Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 59
UMRÆÐAN
Greiðslur til
aldraðra
í Morgunblaðinu 21.
júlí sl. er frétt, sem á
að sanna að við ellilíf-
eyrisþegar fáum meiri
lífeyrishækkanir en al-
menn launaþróun seg-
ir til um. Þarna er
vitnað í skýrslu Ríkis-
endurskoðunar um
framkvæmd fjárlaga,
janúar til maí 2000,
um greiðslur til ellilíf-
eyrisþega og segir þar
orðrétt: Útgjöld líf-
eyristrygginga urðu
tæpum 600 milljónum
krónum hærri á tíma-
bilinu en á sama tíma í
fyrra. Það er 8,5%
hækkun sem er tæplega hálfu
prósenti meira en hækkun launa-
greiðslna á almennum vinnumark-
aði.
Lífskjör
Margir aldraðir og sjúk-
ir geta ekki borgað
nauðsynleg lyf, segir
Karl Gústaf Asgríms-
son, og fá þau því ekki
og er þó aðeins kominn
til framkvæmda helm-
ingur af boðaðri
hækkun lyfja.
Þetta lítur vel út á pappírum, en
er þetta allur sannleikurinn? Er
þetta ekki enn ein tilraun stjórn-
valda til að réttlæta álögur á aldr-
aða umfram aðra. Þarna er talað
um heildargreiðslur tryggingar-
stofnunar til ellilífeyrisþega, þarna
er ekki sagt frá því að ellilífeyris-
þegum fjölgar um 1,65% til 2% á ári
og er því hækkun á einstakling ekki
nema 6,5% til 6,8% eða rúmlega
einu prósenti minna en hækkun
launagreiðslna á almennum vinnu-
markaði.
I sömu skýrslu er sagt að ekki sé
ráðgert að ná fram nema helmingi
áformaðs sparnaðar í lyfjakostnaði.
Það virðist því Ijóst að
við megum búast við
mun meiri hækkunum
á lyfjum í viðbót við
nýlegar hækkanir. Nú
heitir það sparnaður
en er í raun álögur á
eldri borgara og sjúkl-
inga, nú þarf að reyna
að kroppa nokkrar
milljónir af sjúkum og
öldruðum á sama tíma
og ríkissjóður er með
á annan tug milljarða í
tekjuafgang. Nú er
þannig komið að
margir aldraðir og
sjúkir geta ekki borg-
að nauðsynleg lyf og fá
þau því ekki og er þó aðeins kominn
til framkvæmda helmingur af boð-
aðri hækkun lyfja, eða sparnaði
sem heilbrigðisráðherra kallar svo.
10. rnars sl gaf ríkisstjórnin út yf-
irlýsingu í tengslum við kjarasamn-
inga á árinu 2000. Orðrétt segir þar
í þriðju grein: Ríkisstjórnin mun
tryggja að greiðslur almannatrygg-
inga hækki í takt við umsamdar al-
mennar launahækkanir á samn-
ingstímabilinu. Hækkunin á árinu
2000 verður þó nokkru meiri.
Er þessi yfirlýsing ríkisstjórnar í
samræmi við framkvæmdir? Ég hef
áður getið þess í grein að með því
að nota hækkun sem við fengum
löngu fyrir kjarasamningana og
tengja þær samningstímbilinu segir
ríkisstjórnin að við fáum sambæri-
lega hækkun.
Það hafa fjölmargir skrifað
greinar, birt töflur og skýrslur sem
sanna að launakjör aldraðra og ör-
yrkja hafa farið versnandi síðasta
áratug og eru enn að versna. Þrátt
fyrir skýrslu Ríkisendurskoðunar
hljótum við að mótmæla stöðugum
árásum á lífkjör okkar. Við erum
ekki að fara fram á annað en að við
fáum að njóta þess sem við eigum
og að við fáum þau eftirlaun sem
við höfum unnið fyrir þannig að
hægt sé að lifa mannsæmandi lífi og
að við þurfum ekki að fara til ætt-
ingja og vina í mánaðarlok til að
sníkja mat svo endar nái saman.
Hvenær lýkur þessu?
Höfundur er formaður félags eldri
borgara íKópavogi.
Karl Gústaf
Asgrímsson
tískuverslun
'eysur
Ste(d na döttin
r/tti (óttb&ðOH
Pon.itcóim (ýc<''ín'.<ti<t.Moti
(ctÁtájtfriC "ffyœt/ux
Brá&kemmtilegt verk" MBl
Utkoman er brátkemmtileg...á eflaust eftir
aðganga fyrir fullu húsi um langt skeið’ D V
Leikféiag Islands
Enski boltinn á Netinu
vhi>mbl.is