Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Nú er betra að hafa dönskuna á tæru, því við erum
með réttu tískufötin fyrir fólk í þínum klassa.
►Columbia
SpcxtswcarQ«pany.
Klassaföt fyrir skolafólk.
*Þinn bekkur - þinn stíll!
cnA&
Ii.'Aií';
Mföœ:
Opið hjá NAN00 í Kringlunni:
Mánud.-miflvd. 10-18.30 • fimmtud. 10-Z1
föstud. 10-19 og laugard. 10-18 • aunnudaga 13-17
_ 'V** 4
NANOQ>
- lífið er áskomn!
Réttarhöld yfír þýskum skallabullum sem myrtu blökkumann
Halle. AFP, AP.
Neita að hafa ætl
að sér að drepa
RÉTTARHÖLD hófust í austur-
þýzku borginni Halle í gær fyrir
luktum dyrum yfir þremur skalla-
bullum, sem er gefið að sök að hafa
barið 39 ára gamlan fjölskylduföður
frá Mósambík, Alberto Adriano, til
bana í almenningsgarði í bænum
Dessau í júní sl.
Varð atvikið eins og síðasti drop-
inn sem fyllti mælinn; það vakti
mikla reiði út um allt Þýzkaland og
átti sinn þátt í því að koma af stað
þeirri miklu umræðu sem þar er
komin í gang um hvað sé til ráða til
að hamla gegn brölti fámenns en of-
beldishneigðs hóps nýnazista í land-
inu.
Sá elzti hinna ákærðu, hinn 24
ára gamli Enrico Hilprecht, á lífs-
tíðardóm yfir höfði sér en hinir
tveir, sem eru báðir 16 ára, 10 ára
hámarksdóm samkvæmt lögum um
afbrot unglinga. Ákvæði þessara
laga ráða því, að réttarhaldið er
ekki opinbert.
Hata útlendinga
Þremenningarnir voru drukknir
þegar þeir eltu Adriano inn í al-
menningsgarð aðfaranótt hins 11.
júní og börðu og spörkuðu til óbóta
- hann dó á sjúkrahúsi þremur dög-
um síðar - og voru handteknir
skömmu eftir árásina. Við yfir-
heyrslur játuðu þeir á sig verknað-
inn og gáfu þá skýringu að þeir höt-
uðu útlendinga. Þeir hafa þó allir
neitað því fyrir réttinum, að hafa
ætlað sér að drepa manninn.
Ekkja Adrianos bar vitni fyrir
dóminum í gær. Að sögn lögmanns
hennar stóð Hilprecht, sem elztur
er árásarmannanna, upp að loknum
vitnisburði ekkjunnar og lýsti því í
mjög stuttum setningum yfir, að sér
þætti leitt að maðurinn skyldi hafa
dáið og bauðst til að leggja ekkjunni
til peninga ef honum yrði fengin
einhver vinna í fangelsinu. Ekkjan
sagðist ekki vilja sjá peninga frá
morðingjum eiginmanns síns.
Er þess vænzt, að dómur verði
kveðinn upp strax á mánudag, en
meðal aðgerða sem stjórnvöld hafa
gripið til í því skyni að taka á þeim
þjóðfélagsvanda sem lýsir sér í of-
beldi gegn útlendingum er að flýta
dómsmeðferð mála af þessu tagi.
Viðbúnað-
ur vegna
fellibyls
FELLIBYLURINN Debbý,
sem á þriðjudag gerði nokkurn
usla við Puerto Rico, var í gær
skilgreindur sem hitabeltis-
stormur af bandarískum veður-
fræðingum. Fellibylsviðvörun
er þó enn í gildi á svæðinu.
Segja veðurfræðingar að
hugsanlega geti stormurinn
magnast og herjað á Bahama-
eyjar, Kúbu og suðurhluta
Bandaríkjanna. Um 21.000
íbúar á Kúbu voru í gær fluttir
frá Guantanamo og Holguin í
traustari byggingar í fjallahér-
uðum, að sögn talsmanna al-
mannavarna á Kúbu. Þá köll-
uðu stjórnvöld á
Bahama-eyjum út varalið her-
manna sem reyna að fyrir-
byggja eyðileggingu.
I Flórída og öðrum ríkjum í
suðurhluta Bandaríkjanna
bjuggust menn við hinu versta
og birgðu sig upp af matvælum
og drykkjarföngum.
Útgáfa
bönnuð
KÍNVERSK yfirvöld létu loka
á dögunum útgáfuíyrirtæki í
Hong Kong vegna bókar þess
sem ljóstrar upp um spillingu
kínverskra embættismanna og
sögðu mannréttindasamtök að
aðför að tjáningarfrelsinu sé í
uppsiglingu. Prentun bókarinn-
ar hefur verið stöðvuð og ekki
hefur spurst til eigenda bókaút-
gáfunnar, Reform Publishing
House, síðan í janúar.
I bókinni er greint frá því að
stöður innan kínverska stjórn-
kerfisins og hersins gangi
kaupum og sölum og að menn
noti mútur í þeim tilgangi að
fikra sig upp valdastigann.
Rigningar
á Indlandi
AÐ minnsta kosti 54 létu lífið á
Indlandi í gær vegna gríðar-
legra rigninga í suðurhluta
landsins. Héraðsstjóri Andhra
Pradesh, Chandrababu Naidu,
sagði í gær að óvenju djúp lægð
yfir Bengal-flóa hefði valdið úr-
hellinu og tjón af völdum þess
sé afar mikið.
Indverski herinn hefur verið
kallaður til björgunaraðgerða
og kom í gær um 2000 íbúum
héraðsins frá hættumestu
svæðunum til fjalla.
Hauskúpa 14.
aldar páfa
ÓPRÚTTNIR þjófar, sem fyrir
skömmu stálu hauskúpi
spánsks páfa sem uppi var á 14.
öld úr rústum kastala sem
stendur við Sabinan í héraðinu
Aragon, hafa nú krafist lausn-
argjalds.
Borgarstjóri nágrannabæjar-
ins Illueca, sem vai- fæðingar-
staður Benedicto XIII páfa
sem betur var kunnur undir
nafninu Papa Luna, sagði í við-
tali við blaðið La Vanguardia að
honum hefðu verið send tvenn
nafnlaus skilaboð þar sem þess
er krafist að hann fari með eina
milljóna peseta í skemmtigarð í
borginni Zaragoza. Borgar-
stjórinn hefur fylgt fyrirmæl-
unum en þjófarnir sáust hvergi.
Segist hann nú óttast að þeir
hafi fleygt hauskúpunni.
Elle peysa
7.495 kr.
Jansport
skólabakpoki
3.995 kr.
Extreme peysa
3.495 kr.
Columbia
dömuúlpa
19.909 kr.
Adidas
skólabakpoki
2.995 kr.