Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Purpuralít túrbanlilja, í baksýn hvft, mun lægri.
Liljur II
í SÍÐASTA þætti af Blómi vik-
unnar var fjallað um liljur, en
eingöngu á sögulegan hátt. Nú
verður haldið áfram á svipuðum
nótum og smáfíkrað sig áfram.
Einar Helgason garðyrkju-
maður gaf út bókina Bjarkir,
leiðarvísi í trjárækt og blómrækt,
árið 1914. Þar nefnir hann liljur,
en segir ekkert um eigin reynslu
af ræktur, þeirra. Einar taidi iilj-
ur almennt mjög viðkvæmar hér-
lendis og segir ekki tiltök að
rækta þær annars
staðar en í góðu
skjóli móti sól, í
góðum og frjóum
jarðvegi, nokkuð
sandbornum og
lausum í sér. Þessi
lýsing Einars á
vaxtarkröfum lilju-
blóma á svo sem enn
rétt á sér, þótt mér
finnist hann taka
heldur djúpt í ár-
inni, því liljur eru
margar ótrúlega
harðgerðar og vaxa
villtar við margvís-
leg skilyrði. Stöku
liljur þurfa súran
jarðveg eða basisk-
an, en flestar gera ekki aðrar
kröfur til jarðvegsins en hann sé
vel framræstur, því blautur og
þungur jarðvegur er eitur í bein-
um liljulauka eins og flestra
lauka. Og fyrst farið er að tala
um jarðveginn er ekki úr vegi að
geta þess að liljulaukar eru
venjulega lagðir nokkuð djúpt í
moldu, oftast þrisvar sinnum
hæð lauksins. Undantekning á
þessu eru þó laukar madonnulilj-
unnar.
Einar nefnir nokkrar liljuteg-
undir sem eru ræktaðar norðar-
lega í Noregi og ættu því að þríf-
ast hér. þessar tegundir eru L.
bulbiferum, L. chalcedonicum, L.
martagon, L. tigrinum og L. um-
bellatum. Þarna hefur Einar far-
ið rétt með þar sem nöfnin
hljóma kunnuglega í eyrum
ræktunarfólks, með einni undan-
tekningu þó, L. chalcedonicum er
ekki ræktuð á íslandi mér vitan-
lega, a.m.k. gengur hún þá undir
öðru nafni.
L. bulbiferum er gamla, góða
eldliljan, sem hefur verið ræktuð
hér í meira en 100 ár. Hún er með
harðgerðustu liljum, sem völ er á.
Eldliljan er 60-100 em á hæð og
blómin gulrauð eins og nafnið
segir til um. Vaxtarlag eldliljunn-
ar er mjög einkennandi fyrir lilj-
ur. Blómstöngullinn er stinnur
og laufblöðin sitja eingöngu á
honum. Blöð eldliljunnar eru
stakstæð og útstæð, mjó og
lensulaga. Blómin sitja efst á
stöngulendanum. Þau eru ýmist
stök eða fá saman hjá eldliljunni,
en aðrar liljutegundir geta haft
fjölmörg blóm jafnvel yfir tutt-
ugu talsins á sama blómstönglin-
um. Blómskipunin kallast klasi.
Blóm eldliljunnar eru mjög stór,
skállaga og snúa upp, en liljur
geta líka haft lúðurlaga blóm,
sem vísa til hliðar, eða lútandi. I
blaðöxlum eldliljunnar myndast
litlir hnúðar. Þetta eru æxlilauk-
ar, sem setja má í moldu og fjölga
eldliljunni þannig. Eldlilju er ég
búin að eiga í 25 ár, en móðir mín
átti stórt beð af eldliljum og hún
gaf mér nokkra lauka. Eldliljurn-
ar mínar máttu líða fyrir kunn-
áttuleysi þess sem er að stíga sín
fyrstu skref í garðræktinni og
fengu versta stað í garðinum,
ekkert nema drenmöl. Eg hef oft
hugsað mér að Hytja eldiiijuna en
ekkért orðið af, þar sem hún
blómstrar hvert sumar og ekkert
bólar á jarðvegsþreytu.
Vel á minnst,
liljulaukum fjölgar
smám saman og
verði brúskurinn of
mikill þarf að grafa
laukana upp og
dreifa þeim betur,
e.t.v. gefa nokkra
vinum og vanda-
mönnum. Þá er best
að velja laukunum
nýjan stað í garðin-
um, því moldin verð-
ur rýr og næringar-
snauð þar sem liljur
hafa vaxið lengi.
