Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 76
76 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Islandsverk Þorvaldar Þorsteinssonar
Island er land þitt
Myndlist þarf ekki að vera hátíðleg og hún er ekki endilega best
geymd inni á safni. Islandsverk Þorvaldar Þorsteinssonar er þrí-
vítt, gert af holdi og blóði og það andar. Jóhanna K. Jdhannesdótt-
ir sló á langlínuþráðinn til Þorvaldar, þar sem hann sat við skriftir
á Amtsbókasafninu á Akureyri, til að heyra meira af þessu undri.
Jiirgen Zimmermann á leiksviðinu íslandi.
ALLIR VEL uppaldir bóka-
ormar læra snemma á bams-
ævinni að á bókasafni á að vera
ÞÖGN. Myndlistarmaðurinn
Þorvaldur er einn þessara
orma, fullvaxinn þó, og því
liggur honum lágt rómur.
Hann þekkir líklega ónotatil-
finninguna sem hringar um sig
í maganum þegar bókasafns-
vörðurinn ber fingur að vörum
- og sussar.
Þessa mánuðina er Þorvald-
ur íklæddur rithöfundar-
skikkjunni, bókasafnið er at-
hvarf til skrifta og
blaðsíðurnar fyllast jafnt og
þétt af ævintýrum hins vængj-
aða Blíðfinns.
Skikkjan fer rithöfundinum
vel en það er hins vegar ætlun
blaðamanns að tala við mynd-
listarmanninn um verkið sem
hófst sem lítil hugmynd, vatt
upp á sig og varð að heilu fýrir-
tæki; Þorvaldur Þorsteinsson
inc.
„Eg fékk þessa hugmynd að
efna til Islandskynningar með
^innifalinni samkeppni um ís-
landsferð á samsýningunni
Welcome to the Artworld sem
efnt var til í Der Badische
Kunstverein í Karlsruhe í september
í fyrra. T0 liðs við mig fékk ég
Reykjavík menningarborg 2000,
ferðamálaráð, menntamálaráðu-
neytið og heilan her fyrirtækja og að-
ila í ferðaiðnaðinum með Samvinnu-
ferðir-Landsýn í broddi fylkingar.
Framkvæmdastjórn var hins vejgar í
traustum höndum Helgu Brár Ama-
dóttur, starfsmanns GSP almanna-
tengsla. íslandskynningin fór svo
fram á hefðbundnum kynningarbás
þar sem lá fyrir efni frá öllum þessum
aðilum; hótelum, veitingastöðum,
hestaferða- og hvalaskoðunaifyrir-
tækjum og svo framvegis og fram-
vegis. Þetta var fyrri hluti verksins;
draumurinn um Island, draumurinn
um ferðina, ímyndin ísland. Til þess
að gera hann áþreifanlegri voru
þarna hlutir sem tengdust ferð vinn-
ingshafans; koddinn sem hann myndi
sofa á á Hótel Borg, handklæðið sem
hann þurrkaði sér með í Bláa lóninu,
diskana sem hann ætti eftir að borða
af á Kaffi Karólínu og Naustinu.“
Samkeppnin um Islandsferðina
vakti heilmikla athygli sýningargesta
og voru þeir ótalmargir sem svöruðu
einfaldri spumingu Þorvaldar í þeirri
von að komast til íslands, íyr-
irheitna landsins í norðri. „Á
síðasta degi sýningarinnar dró
fulltrúi íslensks hestabúgarðs í
Þýskalandi vinningshafann op-
inberlega úr bunkanum undir
eftirliti fulltrúa borgarinnar.
Sá reyndist vera Jitrgen nokk-
ur Zimmermann sem bauð
kærustu sinni Marion með í
ferðina, en vinningurinn gilti
fyrir tvo.Til undirbúnings vom
þau hlaðin gjöfum, bókum um
landið, derhúfum, pennum,
snyrtivörum, frisbee-diskum
og svo framvegis til að kynnast
landi og þjóð,“ segir Þorvaldur
og það er ekki laust við að
blaðamaður heyri hann glotta
yfir símalínuna.
