Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ A1 Gore tók formlega við útnefningu sem Er það nú forpokað lið, bjóða ekki upp á svo mikið sem smáslummu á kjól eða vindlastúf. Boðað til landsþings kirkjunnar á næsta ári BISKUP íslands, Karl Sigurbjöms- son, hefur ritað prestum og sóknar- nefndum og boðað til landsþings kirkjunnar 21. tH 23. júní á næsta ári. Verður þingið haldið í Hallgríms- kirkju, Iðnskólanum og tjöld verða sett upp á Skólavörðuhæð eftir þörfum. Kirkjuráð ákvað á fundi sínum 3. ágúst sl að halda landsþing kirkjunn- ar og í bréfínu nú óskar biskup eftir hugmyndum írá söfnuðum, prestum og öðru starfsliði kirkjunnar um efni og innihald landsþingsins. Fram hafa komið hugmyndir um að landsþingið verði skipulagt sem eins konar upp- skeruhátíð þar sem menn kæmu sam- an á óformlegan hátt, kynntust nýj- ungum og sæktu námskeið sem kæmu að gagni í starfinu. „Þess er vænst að allir söfnuðir landsins sendi fulltrúa til Lands- þingsins, einn eða fleiri," segir m.a. í bréfí biskups og stingur hann upp á að líta mætti á það sem viðurkenn- ingu íyrir vel unnin störf að vera val- inn fulltrúi á þingið. „Þess þarf að gæta við fjárhagsáætlun sókna og Héraðssjóða fyrir 2001. Leitað verði leiða til að styrkja fámennustu söfn- uðina sem eiga um lengstan veg að fara.“ I lokin hvetur biskup til þess að prestar og sóknamefndir bregðist vel við og leggi sig fram um að landsþing kirkjunnar „kirkjudagar á Jóns- messu“ nýtist sem best í starfi og þjónustu kirkjunnar, leggi nýjar brautir og brýr til áframhaldandi samleiðar kirkju og þjóðar. Flugfrelsi aftur í boði næsta sumar FLUGFRELSI Samvinnu- ferða-Landsýnar, ferðir á sér- kjörum til 10 áfangastaða í Evrópu, verður haldið áfram næsta sumar. Flugi í sumar lýkur í næsta mánuði nema hvað haldið verður áfram fram í október með ferðir til London. Þorsteinn Guðjónsson, markaðsstjóri Samvinnu- ferða-Landsýnar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að til- boðum flugfrelsis hefði verið mjög vel tekið og þannig hefðu t.d. um 15 þúsund far- þegar farið til Kaupmanna- hafnar. Flugfrelsi var kynnt síðla síðasta vetur og voru ferðir til hinna 10 áfanga- staða boðnar frá um 14 þús- und kr. Flugfélagið Atlanta annaðist um 80% af fluginu en þýskt flugfélag sá um ferðir milli Keflavíkur og Miinchen, Frankfurt og Berl- ínar. Þorsteinn segir þegar ákveðið að halda flugfrelsi áfram næsta sumar og segir hann hugsanlegt að ferðir geti hafíst kringum páskana en annars í maí. Enn sé þó ekki búið að ganga frá samn- ingi um flugvélakost og ráðist byrjun tilboðanna af þeim. \ Park^ Rr,|l...— Platinum 7671e Örgiörvi Pentium III 667 Flýtiminni 256Kb Vinnsluminni 128Mb, stækkanlegt I 768 Harður diskur 20 GB 7200 Skjákort Skjár DVD 3D hljóð Fjöldi radda Hátalarar Faxmótald Netkort 32Mb TNT II - TV útgangur 17" tífaldur leshraði 192 Dimand 56k - V.90 Fax Ethernet kort Verð Club 2530e 109.900 Verð MHiiaMrfnÉnnMMHlMM Frá árinu 1996 hefur Packard Bell verið mest selda heimilistölvan í Evrópu 169.900 ___iíít__ RdDICmOST Qsblagötu 14 • Slml 462 1300 R Æ Ð U íMKtósa Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.l8 Kynnisfundur um Eureka Gerir Evrópu samkeppnisfæra AMORGUN verður kynningarfundur um Eureka á ís- landi og í Evrópu á Hótel Loftleiðum klukkan 9 til 12 árdegis. Á fundinum mun Mike Curtis frá Eureka- skrifstofunni í Brussel kynna Eureka-samstarfs- vettvanginn og einnig verða kynnt þrjú ný Eurekaverkefni með ís- lenskri þátttöku. Snæbjöm Kristjánsson er landsfull- trúi Eureka á íslandi. Hann var spurður nánar um hin þrjú nýju verkefni sem ísland á aðild að. „Fyrst ber að nefna ^SSrSSSÍ- Snæbjörn Kristjánsson dýr en það er Stjömu-Oddi sem er Snæbjörn Kristjánsson fædd- verkefnisstjóri fyrir það verkefni. Staðsetningarbúnaðurinn til merkinga á fiskum virkai' þannig að fiskar eru merktir með merkj- um Stjömu-Odda. Merkið, sem er á stærð við litlafíngurskjúku, er flókinn rafeindabúnaður sem skynjar hljóðbylgjur sem sónai-- búnaðui' sendir frá sér. Með því að móta útsend sónarmerki með GPS-staðsetningu tekur merkið á fiskinum á móti staðsetningu skipsins og skýrir það sem stað- setningu sína. Þannig er hægt að segja til um hvar viðkomandi