Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 61 Siðmennt og kristni PAÐ eru býsna margir sem hafa kvatt sér hljóðs vegna kristnihátíðar á Þing- völlum í sumar. Upphaflegt tilefni þessarar umræðu var tilkostnaður vegna þessarar hátíðar og þarf engan að undra þótt fólk hafi skoðanir á slíku enda um skatt- fé almennings að ræða. Það vekur hins veg- ar talsverða undrun að sumir skuli þurfa að nota þessi hátíðahöld til þess að gera lítið úr hlutverki kirkjunnar og stöðu henn- ar í samfélaginu. Einstaka ganga jafnvel enn lengra og gera lítið úr því fólki sem notfærir sér þjónustu kirkjunnar. Jórunn Sörensen kennari skrifar grein í Morgunblaðið 15. ágúst og gerir að umfjöllunarefni grein sem dr. Pétur Pétursson prófessor skrif- aði í Morgunblaðið 20. júlí þar sem hann fjallaði um þá staðreynd að ís- lenska þjóðin leitar til kirkju sinnar „bæði sem heild og sem einstakling- ar - á hátíðum, á gleðistundum og eins þegar sorg og áföll steðja að.“ Jórunn er augljóslega ósátt við þessa fullyrðingu dr. Péturs. Hún viðurkennir reyndar að það sé rétt að fólk láti sldra og ferma börnin sín og jarða sína nánustu. Hún segir hins vegar: „en það er mín skoðun að það séu langt frá því allir sem gera það af fúsum og frjálsum vilja.“ Þetta er sannarlega athyglisverð skoðun ekki síst í ljósi þess að höfundur er kennari og hlýtur því að bera einhverja ábyrgð á fáfræði þeirrar þjóðar sem lætur kirkjuna plata sig til þess að blessa börn og brúðhjón. í framhaldi af þessum dómi yfir þjóðinni lofsyngur Jórunn samtökin Siðmennt og bendir á að þau bjóði upp á samskonar þjónustu og kirkj- an, t.d. borgaralega fermingu. Hún fer fallegum orðum um undirbúning þeirrar athafnar en finnur þó aftur tilefni til þess að hnýta í kirkjuna er hún segir um borgaralega ferm- ingu: „Mikil fjölgun hefur orðið í þátttöku þrátt fyrir andstöðu kirkjunnar manna sem hafa ekki linnt látum í að reyna að sannfæra fólk um að kirkjan ein eigi rétt á því að búa til athöfn sem markar tíma- mót milli bernsku og fullorðinsára einstaklings." Sá sem þessar línur ritar minnist þess eins að kirkjunn- ar menn hafi gert athugasemdir við það að Siðmennt skyldi nota orðið „í'erming“ í þessu samhengi og bent á þá ríku hefð sem er á bak við Einar Eyjólfsson þetta orð. Hafi kirkjan eða einhverjir kirkj- unnar menn reynt að sannfæra fólk um einkarétt á athöfn sem markar framangreind tímamót bið ég Jór- unni að vísa mér á slík- ar yfirlýsingar. Hvað málefni kirkj- unnar varðar verður Jórunn Sörensen að halda sig við stað- reyndir og bíta í það súra epli að meginhluti þjóðarinnar tilheyrir um þessar mundir kristinni kirkju og sækir þangað veigamikla þjónustu. Að lýsa því yfir að fólk geri þetta sökum fákunnáttu er einstæð yfir- lýsing um andlegt ásigkomulag þjóðarinnar á þessari upplýsinga- öld. Um leið og ég geri þessar athuga- semdh' við grein Jórunnar vil ég taka það fram að ég ber fulla virð- ingu fyrir félaginu Siðmennt og skil vel að fólk sem er utan kirkju og trúfélaga vilji finna farveg fyrir borgaralegar athafnir og skapa þeim fallega umgjörð. Ég óska þeim öllum góðs sem þangað leita enda veit ég að þar er margt vandað og gott fólk að finna. Ég tel það hins vegar mikilvægt að þeir sem vilja kynna þessi sam- tök eins og Jórunn gerir í sinni grein leitist við að sýna lífsskoðun- um annarra virðingu. Hvað myndi Jórunn segja ef ég leyfði mér að fullyrða að það góða fólk sem leitar til Siðmenntar kæmi þangað ein- faldlega á röngum forsendum? Jú, ég þykist vita að hún myndi mótmæla því eindregið og eflaust bera mig þeim sökum að ég væri að gera lítið úr þessu fólki. Um kirkjuna virðist hins vegar gegna öðru máli. Það má vega að því fólki sem henni tilheyrir en færa því þó til bóta að það viti ekki betur. Kh'kjan kann að liggja vel við höggi eftir hátíðahöld sumarsins en Stretchbuxur St. 38-50 - Frábært úrval verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Kirkjan Megínhluti þjóðarinnar tilheyrir um þessar