Island í huga þér
hvar sem þú ferð
Sjötta júní síðast liðinn lentu
þau skötuhjú á Keflavíkurflug-
velli í vandlega upprenndum
úlpum „afar vönduðum sem
vom merktar nafni verksins og
sérhönnuðu lógói, Island das
Land der gewinners, Island
land sigurvegarans“. Þar með
var ævintýrareisan hafin.
Víkingamir Rassipramp (al-
ias Ragnar Kjartansson) og Frosti
Friðriksson vora ráðnir starfsmenn
heimsóknai-innar og sinntu þeim
starfa samviskusamlega og af öllu
hjarta sem fulltráar listamannsins á
íslenskri grandu. Þeir fylgdu í þaula
ferðabæklingnum Reisen Sie Gratis
Nach Island sem hafði verið hannað-
ur fyrir sýninguna og dreift um
Karlsrahe. Bæklinginn prýddu ljós-
myndir Ragnars Th. Sigurðssonar
ásamt lýsingu á vinningsferðinni.
Ferðir Júrgens og Marion ræstu í
gang seinni hluta verksins „þau sjálf
og myndirnar sem þau taka í ferða-
Ný sýning í galleríi oneoone
Morgunblaðið/Jim Smart
Elín við verk þeirra Ulfs í gaileríi oneoone.
Samsíða
SÍÐASTA laugardag opnuðu Úlfrn-
Shaka og Elín Hansdóttir sýninguna
Samsíða í Gallerí oneoone, Laugavegi
48b. Þetta er síðasta sýningin í núver-
andi húsakynnum gallerísins, því
áætlað er að það flytji sig um set á
nýjan stað og má búast við að ein-
hverjar áherslubreytingar verði í
stefnu og rekstri þess.
Úlfur og Elín eru bæði nemendur í
■'“> Listaháskóla íslands og er sýningin
sú fyrsta sem þau vinna saman. Þau
hafa umtumað rýminu með vegg sem
er á miðju gólfi en við það verður til
langur mjór gangur þar sem þau
koma sýningunni fyrir.
Dúkkur og krakkar
„Verkið samanstendur af Ijós-
myndum og texta sem era í samsíða/
parallel-línu á veggnum, hvert á móti
öðra, snertast aldrei og maður fær
tilfinningu fyrir því að þær fari inní
vegginn og séu að einhverju leyti
óendanlegar,“ segir EUn um ástæð-
una fyrir því að rýminu var umturn-
að. „Þetta era tvær mismunandi
tegundir af ljósmyndum sem við sýn-
um. Svart/hvítar portret-myndir af
litlum krökkum og svo litmyndir af
dúkkum. Myndimar af krökkunum
var ég búinn að eyða miklum tíma í,
ná karakter krakkanna, augn-kont-
akt og svoleiðis, þannig að þau eru
mjög miklar persónur. Dúkkumynd-
imar era algjör andstæða, teknar
mjög hratt með flassi þanng að and-
litin verða mjög óraunveruleg. Þetta
era tveir ólíkir pólar. Þessi tvö mis-
munandi andlit era samt nátengd og
þau fylgjast að allt lífið. Krökkum era
líka gefnar dúkkur til að kenna þeim
á lífið, dúkkuma era „steríótýpur“ á
meðan krakkarnir era „orginal“.“
Textinn spilar líka stóran þátt í verk-
inu en hann rennur eftir veggnum og
er að einhveiju leyti skiljanlegur en
líka mjög óskiljanlegur en mynd og
texti era eitt og sama óaðskiljanlega
verkið. „Textinn er um þá karakter-
eiginleika sem er grunnurinn að pers-
ónuleika fólks. Þetta era einhvers
konar hugsanir sem ég steypti saman
í setningar eða setningarbrot og er
grunnurinn að þeim byggður á pers-
ónuleikakenningum Jungs um upp-
byggingu hugans. í þeim kenningum
skiptir hann persónuleikanum að ein-
hveiju leyti í fjóra þætti; í fyrsta lagi
hugsun og tilfinningar sem að honum
finnst vera rökræni þátturinn í pers-
ónuleika fólks. A móti kemur skynjun
og innsæi sem era huglægu þættirn-
ir,“ segir Úlfur. „Þetta er grannurinn
að öllum hugmyndum og skilgrein-
ingum á persónuleika fólks.“
Sýningin er opin frá 10:00 til 18:00
á opnunartíma oneoone verslunar-
innar og stendur til 31. september.