L. martagon kall-
ast túrbanlilja á ís-
lensku. Hún þrífst
hér ágætlega en er
dálítið vönd að eigendum. Lauf-
blöð túrbanliljunnar eru mun
breiðari en á eldliljunni og standa
í krönsum upp eftir blómstöngl-
inum, sem verður 60-180 cm á
hæð. Túrbanliljan mín stendur
einmitt í blóma núna um miðjan
ágústmánuð og hreykir sér hátt
yfir nágranna sína. Blóm túrban-
liljunnar eru mun minni en á eld-
liljunni. Þau eru 19 talsins á
stærsta stönglinum, en heldur
fæn-i á þeim minni. Blómin eru
lútandi og blómblöðin mikið aft-
ursveigð. Tvö litabrigði túrban-
liljunnar eru mest ræktuð, rauð-
fjólublá eða rauðbleik með
dekkri dröfnum, sem er aðal-
blómliturinn, og hvítt, sem er
sagt stærra og gróskumeira en
aðalliturinn. Mér hefur gengið
mun betur með rauðbleiku blóm-
in, en vinkona mín hefur þveröf-
uga sögu að segja.
Einar Helgason nefndi bæði L.
tigrinum og L. umbellatum. Báð-
ar þessar iiljur hafa skipt um
nafn. L. tigrinum heitir nú L.
lancifolium eða tígurlilja á ís-
lensku. í garðblómabók Hólm-
fríðar Sigurðardóttur segir að
tígurliljan geri svo miklar kröfur
til hita að hér sé best að rækta
hana i gróðurhúsi eða garðskála.
Um aldamótin var hún þó ræktuð
í Vardö, nyrst í Noregi án neins
vetrarskýlis. Tígurliljan var
ræktuð til manneldis í meira en
1000 ár bæði í Kína og Japan.
Laukarnir voru soðnir og bragð-
ast víst líkt og kartöflur. Má ég
þá biðja um gullauga eða Helgu.
L. umbellatum heitir nú L. x
hollandicum eða sveiplilja. Hún
er blendingur af japönsku liljun-
um og var byrjað að rækta hana
um miðja síðustu öld. Ég hef
prófað afbrigðið „Golden
Fleece“, sem er með stórum,
uppréttum, fagurgulum blómum
með dökkum dröfnum. Harðgerð
og falleg.
S.Hj.
BLOM
VIKUMAR
441. þáttur
l)msjón Sigríður
lljartar
A
Islendingur í fyrsta sinn
í alþjóðastjórn Zonta
NÝLEGA var haldið í Honululu á
Hawaii 55. heimsþing Zontahreyf-
ingarinnar. Þingið sóttu liðlega
2000 þátttakendur frá 71 landi, þar
á meðal þrír fulltrúar frá íslandi.
Á þinginu var Dögg Pálsdóttir
hrl. kjörin í alþjóðastjórn Zonta-
hreyfingarinnar til næstu þriggja
ára. Er það í fyrsta sinn sem Is-
lendingur er kjörinn í stjórnina,
sem skipuð er 11 fulltrúum. For-
seti hreyfingarinnar næstu tvö ár-
in er Mary Magee, lyfsali frá
Ástralíu. Viðtakandi forseti var
kosin Margit Webjörn, arkitekt
frá Svíþjóð, og tekur hún við á
næsta heimsþingi sem haldið verð-
ur í júní 2002 í Gautaborg. Aðrir
fulltrúar í stjórninni eru frá Aust-
urríki, Bandaríkjunum, Filippseyj-
um og Mexíkó.
Zontaklúbbar eru starfandi í 71
landi og hafa samtals um 35 þús-
und félaga. Hér á landi starfa nú
sex Zontaklúbbar, tveir í Reykja-
vík, tveir á Akureyri, einn á ísa-
firði og einn á Selfossi. Fyrsti ís-
lenski Zontaklúbburinn, Zonta-
klúbbur Reykjavíkur, var stofnað-
ur fyrír réttum 60 árum.
Zontahreyfingin var stofnuð árið
1919 í Buffalo í New York-fylki.
Hreyfingin berst fyrir bættum að-
búnaði kvenna í lagalegu, efnalegu
og starfslegu tilliti og að því að
bæta heilsufar kvenna og mennt-
un. Þetta hefur Zontahreyfingin
gert frá stofnun með því að veita
milljónir bandaríkjadala til að
styðja konur í þróunarlöndunum
auk þess sem hreyfingin veitir
árlega myndarlega styrki til
kvenna í framhaldsnámi í flug- og
geimvísindum, segir í fréttatil-
kynningu.
