Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kennsla að hefjast f framhaldsskólum landsins
Kátir að fyrstu
kennslu-
stund lokinni
KENNSLA er hafin í mörgum
framhaldsskólum landsins og líkt
og vængjaþytur farfuglanna boð-
ar vorkomu boðar ungt fólk með
skólatöskur á bakinu og bækur í
farteskinu gjarnan komu hausts-
ins. Blaðamaður Morgunblaðsins
brá undir sig betri fætinum og
sótti heim nemendur í mennta-
skólunum við Hamrahlíð og í
Kópavogi.
Kátina rfkti meðal nemenda í
skólunum og voru ungmennin í
óðaönn að ræða stundaskrár sín-
ar, nýafstaðin sumarleyfi og
framtíðarhorfur.
Þeir félagar Benedikt Þórðar-
son og Orri Jökulsson, nýnemar
við Menntaskólann við Hamrahlið,
voru glaðir í bragði að fyrstu
kennslustund lokinni, en skólinn
var settur í gærmorgun. Benedikt
og Orri eru sextán ára og stund-
uðu áður nám við Austurbæjar-
skóla og Réttarholtsskóla.
Fyrsta kennslustundin sem þeir
Benedikt og Orri sóttu í nýja
skólanum var franska og voru fé-
lagarnir allskostar sáttir eftir
hana. „MH er eini skólinn sem
kom til greina," segir Orri er
hann er spurður hví Menntaskól-
inn við Hamrahlíð hafi orðið fyrir
valinu og er hann augljóslega
ánægður með ákvörðun sína.
Þrátt fyrir að fjögurra ára nám
bíði Benedikts hefur hann nú þeg-
ar tekið ákvörðun um hvað tekur
við eftir stúdentspróf því hann
hyggst læra flugvirkjun. Orri og
Benedikt óttast ekki að námið
verði þeim ofviða og telja sig vel
geta ráðið við aukið álag og
breyttar aðstæður sem fylgja því
að vera komnir í menntaskóla.
í Menntaskólanum í Kópavogi
hitti blaðamaður Morgunblaðsins
fyrir fjórar stúlkur, Þóru Mar-
gréti Sigurðardóttur, Ingibjörgu
Eysteinsdóttur, Ingu Dís Richter
og Ásdísi Ólafsdóttur, sem allar
eru þriðja árs nemar. Þær hyggj-
ast leggja land undir fót að loknu
námi í Menntaskólanum í Kópa-
vogi, ferðast víða og skoða heim-
inn. Þær segjast einnig geta
hugsað sér að leggja stund á
frekara nám, hvort sem það yrði
heima eða erlendis.
Stúlkurnar eru nú hálfnaðar
með nám sitt í skólanum og eru
því nokkuð reyndar sem mennta-
skólanemar. Þær kunna vel við
sig í skólanum og segja félags-
skapinn góðan. Þegar þær eru
spurðar hvort ekki sé kostnaðar-
samt að vera menntaskólanemi
segjast þær ekki vera á flæðiskeri
staddar. Þær reikna með að bóka-
kostur þessa árs verði ódýrari hjá
þeim en fyrri ár og giska á um
15.000 krónur. Þær hafa allar
unnið baki brotnu í sumar og lagt
fyrir.
Morgunblaðið/Golli
Þóra Margrét, Ingibjörg, Inga Dís og Ásdís hyggjast skoða heiminn að
námi loknu.
Morgunblaðið/Golli
Orri og Benedikt voru ánægðir eftir fyrstu kennslustund sína í Mennta-
skólanum við Hamrahlið.
Nefnd sem Qallar
um tekjustofna
Niður-
stöður í
næsta
mánuði
JÓN Kristjánsson, formaður nefnd-
ar, sem félagsmálaráðherra skipaði til
að gera úttekt á skiptingu tekjustofna
milli ríkis og sveitarfélaga, segir að
stefnt sé að því að nefndin skili félags-
málaráðherra skýrslu í næsta mán-
uði. Segir hann að of snemmt sé að
spá í hvort nefndin komist að sameig-
inlegri niðurstöðu eða hver niðurstað-
an verður. Jón sagði ljóst að flutning-
ur grunnskólans til sveitarfélaganna
hefði í för með sér að kröfur um aukin
fjárútlát til grunnskólanna lentu á
þeim, á móti því bæri hann ekki.
Hvað það varðaði, að fjármagns-
tekjuskattur rýrði útsvarstekjur
sveitarfélaganna, sagði Jón að það
lægi fyrir úttekt á því að ýmsar breyt-
ingar hafi haft tekjuskerðingu fyrir
sveitarfélögin í för með sér upp á einn
til einn og hálfan milljarð. Sagði hann
að formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga hefði nefnt 4 milljarða í
þessu sambandi.
„Við erum að vinna að því hörðum
höndum að einangra það hver staða
sveitarfélaganna er, hvað hún hefur
versnað mikið og hver vöntunin er,‘
sagði Jón.
Nefndin hefur einnig til umfjöllun-
ar fyrirliggjandi breytingar á lögum,
sem kveða á um að fasteignamat á
hveijum stað á landinu verði lagt til
grundvallar álagningu fasteigna-
skatts. Hingað til hefur mat fasteigna
á höfuðborgarsvæðinu verið gnmd-
völlur álagningar úti á landi.
