Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 37 Leikfélag Akureyrar kynnir vetrardagskrána Tvö íslenzk verk frumsýnd Morgunblaðið/Rúnar þór Nýtt leikár er runnið upp hjá Leikfélagi Akureyrar og kom starfsfólkið saman af því tilefni og kynnti vetrardagskrána. var sem fótunum væri kippt undan Vogeler og verkefnaskortur þrengdi mjög fárhag hans. Líf listamannsins yfirfærðist með tímanum frá list- rænni draumsýn til pólitískrar hug- ljómunar eftir kynni við skrif Tolst- oj, Bakunins og Kropotkíns um mannúð og mildi. Kvæntist dóttur náins vinar Leníns 1923 og var giftur henni í fimm ár. I fjárhagslegri neyð fluttist hann þá til Moskvu, söðlaði yfir í sósíalraunsæi og starfaði sem áróðursmálari um öll Sovétríkin. Hann var fjarlægður ásamt öðrum óþægilegum innflytjendum er þýski herinn sótti fram 1941, og er sagður hafa látist í þorpi í nágrenni Kar- aganda í Kasakstan ári seinna. Paula Modersohn-Becker, sem sýningin er kennd við, var einstaklega vakandi og ást- ríðufull persóna. Sautján ára gömul dvaldi hún um skeið í Englandi og og nam þá teikningu í Listaskóla Lund- únaborgar, og eftir það notfærði hún sér alla þá takmörkuðu teikni- kennslu sem konum á þessum tímum buðust. Hún var opnari metnaðar- fyllri og eirðarlausari listamanssál en félagar hennar, sem gerði að verkum að hún hélt endurtekið til Parísar þar sem hún kynntist nýjum straumum og þróaði eigin stíl. Heill- aðist af van Gogh og Gauguin en það voru þó verk Maillols sem gagntóku hana. Modersohn Becker er aðallega nafnkennd fyrir sín efniskenndu tjá- ríku málverk, en teikningar hennar á sýningunni hafa yfir sér yndisþokka- fulla mýkt í anda Mailols, og eins og í málverkum hennar er svo mikið af eigin sjálfi í þeim. Árið 1905 er hún í París og sækir námskeið á Akademi Julian, heimsækir Nabis-málarana Vuillard og Denis á vinnustofur þeirra, fer á sýningu hinna óháðu Salon des Indépendants, og skoðar þar sýningu á verkum Séurat og van Gogh og þar voru einnig myndir eftir Bonnard, Delaunay, Denis, Matisse, Munch, Signac og Vuillard. Núhug- myndir hennar hafa varla fallið fé- lögum hennar í geð og sjálf gerðist hún fráhverf eiginmanni sínum og er hún snýr enn einu sinni aftur til Par- ísar 1906 er hún staðráðin í að skilja við mann sinn sem hafði komið þang- að og dvaldi um veturinn. En þýski myndhöggvarinn Bernhard Hoetger sem var fyrstur til að koma auga á mikilvægi verka hennar fékk hana til að snúa aftur. Trú hans á gildi verka hennar var henni ómæld uppörvun og árin 1905-7 má telja frjóasta sköpunartímabil í lífi listakonunnar. I marzmánuði er Modersohn-Becker komin aftur til Worpswede og í nóv- emberbyrjun fæðir hún dótturina Matthildi, en deyr af völdum blóð- tappa 20. nóvember. Líf þessara listamanna sem lifðu fyrir hugsjónir sínar og sannfæringu þar sem mála- miðlanir voru ekki til var þótt fagurt væri ekki neinn dans á rósum og sumra biðu hrá og meinleg örlög. Sýningin er að vissu marki ein sú merkilegasta sem hingað hefur ratað og getum við ís- lendingar dregið af henni mikinn lærdóm. Fyrir hið íyrsta af kynning- argildinu þar sem ljósmyndir skipa stórt hlutverk og hvernig hér er í einu og öllu staðið að verki. Uppsetn- ingin frábær, innrömmun og frágangur mynda slíkur að íslenzldr forverðir geta af því mikið lært, sömuleiðis bókagerðarmenn, varð- andi þær bækur sem til sýnis eru. Menn beri hér einungis innrömm- unina saman við annað sem til sýnis er í húsinu. Rammarnir meira að segja geimegldir og öll ber vinnan við grafíkina óviðjafnanlegri fag- mennsku vitni og er mjög til eftir- breytni á síðustu tímum. Hvað sem mönnum kann að finnast um mynd- irnar er handverkið frábært, listin er svo æðra stig handverks. Sýningunni fylgir vegleg skrá/bók með ítarlegri kynningu á listamönn- um og liggur frammi þýðing á aðal- texta hennar í heild sinni, sem hér er stuðst við með ýmsum tilfæringum, þó svo til orðrétt þegar þær eru inna gæsalappa. Pýðingu hefur annast Jórunn Sigurðardóttir og ferst það vel úr hendi, en hefði þurft nákvæm- ari yfirlestrar við þar sem sums stað- ar vantar stafi í orð og nöfn... Bragi Ásgeirsson Akureyri. