Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Miklar olíu- o g gaslind- ir fínnast í Marokkó Ellefu fórust á Taívan ELLEFU fórust þegar fellibylur- inn Bilis gekk yfir Taívan úti fyrir strönd Kína í gærmorgun. Tugir þúsunda urðu að yfirgefa heimili sín vegna veðursins og leita skjóls í sérbyggðum skýlum. Rafmagnslín- ur slitnuðu og tré brotnuðu, höfn- um og flugvöllum var lokað. Meðal þeirra sem fórust voru sjö bændur og ein sex ára stúlka sem grófust í skriðu við fjallaþorpið Jenai, að sögn innanríkisráðherra landsins. Þegar vindstyrkur í Bilis mældist mestur flokkaðist hann sem felli- bylur af styrkleika fimm, sem getur valdið gífurlegu tjóni. í gærmorgun dró úr styrknum þegar fellibylur- inn var kominn yfir Taívan og stefndi í átt að suðurströnd Kína. Kosningasjóður Als Gores Engin rannsókn a rjaroflun MIKLAR olíu- og gaslindir hafa fundist í Talsirit-héraði í suðaustur Marokkó skammt frá landamærun- um við Alsír, að því er Mohammed VI Marokkókonungur tilkynnti sl. sunnudagskvöld. Hann greindi ekki nánar frá fundinum, en fregnir herma að lindimar geti verið ein- hverjar þær stærstu sem fundist hafi á þessum áratug. Geti verið að þama sé að hafa sem svarar 20 miHjörðum fata af olíu. Samkvæmt óopinberum heimild- um AFP-fréttastofunnar var það bandaríska olíufyrirtækið Skidmore sem fann lindimar og flutti mikinn tækjakost til Talsint til þess að meta fyllilega hversu mikið magn væri um að ræða. Hefur mai’okkóska orku- og námuráðuneytið veitt bandaríska fyrirtækinu þrjár heimildir til frek- ari rannsókna á um sex þúsund ferkílómetra landsvæði. Greiðslan fyrir leitarheimildina var upphaflega 50 milljónir dollara, en verður aukin tífalt ef lindimar reynast nýtanlegar. Talið var, áður en konungurinn flutti erindi sitt, að verðmæti ársfram- leiðslu á svæðinu gæti numið 500- 800 milljónum dollara. Fréttaskýrendur segja að reynist þetta rétt geti afleiðingin orðið stór- kostleg breyting á efnahag landsins, sem nú er að mestu byggður á land- búnaði, og olían séð Marokkómönn- um íyrir traustri tekjulind. Þá krefjist þróun olíuiðnaðar fjár- festinga, yfirleitt frá alþjóðlegum ol- íuíyrirtækjum. Þetta geti enn bætt samskiptin milli Marokkó og iðn- ríkja, sem myndi hafa góð áhrif á efnahag Marokkós og gæti orðið til þess að olíuleit í vesturhluta Norður- Afríku verði aukin. En staðsetning olíulindanna gæti líka valdið vand- ræðum og aukið spennúna í sam- skiptum Marokkós og nágrannarík- isins Alsírs. Yfir 50% íbúa Marokkós starfa við landbúnað, en af honum fást aðeins um 20% þjóðartekna. Breytt áhersla myndi hafa jákvæð efnahagsáhrif, en þun-kar valda búsifjum í landinu með reglulegu millibili. Olíuframleiðsla yrði stöðug og áreiðanleg tekjulind, jafnvel þótt olíuverð sé komið undir sveiflukenndum heimsmarkaði. Fá olíufyrirtæki eru nú þátttak- endur í olíuiðnaði í Marokkó og ein- ungis tvær olíuhreinsistöðvar eru í landinu. Til þess að nýta hinar nýju lindir yrðu stjórnvöld að leita eftir frekari fjárfestingu í borunum, dæl- ingu og flutningum. Enn sögð vera Ijón á veginum Auðvelt ætti að reynast að fá þá fjárfestingu nú þegar hátt olíuverð hefur leitt til þess að olíuframleið- endur eru úti um allan heim að leita nýrra linda. Góð samskipti ríkis- stjómar Marokkós við Bandaríkin og Evrópu ættu enn að auðvelda málið. Fréttaskýrendur vara þó við því að nokkur ljón kunni að vera á vegin- um. Enn eigi eftir að staðfesta til- kynningu stjómarinnar um fundinn, og ýmsar ástæður séu til að efast um að allt sé sem sýnist. Áður hafi verið leitað að olíu í landinu og ekkert hafi fundist. Þá kunni áætlunin um 20 milljarða tunna að ná til annarra efna en hráolíu. Þá gæti nálægð lindanna við landamærin við Alsír valdið vand- ræðum. Ríkin hafa oft átt í erjum vegna umdeildra landsvæða. Mar- okkó gerir tilkall til Vestur-Sahara, en Alsírbúar hafa leyft aðskilnaðar- sinnum í Vestur-Sahara að starfa innan landamæra sinna. Þrír féllu í spreng- ingu í Búrúndí Friðarsáttmáli talinn í hættu Bujumbura. AFP. AÐ minnsta kosti þrír féllu og átta særðust alvarlega þegar sprengja sprakk á markaðstorgi í Bujumbura, höfuðborg Afríkuríkisins Búrúndí í gær. Hefur atburðurinn aukið áhyggjur manna af friðarsáttmála sem tilbúinn er til undirskriftar og á að binda enda á sjö ára ættbálkaóöld í landinu. Markaðstorgið er í miðju verka- mannahverfi borgarinnar og var fulltaf fólki þegar sprengjan sprakk. Að sögn sjónarvotta