Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknir Unu Strand mannfræðings á beinum hafa vakið athygli Kynnti niður- stöður sínar fyrir FBI Una Strand Viðarsdóttir, kennari við há- skólann í Durham í Bretlandi, hefur í nokk- ur ár stundað rannsóknir á hauskúpum barna. Sigríður B. Tómasdóttir hitti Unu að máli og komst að því að hún kynnti nýverið niðurstöður sínar fyrir FBI. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Una Strand Viðarsdóttir. Vatn á gólfum Rimaskóla SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað að Rimaskóla í Grafarvogi um hálfellefu í gærmorgun en þá hafði vatn flætt um ganga og kennslustof- ur skólans. Svo virðist sem skrúfað hafi verið frá brunaslöngu með þeim afleiðing- um að vatn flæddi út á gólf. Vatnið barst milli hæða um lagnastokk og telur slökkviliðið að um 300 m gólf- flötur á báðum hæðum skólans hafi verið undir vatni þegar þá bar að garði. Það tók slökkviliðið um tvo klukkutíma að hreinsa vatnið af gólf- inu. Skemmdir eru ekki taldar mikl- ar. Varðstjóri slökkviliðsins segir að það sé alltaf hætta á að raki berist í raflagnir þegar vatn flæðir um hús. -----f-4-#---- • • Okumaður kastaðist út um afturrúðu FÓLKSBIFREIÐ var ekið á Ijósa- staur við gatnamót Miklubrautar og Rauðagerðis um klukkan hálf níu í fyrrakvöld. Við áreksturinn kastað- ist ökumaðurinn út um afturrúðu bif- reiðarinnar. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi. Bifreiðin var fjarlægð af slysstað með krana- bíl. -----MH------- Vottaði rúss- nesku þjóðinni hluttekningu HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra vottaði í gær í bréfi til Ig- ors Ivanovs, utanríkisráðherra Rússlands, rússnesku þjóðinni hlut- tekningu sína vegna hins hörmulega slyss í Barentshafi þegar rússneski kafbáturinn Kúrsk fórst með allri áhöfn. UNA hóf nám í líffræðilegri mann- fræði við Lundúnaháskóla að loknu stúdentsprófi úr MR haustið 1991. í náminu heillaðist Una svo á nám- skeiði sem hún tók um uppruna mannsins að hún hefur verið „innan um bein síðan,“ eins og hún segir sjálf. I kjölfar rannsóknar sem hún vann um Neanderdalsbörn vaknaði áhugi hennar á að rannsaka andlit Neanderdalsmanna og athuga hvort það yxi eins og andlit manna. „Þegar ég fór að athuga þetta komst ég að því að ekki hafði verið rannsakað almennilega hvernig andlit á mönnum vex. T.d. vissi eng- inn hvort fólk af mismunandi kyn- þáttum vex eins. Andlitsbein í mönnum breytast nefnilega ekki eins og aðrir líkamshlutar. Sumir hlutar vaxa mjög hratt, eins og heil- inn, aðrir eru lengur að vaxa. Því breytast hlutföllinn í andlitinu mik- ið eftir því sem maður vex.“ Una, sem lauk doktorsprófi frá Lundúnaháskóla sl. haust, segist einkum leggja stund á tvennt í rannsóknum sínum, annars vegar beri hún saman hauskúpur karla og kvenna af sama þjóðflokki. Hins vegar hefur hún verið að skoða hve- nær munurinn á hauskúpum karla og kvenna kemur í ljós og hvenær munur ólíkra þjóðflokkar kemur í ljós. „Það eru margir sem trúa því að öll börn séu nákvæmlega eins, en mér virðist svo ekki vera. Krakkar eru strax búnir að fá ákveðin ein- kenni um leið og þau fæðast.