mundir kristinni kirkju, segir Einar Eyjdifsson, og sækir þangað veiga- mikla þjónustu. gleymum því ekki að kirkjan er ekki aðeins stofnun, hún er söfnuður samtímafólks sem vill láta gott af sér leiða rétt eins og sá hópur sem finnur sig innan vébanda Siðmennt- ar eða annarra félaga. Þess vegna vil ég segja við Jórunni: Þú skalt skamma okkur klerkana eins og þig lystir en persónulega vil biðja þig að sýna foreldrum þeiiTa 80 barna sem ég skíri á hverju ári aðeins meiri virðingu, að ekki sé minnst á þann stóra hóp glaðværra ungmenna sem sækir fermingarfræðslu. Ef Jórunn telur sig vera að kynna gott málefni ætti hún ekki að þurfa að gera hlut annarra smáan til þess að hampa sínum málstað. Góður málstaður kynnir sig sjálfur og það er einmitt aðalástæðan fyrir því að boðskapur kirkjunnar lifir enn í dag þrátt fyrir misbresti okkar prest- anna og það ytra skipulag sem kirkjan býr við og hlýtur alltaf að vera umdeilt. Umræðan um tilkostnað vegna hátíðahaldanna og eins umræðan um samband ríkis og kirkju á sann- arlega fullan rétt á sér. Það er hins vegar ástæðulaust að blanda inn í þessa umræðu einkaskoðunum um þekkingarleysi þeirra sem láta kirkjuna blessa stóra sem smáa áfanga á lífsleiðinni. Það stækkar enginn við það að beita slíkum málflutningi. Eitt er víst að ég trúi því ekki að siðmennt þjóðarinnar sé á svo lágu stigi sem lesa má út úr grein Jór- unnar að þorri landsmanna láti okk- ur presta skíra og ferma börnin sín og jarða sína nánustu af því að þeir vita ekki að annað sé í boði. Ástæðan fyrir þessum athuga- semdum mínum er sú að ég tel mér skylt að svara þegar því er lýst yfir í blöðum að stór hluti þess fólks sem ég leitast við að þjóna á degi hverj- um leiti til mín vegna þess að það þekki ekki til Siðmenntar eða þess sem þau ágætu samtök hafa upp á að bjóða. Sjálfur er ég fullviss um að þeir sem kirkjunni tilheyra séu sæmi- lega skýrir í kollinum og þeir sem þekkja okkur Islendinga vita vel að við látum ekki svo auðveldlega að stjóm. Þess vegna hef ég ekki minnstu efasemdir um það t.d. að sá þorri ís- lenskra foreldra sem biður um bæn og blessun kirkjunnar við skírn bama sinna viti hvað þeir eru að biðja um. Að lokum vil ég svo vitna til orða Jórunnar Sörensen og spyrja hvort fólk trúi virkilega eftirfarandi full- yrðingu hennar: „Kirkjan er búin að einoka persónulegar athafnir fólks á þann hátt að flestum dettur ekkert annað í hug og telja jafnvel að það varði við lög að brjóta þessar hefð- ir.“ Höfundur er prestur Fríkirkjunnar í Hafnarfírði. 2 m '8W f EUREKA Á ÍSLANDI Kynningarfundur að Hótel Loftleiðum 25. ágúst 2 0 0 0 Eureka er samstarf fyrirtækja um hátæknirannsóknir í Evrópu. Kynnt er starfsemi Eureka á íslandi og í Evrópu. Dæmi um Eureka verkeíni með íslenskri aðild: Flaga hf • Stjörnu-Oddi hf • Máki hf 9:00 Fundur settur. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkv.stj. RANNIS 9:15 EUREKA 2000 plus - Revitalisation and the Opportunities for SMEs Mike Curtis, Eureka secretariat Brussels 10:15 Kaffi 10:30 Þátttaka íslands í Eureka - Hvemig tek ég þátt í Eureka verkefni? Snœbjörn Kristjánsson, landsfulltrúi Eureka á Islandi (NPC) Hvað fœ ég út úr þessu? • Afhverju samvinna? • Reynsla af Eureka verkefni: 11:00 X! 1960 AQUA-MÁKIH, Máki hf. Guðmundur Örn Ingólfsson.framkv.stj. 11:151! 2329 MicroSleep, Flaga hf. Helgi Kristbjarnarson, framkvstj. 11:30 Z! 2326 GPSFISH, Stjömu-Oddi hf. Sigmar Guðbjörnsson, framkv.stj. 11:45 Fyrirspumir og umræður 12:00 Lok Fundarstjóri: Hjördís Hendriksdóttir, forstöðumaður alþjóðasviðs RANNÍS. Skráning: Ragnhildur hjá RANNIS rannis@rannis.is RAIVIUIS HREYSTI airlift™ SKÓLABAKPOKAR Byltingarkennd nýjung í bakpokum, loftpúðar á axlahöldum, minnka álag á axlir og bak. a axlir ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL ----- Skeifunni 19 - S. 568 1717 ----- Nanoq Kringlunni - Sportver, Akureyri - Sportlíf, Selfossi - Fjölsport, Hafnarfiröi ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.