Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 74
74 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Útgáfutónleikar Kanada í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld Sveittir ólátabelgir Það er kraftur í Kanada. Birgir Örn Steinarsson svindlaði sér inn fyrir landamærin og komst að því hvað Kanada- menn eru að bralla þessa dagana. EF EINHVERJUM dytti í hug að skrifa í virtan fjölmiðil á íslandi að „Kanadamenn væru samansafn af sveittum, illa lyktandi ólátabelgjum“ myndi sá hinn sami líklegast þurfa að hirða upp dótið af skrifborði sínu og leyta sér að nýrri vinnu. Slíkt væri af- ar óábyrg vitleysa byggð á fordómum blaðamanns sem gæti hæglega eyði- lagt það traust sem margir lesendur hafa á skrifum blaðsins. Svo ekki sé talað um þær afleiðingar sem slík skrif gætu haft á samskipti þjóðanna. Kanadamenn eru samansafn af sveittum, illa lyktandi ólátabelgjum og þeir taka jafnvel undir það sjálflr. Enda ekki annað hægt en að svitna og lykta eftir því þegar þú ert í kröft- ugri rokkhljómsveit sem gefur sig alla í hverja einustu nótu á hverjum einustu tónleikum. Kanada hefur verið starfandi í fjögur ár og átt fjölmargar fjörugar ISI.I.NSK V OriiKVN r=í!l11 SímiSJ1 4200 biSfcJ J|jJ m 'í'j Gamanleikrit I leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar Sýnt í Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.30 fös. 25/8 lau. 26/8 uppselt lau. 2/9 lau. 9/9 Miðapantanir í síma 561 0280. Miðasölusími er opinn alla daga Id. 12-19. Miðinn gildir 2 fyrir 1 í Argentína steikhús. Ath. ósóttar pantanir, seldar 2 dögum f. sýn. lau 26/8 kl. 20 fös 1/9 kl. 20 Miðasölusími 551 1475 Miðasala opin kl. 15—19 mán—lau. og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir frá kl. 10. f .EIKFÉLAG ÍSLANDS L8rASlÁÍlNKl 55^3000 THRILLER sýnt af NFVÍ lau. 26/8 kl. 20.00. örfá sæti laus lau. 2/9 kl. 20.00 nokkur sæti laus Síðustu sýningar PAN0DIL FYRIR TV0 fös. 1/9 kl. 20.00 laus sæti 530 3030 JÓN GNARR. Ég var einu sinni nörd fös. 25/8 kl. 20 nokkur sæti laus lau. 2/9 kl. 20 nokkur sæti laus Miðasalan er opin I Loftkastalanum og Iðnó frð kl. 11-17. Á báðum stöðum er opið fram að sýningu sýningarkvðid og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir I viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/ Iðnó). Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. stundir með fylgismönnum sínum. Því er það sérstakt ánægjuefni að í dag kemur í búðir fyrsta breiðskífa þeirra félaga og af því tilefni verður sveitin með útgáfutónleika í kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum. Hvað á platan að heita? „Platan heitir einfaldlega Kan- ada,“ svarar Ulfur Eldjám hljóm- borðs- og orgelleikari sveitarinnar þegar blaðamaður spyr hann um frumburð sveitarinnar. „Það er sam- kvæmt þeirri góðu rokkhefð að fyrsta plata híjómsveitar heitir sama nafni og hljómsveitin.“ „Það er líka trúlega sökum þess hve erfiðlega það gekk að finna nafn,“ bætir Doddi bassaleikari við. „Við vorum reyndar í litlum erfið- leikum með það að finna nöfn en við áttum erfitt með að sættast á eitt,“ segir Úlfur. „Já, það var eiginlega það,“ segir þá Doddi. „Það voru fimm sterkar skoðanir á öllum tillögum." „Upphaflega átti platan að heita „Spóólgraðir“ en það þýðist svo illa yfir á ensku en titlamir eru eiginlega allir á ensku. Við vorum með ýmsar aðrar hugmyndir t.d. „Reverberation of the Masturbation" og „Where, E. Sorry?