“ Ekki er laust við, í framhaldi af umræðum um hauskúpur og hlut- föll, að blaðamanni detti í hug vís- indamenn sem aðhylltust mannkynbótastefnu og vafasamar rannsóknir nasista á fólki af ólíkum uppruna. Una kannast greinilega við þessa tengingu enda segir hún fagið hafa verið lengi að ná sér eftir spjöll nas- ista og þeirra fylgifiska. „Það hefur mjög félagslega þýð- ingu fyrir fólk að verið sé að rann- saka mun á fólki eftir þjóðflokkum. Eg bendi hins vegar á að ég trúi því að ekki sé neinn vitsmunalegur munur milli þjóðflokka. Hins vegar er vitað mál að þjóðflokkar líta mis- munandi út og ég hef áhuga á að komast að því hvernig það gerist, hvar og hvenær. Þetta er vísindaleg spurning sem þarf að svara." Rannsóknir sem auðvelda að bera kennsl á lík Svarið við spurningum Unu vek- ur ekki eingöngu áhuga félaga hennar í fræðunum heldur hefur sýnt sig að rannsóknimar hafa einnig hagnýta þýðingu. „I rannsóknum á stórslysum, eða þegar t.d. Sameinuðu þjóðirnar eru að grafa upp fjöldagrafír, þá auð- veldar það mjög að bera kennsl á lík ef hægt er að greina kyn og þjóðflokk af beinum. Þetta kerfi hef ég verið að reyna að þróa. Hingað til hefur t.d. verið mjög erfitt að gera þetta með hauskúpur barna vegna hlutfallsbreytinganna sem verða á hauskúpum." Rannsóknir Unu hafa leitt í ljós að hægt er að segja til um þjóðflokk barna útfrá hauskúpunni og jafn- vel kyn. I framhaldi af því tók Una að velta fyrir sér hvort einhverjar af niðurstöðum hennar gætu nýst á sviði réttarmannfræði. Það fag er rétt að komast á skrið í Bretlandi en hefur verið þróað talsvert í Bandaríkjunum. „Réttarmannfræðingar eru t.d. fengnir þar til að lesa úr beinum þegar þau finnast og jafnvel að að- stoða við uppgröft. Lögreglan er farin að vinna þó nokkuð með þeim. í Bretlandi er þetta rétt að byrja og þegar ég fór t.d. á hraðnámskeið í réttarmannfræði þá voru þar með mér tíu háttsettir lögreglumenn að kynna sér fagið.“ Þetta era þó ekki einu kynni Unu af lögreglunni því eins og áður er komið fram flutti hún á dögunum fyrirlestur fyrir starfsmenn banda- rísku alríkislögreglunnar (FBI). Henni var boðið á ráðstefnu FBI í kjölfar fyrirlestra sem hún hafði haldið á ráðstefnum í Banda- ríkjunum. „Þetta var ráðstefna fyr- ir starfsmenn þeirra sem starfa við að bera kennsl á fólk. Einnig voru þarna listamenn sem starfa við að búa til andlit á hauskúpur eins og gert er ef allt annað bregst.“ Una segir það hafa verið frekar sérstaka reynslu að taka þátt í ráð- stefnunni, sem haldin var í höfuð- stöðvun FBI, Edgar Hoover- byggingunni í New York. „Það byrjaði á flugvellinum þar sem ég var spurð að því hvað ég væri að fara að gera í Banda- ríkjunum og menn gerðu sig líklega til að líta á farangurinn. Þegar svarið kom þá var ekki spurt frekar heldur var ég boðin velkomin." Umhverfið var heldur ekki eins og á hverri annarri háskólar- áðstefnu. Oryggisgæsla var mjög ströng og allar töskur gegnumlýst- ar áður en farið inn í bygginguna. „Síðan var manni alltaf fylgt ef maður þurfti að bregða sér frá úr ráðstefnusalnum. Þeir voru greini- lega ekki á því að láta einhveija mannfræðinga komast í gögnin hjá sér.“ En frá Bandaríkjunum til Bret- lands. Þar starfar Una við háskól- ann í Durham við kennslu og rann- sóknir og stefnir hún á að halda rannsóknum sínum áfram þar. „Það eru víst ekki mörg tækifæri fyrir mig hér á landi,“ segir Una Strand. Morgunblaðið/BFH Spakir bekrar á Villingadal ÞEIR eru sannarlega myndarlegir þessir bekrar sem urðu á vegi göngumanns inni á Villingadal í Fljótsdalshreppi á dögunum. Nú styttist óðum í göngur og rétt- ir. Trúlega verður þeim þá sómi sýndur og þeir leiddir beint á tún en ekki reknir til réttar þessir höfðingjar þegar smalamenn hitta þá fyrir í hlíðinni, feita og þung- færa eftir sumarið og ekki til lang- hlaupa. Island gerist aðili að Pompidou-hópnum Berst gegn ffkniefnum