Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ert þú líf- skyssa? Þar er hún óstöðvandi og minnir mál- flutningur hennar um margt á það versta í málflutningi verstu kirkjunnar manna án þess hún séþar með sett á bekk með þeim. Ert þú líffræðileg skyssa? Þessi spurning blasir við þegar farið er inn á heimasíðu á Net- inu, sem ber yfirskriftina Stöðvið doktor Láru og sýnir mynd af grimmúðlegri konu sveipaðri bláum bjarma. Lára þessi ber eftimafnið Schlessinger og sjálf er hún með ósköp vinalega heimasíðu á þessu sama Neti, auk þess sem hún svarar spurn- ingum útvarpshlustenda í Bandaríkjunum og er á leiðinni í sjónvarp í september. Á heima- VIÐHORF Eftir Karl Blöndal síðu sinni birtist doktor Lára bros- andi í þágu barna. Hún vill koma í veg fyrir kynlíf barna og fullorðinna (sá málstaður krefst tæplega mikils hugrekkis) og stuðla að því að unglingar haldi sig frá kynlífi og fólk stundi helst ekki kynlíf fyrr en eftir að það gengur í hjóna- band. Á heimasíðunni er reyndar ekkert sem bendir til þess að ástæða sé til að stöðva doktor Láru. Þar er boðið upp á ýmsan varning, boli, ramma utan um bílnúmer og meira að segja sér- stakan leik sem snýst um boð- skap hennar. Ástæðan fyrir því að upp er komin hreyfing til að stöðva doktor Láru er ummæli hennar um samkynhneigða í útvarpinu. Þar er hún óstöðvandi og minnir málflutningur hennar um margt á það versta í málflutningi verstu kirkjunnar manna án þess hún sé þar með sett á bekk með þeim. Doktor Lára heldur þvi fram að samkynhneigð sé „líffræðileg villa“ og „kynferðislega afbrigði- leg“. Að auki segir hún að sam- kynhneigðir leiti sérstaklega á börn og unglinga. Samtök homma og lesbía í Bandaríkjunum hafa brugðist hart við þessum ummælum og hvatt til þess að almenningur þrýsti á fyrirtæki um að hætta að auglýsa í þáttum doktors Láru. Fyrirtæki á borð við United Air- lines, Procter & Gamble, Amer- ican Express og hið opinbera lotterí Ohio-ríkis hafa snúið baki við henni. Doktor Lára segist sæta of- sóknum og bætir við að hennar viðhorf til samkynhneigðra séu ekki frábrugðin viðhorfum þeirra, sem nú séu í framboði til forseta og varaforseta í Banda- ríkjunum. Þá hafi páfinn lýst yfir því að samkynhneigð stríddi gegn náttúrunni, en enginn hefði búið til heimasíðu undir yfir- skriftinni stöðvið páfann. Andstæðingar Láru segja hins vegar að allir hefðu snúið baki við henni á stundinni ef hún hefði veist með sama hætti gegn svört- um eða gyðingum. Doktor Lára hefur fengið stuðning frá samtökum á borð við Siðprúða meirihlutann (Mor- al Majority) og Rabbínasamtök- um Ameríku, en að minnsta kosti einn leiðtogi þeirra hefur túlkað Biblíuna með öfgakenndum hætti, til dæmis í því skyni að finna trúarlega réttlætingu á því að myrða Yitzhak Rabin, for- sætisráðherra Israels, sem síðar var skotinn til bana. Fyrirtækið Paramount hefur ekki gefið nein merki um að þar á bæ séu menn að hugsa um að hætta við að framleiða fyrirhug- aðan sjónvarpsþátt. Hjá Para- mount er aðeins ítrekað að ekk- ert verði sent út í þættinum, sem geti kynt undir hatri á minni- hlutahópum. Þá er ekki vitað til þess að nein sjónvarpsstöð, sem samþykkt hafði að sýna þáttinn, hafi skipt um skoðun og má því búast við að þátturinn nái til 97% Bandaríkjamanna. Talið er að um 18 milljónir manna hlusti á þátt doktors Láru í útvarpi á viku. Auglýsingum hefur fækkað í þættinum frá því herferðin hófst til að stöðva hana og hún er farin að biðja hlustend- ur sína að senda tölvupóst og hringja í þau fyrirtæki, sem enn auglýsa og færa þeim þakkir fyr- ir. Þetta segja andstæðingar hennar að sýni að þeir séu að ná yfirhöndinni. Hún segir hins veg- ar að um sé að ræða ofsóknir, sem nú séu farnar að beinast gegn fjölskyldu sinni. Það er engin ný bóla að mál sem þessi blossi upp þar sem málfrelsi ræður ríkjum. Eitt er að