fisk- ur er staddur í hafinu og rekja með því feril fiskjarins í sjónum. Verk- efnið er samstarfsverkefni við Simrad A/S í Noregi sem þróar sónarbúnaðinn. Annað verkefnið er samstarfsverkefni Flögu hf. við fyrirtæki og lækna í Finnlandi. Verkefnið heitir aðhæfð greining svefnstiga í svefnriti. Verkefnið miðar að því að þróa nýja og full- komnari leið til að greina frum- eindir svefns og skilgreina í nýtt flokkunarferli. Þriðja og síðasta verkefnið heitir norðlæg ferða- þjónusta og er samvinnuverkefni Iðntæknistofnunar og fyrirtækja í Danmörku og Noregi. Markmið verkefnisins er að þróa sjálfbæra ferðaþjónustu á norðlægum slóð- um.“ - Hvað erEureka? „Eureka var komið á fót árið 1985 að frumkvæði Mitterands, þáverandi Frakklandsforseta, ut- an við ramma Evrópubandalags- ins. Þetta var gert í þeim tilgangi að virkja þekkingu og hugvit í álf- unni til að efla nýsköpun og þar með samkeppnishæfni evrópsks iðnaðar og atvinnulífs í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Grunnhug- mynd Eureka er sú að frumkvæði að samvinnuverkefnunum komi frá grasrótinni (bottom up), það er frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem taki saman höndum til þess að hagnýta þá möguleika sem felast í hugmynda- auðgi, fjölhliða þekkingu og stór- um markaði í Evrópu. Um 70% þátttakenda í verkefnum era fyr- irtæki og eru það fyrirtækin sem stjórna verkefnunum og koma þeim á.“ - Hverniger skipulagEureka? „Þjóðlöndin 29 sem _________ eiga aðild að Eureka, auk Evrópusamban- dsins, skiptast á að vera í forsæti og þetta árið, frá vori 2000 til vors 2001, er það Spánn sem er í forsæti og móta Spánverjar stefnuna. Meðal áherslusviða hjá þeim er ferðaþjónusta og áhersla á lítil og meðalstór fyrirtæki.“ - Er þátttaka í Eureka mikil- væg íyrir Island? „Aukin áhersla á lítil og meðal- stór fyrirtæki er mjög mikilvæg fyrir íslendinga og eins að Eurekastarfið er skipulagt á mjög ist í Reykjavík 14. janúar 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969 og rafmagnsverkfræði- prófi frá Háskóla fslands 1977. Hann var í framhaldsnámi í tækniháskólanum í Linköping á árunum 1978 til 1979 og við verkfræðistörf hjá fyrirtækjum í Svíþjóð frá námslokum til 1983. Eftir það varð hann deildarstjóri hjá Raftækni- og sjálfvirknideild Iðntæknistofnunar til 1989. Starfaði hjá Norræna iðnaðar- sjóðnum í Osló eftir það til 1995. Er nú deildarverkfræðingur hjá Tæknisjóði Rannsóknarráðs ís- lands. Börn Snæbjörns eru Heið- rún Helga sjúkraþjálfari á Nes- kaupstað, Sólveig Lilja stúdent og Kristján menntaskólanemi. Þrjú Eureka- verkefni með íslenskri aðild samþykkt í ár sveigjanlegan máta þannig að fyrirtæki geta hafist handa tiltölu- lega fljótlega eftir að þau hafa fengið Eurekamerkið.“ - Hvaðmeð fjármögnun? „Fjármögnun Eurekaverkefna er þannig háttað að hvert land fjármagnar sinn hluta innanlands. Þannig er hægt að sækja um fjár- mögnun fyrir íslenska þætti verk- efnanna hjá okkur í Tæknisjóðien frestur til umsókna er til 1. nóv- ember. Þá er einnig hægt að sækja um styrki til að leita að samstarfs- aðilum erlendis hjá okkur í Tækni- sjóði. Einnig er hægt að sækja um áhættulán til Nýsköpunarsjóðs og annarra áhættulánastofnana." - Hvað eru mörg íslensk verk- efni í gangi núna? „Fjögur eru til viðbótar þeim sem áður voru nefnd og átta verk- efnum er þegar lokið. Umfang hins íslenska þáttar þessara fimm- tán verkefna frá upphafi er alls 858 milljónir íslenskra króna.“ - Geta hvaða fyrirtæki sem er sótt um að komast í Eurekasam- starf! „ Já, það eru allar tegundir fyrir- tækja sem geta sótt um og í aukn- um mæli einnig þjónustufyrirtæki. Verkefnin eru unnin alfarið á grundvelli óska fyrirtækjanna og þurfa fyrirtækin því ekki að aðlaga ________ sig að fyrir fram ákveðnum áætlunun eins og hjá Efnahags- bandalaginu." -Hvernig er nýjum ________ verkefnum komið af stað? „Það eru tvær leiðir til að koma nýju Eurekaverkefni á. Annars vegar að gerast þátttakandi í verk- efni sem þegar er komið í gang og hins vegar að vera frumkvöðull að koma á nýju Eurekaverkefni. Landsfulltrúinn getur aðstoðað við að koma á nýju samstarfi og að fmna fjármögnunarleiðir fyrir ný verkefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.