Listamaðurinn hitti viðfangsefni sín óvænt á Iestarstöðinni í Karlsruhe.
laginu, en þessi hluti framkvæmdar-
innar er í raun aðalverkið“.
Gríðarleg vinna hefur auðsjáan-
lega verið lögð í alla undirbúnings-
vinnu og ótal margir fengnir til að
leggja hönd á plóg að sannri fyrir-
mynd verkalýðsins.
„Það era ýmsar leiðir til að nálgast
verkið, sú augljósasta kannski þessar
vangaveltur um ímyndina, drauminn
og veraleikann. Hin hefðbundna ím-
ynd landsins er sannreynd í verkinu
en það hefur einmitt verið mín helsta
skemmtun undanfarin ár að láta ekki
bara myndimar tala heldur fram-
kvæmdina, gjöminginn sjálfan. Þetta
er spurning um vald myndlistar-
mannsins, mig langaði að sjá eitthvað
gerast, fá einhverja tvo vegfarendur
úr hversdeginum í Karlsrahe til að
fara til Islands og fá sjálfiu’ smá útrás
fyrir guðskomplexinn. Að þessu leyti
er verkið svolítið líkt leikhúsi því það
er ekki aðeins verið að sýna handritið
heldur er farið alla leið og verkið sett
á svið. Ferðin var því eins og leiksýn-
ing sett upp á risastóra sviði þar sem
Júrgen og Marion vora leikendur að
fylgja lauslegu handriti frá mér,“ seg-
ir Þorvaldur, hneppir að sér höfund-
arskikkjunni, brosir til bókasafns-
varðarins og verður aftur allsráðandi
einræðisherra í landi Blíðfinns sem
svarar líka gælunafninu Bóbó.
Morgunblaðið/Asdís
Bee Spider verður að verki í gallenl Nema hvað? út vikuna.
Fiskabúr gallerís Nema hvað!
Bee Spiders að verki
HLJÓMSVEITIN Bee Spiders
mun hafa gallerí Nema hvað! til
afnota þessa vikuna í fiskabúrinu.
Sveitin byrjar að vinna í dag,
fimmtudag, og getur fólk komið
og litið inn alveg út vikuna.
Markmið fiskabúrsins er að ná
fram gagnvirkri sýningarstarf-
semi og því er ungum listamönn-
um boðið galleríið til afnota í
eina viku í senn til æfinga eða
vinnslu verka sinna. Hugmyndin
er sú að í stað þess að sýna loka-
útkomu verka, eins og venjan er í
galleríum, er tilgangurinn sýna
vinnuna sjálfa eða sköpunina. Bee
Spiders mun samkvæmt leik-
reglum gallerísins vinna verk sitt
á staðnum þannig að þeir sem
eiga leið hjá geta fylgst með
sköpun verksins.
Svo verður lokaútkoman kynnt
á laugardaginn og er öllum boðið
á opnun þá um kvöldið.
Slappað af á
Nýlistasafninu
ÞAÐ verður ýmislegt að gerast í
Hangsinu á Nýlistasafninu í kvöld.
Einhverjir óvæntir munu koma og
snúa skífum og hver veit nema Jó-
ní Jóns mæti með skærin og bjóði
uppá hárgreiðsluhornið. Fleiri
óvæntir atburðir munu örugglega
eiga sér stað og allir eru velkomn-
ir í safnið til 23:00 í kvöld. Hangsið
er hluti af sýningunni Grasrót
2000 sem er samsýning 10 ungra
listamanna. Hangsið er hugsað
fyrir fólk til að slappa af; gera það
sem það gerir venjulega ekki á
myndlistarsýningum þ.e. að slaka
á og láta sér líða vel. Hangsið er
opið á opnunartíma Nýlistasafns-
ins sem er þriðjudaga til sunnu-
daga frá 14:00-18:00 en á fimmtu-
dögum og laugardögum er það
opið lengur eða til 23:00 og er þá
boðið uppá mismunandi dagskrá.