var henni varp- að af manni sem ekki vora borin kennsl á og komst hann undan á flótta. Óeirðir hafa brotist út í grennd við höfuðborgina undanfarið þrátt fyrir að friðargæsla hafi verið ströng í samræmi við samning er náðist fyrir milligöngu Nelsons Mandela, fyrr- verandi forseta Suður-Afríku. Und- irrita á samninginn nk. mánudag í Tansaníu við athöfn sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti mun mæta til. í síðustu viku féllu að minnsta kosti 35 óbreyttir borgarar skammt austur af Bujumbura þegar her landsins, sem er undir stjóm manna af Tútsí-ættbálki, greip til aðgerða gegn uppreisnarmönnum af Hútú- ættbálki. Nær daglega hefur komið til átaka milli hersins og uppreisnar- manna í grennd við höfuðborgina undanfarið. Hafa nokkrir stjórnmálaflokkar undir forystu Tútsa sagst andvígir samkomulaginu, og stóðu öfgasinn- aðir Tútsar fyrir mótmælaaðgerðum í höfuðborginni um síðustu helgi. Forseti landsins, Pierre Buyoya, sem er Tútsi, hefur varað uppreisn- armenn við því að „reyna að koll- varpa ríkisstjórninni". Hann hefur aftur á móti lýst því yfir að hann muni aðeins undirrita hluta sam- komulagsins, því að í heild sé það „óviðunandi". í ættbálkaerjunum í landinu taka þátt nokkrir hópar vopnaðra Hútúa er berjast gegn ríkisstjórninni og hernum, þar sem Tútsar era í meiri- hluta. Síðan 1993 hafa um 200 þús- und manns fallið og um 1,2 milljónir farið á vergang. Eftir að viðræður höfðu staðið í Tansaníu í um tvö ár náðu deiluaðilar samkomulagi um nokkur helstu deilumálin, en engin sátt ríkir um hluti eins og hvenær vopnahlé skuli taka gildi, hver skuli fara fyrir bráðabirgðastjóm eða hvemig her- inn skuli endurskipulagður, en um 80% íbúa Búrúndí era Hútúar. Washington. AP. JANET Reno, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hún myndi ekki út- nefna sérstaka nefnd til að rannsaka fjáröflun í kosninga- sjóð Als Gores, vara- forseta Bandaiíkj- ánna, vegna kosning- anna 1996. Reno sagði á fréttamannafundi að eftir að hafa farið yfir afrit af viðtali sem Gore átti við opinbera rannsakendur í apríl sl. hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að „frekari rannsókn myndi að öllum líkindum ekki leiða til málshöfðunar". Þetta er í þriðja sinn sem Reno hafnar þeirri hugmynd að óháð nefnd fari í saumana á málum varaforsetans. Akafar deilur um fyrirhugað skipulag lokahátíðar OL 2000 Klæðskiptingar valda úlfaþyt Sydney. AFP. SKIPULEGGJENDUR Ólympíu- Ieikanna í Sydney tilkynntu í gær að ástralskir klæðskiptingar myndu prýða lokahátíð lcikanna og hefur sú ákvörðun valdið mik- illi reiði meðal margra borgara og þeirra sfjórnmálamanna sem er í nöp við samkynhneigða. „Ég er algerlega mótfallinn þessu og ef þetta nær fram að ganga mun ég losa mig við að- göngumiðana," sagði hlustandi útvarpsþáttar sem lét í ljós skoð- un sína og margra annarra í gær. „Við keyptum aðgöngumiðana í þeirri trú að þetta myndi verða eitthvað í ætt við þjóðaríþróttir Ástrala eða ástralska menningu og mér finnst ég ekki þurfa að greiða fyrir að sjá fyrirbæri líkt og þetta,“ sagði annar hlustandi sem var mikið niðri fyrir. Michael Knight, sá ráðherra í áströlsku ríkisstjórninni sem fer með málefni Ólympíuleikanna, staðfesti í samtali við útvarps- stöðina ABC að kallað hefði verið til „dragdrottninga" sem skemmta eiga lokahátíðargesturn leikanna og sagði að þær myndu verða rklæddar eftirminnilegum búningum sem kvikmyndagestir börðu augum í myndinni Priscilla, drottning eyðimerkurinnar. „Á Reuters Klæðskiptingur á hátr'ð t London fyrir skömmu. lokahátr'ðinni mun verða stutt at- riði þar sem vt'ðfrægum áströlsk- um kvikmyndum er gert hátt undir höfði,“ sagði ráðherrann og nefndi að kvikmyndirnar um Mad Max og Krókódfla-Dundee væru dæmi um slíkar myndir. Fred Nile, prestur og þingmað- ur Kristilegra demókrata, veittist harðlega að ákvörðun skipuleggj- enda leikanna og sagði að hún myndi eyðileggja árangur fþrótta- rnanna og ýja að því að Sydney væri „lröfuðborg samkyn- hneigðra". „Samkynhneigð og lesbískt atferli sýnir ekki ástr- alska menningu eða þjóðfélag í réttu ljósi,“ sagði Nile. Skoðana- bróðir Niles, David Oldfield, for- maður þingflokks Einnar þjóðar, sagði að skipuleggjendur væru úr tengsium við raunveruleikann og taldi að „dragdrottningar" þyrftu frekar á sálrænni meðferð eða kynskiptiaðgerðum að halda en almennri athygli og hylli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.