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Akureyrar kynnti í gær vetrardagskrá sína. Frumsýnd eru tvö ný íslensk verk; í lok janúar verður frumsýnd ný leikgerð eftir skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafsson- ar, Sniglaveislunni, þar sem Gunnar Eyjólfsson og Sunna Borg eru með- al leikenda og lokaverkefni leikárs- ins verður Ball í Gúttó eftir Maju Árdal. Eitt erlent leikrit verður frum- flutt, auk þess sem mikið er um samstarfssýningar. Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri LA, sagði að dagskrá vetrarins væri mjög þétt, sú nýbreytni verður í vetur að leikverk verða sýnd í styttri tíma en áður, því stutt er á milli frumsýn- inga. Samstarf verður á milli LA og Leikfélags Islands, líkt og á síðasta leikári, en sú breyting verður nú á að leikverkin verða frumsýnd á Ak- ureyri og sýnd þar áður en þau verða sett upp í Reykjavík. Sigurður Hróarsson sagði í ávarpi sínu að leikverkin, sem sett verða upp á þessu leikári, væru af þrenn- um toga. í fyrsta lagi verk eingöngu unnin af LA. í öðru lagi væri um að ræða samstarf við önnm- leikfélög og í þriðja lagi gestasýningar. Segja má að vetrardagskráin hefjist formlega í kvöld með sam- starfssýningunni Sæmi sirkuss- langa, en það er gestasýning frá óperusmiðjunni Norðurópi á Akur- eyri. Verkið verður sýnt á þremur sýningum, næstu þrjú kvöld. Fyrsta leikritið sem sett verður upp í Samkomuhúsinu á þessu leik- ári er Stjörnur á morgunhimni, eftir rússneska leikritaskáldið Alexander Galin. Þetta er liður í samstarfi við Leikfélag íslands, en leikritið var sýnt í Iðnó á síðasta vetri við góðar undirtektir. Það gerist í úthverfi Moskvu þegar Ólympíuleikamir eru haldnir í borginni árið 1980. Vænd- iskonum og undirmálsfólki er smal- KVIKMYJVDIR llegnbuginn og L a ii g a r á s b f ó X-MEN ★★★ Leikstjóri: Bryan Singer. Handrit: Davis Hayter eftir sögu Toin De Santo og Singer. Aðalhlutverk: Hugh Jackman, Patrick Stewart, Ian McKellan, Famke Janssen, Jam- es Marsdcn, Halle Berry og Anna Paquin. 20th Century Fox 2000. ÞETTA er besta kvikmyndin gerð eftir teiknimyndabókum í langan tíma. Persónurnar eru forvitnilegar auk þess sem sagan hefur boðskap og mannlega dýpt, sem fær áreiðanlega snert við flest áhorfendunum. X-men segir frá stökkbreyttu fólki sem býr hvert og eitt yfir sérstökum hæfileikum. Venjulega óbreytta fólk- ið er hrætt við þessar undraverur og vill jafnvel láta skrásetja það. Segull, sem var tekinn frá foreldrum sínum í helförinni hefur enga trú á mannkyn- inu og vill stökkbreyta öllu liðinu, en gamli félagi hans Prófessor X og hans menn, ,X-men“, vilja halda í vonina um að koma mannfólkinu í skilning um þau séu ekki slæm, bara öðruvísi. Þannig tekst sagan á við fordóma ýmsa og jafnvel kynþáttahatur. Aðalsöguhetjan er Jarfi, en hann er með innbyrgða hnífa sem skjótast út um kjúkumar á honum þegar hann þaif þess með, og hún Tófa sem sogar kraft úr þeim sem hún snertir. Jarfi er mjög sterk persóna og að út fyrir borgina til að fegra ásýnd hennar. Leikritið gerist í hjalli þar sem fólkið er samankomið. Leik- stjóri er Magnús Geir Þórðarson. Sýningar verða fyrstu þrjár helg- arnar í september. í október verður síðan boðið upp á gestasýningu frá Möguleikhúsinu, en það er Völuspá eftir Þórarin Eld- jám. Leikstjóri er Peter Holst en Pétur Eggerz leikur í sýningunni. Leikritið var frumsýnt í Reykjavík undir hatti Listahátíðar. Það verður sýnt í Reykjavík í allan vetur en takmarkaður sýningarfjöldi verður á Akureyri. Gleðigjafar í október Fyrsta fmmsýning LA verður í október á leikritinu Gleðigjafamir eftir bandaríska leikritaskáldið Neil Simon. Þetta er gamanleikur sem hefur verið staðfærður, gerist nú á árinu 2000 og á Akureyri. Það er Gísli Rúnar Jónsson sem þýðir og staðfærir. Verkið fjallar um tvo landsfræga skemmtikrafta sem ekki hafa talast við í tíu ár, en bróðurson- ur annars þeirra, sem er umboðs- maður, reynir að fá þá til að sættast. Það er Saga Jónsdóttir sem