hvetja til ofbeldis, annað að viðra skoðun sína. Það getur vissulega komið einstaklingum í koll að viðra ákveðnar skoðanir. Það er hins vegar sjaldnast vegna þess að dómstólar grípa í taumana, heldur kemur þrýst- ingurinn úr annarri átt. Hann er efnahagslegur. Þeir hags- munahópar sem sætta sig ekki við að vera rægðir, taka til ráða á borð við að beita fyrirtæki þrýst- ingi til að þau styðji ekki viðkom- andi aðila. í því stríði hafa þeir oftar en ekki skoðanakannanir að vopni. Til dæmis sýnir skoðana- könnun sem Harris lét gera í júní að 72% homma, lesbía og tvíkyn- hneigðra vilji síður kaupa vörur hjá fyrirtækjum, sem auglýsa í þáttum þar sem viðhorf andvíg hommum og lesbíum komi fram. 42% gagnkynhneigðra tóku í sama streng. Þetta þykir bera því vitni að neytendum sé ekki sama hvernig fyrirtæki verji fé til auglýsinga og stjórnendur fyrirtækja ættu að skilja það. Því má búast við að doktor Lára hemji sig þegar í sjónvarpið kemur og láti samkynhneigða í friði. En það verður ekki vegna kröfunnar um umburðarlyndi, heldur mun máttur peninganna ráða ferðinni, því ákveði þeir, sem hingað til hafa gert doktor Láru kleift að ná eyrum fjöldans að halda að sér höndum verður enginn eftir til að hlusta. Mál- frelsi hennar verður eftir sem áð- ur óskert, en hommar og lesbíur munu hafa sýnt hvers þau eru orðin megnug í Bandaríkjunum. BJARNIINGIMAR JÚLÍUSSON + Bjarni Ingimar Júlíusson fæddist á Skógum í Flókadal 13. september 1923 og fluttist að Leirá í Borgarfírði 1924. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 16. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Júlíus Bjarnason, bóndi á Leirá, fæddur á Hömrum í Lundar- reykjadal, 30. júní 1889, d. 23. nóvem- ber 1978 og Hallfríð- ur Helgadóttir, kennari og hús- móðir, fædd á Öskubrekku í Amarfirði 4. desember 1888, d. 29. október 1950. Bræður Bjarna eru: Helgi Júlíusson úrsmiður, f. 20. júní 1918, d. 27. september 1994, maki Ilulda Jónsdóttir; Kristinn Júlíusson bóndi, f. 27. febrúar 1921, maki Sigurást Indriðadóttir; Þórður Júlíusson verkfræðingur, f. 29. september 1928, d. 9. febrúar 1997, maki Karen Lövdahl. Eftirlifandi eigin- konu sinni Áslaugu Stefánsdóttur, f. 27. nóvember 1929 í Reykjavík, kvæntist Bjarni 17. desember 1955. Foreldrar henn- ar voru Stefán Ingi- mar Dagfinnsson skipstjóri, f. 10. júlí 1895, d. 31. ágúst 1959 og Júm'ana Stefáns- dóttir húsmóðir, f. 14. júnf 1891, d. 5. októ- ber 1982. Böm Bjarna og Áslaugar eru: 1) Júlíus framkvæmda- stjóri, f. 19. mars 1956, maki Auð- ur Rafnsdóttir. Börn þeirra eru Bjarni Ingimar og Árni. 2) Stefán Ingimar fjármálastjóri, f. 4. des- ember 1959, maki Steinunn Ás- mundsdóttir. Barn þeirra er Ás- laug Ragna. Einnig á Stefán dótturina Kristínu Maríu. 3) Rann- veig Júníana leikskólakennari, f. 27. júlí 1961, maki Lárus V. Val- bergsson. Börn þeirra em Áslaug Lára og Katrín Júníana. 4) Bjarni Þegar ég læt hugann reika og end- urminningarnar um Bjarna fara að streyma fram kemur mér óhjá- kvæmilega fyrst í huga eyrin undir Laxfossi. Á þeim seiðmagnaða veiði- stað hitti ég Bjarna fyrst. Hann var þar mættur ásamt Ándrési veiðifé- laga sínum og þeir áttu að deila Laxfosssvæðinu með okkur Ola frænda. Þeir tóku okkur einstaklega vel og buðu okkur að velja veiðistað. Ennþá man ég vel sögur hans og leiðsögnina um ána. Á þeirri stundu renndi ég ekki grun í að Bjarni ætti eftir að verða tengdafaðir minn. Bjarni var gæddur hinni góðu veiðináttúru í ríkum mæli. Hann var mikill laxveiðimaður og var um margra ára skeið eigandi og leigu- taki að mörgum vatnasvæðum. Ymis kennileiti í laxveiðiám hafa verið við hann kennd eins og Bjarnaklettur í Norðurá. Ég varð þeirra gæfu að- njótandi að fá að njóta samvista við hann í mörgum veiðiferðum og ég mun alltaf minnast með ánægju þeirra stunda sem ég sat með honum á árbakkanum og