“ en markaðsfræðingar hljóm- sveitarinnar vom ekkert hrifnir af því. Það að platan heiti Kanada er mjög eðlilegt. Þetta er bara eins og fyrstu plötur Kiss, Iron Maiden og Led Zeppelin. Hinsvegar eigum við blað með hugmyndum að plötunöfn- um og laganöfnum og við erum eigin- lega bara að ganga á þann lista svona þegar okkur tekst að semja ný lög.“ Hljómsveitin hefur því það undar- lega vinnuferli að laganöfnin eru samin þó nokkm áður en lögin verða til. „Sumir foreldrar gera þetta,“ segir Úlfur. „Þeir liggja yfir Nöfnum Is- lendinga áður en þeir eignast böm og það er fullt af lögum sem við eigum eftir að semja t.d. „Hesmadaman og sóðabósinn", „Hent í hommann" og lagið „Led Zeppelin". Þannig að við eram í raun búnir að skuldbinda okk- ur að halda áfram, við neyðumst til þess.“ Að svitna með sveitinni Hljómsveitarmeðlimir Kanada em nokkrir á leiðinni til útlanda í nám á næstu vikum sem gefur þeirri athöfn að fá að svitna með sveitinni á tón- leikum aukið gildi. Það er því tvöfóld ástæða til þess að fara á útgáfutón- leika Kanada í kvöld, sem eins og áð- ur segir verða í Þjóðleikhúskjallar- anum. „Tónleikarnir byrja klukkan tíu stundvíslega,“ segir Úlfur. „Við eram með sérstaka skemmtidagskrá á undan. Þar ber fyrst að nefna As- mund Ásmundsson og myndbands- verk sem hann hefur útbúið sérstak- lega fyrir þetta kvöld. Svo mun Óttar Proppé þeyta skífum sem og Dj. Sexbomb, bræðingshljómsveitin An- us kemur fram ásamt japanska söng- varanum Taki Djassgat og síðan spil- ar Músíkvatur." Til þess að fylgja eftir útgáfunni á þessum skamma tíma sem hljóm- sveitin hefur áður en meðlimirnir takast í hendur, kveðjast um stund og fara hver í sína áttina, sumir yfir haf- ið en aðrir skemmra, þá ætlar sveitin að nota hvert tækifæri næstu daga til þess að leika á tónleikum. Annað kvöld halda þeir t.d. tónleika í Norð- urkjallara MH ásamt Mínus, Klink, Músíkvat og hinni splúnku nýju sveit Singapore Sling. Á komandi vikum má því búast við að hinir háværa og sveittu tónar Kanada hljómi víða. Lofsamleg gagnrýni fagblaðsins Variety um 101 Reykavík Ein ferskasta frumraun ársins BALTASAR Kormákur og mynd hans 101 Reykjavík gera það ekki endasleppt þessa dagana. Þegar hef- ur verið greint frá að myndin hafi fengið lofsamlega dóma í bresku dag- blöðunum The Scotsman og Guardian. Nú í vikunni birti fagtímaritið Variety virta dóm sinn um myndina og tekur í einu og öllu undir með ofannefndum blöðum og bætir á skjallið ef eitthvað. Það er hinn kunni kvikmyndagagnrýnandi Derek Elley sem fjallar um myndina og hefur mál sitt á því að likja henni við gamanmyndir hins spænska Alm- odovars: „ímyndaðu þér Almodovar gamanmynd sem á sér stað í snævi þökktu hrörlegu íslensku smáíbúðar- hverfi. Ef þú getur það þá ertu ein- ungis hálfnaður í að átta þig á 101 Reylqavík, fyndinni, hjartnæmri og léttruglaðri samskiptastúdíu sem er ein ferskasta frumraun ársins í flokki heimskvikmynda." Elley hneykslast því næst á því að dómnefndin á Locarno-hátíðinni hafi horft framhjá myiidinni við veitingu aðalverðlaun- anna, en hún hafi verið ein sú allra vinsælasta á hátíðinni bæði meðal gesta og gagnrýnenda. Elley hælir Baltasar í hástert fyrir handritið og hnitmiðaða myndgerð á yfirgrips- mikilli bók Hallgríms Helgasonar (sem hann talar um af svo mikilli þekkingu að nærri lætur að hann hafi lesið hana). Ennfremur þykir honum Baltasar sem leikari og óreyndur kvikmyndaleikstjóri hafa óvenju gott auga fyrir smáatriðum og að hann haldi áberandi vel um stjórnartaum- ana á heildarútliti myndarinnar og að hinar sparlega notuðu tæknilegu út- færslur þjóni ætíð sögunni og nefnir hann sem dæmi loftmyndirnar sem teknar eru í kringum heimili Hlyns. Elley virðist einnig þekkja vel til ís- lenskra