Zontahreyfingin beitir sér um
þessar mundir að þremur megin-
verkefnum í heiminum. Áfram er
barist gegn umskurði stúlkubarna
í Afríkuríkinu Burkina Faso.
Verkefnið er unnið í samvinnu við
stjórnvöld landsins og Barnahjálg
Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). í
annan stað berst Zonta gegn
blóðsýkingu í konum í Nepal sem
rekja má til lélégs aðbúnaðar við
barnsfæðingar. Verkefnið er unnið
í samvinnu við Kvennastofnun
Sameinuðu þjóðanna (UNIFEM).
Loks berst Zonta gegn kvennaof-
beldi á Indlandi. Verkefnið er
einnig unnið í samvinnu við UNI-
FEM.
DÍEX 2000
Aðsókn var góð að DÍEX 2000 og NORDJUNEX 2000.
FRIMERKI
U m s j ó n: J ó n
Aðalsteinn Jónsson
Að lokinni frímerlyasýningu á
Kjarvalsstöðum í júlfmánuði.
Framhald.
AÐ þessu sinni skal haldið áfram
að segja frá DÍEX 2000, en um-
sögn um unglingasýninguna
NORDJUNEX 2000 bíður næsta
þáttar.
Áður en lengra er haldið, skulu
tvær missagnir í síðasta þætti leið-
réttar og um leið beðizt afsökunar
á þeim. Bréfspjaldasafn Sigurðar
R. Péturssonar fékk 88 stig og
gullverðlaun, auk heiðursverðlauna.
Aftur á móti fékk bréfspjaldasafn
Þjóðverjarans Kurt Bliese 81 stig
og stórt gyllt silfur. Fyrir misgán-
ing eignaði ég það safn öðrum
Þjóðverja, Heinrich Schilling, sem
átti þar hins vegar safn erlendra
stimpla á pósti frá íslandi. Fyrir
það fékk hann 88 stig og gull-
verðlaun, auk heiðursverðlauna.
Óbreytt stendur svo það, sem sagt
var um Schilling, að hann sendi frá
sér fyrir fáum árum gagnmerka
bók um íslenzk bréfspjöld.
Á DÍEX 2000 fengu nokkur
söfn stdrt, gyllt silfur
Hjalti Jóhannesson sýndi gamal-
þekkt safn elztu íslenzku póst-
stimplanna og hlaut fyrir 83 stig og
stórt, gyllt silfur. Hjalti er enn að
bæta ýmsu góðu við safn sitt, svo
að það á ekki langt í gullverðlaun á
þjóðlegum sýningum.
Er ég ekki í vafa um, að Hjalti
nær svo langt, en því verður ekki
neitað, að róðurinn þyngist æ meir,
þegar svo hátt er komið í verð-
launastiganum, Slík er reynsla allra
frímerkjasafnara, sem þátt taka í
sýningum, þar sem keppni er oft
tvísýn um árangur og stig.
Wolfgang Holz frá Þýzkalandi
hefur lagt stund á söfnun íslenzkra
númerastimpla og á orðið gott safn
þeirra. Hann fékk 82 stig og stórt
gyllt silfur fyrir þetta efni sitt.
Annar Þjóðverji, sem er mörgum
kunnur hér á landi og er mjög
áhugasamur um ísland, Roland
Daebel, fékk einnig 82 stig og stórt
gyllt silfur. Safn hans er skipspóst-
ur til og frá íslandi og eins um-
hverfis landið. Að sögn þeirra, sem
betur þekkja til þessa efnis en ég, á
Daebel orðið mjög áhugavert safn
um þennan póst.
Þá fengu tveir Þjóðverjar 80 stig
og gyllt silfur fyrir söfn sín. Annar
þeirra, Wolfgang Holz, fyrir safn
skips- og móttökustimpla erlendis,
og hinn, Gerhard Miiller, fyrir póst,
tengdan íslandi í síðari heimsstyrj-
öldinni. Á hæla honum kom svo
Rúnar Þór Stefánsson með annað
safn pósts frá sama tíma. Hann
hefur safnað þessu efni á liðnum
árum og sýndi það nú fyrst opin-
berlega. Var ánægjulegt að sjá,
hversu vel honum hefur orðið
ágengt við þessa söfnun, enda hún
um margt torveld, þar sem leita
verður þessa pósts að mestu er-
lendis. Þetta eru annars vegar bréf
og sendingar hermanna, sem hér
dvöldust, til vina og vandamanna
sinna, sem heima sátu, og hins veg-
ar almennur póstur til og frá Is-
landi, sem barst íslendingum eftir
ýmsum póstleiðum milli hernum-
inna landa. Vafalaust hafa margar
þessara sendinga geymzt sem
helgidómar í höndum viðtakenda,
ekki sízt í fjölskyldum hermanna,
og því varðveitzt fram á þennan
dag. Nú er þessi póstur að koma á
markaðinn, vafalítið úr dánarbúum
hermanna og erfingjanna þeirra.
