Þeistareyki undir væntingum Valgerður skoðaði einnig svæðið á Þeistareykjum og kynnti sér áform Þeistareykja ehf. sem og íslenskrar orku ehf. Þá var farið í Öxarfjörð en þar vom í fyrrahaust boraðar tvær fyrstu djúpu rannsóknarholumar. Jákvæð niðurstaða tilraunar Ferðinni lauk á Akureyri síðdegis, en þá heimsótti hópurinn HA og kynnti sér jákvæðar niðurstöður til- raunar til orkuvinnslu með niðurdæl- ingu, en umfangsmikil tilraun með niðurdælingu á köldu vatni í jarðhita- kerfið á Laugalandi í Eyjafjaðarsveit stóð yfir frá árinu 1996 og lauk í febr- úarmánuði síðastliðnum. Auk Hita- og vatnsveitu Akureyrar stóð Orkustofnun, Háskólinn í Úpp- sölum, Rarik og Hoechest Danmark a/s að verkefninu og hlaut það 50 milljóna króna styrk frá Evrópusam- bandinu. Niðurstaða verkefnisins er að til skamms tíma er hægt að auka orkuframleiðslu á Laugalandi um 60- 70% af því magni bakrásarvatns sem dælt er niður og er kæling þess óveruleg. Talið er líklegt að til langs tíma sé talan enn hærri. Með því að dæla niður 151/s að meðaltali er hægt að auka orkuvinnslu veitunnar um 24 GWst. á ári sem em um 9% af orku- þörf Akureyrar. FLORIAN Zenker-kvartettinn leikur á Tuborgdjassi í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 24. ágúst kl. 21.30. Kvartettinn kemur til íslands í tilefni af fimm ára afmæli sínu og heimsækir heimaland bassaleikar- ans Gunnlaugs Guðmundssonar, en hann á móðurætt sína að rekja til Akureyrar. Þetta eru lokatónleikar Tu- borgdjassins sem dunað hefur á hverjum fimmtudegi á Listasumri. Kvartettinn hefur unnið til fjöl- margra alþjóðlegra verðlauna og fengið góða dóma fyrir leik sinn. Hann leikur litríkta efnisskrá af djassi byggða á þekktum söngvum undir áhrifum suðuramerísks hljóðfalls, funk- og popptónlistar. Aðgangur er ókeypis á tónleik- ana og öllum heimill á meðan hús- rúm leyfir. Fólki er bent á að koma tímanlega til að ná sér í sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.