hlustaði á góðar veiðisögur. Ég mun sjálfsagt alltaf sakna þess að hafa ekki fengið tæki- færi til að fara með honum í Laxá í Leirársveit og njóta þar leiðsagnar hans og sagnagleði. Bjarni ólst upp í Leirársveitinni og þótt hann veldi sér lífsstarf í höfuðborginni lét hann sér alltaf annt um heimasveit sína. Hann og bræður hans tóku sig til dæmis saman um að gefa hökul til kirkjunnar á Leirá. I huga mínum er minnisstæð helgi yfir þeirri stundu sem þeir komu saman við messu í litlu kirkjunni til að afhenda hökul- inn. En samræður okkar voru ekki bundnar við veiðisögur. Þau ár sem við þekktumst ræddi Bjarni oft við mig um tilgang lífsins og merkingu dauðans.Vitanlega fengust engin svör, en Bjarni var ávallt sannfærð- ur um að líf okkar hér væri aðeins stuttur kafli á langri leið og andinn leitaði á æðri stig þegar jarðvistin tæki enda. En öll lifum við í verkum okkar og störfum og þannig verður varanlegasta minningin. Bjarni var mikill gæfumaður í einkalífi og kvæntist glæsilegri og góðri konu, Áslaugu Stefánsdóttur. Þau bjuggu sér og börnum sínum heimili á Hagamel 30 og fyrir tæpum tveimur áratugum komu þau sér upp sumarbústað í Vaðneslandi, sem fljótlega varð eins og þeirra annað heimili. Þá hófst í raun nýr kafli í lífi Bjarna. Eftir það voru fáir eða engir veiðitúrar, engar utanlandsferðir, en stefnan alltaf tekin austur í Álfhól í Vaðneslandi þegar færi gafst. Bjarni virtist una sér best þar fyrir austan, einn eða með fjölskyldunni hvort sem var vetur, sumar vor eða haust og enginn vissi hvað hann brallaði með hinum álfunum. Fyrir tæpum fjórum árum veiktist Bjarni illilega og um tíma hugðu læknar honum ekki líf. Baráttuviljinn var þó óbug- aður og hann stóð upp úr þeim veik- indum eftir endurhæfingu. Áfallið hafði þó skilið eftir sitt mark, með því að taka allan mátt úr hægri hend- inni svo hann varð að heilsa fólki með þeirri vinstri. Sem lof um gildi gleð- innar í lífinu rétti ég honum þó hægri höndina þegar ég heilsaði honum nýkomnum heim af sjúkrahúsinu. Þaðan í frá heilsaði Bjarni mér alltaf með hægri hendi. En þrátt fyrir að baráttuviljinn hafi verið óbilandi, jafnvel löngu eftir að allt þrek var þrotið, var síðasti kaflinn lengri og erfiðari en búist var við. Fjölskyldan átti því Iáni að fagna að þróa dýpri og nánari tengsl eftir því sem á leið og meiri tími var til samvista. Bjarni naut ástríkis og umhyggju af hálfu barna sinna og ef- laust hefur sá kærleikur sem hann var umlukinn gert honum ellina betri en annars hefði orðið. Bjarni gat lengst af verið heima hjá sér á Haga- mel, en þurfti síðustu árin mikinn stuðning. Þar fann hann sig best og þar átti hann í Áslaugu konu sinni þann bakhjarl sem aldrei brást. í veikindum sínum naut hann ástar, umhyggju og umönnunai- Áslaugar sem hugsaði um hann og gætti hans af óvenjulegu innsæi og kærleik. Ætla mætti að hún skynjaði líðan hans og tilfinningar af sívakandi eðl- ishvöt sem alltaf var til staðar jafnt á nóttu sem degi. Síðustu vikuna var hann á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, deild 7A, þar sem hann dó að morgni 16. ágúst sl. Fjölskyld- an er þakklát öllum þeim sem lið- sinntu honum í veikindum hans. Bjarni er farinn þá leið sem bíður okkar allra, en minningin um afa mun lifa. Hann er farinn á undan götuna sem við öll munum fylgja. Við minnumst hans með orðum Einars Ben, er hann segir: Af eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér móti öllum oss faðminn breiðir. Ég mun minnast Bjarna sem heil- steypts manns sem gott er að hafa þekkt. Hann gaf mikið af sér til þeirra sem hann umgekkst og skildi eftir góðar minningar handa okkur sem eftir sitjum. Lárus Valbergsson. I dag kveð ég tengdaföður minn, Bjarna Júlíusson, eftir löng og slröng veikindi. Ég hitti tengdaföður minn fyrst á gamlárskvöld árið 1968 en þá vorum við Guðrún Hallfríður, dóttir hans, farin að vera saman. Guðrún Hallfríður var alin upp hjá móður sinni og stjúpföður þannig að yfirleitt var farið í heimsókn á tylli- dögum á Hagamelinn til Bjarna og Áslaugar. Þórður verkfræðingur, f. 11. apríl 1969, maki Vala Ingimarsddttir. 