I
Flest slys á
gatnamótum
við Dragháls
Á LISTA, sem umferðardeild
borgarverkfræðings hefur tekið
saman, kemur fram að á árunum
1994-1998 urðu flest slys miðað
við umferð á gatnamótunum Drag-
háls-Hálsabraut, sem eru gatna-
mót með biðskyldu. Þar urðu 1,34
slys á hverja milljón ökutækja,
sem fóru um gatnamótin. Næst-
mesta slysatíðnin var á gatnamót-
unum Breiðholtsbraut-Suðurlands-
vegur, sem eru gatnamót með
stöðvunarskyldu. Þar var slysa-
tíðnin 1,02.
Ef eingöngu er litið á fjölda
slysa án tillits til umferðarþunga
eru gatnamótin Kringlumýrar-
braut-Miklabraut í fyrsta sæti.
Þar urðu 45 slys á fimm árum.
Næstflest slys urðu á gatnamótun-
um Bústaðavegur-Hringbraut eða
33. Hvor tveggja eru gatnamót
með Íjósum.
í september ár hvert gerir um-
ferðardeild borgarverkfræðings
athuganir á umferðarþunga á ýms-
um stöðum í borginni og er fjöldi
bíla á sólarhring talinn.
Aukinn
umferðaþungi
Stefán Agnar Finnsson, verk-
fræðingur í umferðardeild borgar-
verkfræðings, segir að til að meta
breytingar á umferðarþunga í
borginni megi helst skoða gatna-
mót á Kringlumýrarbraut. Það
verði þó að gera með þeim fyrir-
vara að talningarnar segja aðeins
til um breytingar á þessari til-
teknu braut en ekki í borginni sem
heild. Til að leggja óyggjandi mat
á breytingu á umferðarþunga í
borginni þurfi að framkvæma við-
amikla könnun á ferðavenjum
borgarbúa.
Ef litið er á gatnamótin á
Kringlumýrarbraut sést að árið
1999 fóru 15.024 fleiri bílar þar um
en árið 1990 á einum sólarhring
eða 169.749 bflar. Miðað við 1997
er aukningin 8.134 bílar á sólar-
hring. Breytingar á öðrum stöðum
í borginni eru á sömu lund.
Aðeins á einu mælingarsvæði
sem liggur vestan Lækjargötu
fækkar bílum frá 1997. Árið 1997
fóru 95.294 bflar þar um á sólar-
hring en 1999 voru þeir 90.636.
Þessar niðurstöður eru þó ekki
áreiðanlegar, þar sem talningar-
staðir eru færri 1999 en 1997.
Landsmenn eiga nú fleiri öku-
tæki en áður og er aukinn umferð-
arþungi í samræmi við það. Ekki
liggja fyrir tölur um fjölda öku-
tækja í Reykjavík en samkvæmt
tölum frá Skráningarstofunni var
skráður heildarfjöldi ökutækja á
landinu í fyrra 199.293 en var
175.573 árið 1997. Fólksbifreiðar
voru 151.409 í fyrra en 132.468 ár-
ið 1997.
Samkvæmt upplýsingum frá
Umferðarráði, sem það fær frá
lögreglu, hefur óhöppum fjölgað
verulega síðan 1990; þó ekki reglu-
lega á milli ára. Árið 1997 urðu
2.115 phöpp í umferðinni í Reykja;
vík. Árið eftir urðu þau 2.705. í
fyrra varð 3.451 umferðaróhapp í
Reykjavík.
Hættulegustu gatnamótin í Reykjavík
O 1-5 m.v. flölda slysa 1994-1998
O 1-5 m.v. slysatíðni 1994-1998
Borgartún/
Kringlumýr.
—Dragháls/
7 HálSabraut
Bústaðavegui
Isvegur
Stefnt að slysalausum degi í umferðinni í höfuðborginni í dag
Tvöfaldur fjöldi lög-
reglumanna við eftirlit
SLYSALAUS dagur í umferðinni í
Reykjavík er yfirskrift átaks, sem
lögreglan í Reykjavík stendur að í
dag. Munu um 50 lögreglumenn á 26
ökutækjum vera á götum borgarinn-
ar við umferðareftirlit, sem er nær
tvöföldun miðað við það, sem venju-
legt er að sögn Karls Steinars Vals-
sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns.
Hinn 26. ágúst í fyrra voru 25 um-
ferðaróhöpp bókuð hjá lögreglunni í
Reykjavík. í þremur tilfellum urðu
slys á fólki. Fyrir utan óhöpp komu
upp 43 mál, sem tengdust umferð-
inni eða alls 68 mál.
Þessi fimmtudagur var vel yfir
meðallagi því að jafnaði voru um-
ferðaróhöpp 15 talsins árið 1999 og
13 árið 1998. Það sem af er þessu ári
hafa að jafnaði 16 óhöpp verið skráð
á degi hverjum.
Umræddan fimmtudag fyrir ári
voru 39 óhöpp í Reykjavík skráð hjá
tryggingafélögunum Sjóvá-Almenn;
um, VÍS og Tryggingamiðstöðinni. í
þessum tilfellum skemmdust 92 öku-
tæki og námu tjónabætur 9,8 mil-
Ijónum króna eða 251 þúsund á
óhapp. Mismunur á skráningu lög-
reglu og tryggingarfélaganna helg-
ast af því að ekki eru öll óhöpp til-
kynnt til lögreglu.
Á öllu landinu, Reykjavík meðtal-
in, urðu 67 óhöpp og slösuðust 6.
Skemmd ökutækí voru 144 og námu
tjónabætur 29,8 milljónum króna
eða 444 þúsundum í hverju tilfelh.
Þetta sýnir að óhöpp eru að jafnaði
alvarlegri úti á landi en í Reykjavík.
Átak lögreglunnar í Reykjavík skír-
skotar því jafnt til ökumanna a
landsbyggðinni sem í Reykjavík.