kvikmynda því hann fagnar myndatöku Peters Steugers með því að segja hana langan veg frá „túr- hestalegum landslagstökum i öðrum íslenskum myndum“. Leikararnir fá einnig rós í hnappa- gatið, einkum Abril sem hann segir fullkomlega í hlutverk skipaða sem Tónlistin eftir Damon Albarn og Einar Örn er í Variety sögð fyndin og „funky“. Hér er Damon brattur ásamt fram- Iciðandanum Ingvari. hinn tilfinninganæmi spænski flam- enkódansara. Elley telur fullvíst að „þessi litli gimsteinn“ eigi eftir að verða vinsæl meðal unnenda list- rænna kvikmynda svo lengi sem hún fái góða almenna dreifingu. Aðstandendur Edinborgarhátíð- arinnar, þar sem myndin var sýnd á tveimur sýningum, hafa valið hana til sýningar í flokki „sex bestu mynda hátíðarinnar" eða Best of the Fest en það er lítill pakki sem tekinn er sam- an til leiðbeiningar fyrir almenna bíógesti með þeim myndum sem stóð uppúr og vöktu mestu athygli á há- tíðinni í ár. MYNDBOND Andsetning Sár Krists (Stigmata) H r o 11 v e k j a ★★% Leikstjóri: Rupert Wainwright. Handrit: Tom Lazarus og Rick Ramage. Aðalhlutverk: Gabriel Byme, Patricia Arquette, Jonathan Pryce. (102 mín.) Bandaríkin. Skíf- an, 1999. Bönnuð innan 16 ára. MIKIÐ hefur verið um það rætt hversu illa Sár krists fer með sögu- þráð Exorcist, einhvers eftn-minni- legast óhugnaðar sem gerður hefur verið. Þessi mynd er hins vegar allt öðravísi að mörgu leyti. I fyrsta lagi er kaþólska kirlqan ekki góða aflið heldm- afturhalds- söm og þröngsýnin uppmáluð. I öðra lagi er sögupersónan ekki andsetin af illum anda helduraf miskildum trúuð- um einstaklingi. I þriðja lagi nálgast leikstjórinn Wainwright efniviðinn frá allt öðrum sjónarhóli, þ.e. glímir ekki við baráttu góðs og ills heldur þann misskilning sem á sér stað þeg- ar kraftaverkin verða trúmönnum sýnileg, einkum strangtrúuðu kirlqunnar mönnum. Þótt kostir myndarinnar séu mai'gir era hnökrar hennar ekki færri, leikurinn er ósannfærandi og hin óþolandi klipp- ingarstefna MTV-kynslóðarinnar kæf- ir andrúmsloftið. Einnig dregur hin yf- irborðskennda poppmyndbandalýsing úr áhrifamættinum. Uppúr stendur þó athyglisverð hugleiðing um efahyggju og trúrækni sem á ágætlega við nú á tímum efnishyggjunnar. Ottó Geir Borg Ofreynsla Reynolds Waterproof D r a m a 'Wlh Leikstjórn og handrit: Barry Ber- man. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, April Grace. (94 mín.j Bandaríkin 1999. Háskólabíó. Öllum leyfð. BURT Reynolds fékk uppreisn æra í þýðingarmikið hlutverk klám- myndaleikstjórans góðhjartaða í „Boogie Nights" og fékk fyrir óskars- verðlaunatilnefn- ingu. Kappinn kom þó ekki út af hátíð- inni frægu með eitt stykki Óskar frænda í farteskinu og hefur vafalítið sárnað það - að hafa komist eftir allan þennan tíma í bransanum svona nærri því að öðlast æðsta heið- ur í bransanum án þess að hafa nokkuð upp úr krafsinu. En hann komst á bragðið. Því má vel álykta að ralla hans í þessari hugljúfu mynd sé til þess gerð að halda akademíunni við efnið - að Reynolds sé að minna hana á að hann sé ekki af baki dott- inn. Þar liggur þó hundurinngrafinn; þrátt fyrir góðan ásetning er bara verið að reyna um of að heilla, m.a. akademíuna, með óþarfa dramatík sem ristir furðu grannt - fyrir utan það hversu sagan sver sig óþægilega mikið í ætt við aðrar frambærilegri myndir um hið sérstaka samband sem ríkir milli hvítra og svartra í sveitum syðra í Bandaríkjunum. Skarphéðinn Guðmundsson MIÐASALA Á RADDIR EVRÓPU O BAN KASTRÆTI 2. Miðasaia opin alla daga 10-18 ■ Sími 552 8588
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.