Rúnar hlaut fyrir þetta safn sitt
77 stig og gyllt silfur, auk heiðurs-
verðlauna. Einnig voru honum veitt
verðlaun, farandbikar, sem legið
hefur í dái um nokkur ár, en er
veittur því nýja safni, sem fram
kemur og hefur vakið sérstaka at-
hygli dómnefndar. Er vonandi, að
fram komi á næstu árum safnarar
með nýstárlegt frímerkjaefni, sem
verðskuldi þennan farandgrip.
Annar safnari úr okkar röðum,
Sveinn Ingi Sveinsson, núverandi
formaður FF, sýndi í fyrsta skipti
safn sitt af íslenzkum númera-
stimplum, bæði á stökum merkjum
og eins á heilum póstsendingum.
Hlaut það 68 stig og silfur. Hér
getur söfnurum orðið þungt undir
fæti, því að margir númerastimplar
eru torfengnir og sitja auk þess
þegai- fastir i söfnum annarra safn-
ara.
Jón Egilsson, sem hefur lengi
reynzt trúr og tryggur félagi meðal
íslenzkra frímerkjasafnara, sýndi
hér sem oft áður safn sitt, sem
hann tengir fæðingarbæ sínum,
Hafnarfirði. Fyrir það hlaut hann
65 stig og silfurverðlaun. Ég hef
áður í þáttum mínum fjallað um
safn Jóns og látið þess þá getið, að
þetta svið sé ærið þröngt og eigi
það því allerfitt uppdráttar í verð-
launastiganum. Það, sem torveldar
einkum slíkt söfnunarsvið, sem að
mínum dómi gæti ekki síður átt
heima sem svonefnt átthagasafn en
hreint póstsögusafn, er, hversu erf-
itt hlýtur að vera að komast yfir
góð bréf og aðrar póstsendingar
frá Hafnarfirði með þeim stimpla-
gerðum, sem þar hafa verið notað-
ar. Ef einhver sá, sem les þessar
línur, ætti í fórum sínum slíkar
póstsendingar til og frá Hafnar-
firði, ekki sízt frá upphafi þessarar
aldar, ætti hann að hugsa til Jóns
og safns hans.
Daninn Torben Jensen var eini
safnarinn utan íslands og Þýzka-
lands, sem tók þátt í DÍEX 2000,
enda er hann félag í FF. Hann
sýndi safn sitt af Kristjáni konungi
X. Hefur hann dregið margvíslegt
frímerkjaefni saman, sem heyrir
þeim konungi til. Fyrir þetta safn
hlaut Torben 80 stig og gyllt silfur.
Ýmislegt annað mátti sjá á þess-
ari sýningu. Don Brandt átti safn,
sem nefndist Building bridges to
the past og var í níu römmum. Don
er þekktur fyrir að fara ekki troðn-
ar slóðir í söfnun sinni sem öðru,
svo að hér mátti kenna margra
grasa. Að ósk hans var það ekki
dæmt til verðlauna. Þá sýndi Ind-
riði Pálsson í einum ramma sýnis-
horn íslenzkra bréfspjalda, sem
send höfðu verið frá Islandi 1880-
1903. Þetta sýnishorn sýndi okkar
þó, að Indriði á í fórum sínum
marga skemmtilega hluti á þessu
sviði sem og mörgum öðrum í ís-
lenzkri frímerkja- og póstsögu.
Þjóðskjalasafn Islands átti á
DÍEX 2000 í þremur römmum dýr-
gripi úr safni sínu, almenn bréf og
þjónustubréf frá skildinga- og
auratímabilinu. Þá sýndi Islands-
póstur hf. í þremur römmum tillög-
ur að frímerkjum, og Hlynur Ólafs-
son í einum ramma, hvernig
frímerkjaútgáfur verða til.
Jón Aðalsteinn Jónsson