5) Fyrir hjónaband átti Bjarni dótt- urina Guðrúnu Hallfríði listakonu, f. 21. apríl 1949, maki Edward Kiernan. Börn þeirra eru: Sigurð- ur, Sverrir og Guðmundur. 6) Einnig á Bjarni sljúpdóttur, Hildi Sveinsdóttur félagsráðgjafa, dótt- ur Áslaugar, f. 7. janúar 1949, maki Helgi Viborg. Börn þeirra eru Eva Bryndís, Ásthildur og Þóra Björg. Bjarni útskrifaðist frá Reyk- holtsskóla og fór þaðan í Iðnskól- ann á Akranesi og útskrifaðist sem vélstjóri frá Vélskólanum í Reykja- vík árið 1949. Bjarni var vélstjóri á ms. Foldinni sumarið 1949, vél- stjóri hjá Eimskipafélagi Islands til 1956, en starfaði síðan hjá Olíu- félaginu til 1958. Bjarni starfrækti einnig vélsmiðjuna Járn árin 1958-1959. Hann stofnaði Stillingu hf. ásamt fleirum árið 1960 og starfaði þar óslitið til 1997 en lét þá af störfum sökum veikinda. Bjarni starfaði að ýmsum félags- málum, var félagi í Oddfellowregl- unni í Reykjavík og sat um árabil í stjórnum BM Vallár hf. og Iðn- garða hf. Útför Bjarna verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Bjarni verkaði frá fyrstu tíð á mig sem traustur og hjartahlýr fjöl- skyldumaður sem þó var frekar hlédrægur en það bætti eiginkona hans, Aslaug, upp á þann hátt sem henni er einni lagið. Þá varð mér fljótt Ijóst að þau hjónin voru mjög samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þegar við síðan fluttum til Sví- þjóðar, þar sem ég var í sérnámi, rofnuðu tengslin um tíma en árin úti urðu níu. Eldri drengh-nir okkar tóku upp tengslin þegar þeir dvöldu á íslandi eitt sumar. Einkum varð góður vinskapur milli elsta sonar okkar, Sigurðar Hrafns, og yngsta sonar Bjarna og Áslaugar, Bjama Þórðar, en þeir voru fæddir sama ár. Þegar kom að vali á háskólanámi völdu þeir báðir verkfræðina og skruppu þeir þá oft í hádeginu á Hagamelinn. Síðustu árin voru mjög erfið fyrir tengdaföður minn eftir að hann lam- aðist og missti málið að mestu leyti. Vegna viljastyrks haps og stórkost- legrar jákvæðni Áslaugar, sem studdi hann með ráðum og dáð allan tímann, tókst honum að komast heim aftur af sjúkrastofnun. Áslaug á að- dáun okkar allra sem fylgdust með þeirri hlýju og alúð sem hún sýndi og hún hjúkraði eiginmanni sínum til hins síðasta. Þegar Bjarni svo veikt- ist skyndilega nú fyrir stuttu og var fluttur helsjúkur á sjúkrahús kom það flestum okkar í opna skjöldu hve stutt var eftir. Ég veit að tengdafaðir minn var sáttur við að yfirgefa þetta líf, þar sem ástand hans passaði ekki inn í lífsmynstur hans. Hann var þakklát- ur eiginkonu sinni íyrir að geta dval- ið heima. Hann var stoltur af öllum börnunum, barnabörnunum og barnabarnabarninu og fylgdist mjög vel með öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, bæði í námi, starfi og leik. Ég veit að vel verður tekið á móti tengdaföður mínum af tveimur bræðrum hans og öðrum nánum vin- um sem á undan voru gengnir. Elsku Áslaug og böm, megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Ég mun ávallt minnast Bjama með hlýju og virð- ingu. Edward Kieman. í dag kveð ég tengdaföður minn Bjarna Ingimar Júlíusson með miklu þakklæti fyrir okkar kynni og hans miklu umhyggju sem hann sýndi okkur. Þær minningar sem á mig leita á þessari kveðjustund eru margar en efst í huganum er leiðar- ljósið sem hann var okkur unga fólk- inu í fjölskyldunni. Bjarni hafði ekki mörg orð um hlutina en veganestið skilaði sér. Hann kvatti okkur til hreinskilni og heiðarleika, tryggðar og gæsku og umfram allt að bera ábyrgð á eigin lífi. Á viðkvæmum tíma sagði hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.