RÍKISSTJÓRN íslands sam- þykkti í fyrradag tillögu dómsmálaráðhen-a, Sólveigar Pét- ursdóttur, um þátttöku íslands í svonefndum Pompidou-hópi Evrópuráðsins. Hópurinn var sett- ur á fót árið 1971 að tillögu Geor- ges Pompidou forseta Frakklands og er ætlað að berjast gegn mis- notkun fíkniefna og fíkni- efnasmygli. „Eg vænti þess að við munum njóta góðs af þessu samstarfi,“ sagði Sólveig í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hún segir aðildina undirstrika aukið vægi alþjóða- samstarfs, ekki síst í baráttunni gegn ííkniefnum. „íslendingar þurfa nú að fást við sömu vandamál og aðrar vestræn- ar þjóðir,“ sagði Sólveig. Náið samstarf þurfi að vera milli landa í baráttunni við fíkniefnavandann. Sólveig mun sækja ráðherrafund Pompidou-hópsins, sem haldinn verður í Portúgal í október. Styrkir aðgerðir gegn eiturlyfjum Pompidou-hópurinn var í upp- hafi óformlegur hópur nokkurra ríkja en árið 1980 var ákveðið að hópurinn skyldi halda starfsemi sinni áfram innan ramma Ewópu- ráðsins. Aðildarríki Evrópuráðsins ákveða hvort þau vilja taka þátt í starfi hópsins og þau ríki, sem það gera, greiða þann kostnað sem leiðir af samstarfinu. Starf hópsins er ekki hluti af reglubundinni starfsemi Evrópu- ráðsins. Markmið hans er að rannsaka vandamál tengd misnotkun fíkni- efna og ólöglegum flutningi þeirra frá sem flestum hliðum. Pompi- dou-hópurinn styrkir m.a. heilda- raðgerðir gegn fíkniefnum á vett- vangi einstakra ríkja, svæða eða héraða. Hann aðstoðai' við að bæta gagnasöfnun í Evrópu og hvetui' til miðlunar á þekkingu og reynslu milli viðkomandi stjórnvalda og faghópa í Evrópu á áróðursaðferð- um og áætlunum til að minnka eft- irspurn eftir fíkniefnum. Pompi- dou-hópurinn styrkir ái'angursríka framkvæmd í Evrópu á alþjóða- samningum um eftirlit með fíkni- efnum og vinnur að því að efla samvinnu á landamærum í baráttu gegn flutningi fíkniefna. Segja má að Pompidou-hópur- inn sé víðtækur vettvangur þar sem þeir sem móta stefnu stjórn- valda, fagaðilar og sérfræðingar geta rætt saman og skipst á upp- lýsingum og hugmyndum á öllum sviðum varðandi misnotkun fíkni- efna og ólöglegan flutningi þeirra. I samstarfí við Interpol Aðild að Pompidou-hópnum eiga nú 31 af 41 aðildarríkjum Evrópu- ráðsins, þar af öll vestur-Evrópu- ríkin nema ísland. Framkvæmda- stjórn ESB á einnig aðild að hópnum. Síðan 1991 hefur Pomp- idou-hópurinn veitt ríkjum mið- og austur-Evrópu tæknilega aðstoð þótt þau hafi ekki átt aðild að sam- starfinu. Þá hefur Kanada og Bandaríkjunum verið boðið að taka þátt í starfsemi á vegum hópsins. Hópurinn er í óformlegu sam- bandi við önnur alþjóðasamtök og áhugasamtök sem vinna að fíkni- efnamálum, s.s. alþjóða heilbrigðisstofnunina, Interpol, Europol o.fl. Pompidou-hópurinn starfar á þremur stigum. Ráðherrar hittast á tveggja ára fresti til pólitískrar umræðu og taka þá ákvörðun um forgangsverkefni og samþykkja verkáætlanir. Fastir tengiliðir eru tilnefndir af hverju aðildarríki. Þeir hittast tvisvar á ári. Þetta eru háttsettir embættismenn frá aðild- arríkjunum, venjulega frá ráðun- eytum eða embættum sem ábyrgð bera á að samræma stefnumótun varðandi fíkniefnamál. Þeir hafa almennt yfirlit yfir starfsemina og samþykkja þá vinnu sem þróuð er af hópnum. Sérfræðingar taka þátt í vinnuhópum, ráðstefnum og fundum varðandi tæknileg mál- efni. Starfsmenn Evrópuráðsins und- irbúa og skipuleggja alla fundi hópsins og sjá um aðra stjórnsýslu hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.