Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Raddir Evrópu æfa í Reykholti. Sá sem vill heyra engla- söng komi til Islands hann. Umbeðinn um nánari lýsingu á verkinu segir hann aðeins, að hann telji það áheyrendum auðskilið. „Maður verður bara að hlusta vel eft- ir nöfnunum í textanum, þau breyt- ast sífellt. Ekkert nafn má tapast, þau eru öll mikilvæg," segir hann spozkur á svip og gefur þar með sterka vísbendingu um uppbyggingu kórtónverksins. En fyrst tónskáldið er viðstatt undirbúning frumflutningsins, er það þá að umskrifa verkið að ein- hverju leyti ennþá? Aðspm-ður um þetta segir Part, að venjulega sé tón- skáldið við slíkar aðstæður í sam- bærilegu hlutverki og skraddari, sem er búinn að sauma flík, en þarf síðan að gera lítils háttar betium- bætur þegar kúnninn er búinn að máta hana. „Það kemur þó líka fyrir, að þörf reynist á meiri háttar betr- umbótum. Til allrar hamingju hefur þó ekki verið nein þörf á slíku í þetta sinn,“ segir hann. „Nóturnar geta allar staðið óbreyttar eins og búið er að prenta þær. Betrumbæturnar takmarkast því við styrkleika- og hraðaáherzlur. Það er eðlilegt. Tón- list er alltaf eins konar samtal miOi nótna og flytjenda. Hún er lifandi." Brauðið fullbakað í Reykjavík Part segist alltaf reyna að vera viðstaddur frumflutning verka sinna og taka þátt í undirbúningi hans. „Ég minnist þess ekki að hafa látið mig vanta við undirbúning frumflutnings nokkurs minna verka,“ segir hann. Hann verður viðstaddui- báða tón- leika Radda Evrópu í Hallgríms- kirkju í Reykjavík um helgina, en fylgir kómum ekki eftir á tónleika- ferðinni til hinna menningarborg- anna átta. „Brauðið verður að vera fullbakað strax á tónleikunum í Reykjavík," segir hann og hlær við. Hann minnir ennfremur á, að á efnis- skránni séu miklu fleiri verk en sitt eigið. Þau séu hvertmeð sínum hætti og ekki síður áhugaverð. Aðspurður hvort hann geti hugsað sér að framhald verði á samstarfi hans við íslenzka tónlistarmenn játar hann því hiklaust. Hins vegar geti hann ekkert sagt íyrir um framtíðar- tónsmíðar sínar. Eitt viti hann þó iyrir víst, og það sé að hann vilji gjaman koma oftar til þessarar undraeyjar í norðri. Raddir Evrópu frumflytja um helgina nýtt tónverk eftir Arvo Párt, eitt þekktasta tón- -----------------------7----------------------- skáld samtímans. I samtali við Auðun Arnórsson lætur Párt vel af reynslu sinni af íslenzku söng- og tónlistarfólki. Arvo Part Morgunblaðið/Halldór Kolbeins EISTNESKA tónskáldið Arvo Párt hefur dvalið þessa vikuna hérlendis, til að vera viðstaddur undirbúning framflutnings Radda Evrópu á verki sínu, „ which was the son of “, en verk- ið samdi hann sérstaklega fyrir þennan einstæða 90 manna ung- mennakór. Kórinn hefur þessa vikuna dvalizt í Reykholti við æfingar fyrir tón- leikaferð milli allra borganna níu, sem bera titil Menningarborgar Evrópu í ár. Kórinn er skipaður tíu söngvuram frá hverri þessara borga. Fyrstu tónleikarnir verða í Hall- grímskirkju um helgina. Þorgerður Ingólfsdóttir er yfirstjórnandi kórs- ins, en kórstjórar frá hinum borgun- um átta halda um stjórnandasprot- ann er kórinn syngur það söngverk sem er framlag hverrar menningar- borgar til efnisskrár kórsins. Hikaði ekki Morgunblaðinu gafst færi á að eiga tal við Arvo Part í æfingahléi í Reykholti og var hann fyrst spurður hvernig það hafi komið til, að hann samdi verk fyrir Raddir Evrópu. „Upphafið að þessu verki tengist því, að ég hef komið einu sinni áður til þessa lands. Ég naut þeirra for- réttinda, að íslenzkir tónlistarmenn fluttu mína tónlist," segir hann. „Sú reynsla sannfærði mig um, að sá sem vill upplifa englasöng verður að koma til íslands og hlýða á kóra und- ir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur." Fyrir tveimur áram flutti tvöfaldur Hamrahlíðarkór og Kammersveit Reykjavíkur tónverkið Te Deum eft- ir Párt, sem er samið fyrir tvo kóra og kammersveit. „í kjölfarið kom upp þessi hug- mynd, að ég semdi verk fyrir Raddir Evrópu,“ segir Párt. „Þessi uppá- stunga var mér óvænt ánægja. Hún einhvern veginn hitti mig í hjarta- stað. Ég samþykkti þetta því þegar í stað.“ Um samningu verksins segir hann að það sé mjög oft þannig, að erfitt sé að byija, að finna grann- þemað fyrir tónverk sem er samið svona eftir pöntun. „En í þessu tilviki verð ég að segja að þau áhrif sem ég hafði orðið fyrir á Islandi, af landinu, fólkinu og menningunni, kveikti hik- laust hjá mér hugmyndina að því þema sem „which was the son of“ snýst um, en það er ættartal. Ein- hvem veginn hafði ég það á tilfinn- ingunni, að þetta efni væri eitthvað sem væri mjög einkennandi fyrir ís- land og íslenzka menningu," segir hann til skýringar. „Ef þetta ættar- tré mun koma til með að bera ávöxt, þá er það íslandi að þakka. Þetta efni á sér mjög djúpar rætur á Islandi.