leik- stýrir en með aðalhlutverk fara Að- alsteinn Bergdal, Sunna Borg og Skúli Gautason, sem er nýr fast- ráðinn leikari við LA. I byrjun desember verður frumsýnd samstarfssýning við Aðal- stein Bergdal. Er um að ræða nýtt barnaleikrit sem ber nafnið Tveir misjafnlega vitlausfr eða Skralli og Lalli. Fjallar leikritið um Skralla trúð og nýjan vin hans, Lalla, og ýmis uppátæki þeirra. Höfundur er Aðalsteinn Bergdal, sem jafnframt leikur í sýningunni ásamt Skúla Gautasyni, en leikstjóri er Þráinn Karlsson. Jólaleikritið er verðlaunaleikrit eftir rúmenska leikskáldið Matei stendur vel undir því að vera aðal- persóna myndarinnar, og verður að segjast að leikarinn ástralski Hugh Jackman, sem hér er í sínu fyrsta Hollywood-hlutverki, er býsna sjarmerandi og er án efa kominn til að vera. Samband hans við Tófu, sem Anna Paquin leikur, er líka skemmti- lega innilegt (minnti á samband stelp- unnar og leyniskyttunnar í myndinni Léon eftir Luc Besson), og gefur þessum harðsvíraða töffara mann- lega hlið. Það hefði verið skemmtilegt að sjá eitthvað meira gert úr þeirra sambandi, en eitt af vandkvæðum myndarinnar er einmitt að svo marg- ar persónur eru mikilvægar, og þann- ig er bara rétt hægt að tæpa á sögu hverrar og einnar, en ekki kafa ofan í einn eða neinn. En miðað við lokaorð myndarinnai- og vinsældir hennar, er gefið mál að það eiga eftir að koma fleiri X-Men myndir og það er von- andi að þá verði hægt að hafa þær að- eins dýpri, eftir að þessi fyrsta hefui- eiginlega þjónað sem almenn kynn- ing á persónunum og heimi þeirra fyrir þá sem ekki þekkja til. Af þessum orsökum er lítið pláss eftir íyrir söguna sjálfa sem hér er ekkert stórvirki; baráttan milli góðs og ills, krydduð með slatta af bardög- um, bellibrögðum og ágætum brönd- urum og þá er það komið. Þessi mynd er fínasta afþreying og ekld spurnig að hún muni heilla unga sem aldna, og helst þá í tilvistar- kreppu. Af hveiju má ég ekki vera eins og ég er? Af hveiju þarf ég að vera eins og allir hinir? Hildur Loftsdóttir Visniec og er þetta samstarfssýning við LÍ. Leikritið er sagt ljóðrænt, draumkennt og nýstárlegt í fram- setningu. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson og leikmynd og búninga hannar Snorri Freyr Hilmarsson. Næsta verkefni er sviðsettur leik- lestur á Berfætlingunum eftir Guð- mund L. Friðfinnsson í tilefni af 95 ára afmæh höfundarins og 50 ára höfundarafmæli hans. Unnið í sam- vinnu við Menor. Lokaverkefnið er Ball í Gúttó Lokaverkefni LA er að þessu sinni leikritið Ball í Gúttó eftir Maju Árdal, en hún leikstýrir einnig sýn- ingunni. Leikritið er skrifað á ensku, en höfundur þess, Maja Ár- dal, er Akureyringur sem verið hef- ur leikhússtjóri og leikstjóri í Tor- onto í Kanada um árabil. Leikritið gerist á Akureyri árið 1942 og fjall- ar um akureyrska fjölskyldu og kynni hennar af amerískum her- mönnum. I verkinu er mikið um djasstónlist og söng og tónlistar- stjóri verksins er Valgeir Skagfjörð. Þess má geta að leikritið verður sýnt fyrr á leikárinu í Toronto undir heitinu Midnight sun. Síðar á leikárinu er ráðgert að setja upp óperuna Sígaunabaróninn eftir Richard Strauss, þá í samvinnu við Norðuróp og verðlaunaeinþátt- unga úr samkeppni LA og Menor frá því fyrr á þessu ári. Ekki liggur þó enn ljóst fyrir hvenær af því verður. Enn lifír vonin LISTMUNIR Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð. Höfum kaupendur að góðum verkum gömlu meistaranna. Gallerí Fold Rauðarárstíg 14—16, sími 551 0400. fold@artgalleryfold.com www.artgalleryfoW.com ART GALLERY Cu 9 I Q DEVELOP 10 NAG LAVÖ RU R KYNNING í Lyfj u Setbergi Hafnarfirði í dag kl. 14-18 NYTT A MARKAÐINUM aglaherðir án formalíns KYNNINGARTILBOÐ Þú kaupir tvennt og færð naglalakk í kaupbæti. Handáburður fylgir naglabandanæringu. DEVELOP 10 er einnig fáanlegt í verslunum Lyfju í Lágmúla, Kópavogi og Grindavík. I I l£b LYFIA - Lyf á lágmarksverði Íslensk\ítalska a S 5 T3 I ! I 5 I o “0 o § 5 ~a Develop 10 Develop 10 DevelopIO o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.