“ „which was the son of“ tileinkar Párt Þorgerði Ingólfsdóttur. Eldmóður Undirbúning framflutningsins segir Párt einnig hafa gengið mjög vel. „Við leggjum hart að okkur, en allt þetta unga söngfólk gengur til verks af miklum eldmóði og áhuga. Samstarf okkar Þorgerðar er stór- gott. Hún er geypilega hæf tónlistar- manneskja, hún hefur mjög sjálf- stæða sýn á tónlistina og það er mér mikils virði að heyra hennar álit,“ segir tónskáldið. „Það er mér mikil ánægja að flutningur míns verks skuli vera í hennar höndum.“ Þeir sem bezt til tónsmíða Párts þekkja hafa skipt tónsmíðum hans upp í tvö afmörkuð tímabil. Fyrri verk hans era sögð einkennast af raðtækni og ýmsum framúrstefnu- áhrifum. Þessu tímabili hafi lokið með verkinu Credo árið 1968. Næstu átta árin hafi Párt notað til að endur- skoða afstöðu sinna til tónsmíða frá grunni. Síðara tímabilið hafi síðan hafizt árið 1976, og verk hans hafi upp frá því verið undir sterkum áhrifum miðaldatónlistar. Helzta einkenni tónlistar hans þetta síðara tímabil sé svonefndur „bjöllu- hljóms-stíll“ (sem hann sjálfur nefnir tintinnabuli), þar sem þríhljómurinn gegnir meginhlutverki. Nýr hljómur Párt var því spurður, hvort hann teldi að hið nýja verk sitt væri í stíl við önnur sín nýrri tónverk. „Það tel ég ekki,“ segir hann eftir að hafa hugsað sig um í smástund. „Reyndar mun ég sjálfur sennilega fyrst geta metið það eftir framflutninginn. Ég held ég geti þó fullyrt að í þessu verki kveði við nokkuð nýjan tón í samanburði við önnur verk sem ég hef samið á síðustu áram,“ segir Bærinn minn í Is- landsbanka BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar og Islandsbanki opna ljósmyndasýning- una „Bærinn minn“ mánudaginn 28. ágúst. A sýningunni era myndir úr eigu Sigríðar Erlendsdóttur, sem ekki hafa komið fyrir almennings- sjónir fyrr, í nýju húsnæði bankans í Strandgötu í Hafnarfirði. Sigríður var áhugamanneskja um ljósmyndir og eftir hana liggur fjöld- inn allur af filmum og ljósmyndum sem bera vitni um sýn Sigríðar á bæinn sinn og fólkið sem hann byggði. I kynningu segir: „Sigríður Er- lendsdóttir fæddist að Merkinesi í Höfnum sunnudaginn 17. júlí árið 1892. Um aldamótin 1900, í kjölfar nýrra atvinnuhátta í útgerð, tók fjöl- skylda hennar sig upp og fluttist til Hafnarfjarðar þar sem faðir hennar, Erlendur Marteinsson, hafði fengið vinnu hjá einum af útgerðamönnum bæjarins. Arið 1902 réðst hann í það verk að reisa hús fyrir sig, konu sína og einkadóttur, sem þá var á tíunda ári. Byggðu þau sér hús í skjóli hraunsins, efst á Kirkjuveginum. Sigga, eins og hún var ávallt köll- uð, var atorkusöm og kraftmikil kona sem lét fátt fram hjá sér fara. Snemma hóf hún störf á fiskreitum bæjarins við breiðslu og síðar vask, jafnframt því sem hún sá um dreif- ingu Alþýðublaðsins í Hafnarfirði. A fiskreitunum kynntist hún baráttu verkafólksins fyrir bættum kjöram og því að vinna sömu vinnu og karl- amir íyrir helmingi lægri laun. Henni var jafnaðarmennska í blóð borin og fann hún skoðunum sínum farveg innan Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar. Eitt af helstu baráttumálum henn- ar innan verkalýðshreyfingarinnar var stofnun dagheimilis fyrir börn útivinnandi kvenna, en sjálf var Sigga bamlaus og ógift. Sigga lést í hárri elli á Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi, árið 1980. Arfleiddi hún Verkakvennafé- lagið að eignum sínum þar sem hún óskaði eftir að Hafnarfjarðarbær varðveitti húsið við Kirkjuveginn." Árið 1988 fékk Byggðasafnið Siggu- bæ til varðveislu og hefur húsið síðan verið opið gestum yfii- sumartímann. Helgin nú verður síðasta helgi sum- arsins sem Siggubær verður opinn. Erla Þórólfsdóttir og William Hancox. Tónleikar í Stykkis- hólmskirkju SÓPRANSÖNGKONAN Erla Þór- ólfsdóttir og píanóleikarinn William Hancox koma fram á tónleikum í Stykkishólmskirkju í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20.30. Eftir að Erla lauk námi við Trinity College of Music hefur hún stundað einkanám hjá Ron Murdoc og nú í vetur hefur hún sótt tíma hjá Sigríði Ellu Magnúsdóttur. William Hancox hefur leikið í öll- um helstu tónleikasölum London og spilað íyrir BBC og Classie FM. Hann er m.a. kennari við Guildhall School of Music and Drama, Trinity College of Music og Britten-Pears School í Aldeburgh.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.